Vísir - 26.04.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 26.04.1918, Blaðsíða 3
VISIR • • FISMERlltNlRSTO Af alveg sérstökum ástæöum, í sambandi viö ófriöinn, er fiskveFkunarstöð Bookless Bro’s í Hafnarfiröi til sölu nú þegar meö öllum útbúnaöi. Stöðm ar emhver hin stærsta og besta og haganlegast útbAna stöð á landinu og stendnr áíöst við haiskipabryggjn Hainarljarðarkanpstaðar. Sömuleiðis stór lýsisbræöslustöö meö nýtísku útbúnaöí. Báðar stöðvarnar ern raflýstar irá eigin ailstöð. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs sem fyrst, sem gefur aliar nánari upplýsingar. Hafnarfirði 24. apríl 1918. S D. H. BOOKLESS. 57 58 hann og: sá að hann bar sama nierkiS og vind- lingarnir í gullhylkinu, sem dauöi maSurinn hafði á sél'. Sanit haföi eg ekki orö á þessu. „Bi'Sið þér við!“ sagði lögreglustjórinn. „Hvaö funduð þér þarna?“ Eg rétti honum vindlingsstúfinn þegjandi. Hann bar hann upp að ljósinu, skoðaði hann í krók og kring og aðgætti merkið, en fleygöi honum síðan frá sér og kvaðst halda, að ekki mundi þetta verða til mikillar leiðbeiningar. Kallaði hann síðan tvo menn sína til sín og urðum við allir saniferða út úr húsinu, en eg fylgdi þeim heim til mín. Ekki voru þau Filippus og kona hans komin enn og bjóst eg við, að þau hefði ekki treyst _sér til að ratá heim vegna þokunnar. Lögreglumennirnir hljóðuðu upp yfir sig af , unudrun þegar þeir sáu likið. „Já, þessu botnar enginn lifandi maður i,“ sagði Millman þegar hann var búinn að skoða manninn. „En hvernig gat hann komist inn, hafi enginn verið í húsinu?“ Annar af mönnum hans var að leita i vös- um líksins og rakst þar á lykilinn og sýndi okkur hann. „Þetta kalla eg merkilegt!“ sagði lögreglu- stjórinn. „Gengur þessi lykill að útidyrunum?“ Þetta var undir eins aögætt og reyndist lyk- illinn ganga að þeim. „Jæja, læknir, sagði Millman. „Þaö sýnist iWilliam le Queux: Leynifélagið. næstum eins og þessi maður hafi komið hing- að i þeim tilgangi að íremja innbrotsþjófnað.“ „Ja, þaö er einna líkast því,“ svaraSi eg. En ekki urðu lögreglumennirnir síður hissa þegar þeir rétt á eftir fundu blaöið með utaná- skrift minni. „Hér býr eitthvað meira undir en út leit fyrir í fyrstu,“ sagði lögreglustjórinn. „Þessi maður hefur auðsjáanlega þekt yður, læknir.“ „Það má vera, aö hann hafi gert það,“ svár- aði eg, „en eg hefi samt aldrei séð hann áður það eg til veit.“ „Mér þætti fróðlegt að vita,“ sagði Mill- ntan, „hvort þessi atburður, sem hér hefir orðið, stendur í nokkru sambandi við glæp- inn, sem drýgður hefir verið í husinu hinu megin við götuna.“ „Ja, hver kann að vita það?“ sagði eg, „en það er sannarlega merkilegt, að þessi maður skyldi fara inn í húsið meðan eg var burtu.“ „Það er enginn efi á því, að hann er út- lendingur," sagði lögreglustjórinn. „Ánnar út- lendingurinn til, því að myrti maðurinn þarna hinu megin er líka útlendur. En hvað haldiö þér annars um þetta, læknir góöur? Hvað hefir orðið þessum manni að bana?“ „Það get eg ekki sagt um,“ svaraði eg. »Eg get ekki séð neinn ávarka á honum og eg held að það væri best að ná í Blythe lækni hingað.“ 59 Einn af lögreglumönnunum fór þegar út | þokumyrkrið til að sækja lögreglulækninn.; Kom hann innan stundar, og varð jafnforvi'ða og við, þegar hann sá hvað um var að vera. Viö skoöuðum nú báðir líkið mjög nákværn- lega, en gátum ómögulega fundið hver dauða- orsökin hafði veriö. „Þaö verður að fara fram likskoðun, Vesey minn,“ sagði Blythe, „og þér verðið að aðstoða mig viö hana i líkhúsinu. Það er merkilegt, að maöurinn skyldi sitja um, að þér færuð út og opna síðan húsið fyrir sér með útidyra- lyklinum.“ „Hanii hlýtur að hafa verið kunnugur frænku yöar heitinni,“ sagöi lögreglnstjórinn, en eg hafði sagt honum áður tildrögin til þess, aö eg tók mér aðsetur í Arggyllgötunni. „Jú, en hvernig stendur áþ ví, að hann var með utanáskrift Veseys í vasa sínuni?" spurði Blythe hranalega. „Já, en þetta er alt saman undarlegt — mjög undarlegt,“ sagði Millman, „og eg er sann- færður uiii, að þessi atburður stendur eittlivað. í sambandi við niorðið í hinu húsinu, en það, er eftir að vita, hvernig það samband er lagað. .Við ræddum þetta fram og aftur eitthvað í hálftinia, en að því búnu var náð í sjúkra- vagn með talsverðri fyrirhöfn vegna þokunn- ar og lík hins ókunna manns flutt í honum úr húsinu og á líkhúsið í Kensington.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.