Vísir - 11.05.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 11.05.1918, Blaðsíða 2
VISIR 4-6 stúlkur geta fengið vinnu hjá Fiskiveiðafél. Haukur. Finnlð Jón Magnússon Holtsgötu 16. KyndarL Vanur kyndari óskast nú þegar á botnvörpunginn Snorra Goöa. Upplýsingar hjá Hf. Kveldúlíi. Draumar um styrjöldina miklu, með ráðningum, fást ennþá á Grettisgötu 44 A uppi. En flýtið ykkur að fá þá áður en þeir seljast upp. M ótorsmiður getur fengiö atvinnu á vélaverkstæði Reykjavíkur. Atvinna. Tveir duglegir flatningsmenn og tvœr stúlkur vanar fiskverk- un óskast norður á Langanes í sumar, til þess að taka þar á móti fiski. Fólkið þarf að vera komið norður í júnímánuði. Afgr. vísar á. Frá Alþingi. Á þingfundum gerðist ekkert markvert 1 gær. Frumvarp mentamálanefndar um laun barnakennara var til 2. umr. í Nd. og samþykt. — Mótaksfrumvarpið sömuleiðismeð breytingum nokkrum. Kvik- myndaskattsfrumvarpinu var vís- að til alsherjarnefndar. t I Ed. var frv.' um lokunar- tima sölubúða til 2. umr. Breyt- ingatillögur tvær voru fram- komin við frv.: frá M. Kr. um. heimild tii undanþágu handa tóbaks og sælgætisverslunum, gegn eínhverju gjaldi í bæjar- sjóð, og frá K. E. um að sektir skuli ekki ákveðnar hærri en alt að 500 kr. Vörutollurmn. Fjárhagsnefnd Nd. hefir lagt fram nefndarálit um vörutolls- hækkunina og þá breytingartil- lögu við frv. stjórnarinnar, að allur vörutollurinn skuli hækka um 100 °/0. Gerir nefndin þá grein fyrir þessari tillögu, að þá verði betra samræmi milli tolls á einstökum vörutegundum en hækkunin ekki tilfinnleg, eftir því verði sem nú er á vör- unum. Dýrtíðarbjálpin. Bjargráðanefnd Nd. telur að frv. stjórnarinnar um almennna dýrtíðarhjálp mundi verða als- endis ófullnægjandi, ef nokkra verulega neyð bæri að höndum, en sér sér ekki fært að leggja það til, að stjórninni verði veitt heimild til að veita svo mikinn beinan styrk sem þörf gæti orð- ið fyrir, en leggur það til að stjórninni verði heimilað að veita bæjar- og sveitafélögum dýrtíðar- lán til almennrar dýrtíðarhjálp- ar, ef veruleg neyð er fyrir höndum, sem svarar alt að 20 kr. fyrir hvem íbúa. Um það hvert veruleg neyð er fyrir höndum, á að leita álits tveggja ntan sveitar- eða bæjar manna. Enga atvinnubótavinnu vill nefndin láta reka á landssjóðs kosnað eða fyrir forgöugu lands- stjórnarinnar. — Jörundur Brynj- ólfsson er ósamþykkur meiri hluta nefndarinnar í aðalatriðinu JJ^Verður nánar vikið að þessu máli siðar. Hækknn á læknataxtanum. Meiri hluti fjárveitinganefnd- arinnar í Nd. flytur frv. til laga um heimild handa landstjórn- til þess, með ráði landlæknis, að hækka gjaldskrá héraðslækna um 100°/o eða þvi sem næst yfirleitt. Ætlast er til að sú hækkun verði í gildi meðan landssjóður veitir dýrtíðaruppbót á launum embættis- og sýslunarmanna sinna. — Frumvarpið er flutt að tilhlutun stjórnarinnar samkvæmt tilmælum stjórnár Læknafélags íslands. Bnðarlokunin. Eins og kunnugt er, þá voru á síöasta þingi samþykt lög, til afi ákveöa lokunartíma sölubúöa í kaupstööum. Ekki var þaö vegna þess, aö almenningur væri aö am- ast viö því, að búðir væru opnar fram eftir kvöldinu, heldur vai þaö áhugamál kaupmanna, og þá auövitað ekki síður verslunar- þjóna, að almennur lokunartimí yrði ákveðinn. Tilgangurinn var ekki að takmarka verslunina, held- ur vinnutímann og kostnaðinn viö verslunina, svo sem til hitunar og ljósa. Það var auðvitað, að þarfir manna mundu ekki minka, þó að tíminn yrði styttur, sem búðir eru opnar. Allur þorri kaupmanna hlaut þvi fremur að græða en tapa á því að tíminn yrði styttur. Nú hefir verið gerð samþykt um lokunartima sölubúða hér í Rvík og þar ákveðið, að öllum búðum skuli lokað kl. 7 að kveldi. Versl- unarmannafél. „Merkúr“ og kaup- mannafél. Reykjavíkur, sem haft höfðu málið til meðferðar, höfðu orðið sammála um að tóbaks- og sælgætisverslunum yrði leyft að „hafa opið“ til kl. 10 að kveldi. En þegar málið kom til bæjarstjórnar- innar, þá gat hún ekki skilið það, að þessar verslanir ættu neina kröfu til slíkra forréttinda, og svo fór, að bæjarstjórnin lét citt yfir alla ganga. Þó að furðu- legt sé, þá hafa bæjarfulltrúarnir ekki getað látið sér skiljast það, að hér var ekki um nein forrétt- indi að að ræða- Tóbaks- og sæl- gætisverslanirnar, sem sóttu um undanþáguna frá þessum alnienna lokunartíma, voru ekki að fara fram á nein ný réttindi, heldur að eins það, að þær yrðu ekki sviftar rétti, sem þær höfðu haft, því að áður höfðu þær, og hafa enn, rétt til að hafa opið til kl. 11. Það et SVO um slíkar verslanir um allan heim, að viðskifti þeirra eru mest á kvöldin. Þess vegna væri ])eim það mikið atvinnutjón, ef þær yrðu neyddar til þess að hlíta þessum al- menna lokunartíma. Þær standa að því leyti alt öðru vísi að vígt en nauðsynjavöruverslanir, sem engan baga líða við það þó þeim sé lokað fyr. Á hinn bóginn er það augljóst, að þó að þessuni sérverslunum yröi skipað að Ioka búðum sinum kl. 7 á kvöldin, ])á yrði ekki með því komið í veg fyrir það, að tóbak og sælgæti yrði selt eftir þann tíma. Tóbak og sælgæti er útgengileg- ur varningur á kvöldin og yrði vafalaust farið að versla með þaö á laun á ýmsum stöðum í bænum, svo sem t. d. í brauðsölubúðum og miklu meira en áður í kaffihús- um. Vera má, að öll verslunin (tó- baks og sælgætis) yrði eitthvaö minni en áður, en vörurnar yrðu þá áreiðanlega þeim mun dýrafí- Þá er vert að athuga l5a®> að aðstreymið að kaffihúsrmum mundi áreiðanlega vaxa a® mikl- um mun. Þeir sem áður létu sér nægja að kaupa sælgæti í vasann, er þéir fóru út sér til bressingar cg skemtunar að kvöldinu tif, rnyndu í þess stað leita inn á kaffl- húsin og sitja þar góða stund í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.