Vísir - 24.06.1918, Blaðsíða 4

Vísir - 24.06.1918, Blaðsíða 4
&I§1R 8A-tlt, U« .U« .>lr.->w .‘ih p Bæjarfréttir. Afmæli í dag. Jakob Jónsson, Galtafelli. Guöbjörg Guölaugsdóttir, hfr. GuSfinna fsaksdóttir, húsfrú. Flosi SigurSsson, trésmiSur. Oddbjörg Jónsdóttir, húsfrú. Nikolína Þorsteinsdóttir, húsfrú. Otti GuSmundsson, skipasm. Eiríkur GuSjónsson, skósm. Randfriður SigurSardóttir. Jón Magnússon, fiskimatsmaSur. Ólafur ÞórSarson, járnsmiSur.. GuSjón GuSjónssosn, múrari. Hallgr. Jónsson, kennari. GuSrún Þóroddardóttir, hús- kona, Grundarst. u, 70 ára. Nýkomið: Tanskór (gnmmisólar), Strigaskcr, Leikíimisskór, Taristaskór, Brnnir skór. VöruMsið. Biírei fer austur að Mosfelli í Grímsnesi snemma í fyrramálið. Nokkrir menn geta fengið far. A. v. á. Gullfoss er nú farinn frá New York meS fullfermi af vörum. Simskeyti um brottför hans þaSan fékk Eim- skipafélagiS í morgun, en þaS var ódagsett. Leiðrétting. Tillagan um hækkun launa Eim- skipafélagsstjórnarinnar, sem sam- þykt var á aSalfundinum, var ekki frá B. H. Bjarnasón kaupmanni, heldur Páli Skúlasyni, verslunarm o. fl. B. H. B. flutti aS eins till. um launauppbót handa útgerSar- stjóra. Veðrið. Dagurinn í gær hefir veriö heit- asti dagurinn á þessu sumri. Um morguninn var þó ekki nema 10 st hiti hér í bænum, 12,3 á ísafirði 9,5 á Akureyri og 5 á GrímsstöS- um. f morgun var 13,4 st. hiti hér í bænum, 11,2 á ísafirSi, en ekki r.ema 6,8 á Akureyri, 5,3 á Gríms- Funðist hefir jakki og tvær húfur á Melstaðs- bletti (eign H. P. Duus). Eig- andi vitji til H. P. Duus. Hór eftir er etranglega bann- að ganga um blettinn. H. P. Duus. Kaupið Tisl stööum, 8,6 á SeySisfirSi og 9,4 í V estmannaeyjum. Bólusetning fer fram í Barnaskólanum á morgun og miSvikudaginn, sbr. augl. héraSslæknis hér í lilaSinu. Ostar, margar teg. Mysuostur ágætur í Versl. Einars Árnásonar 2 kaupakonur vantar. Góð kjör. TJppl. á Skólavörðust. 15 B. [335 Kaupakonur óskast á góð heimili í Rangárvallasýslu. Hátt. | kaup í boði. Uppl. gefur Sig- urður Gíslason póstökumaður, Lindargötu 9 B. uppi. [345 K. V. R. selur isl. 8oklia og vetling-a. 43 Morgunkjólar úr afargóðu tvist- taui, fást í Lækjargötu 12 A. [28 Duglega kaupakonu vantar að Tannstaðabakka i Húnavatns- sýslu. Góð kjör. Uppl. á Grettis- götu 12 (kjallaranum). [342 Kaupakona óskast á gott heimili í sveit Uppl. á Nýlendu- götu 21 eftir kl. 6 e. m. [341 Mig vantar stúlku til Breiða- fjarðar. sem kann að slá. Hátt kaup í boði. Uppl. hjá Gunnari Sigurðssyni, Bárunni. [339 Af sérstökum ástæðum eru til sölu í dag nokkur pör af ágæt- um dönskum karlm. stígvélum Laufásveg 4 uppi. [321 Tóma bensínbrúsa og smurn i ngsol íubr úsa kaupir 0 Elliagseii. Gramofon óskast í skiftum fyrir reiðhjól. A.v.á. [290 Enn eru nokkur stór og góð ferðakoffort, til sölu á Hvefis- götu 70 A. [326 Stúlka óskast kálfan eða allan daginn. Hátt kaup. A.v.á. [343 Unglingsstúlka óskast nú þegar. til að gæta barns. A.v.á. [340 Tapast hefir svipa silfurbáið merkt „Þ,M.Þ.“ Skilist á Hverfis- götu 49 gegn fundarl. [314 ístað með nýiri ól fundin. Vitjist á Hverfisgötu 40 [347 Vönduð gleraugu fundin á íþróttavellinum. A.v.á. [346 Til sölu: reiðföt, karlmanns- föt o. m. fl. á Vesturg. 15 tippi, eftir kl. 3. [337 Inglýsið i TlsL ---------------- Saltkjöt ódýrt til sölu. A.v.á .[344 Félagsprentsmiöjan. 213 henni. Opnaöi hann því næst vagnhurðina og studdi hana út úr vagnonum, tók feröatösku hennar og hneigöi sig kurteislega um leiö og viö gengum inn í anddyrið. Var svo annar þjónn sendur til einkaher- bergja húsbóndans, sem átti þessa fornu óg prýðilegu höll, en við biöum á meÖan og ornuöum okkur við eldinn, sem brann glað- lega á arninum. Veggirnir voru alsettir gömlum verjum, er borið höföu hinir fyrri eigendur hallarinnar, sem endur fyrir löngu höföu barist viö borg- arana frá Písa og Genúa og varnað hinum ill- ræmdu Serkjum landgöngu. Héngu margir silkifánar uppi í rjáfrinu og voru flestir þeirra upplitaöir, rifnir og rykugir, eins og þegjandi vottur um löngu liðinn hernaö og blóðuga bar- daga. Eg leit á Xeníu, en hún var föl og þreytu- leg eftir þessa löngu ferö. Þegar okkur var farið aö hlýna — og þá var komið fast aö miönætti — fygldi okkur hvít- hæröur þjónn eftir forsalnum og upp breitt og núkiö steinriö og fórum viö síðan eftir löngum og mjóum dúklögöum gangi. Þar var mjög lágt undir loft, eins og tíökaöist í köst- ulum fjórtándu aldarinnar. Ekki gat þó gangur þessi kallast skugga- legur, því að hann var allur uppljómaöur meö 214 rafljósum, og heitt vatn leitt um hann allan í pípum. Alt í einu kláppaöi gamli þjónninn, sem oröinn var lotinn af elli, á stórar eikardyr, gekk inn um þær og mælti: „Hér er komin hennar keisaralega hátign Xenía prinsessa:“ Lagskona mín gekk þá hvatlega að háum, hvíthærðum og tignarlegum öldungi, prúö- um. Reis hann upp úr hægindastól, er hann hafði setið í, baö hana velkomna, hneigöi sig og kysti á hönd henni mcð mikilli hæ- versku. Því næst gat hin fagra prinsessa ]iess, aö eg væri „gamall og góöur aldavinur sinn“ — „en þetta er Es.chenburg barón, sendi- herra okkar viö Páfahirðina,“ sagöi hún á frönsku. Viö lutum hvor öörum og heilsuðumst. „Koma yðar keisaralega hátignar er mér óvænt æra og ánægja,“ sagöi hinn gamli stjórnvitringur. „Kona mín er nú gengin til hvílu, en eg skal segja þjónustumey hennar frá komu yðar, en hafiö þér virkilega setið í bílnum alla þessa óraleið frá Feneyjum og það í þessu veðri? Þaö er ekki nema vika síö- an að viö hjónin fórum frá Rómaborg og komum hingaö til þess aö vera við hátíða- höldin, enda uni eg mér best í þessum gamla 21S kastala, eins og þér vitið,“ bætti hann viö hlæjandi. „Þér hafið hrest prýöilega upp á hann, síð- an hann komst í yöar eign,“ sagöi prinsessan, „og eg minnist þess, að þegar eg kom hingaö fyrir einu ári ásámt konu yðar, þá var viö- gerðinni ekki lokið.“ Sendiherrann hringdi nú bjöllunni og kom þá gamli þjónninn inn. „Segiö þér Maríettu, aö hennar keisaralega hátign hafi komið hingað óvænt og skyndi- lega og ætli að dvelja hér úm stund,“ sagði hann á ensku. „Svo skal gert, yöar hágöfgi." „Og þér eruö liklega orðinn matarþurfi, herra læknir,“ sagði baróninn hlæjandi og gat þess viö þjóninn, aö eg vildi fá eitthvað aö borða. Þjónninn hneigði sig og fór og fylgdi prinsessan honum eftir. Kvaðst hún rata sjálf um kastalann og ætla sér að komast á fund ráðskonunnar. „Hennar hátign er alt af jafntilgeröarlauS'‘ sagöi sendiherrann viö mig, þegar þau voru farin út. Bauö hann mér síðan aö leggja af mér yfirfrakkann, setjast hjá arninum °S kveikja mér í vindli.“ Hinn hæverski öldungur var ekkert aö graf- ast eftir því, hver eg væri eða hvernig á því stæöi, aö eg væri í för meö prinsessunnL [William le Queux: LeynifélagiC.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.