Vísir - 26.06.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 26.06.1918, Blaðsíða 2
iV i S i R V ISIR. AígirsiSslz. blaiííaa i Aðaíetræí 14, opia lrí, kl, 8—3 h hyerjaia d**i, Skriísíofe á sama st»Æ. Simi 400. P. 0. Box 867. Ritaíjöriua til viStala írá ki. 2—8. Prenigmiðjau ft Laagsveg 4 fiími 1S3. Aaglýsiagajc vaitt mfifctakn i Ls,uá; fitjörnaaai sítir kl. 8 6 kvCidin. Ánglísingsverð: 53 ai\r. hver sts, dálk* i «t»rxi 'angi. 5 anra or?.. i BariEUgijaiagn* »eí Oímyfctu letri r Arsfundur hÍB8 Í8lenska kennarafélags er í dag kl. 4 í söngsal bárnaskólaus. Tillaga til lagabreytingar, sem samþykt var í fyrra, verð- ur borin upp til endilegra úrslita. Aðalfundarefni: Framtíðarhorfur fyrir skólahald. fteykjavík 26. júní 1918. Endurnýið íslensku fánana ! áður en sendinefndin kemur f® Allar stærðir fást kjá jEgilIJaeobsenj Samningarnir við Dani. Jón Þórarlnsson, p. t. forseti. Vísir er elsta og bessa dagblad landsins. yosmpdapappÍFinn er kominn. Birgið yðnr sem íyrst, því að óvíst er að melri birgðir fáist í snmar. Hans Petersen, Bankastræti 4. Iþróttamót. 8. íþróttamót Skarphéðins verðnr haldið að Þjórsártáni langardaginn 29. jnni og hefst kl. 12 á hádegi. Þar verður kept í íslenskri glímu um skjöldinn, kappblaup, stökk margs konar. Þar sýna leikfimi 5 inenn úr íþróttafélagi Beykjavíkur. Ræðuhöld, söngur og fleira. Komið til Þjörsár á laugardaginn! Bifreið fer austur t •• &ð Olíusá eða Stokkseyri á langardagsmorgnninn. Nokkrir mean geta fengið far. Upplýsingar í talsíma 696. Loks er þá að því komið, að þingið á að fara að fást við það verkefnið, sem það aðallega var kallað saman til að fjalla um, þ. e. fánamálið og í sambandi við það samningatilraunir við Dani, um alt samband Islands og Dan- merkúr. Ef litið er yfir þingstörfin, sem þegar hafa verið unnin, þá tek- ur maður ekki eftir einu öðrum fremur.? Þar erekkert að sjá, sem ekki hefði mátt bíða venjulegs þingtíma, en margt óþarft. Ensku samningarnir ^þurftu ekkert til þingsins kasta að koma og öll- um er vitanlegt að þingið hafði engin áhrif á þá. En hvers vænta menn þá af samningunum við Dani? Ef nokk- urt mark ætti að taka á þeim blöðunum, sem mest hafa latið til sín heyra um þau mál og fremst þykjast standa i sjálfstæð- isbaráttunni, þá verður ekki sagt að horfurnar sóu glæsilegar. í öðru olðinu segja blöð þessi raunar að allir þingmenn standi sem einn maður og haldi fast við hinar fullkomnustu sjálfstæðis- kröfur og að baki þeirra standi þjóðin óskift í þessu máli. En í hinu orðinu strá þau svika- brigslum á báðar hendur, furða sig á tórolæti blaðanna um þetta „mál málanna", lýsa eftir áskor- unum frá þjóðinni um að halda nú fast saman og bopa hvergi, og sjá gular og grænár hættur í öllum áttum, Traustið, sem blöð þessi bera til þingsins og mestu sjálfstæðisgarpa þess virð- ist þá heldur ekki upp á marga fiska, því að öðru veifinu stað- hæfa þau, að ef stjórnarskifti yrðu knúin fram, þá mnndi það verða til þess að girt yrði fyrir framgang fánamálsins. En allir vita að hjal þessara blaða er markleysa ein. Gaspur þeirra miðar að því einu að gera sig og sína sem dýrðlegasta i aug- um þjóðarinnar, sem hinar einu sönnu sjálfstæðishetjur landsins. Ef hin blöðin vita það, sem þessi umræddu blöð fullyrða að minsta kosti í öðru orðinu, að þingmenn muni allir vera ein- huga um að halda einarðlega fram kröfum vo'rum, til hvers er þá að vera að leggja þeim lífs- reglurnar og telja kjark í þá? Og til hvers ætti þjóðin að vera að senda þinginu áskoranir um að gera einmitt þaS sem allir vita að það ætlar aS gera? Bara til að sýnast? Og fyrir hverj- um? Myndu ekki hinir dönsku sendimenn geta komist að ósvik- inni raun um samhug vorn í þessu máli, þegar þeir fara að semja við þingið, þó að öllu mál- skrafi sé slept bæði í blöðum og á mannfundum úti um landið? Það verður auðvitað að játa það, og það finna blöð þessi væntanlega á sér, að stjórnmála- ástandið í landinu muni fremur draga úr sjálfstæðisguðmóði þjóð- arinnar en auka hann. Á þingi þjóðarinnar er svo ástatt, að þeir ráða þar mestu, sem minst finna til ábyrgðarinnar og meiri bluti þingsins virðisb meta meira kliku- fylgi en mannkosti þeirra mamia, sem það felur mestu trúnaðar- stöðurnar. En hvers á svo fá- menn þjóð sem íslendingar að vænta af framtíðinni, ef það á að verða aðalreglan, að felaekki bestu og vitrustu mönnum henn- ar stjórnina heldur liðléttingum, sem brestur bæði vit og vilja til að leysa stjórnarstörfin sæmilega af hendi. Það situr illa é þeim mönu- um, sem halda uppi slíku óald- arástandi í landinu, að álasa landsmönnum fyrir það, þó að þeir kunni sér læti, er þeir hugsa til þess, hvað orðið getur úr þessum fyrirhuguðu samningum við Dani, þó að þeir fyllist ekki guðmóði og ofsakæti af því að hugsa til þess, að ísland eigi ef til vill, innan skams, að verða algerl. sjálfstætt ríki undir stjórn þessara sömu manna. Miklu frem- ur mættu menn furða sig á því, að þjóðin, þrátt fyrir alt, skuli treysta þinginu til þess að ráða fram úr þessum málum. En væntanlega treysta landsmenn því, að þegar þar að komi, muni hin sofandi ábyrgðartilfinning þingmannanna vakna, svo að þeir þá geti gert sér grein fyrir því, að klíkuhagsmunirnir eigi að lúta í lægra haldi fyrir heill og hagsmunum landsins, í öðru lagi vita menn, að þetta þing á ekki að ráða málinu til endan- legra lykta. Yfirleitt hefir Yísir litið svo á, að róttast væri að segja sem fæst um þetta mál að svo komnu, meðan ekki verður um það sagt með vissu, hvernig Danir muni taka í það. En síst af öllu má þó nota það, eins og stjórnar- klikan hefir gert, eins og eins- konar „lífakkeri" fyrir óhæfa stjórn , því að af engu stafar því máli meiri hætta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.