Vísir - 14.10.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 14.10.1918, Blaðsíða 3
fiisaaa Sýning byrjar kl. 8^ i kvöld i 1 eða 2 uppskipnnarbátar, nýir eða lítið brúkaðir, 5 — 6 tonna, óskast til kaups. A v. á. 77/ sölu er vÓllDéltriir i ágætu standi ca. 9 smálestir með 8 besta Alphavél (2 cyl.) bygður 1906 úr eik og furu, ný endurbættur. Veiðarfæri fylgja ef óskað er. — Nánari upplýsingar gefur Vald. Erlendsson, Amtmannsstig 4, 5—7 daglega eða Stefán Gnðmnndsson, Hólnm i Dýraflrði. Tilkynning. Þar eð eg undirritaður hefi selt herra Garðari Gíslasyni pappirsverslun mína, er eg hefi rekið hér i Reykjavik að undan- förnu, bið eg háttvirta viðskiftamenn niina að snúa sér til hans með viðskiftin frá þessum degi, en ólokin skuldaviðskifti til þessa dags annast eg að öllu ieyti sjálfur. Jafnframt að þakka viðskiftavinum mínum það traust, er eg hefi notið hjá þeim, skal þess getið að verslunin verður framvegis rekin með líku fyrirkomulagi sem áður og mun eg fyrst um sinn veita henni forstöðu. Reykjavík 14. október 1918. J. Aall-Hansen. í sambandi við ofanritaða yfirlýsingu um eigandaskifti að Papplrsverslnn herra Consnls J. All-Hansens leyli eg mér að mælast til framhaldandi og vaxandi viðskifta við kaupmenn og kaupfélög, sem nota og versla með pappír, pappirs- poka, rltfóng o. fl. þesskonar vörur og mun eg gera mér alt far um að verslunin, sem framvegis verður rekin sem sérstök deiW í beildverslun minni, mæti kröfum viðskiftamannanna og haldi því trausti og áliti, sem hún þegar hefir aflað sér. Garö^r Gíslason. Stúlka Vönduð hreinleg og vön hús- verkum óskast nú þegar. A. v. á falli nieö eldingum' og varaöi þaö alia nóttiria. Um morguninn var vatniö þorriö. Fleiri menn sluppu meö naumindum undan hlaupinu. Ellefta hlaupiö var 1823, og stóð yfir í 28 daga. Þá skemdust marg- ar jarðir og þar á meðal Bólhraun, á miöjum sandinum milli Hjör- leifshöfða og Álftavers, og hefir sú jörð verið í eyði siðan. Loks varð tólfta hlaupið árið 1860. Það rann fram í 16 sólar- hringa, en olli minni skemdum en hin fyrri. Öllum þessum gosum fylgdu jarðskjálftar, meiri og minni, og þrumur og eldingar. En hraun hefir aldrei runniö úr Kötlu ; hún gýs einungis ösku. Katla hefir nú aö öllum Hkind- um eytt allri þeirri bygð, sem hún nær til. Bæirnir á Hjörleifshöfða og Höfðabrekku hafa verið bygð- ir aftur svo hátt uppi, að engar líkur eru til þess, að hlaup nái til þeirra. í Álftaverinu geta hlaup ef til vill valdið einhverjum skemdum enn, en þó stafar líklega aðalhættau af öskufallinu nú orð- ið. Loftskeyti. Laon tekin. París 14. okt. Hersveitir Frakka komust inn i Laon í morgun og voru 6500 menn i borginni. Frakkar eru nú komnir langt fram hjá borginni á öllum vig- stöðvunum milli Oise og norður frá Aillette. Herlína Frakka ligg- ur nú um Couvront og Aumen- court, Vivaise, Aulnois-sous-Laon ■—Grisy—Marchais. Tilkynning Bandaríkjahers. Ódagsett. Beggja vegna viö Meuse hrundu hersveitir vorar áköfum áhlaupum ■óvinanna, er ])eir vildu hrekja oss úr nýteknum stöðvum. Hersveitir vorar hafa barist undir breskri stjóm sunnan við Le Cateau og orðið vel ágengt; enn fremur hafa þær barist með Frökkum í Cham- Pagne og víöar. Annars hefir ekk- nýtt skeð. Vinnnvísiodi. Hr. Bjarni Jónsson, eigandi Nýja Biós, hefir fundið hvöt lijá sér til þess að rita hnjóð um mig, Jónas viðskiftavin sinn, l'yrir það, að eg drap á óverklægni, sem ætti sér stundum stað við sölu tölusettra aðgöngumiða í kvikmyndahúsunum. pað er rétt sem hann segir, um sölu miðanna til þeirra, sem panta þá eða kaupa löngu fyrir- fram. pað verður ekki við það ráðið, hvort notendur þeirra ganga fyrr eða síðar til sætis. Eg kem æði oft i Bió, en panta sæti sjaldnast fyrirfram, heldur læt „hverjum degi nægja sína þjáning" og kaupi aðgöngumið- ann um leið og eg geng inn. petta sé eg fjöldan allan gera, og af þeirri reynslu skrifaði eg greinarstúfinn um óverklægnina á dögunum. Eg hefi hvað eftir annað orðið þess var, einmiti i Nýja Bíó, að sölu aðgöngumíða til þeirra, sem ekki hafa pantað miða fyrirfram, en kaupa þá við innganginn, hefir verið hagað eins og eg skýrði frá, að fyrst eru seld fremstu sætin og svo koll af kollí, uns insta sætið sið- ast. Er langt síðan eg veitti þessu eftirtekt, en nenti ekki að hreyfa þvi, fyrr en um daginn, af þvi að sessunautar mínir vöktu máls á þessu sleifarlagi og kom sam- an um að gustuk væri, að reyna að opna augu aumingja seljar- ans á óverklægninni. Mér finst að það þurfi að leggja heilann tiltölulega lítið í bleyti, til þess að átta sig á þessu máli, og nenni því ekki að skrífa ítarlegar um það. En næst þegar eg kem í Nýja Bíó, skal eg veita því eftirtekt, hvort þessi sending muni eigi hafa borið nokkum árangur. Jónas. - Lloyd George á kvikmynd. Nýung er það í sögu kvik- myndaleikjanna, sem sögð er i siðustu enskum blöðum. Nýung- in er sú, að kvikmynd hefir verið samin út af æfiferli bretska for- sætisráðherrans, Lloyd George, frá því hann var umkomulaus og óþektur unglingur í hóp al- þýðunnar, og þangað til nú, aS hann er orðinn einhver voldug- asti maður heimsins, sá maður, sem vafalaust á mestan þátt f því, allra einstaklinga, hver úr- slit öfriðarins mikla verða, eftúr því sem horfur eru níi. t Biejarfréttir. TrésmiðafélagiS hækkar vinnulaun frá 20. þ. m. Fyrir innivinnu tekur félagið kr. 1.05, en tyrir húsavinnu, skipa- siníði og aðra xitivmnu kr. 1.15 á kl.stund. Ösbufáll varð hér nokkurt síðari híuta dags i gær. Ekki dimdi teljandi af þvi i húsum, en þegar það var mest, mátti varla greina Alftanes héðan úr bænum og fjöll öll hurfu i sortann, en ekki var mökkurinn þykkri en svo, aö alt af sást upp í 'heiðan himinn. Holger Wiehe sendikennari byrjar fyrirlestra sina fyrir almenning um H e nr i Ic Pontoppídan mánudaginn 14.; ]). m. kl. 6. » Reykið Politieosvindla og Embassy-cigarettur úr Landstjörnunni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.