Vísir - 04.11.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 04.11.1918, Blaðsíða 3
VtSIR Munið eftir tttsðlnnni á Thorvaldsensbazaniam í dag ki. 1. Nýkomið Karlmannafatnaöir og margt fleira. Best að versla í Fatabúðinni. Hafnarstræti 16. S'mi 269. Fer keisarinn? I>að er skoðun margra, að ófriðnum linni ekki fyr en þýski keisarinn leggur niður völdin. Jafnvel í Þýskalandi er það all- alment álitið, að Vilhjálmur keis- ari hljóti að segja af sér. Ný- lega birtist í oídu blaðinu þar áskorun til hans um að segja af sér. Það var í jafnaðarmanna- blaðinu „Frankische Tagespost“. Blaðið segir: „. . . Hann, sem ávalt hefir verið verkfæri í hendi guðs, keisarinn, sem ávalt hefir kraf- ist þess, að þýska þjóðin legði svo mikið í sölurnar, hann ætti nó að sýna, að hann sé sjálfur reiðubúinn að leggja eitthvað í sölurnar til þess að þýska þjóð- in geti fengið betri friðarkosti“. „Vilhjálmur annar er síðasti herkonungur heimsins“, segir blaðið ennfremur. „Hann er enn konungur og keisari, en hann hlýtur að finna að það hlýtur að taka enda“. Þvi er haldið fram í blöðum bandamanna, að þó að Þjóðverj- ar hati ekki keisarann, þá líti þeir svo á, að hans dagar séu taldir. En ríkiserfinginn segja þau að sé illa þokkaður og marg- ir kenni honum aliar blóðsúthell- ingarnar. í frauska blaðinn „Journal11 er því haldið fram, að það sé aðeins einn maður í Þýskalandi, semÞjóðverjar treysti til að taka við völdunum, og það sé Rupprecht ríkiserfingi í Bayern. Og það er álitið, að Bayernsbuar ætli sér að nota tækifærið, til að hrifsa völdin í Þýskalandi úr höndum Prússa, og að Þjóðverjar séu alment eng- an veginn fráhverfir þeim skift- um. Allir teiji víst að keisar- inn segi af sór fyrir sína og rík- serfingjans hönd, en að Eiteli prins eða sonur rikiserfingjans verði konungur í Prússlandi. Sjávarhitinn. Siðan um 1870 hafa mælingar verið gerðar á yíirborðshitanum í norðanverðu Atlantshafi milli Bret- landseyja og N-Foundlands, beggja megin Grænlands og norður og austur fyrir Færeyjar og ísland. Mælingar þessar hafa verið gerð- ar á ýmsum skipum, sem siglt hafa til íslands.Grænlands og Banda- ríkja frá Danmöfku á öllum tímum árs og hefir veðurfræðisstöðin i Kaupmannahöfn látið vinna úr þeim mælingum og byrt útkomuna í „Tillæg til Nautisk meteorologisk Aarbog 1917.“ í ritinu er kort yfir þennan hluta Atlantshafsiiís og á það dregnar jafnhitalínur, er sýna meðalhita hvers mánaðar. og má á þvi sjá, hvernig hitinn hækkar og lækkar á hverjum einstökum stað eftir árs- tíðum. Þegar heitast er i sjónum (í ágúsl,) kemst 8° jafnhitalínan norður fyrir ísland að vestan, alt að Sléttu. En við austurströndina kemst hún aldrei lengra en að Eystra Horni. Svo mikiu kaldara er i sjónum fyrir Austurlandi en fyrir vestan og norðan. Þegar kaldast er (i febrúar—mars) dregur línan sig suður fyrir 60°. BjarniSæmundsson skrifar grein um þessarathuganir í siðasta blað „Ægis“ og er þetta tekið^úr þeirri grein. Hvetur höf. til þess, að gerðar verði athuganir á sjávar- hitanum umhverfis landið árlega, til þess að komist verði að niður--* stöðum, hver áhrif mismunandi sjávarhiti í nflsmunandi árferði hafi á fiski- og einkum síldargöngur umhverfis landið. Er tillaga þessi hin viturlegasta, því að þóst hafa menn taka eftir því, aðveðurlagið hafi mikil áhrif á síldina. Gjafir til Samverjans. Vísi aflient .......... kr. •Áheit frá H. T. H. .—, S.OO? Áheit frá S. S........ — xo.oo Áheit frá ónefndri .... ■— io.oo Jónína Ólafsson .,..,,; —i '5.00- Ónefndur ............. :—. 25.00; Frá manni úr Grafningi ■— 10.00 J ú 1. Á r n a s o n Pliticosvindla og Embassy-cigaretur úr Landstjörnunni 177 „pessi gamli seggnr veit mera en hann vill láta uppskátt, Frú Voss! pér ættuð nú að skreppa heim til hans á morgun og sjá hvað þér getið veitt upp úr honum.“ „Ætlist þér kannske til þess að eg fari að njósna!“ svaraði Polly. „Hvað hugsið þér maður ?“ „Eg hugsa að þér viljið alt til vinna, að hjálpa heri-a Voss Segið þér gamla mann- inum hvað við höfum komið okkur sam- an um, og hver veit, nema hann gangi þá í félag með okkur.“ „Jæja-þá! Eg skal fara.“ Um þetta leydi fór Friðrik Minkwitz að búa býflugnabúin undir veturinn. Fann hann þá vasabók Péturs, sá hvað um var að vera og lét hana liggja óhreyfða. pegar hann var sestur að kvöldverði var harið að dyrum. par var Bobby Dodd korninn, stóð með Iiattinri' í hendinni og bað hann viðtals. Minkwitz hauð honum inn til sín. „Dvaldi ekki maður hjá yður nýlega, Pélnr Voss að nafni?“ spurði Dodd um- svifalausí. „Pétur- Voss!“ stamaði Minkwitz út úr sér. T,Nei — alls ekki!“ „Verið þér ckki að þræta fyrir það. Eg er lögreglumaður og slcora á yður að segja sannlei!,-.ann. Hvar er þessi maður nú?“ 178 „Hann cr ekki hér!“ svaraði Minkwitz og saup kveljur. „Hann er löngu farinn héðan — fór fyrir hálfum mánuði.“ „Og hvert fór hann þá?“ spurði Dodd og skimaði í allar áttir, hátt og lágt. Mínkvitz ypti öxlum. Bobby Dott hætti nú að spyrja hann, því að Iiann liafði rekið augun í fingraförin á almanakinu, sem hékk á veggnum. Tók hann það ofan af naglanum og sagði: „Með leyfi“ og fór að vcfja almanakinu saman. „Hvað er að tama?“ sagði Minkwitz og þi’cif um almanakið. „Ágætt ! pakk’ yður fyrir! Kreistið það bara ! Eg vil gjarnan ná i fingraförin yðar líka!“ Minkwitz slepti undir eins öllum tökum' og á sömu stundu hvarf almanakið ofan í frakkavasa Dodds. „Vonast til að sjá yður aftur!“ sagði Dodd og fór sína leið. Hann rannsakaði fingraförin nákvæm- lega, þegar hann var koniinn upp i vagn- inn. Fingrafarið við 27. nóvember var auð- sjáanlega eftir visifingur Péturs og þarna var ráð, sem dugði, til að færa sönnur á pei’sónuleik peningaþjófsins, án þess að Polly þyrfti að koma þar til skjalanna. pegar Dodd kom til gistihússins var hon- um sagt, að Polly liefði ekið burt fyxflr 179 stundarkorni, og blandaðist honum ekki hugur irin, hvert hún hefði fai-ið. Og skyldu nú miljónirnar ekki vera faldar í húsi amtmannsins, þá var þeirra vissxxlega að leita i skólahúsinu. Amtmaðurinn sat við ski’ifboi’ð sitt og var nýbúinn að ski’ifa undir lausnarbeiðni sína, þegar vagninn, sem Polly sat í, nam staðar fyrir utan hús- ið. Hann lokaði bréfinu í skyndi, fékk ráðskonunni það og sagði henni að fara samstundis nieð það á pósthúsið. Polly var i þann veginn að hringja dyra- bjöllunni þegar jómfrú Zippel brunaði út úr dyrunum. Hún leit heiftarlega á Polly. „Gerið þér svo vel að koma inn. Eg hefi vei’ið að vonast eftir ýður,“ hrópaði amt- maður, greip um háðar hendur hennar og di’ó hana inn í stofuna lil sín. „Dæmalaust þykir mér vænt um að fá loksins að kynnast yður, frú min góð L“ sagði hann. „En segið mér eilt. Hvernig stendur á því að þér eruð á ferðalagi með þessum leynilögreglumanni ?“ „Hvernig á því stendur!“ svaraði hún vandræðalega. „Eg vei*ð að hjálpa honum til þcss- að ná í manninn minn, sem hefir stolið tveim miljónum dollai’a!“ „Nú-já-já! Ekki nema það þó!“ sagði amtmaðúrinn brosandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.