Vísir - 17.11.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 17.11.1918, Blaðsíða 3
VISIR Geir Þórðaraon, Geirssonar næturvarðar. Friðberg Stefánssson iárnsmið- ur. Valdemar Ottesen, kaupmaður.. SigurjónSkarphéðinsson, beyk- ir. Þórður Jónsson, beykir. Þorlákur Ágústsson frá Lág- holti. Jón Nikulásson sjómaður, Vest- urgötu 69. Rosenkilde, verslunarmaður. GuðmundurMagnússon, Hverf- isgötu 90. BjarniMarínó Þórðarson, Grett- isgötu 3 (7 ára). Sigurður Guðmundsson,Grund- arstfg 5 (4 ára). Einar Guðmundsson frá Mels- húsum í Leiru. Magnús Árnason Nýlendug. 11. Þórður G. Jóusson, Laugaveg 24. Aðalsteinn Hjartarson, Berg- staðastræti 9. Hjálmtýr Sumarliðason, Selja- landi. Jóh. Júl. Magnússon Lindar- götu 6, á 1. ári. Daníel Sigurðsson, Mýrarg. 3. Jón Erlendsson, Landakots- spítala. Guðm. H. Erlendsson, Hverf- isgötu 83, 2 úra. Páll Matthíasson skipstjóri. Guðm. Björnsson skipstjóri. Einar Guðmundsson, vélstjóri. Sveinn Þórðarson, Skólavst. 17 B. Friðgeir Sveinsson, Suðurgötu 11. Fred. J'al. Janson stýrimaður. Johansen, sjómaður, Sophus Borgström sjómaður. Marius Hansen skipstjóri. Á Vífilsstöðum voru þrír sjúkl- ingar dánir úr veikinni í gær, en þeir höfðu allir verið þungt haldnir fyiir. í Hafnarfirði er látinn: Sigfús Bergmann, kaupmaður. Á Ytra-Hólmi á Akranesi: Oddgeir Ottesen, bóndi. Á Útskálahamri í Kjós: Finn- bogi Jónsson, stöðvarstjóri. Út nm landið. Iníluenzan er nú tekin að breiðast út um land. Hún er komin upp í Borgarfjörð, til Vest- fjarða, norður í Húnavatnssýslu og norður á Siglufjörð. Austur um sýslur hefir hún breiðst út og suður með sjó. í Hafnarfirði mun hún nú nær um garð geng- in. Til Vestmannaeyja hefir hún einnig flust og fer þar mjög geist. En litlar fregnir hafa borist af -veikinni utan af lanci Á Akureyri og á Austurlandi öllu hafa menn í hyggju að reyna að verjast veikinni og vilja banna allar skipaferðir héðan til sín. Mun Sterling því hafa verið kyr- settur hjer um óakveðinn tíma. Skaltfellingarætlaeinnig að reyna að verjast. Von er að mönnum út um sveitir ógni að fá veikina, því að ekki verður þeim hægra um vik að fá læknishjálp og hjúkr- un, ef allir leggjast á bæjunum. Hver ber ábyrgðina? Það er nú ætíð svo, þegar ein- h /erja ógæfu ber að höndum, að menn spyrja hver valdur só að því eða hver beri ábyrgðina. Það er því auðvitað, að menn muni einnig nú spyrja um það. Og menn þykjast ekki þurfa að spyrja, þeir eru í engum vafa um svarið. Að svo stöddu ætlar Víeir eng- an dóm á það að leggja. En hitt er alkunnugt, að af hálfu yfirstjórnar heilbrigðismálanna, landlæknis og landstjórnar, var ekkert gert til þess að stöðva veikina í upphafi eða tefja fyrir útbreiðslu hennar, svo að hún y.ði viðráðanlegri. Menn eru sammála um það, að óþarft sé, að kalla veikina „pest“ í háði, því að hún eigi það nafn fyllilega skilið. Og menn eru summála um það, að ef hér sé um vanrækslu að ræða af hálíu stjórnarvalda, þá sé á- byrgðin þyngri en svo, að hlut- aðeigendur fái undir henni risið. Bæjarfréttir. GuIIfoss fer héðan á morgun siðdegis áleiðis til Ameriku, Hann kem- ur við í Vestmannaeyjum og flytur þangað Vestmannaeying- ana, sem hingað komu með Sterling á dögunum. Bæjarsíminu verður opinn á nóttunni fyrst um siun. Lesið auglýsingar hjúkrunarnefndar- innar og hjálpið nefndinni af fremsta megni. Loftskeyti. Þýski ríkiserfinginn. London 16. nóv. Það eru nú komnar ábyggí- legar fregnir um, að þýski ríkis- erfiDginn sé í Hollandi. Það er áiitið að hann sé kominn til Amerogen, á fund keisarans., Amerogen er viggirtur kastali og er hans vandlega gætt af tvö- földum varðhring lögreglu- og hermanna. [Her Breta á leið til Rín. London 16. nóv. Það er tilkynt frá vígstöðvun- um, að breski herinn sé að búa sig undir að halda austur að Rín og verður lagt af stað næstu daga. Vopnabléssamningarnír. Þjóðverjar eiga að fara austur fyrir Rín. London 16. nóv. Frönsk sendinefnd er komin til aðalherbúða Þjóðverja í Spa, til þess að semja við Þjóðverja um einstök atriði viðvíkjandi undanhaldi þeirra austur fyrir Rln. Fulltrúar Þjóðverja hafa verið kvaddir til Bruges, Mons og Nancy í dag til þess að af» henda bandamöunum símastöðv- 189 „pér hafið stolið því, hvað sém öðru líður,“ svaraði Dodd og brosti. „Nei-önei,“ stundi Emil og- hallaðist fölur og skjálfaudi upp að klefaveggnum. Harm inisti vegabréfið úr liöndum sér, :cn Dodd tók það upp og stakk því á sig. „Ætlið þér nú loks að segja rétt til nafns ;yðar,“ spurði hann allstrengilega. En Emil Pópel þagði éins og steinn og svaraði engu. „Yerið þér nú ekki að tefja mig lengur,“ sagði Dodd graniur. „Eg kannast við vcga- bréfið og veit að það er goti og gilt, en þér eruð ekki sá rétti Pétur Yoss. Hvers vegna eruð þér að fara lil Ameriku undir fölsku nafni og það þessu nafni i lil- böl ?“ Emil Popel beit á jaxlinn. „Ef þér svarið mér nú ekki, þá lek eg yður með mér og flyt yður lil pýskalands, þvi að þér eruð áreiðanlega pjóðverji," sagði Dodd. Nú ætlaði Emil að svara einhverju, en gat engu orði upp komið. „Hafið þjer orðið nokkrum manni að bana?“ spurði Dodd. „Nei — ekki er eg það illmenni,“ stundi Emil loksins upp. „Eg hefi að eins orðið sekur mn skjalafölsun.“ „Nú — eklci annað en það,“ sagði Dodd, ^ 190 ? og var nú öllu mýkri á manninn. „pér megið þá heita nokkurnveginn skikkanleg- maður. Segið þér mér nú nafn yðar og kannist þér við hvaðan þér hafið þetta vegabréf og skal eg þá iofa yður þvi, að þér skuluð verða látinn laus, því að svo er mál með vexti, að Pétur Voss, sem á þetta vegabréf, er miljónaþjófur.“ „pað getur ekki átl sér stað!“ brópaði Emil Pópel alveg örvita. „Hann fékk mcr þetta vegabréf, þorparinn sá arna!“ „Hvar fékk hann yður það?“ spurði Dodd. „Var það i Stricnau?“ Nú kom talsvert hik á Emil. „Haldið þér áfram,“ sagði Dodd all- ákafur. „Ef í nauðirnar rekur, þá get eg fengið að vita það hjá lögreglunni hvernig stóð á komu yðar til Strienau.“ „Æ-nei!“ hrópaði Emil, „heldur vil eg kannast við alt. Eg brarnt út úr fangelsinu í Stríenau.“ „Einmitt það,“ sagði Dodd, „þetta kalla eg fréttir! pú ert þá þegar dæmdur, og á hvað hljóðaði dómurinn?“ „Eitt ár,“ svaraði Emil. „Og hvað varstu búinn að vera Icngi í I ugthúsinu ?“ „Ekki fulla þrjá kliikkutiina.“ „Hvert i ljómandi,“ sagði Dodd. „Segðu mér nú alla söguna eins og' hún er — eða hvar hitturðu Pétur Voss?“ Emil vai'ð nú liðugi’a um málbeinið, og sagði hann nú upp alla sögu, slcýrt og skilmerkilega og sannleikanum sam- kvæma, alt frá þeirri stundu er hann slcV fangavörðimi í rot og þangað til liann var tekinn fastui* í New York. „pú skildir þá við Pétur Voss hjá af- skektu og einstæðu húsi?“ spurði Dodd. „pað hefir lcannske verið skólahús?“ „Getur vel verið,“ svaraði Emil. „Við gengum yfir óderbrúna og æðilangt út fvrir bæinn.“ Dodd þóttist nú vel hafa veitt og yfir- gaf uú þenna Svika-Pétur. Slóðinn virtist liggja til Prögrau og þar lilutu peningarfiir að veva faldir! En til þess að taka af allan efa, þá simaði hann daginn eftir til yflr- fangavarðarins í Stríenau og spurði hvort maður nokkur, Emii Pojiel að nafni, hefðí hrotist út úr fangelsinu. Svarið kom honum heldur en ekki á övart og var svohljóðandi: „Emil Popel flúinn, náðist aftur eftir þrjá daga og er hér i fangelsinu enn!“ Dodd vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Var þá þessi Emil Pópel i Strienau sami maðurinn sem Pélur Voss? pelta var hx*einasta ráðgáta. Dodd tók sér far til Norðurálfunnax

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.