Vísir - 02.12.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 02.12.1918, Blaðsíða 3
V I S I R ábyrgðartiífinningu eru gæddir, er það ljóst, að þessi skrif land- læknisins má að engu hafa. Það er aíar áríðandi, að tefja sem mest fyrir útbreiðslu veikinnar, jafnveí þó að „enginn mannleg- ur máttur“ fái hindrað það, að hún að lokum nái að breiðast út um alt landið. Ef landlækn- irinn hefði fengið að ráða og engar slíkar ráð&tafanir hefðu verið gerðar, þá má gera ráð fyrir því, að veikin væri nú komin um alt land, um alt Vest- ur-, Norður- og Austurland, svo að segja á hvern bæ, í stað þess að hún breiðist nú hægt út og er ekki enn komin lengra norð- ur en í Húnavatnssýslu og ekki lengra austur en í Rangárvalla- sýslu og lftið útbreidd á Vest- fjörðum. Ef nokkuð á að gera, til að rétta mönnum hjálpar- hönd út um landið, þá er það augljóst, að með ölium ráðum verður að tefja fyrir veikinni, því annars verður við ekkert ráðið. f>að er enginn mannafii til, til þess að senda út um alt land i einu, til að taka við heim- ilisverkum á hverjum bæ og hjúkra þeim sjúku. En ef veik- inni er varist bæ frá bæ og sveit úr sveit, þá ætti að vera auð- velt að koma í veg fyrir stór- vandræði, jafnvel án þess að aækja hjálp langt til. Héraðs- stjórnir settu þá að geta safnað nægu liði innan héraðs, til hjálp- ar á þeim bæjum, sem veikin kemur fyrst á. og svo koll af kolli. En, það sem um fram alt verð- ur að gera, og stjórnin verður að sjá um að gert verði, það er að leiðbeina almenningi um meðferð á sjúklingum. Það er rétt að reyna að draga úr hræðslu við veikina, en svo mikið má þó ekki gera að því, að fullkom- ið gáleysi verði úr. Menn mega ekki vera í neinum vafa um, að alvara sé á ferðum, og það mega menn vita, að kenningar land- Jæknis um, aðhræðslan við veik- ina sé móðir sóttnæminnar er argasta villukenning og vit- leysa, sem vitanlega eruppfund- in í því skyui einu, að afsaka afskiftalesysi hans sjálfs af út- breiðslu veikinnar frá því fyrsta* (Meira). HljóSfœraslátturinn á kaifihúsunum. Eg kem stundum inn á kaffi- húsin. Það er handhæg skemtun og maður slær tvær flugur í einu höggi- Fær bæði hljómleika og kaffi, sem hvorttveggja er af skornum skamti hér f borginni, í það minsta heftr mér reynst það svo. Eu sannast að segja líkar mér ekki hljómleikarnir als- kostar. — — Eg kem inn á A. — sit þar lengi — og bfð eftir að fá að heyra eitthvað af gömlu lögunum mínum — islensku þjóð- lögunum, sem eg lærði í rökkr- inu — hjá hjartkærasta kennar- anum sem eg hefi átt. — En þau koma aldrei. Fer út og inn á B, en alt fer á sömu leið. Að lokum prófa eg D með litlum árangri. Er ekki nógu „fínt“ að spila gömlu, þjóðkuunu lögin okkar? Eg trúi þvi ekki að listamenn fari eftir þvi, hvað fínt er hjá „dan9kinum“, ef það er smekk- leysa. Euginn mun skilja orö mín svo, að á ksffihúsuimm séuspil- uð ómerkileg útlend lög og hljóm- kerfi. Síður en svo. Eg veit að þar er leikið margt eftir ágæt- ustu tónsnillinga heimsins með list og prýði En fyrir mig, og eg befi hingað til haldið, fyrir alla lítið hljóðfæralærða menn, væri megin parturinD af þessum útlendu hljómkerfum of þungur til þess að heyra þau einu sinni eða svo á kaffihúsi. Finst þau þurfa „studium11 — þurfa mikið tiJ að lærast til þess að maður finni kjarnan i þeim. Með öðr- um orðum, finst mér svipuð skemtun í þvi að heyra þung hljómkerfi, eins og ef ættí að fara að skemta mér með því að lesa meistaraleg kvæði á grlsku og latínu, þó að eg kunni Italia terra est! E£ til vill er litið til af is- lenskum "lögum, með samspils- raddsetning. En þá verður að bæta dr þvi, og ekki myndi eg sjá eftir því, þó að landssjóður legði söng- og hljómlærðum mönnum til nokkur hundruð eða þásund krónur, til eflingar söng og hljóðfæraslætti á landinu — held það væri ekki ver til valið en leggja það i vana sinn að borga 500,00 kr. fatareikninga fyrir menn. Kæru hljómleikarar, munið eftir þjóðkunnu lögunum. Eg held meira að segja, að sálma^ög skemdu ekkert. Þeir sem t tinn tima hafa til andlegra starfa, gætu bara sparað sér svo sem eina bæn er heim kæmi, Annars munu nú skiftar skoðanir um það, hve vel sálmasöngur á við þar sem hljómleikamennirnir eru neyddir til þess að standa í erj- um við fillisvínin, sem næstum aldrei hverfa augum manns — í hinni ágætu höfuðborg! Síst af öiiu á sumum kaffihúsunum. En ef til vill er hvergi meiri þörf á sálmasöng. —-------- Amicus musicæ. Dánir. Hér í bænum hafa nú dáið úr influensu eða afieiðingum hennai- eitthvað á þriðja hundrað manns. Hér í blaðinu hafa þegar verið taldir um 190, en þar við bæt- ast enn: Hólmfriður Benediktsdóttir, Klapparstíg 2. Bjarni Þorsteinsson, ökumaður, til heimilis við Hverfisgötu. Ólafur H. Guðmundssou, Brunn- stig 8. Guðmunda Guðjónsdóttir Hvg. 83, 12 ára. Kristín Jónsdóttir, frá Dalvík við Eyjafjörð. Jón Jónasson frá Vestra-Mið- felli og Ingveldur Jónsdóttir, kona han8. Maria Guðríður Jónsdóttir, Grettisgötu 59. Ásta Bjarnadóttir Blomater- berg, Bergst.st. 33. Magnús Þorsteinsson, barn á Vitastig 8. Haraldur Ásgeirsson, barn á .Frakkast'g 24. Fertram Jónsson, barn í Suð- urpól. Polly fór þegar að týgja sig til, og vildi komast af stað með kvöldlestinni. „Hvað er að heyra til þín, bam!“ sagði amtmaður hálfgremjulegu. „Skárra er það nú óðagotið-“ Ferðinni var þá frestað til næsta morg- uns og morgunverðartími ákveðinn hálfri stundu fyr en vant var. Marta Zippel ætlaði sér að ná í símskeyt- ið, en amtmaður reif það í sundur og fleygði því í ruslakörfuna. Ráðskonan og Polly sváfu báðar jafn- illa þessa nótt. Gat Polly ekki sofið fyrir tilhlökkun, en samviskan kvaldi Mörtu Zippel. Hún reis úr rekkju tveim tímum á und- an Polly og læddist að ruslakörfunni, sem. lnin hafði liaft nákvæmar gætúr á. Sím- skeytasneplarnir lágu þar óhreyfðir og‘ stakk hún þeim í vasann, greip köi-funa, sem hún var vön að hafa með sér á sölu- torgið, og laumaðist út. Tíu mínúlum síð- ar barði hún að dyrum hjá Bobby Dodd og var liann þá að bursta á sér tennurnar. „Hún ætlar til Berlínar í dag,“ livíslaði ráðskonan í skyndi og lagði símskeytið á borðið. „]?að ætla eg sömuleiðis,“ sagði Dodd ■ og hélt áfram að klæða sig, „og nái eg 229 Pétri, þá skuluð þér fá tvö þúsund doll- ara.“ Maria Zippel ranghvolfdi augunum og hueygði sig. Polly og amtmaður voru komin upp á vagnstéttina, þegar Dodd kom. Hraðlestin brunaði fram, nam staðar eina mínútu og þaut þá aftur af stað. Polly veifaði vasaklútnum og amtmaður halt- inum. Dodd fór að rýna í síinskeytið, og varð ckki mikið fyrir að komast fram úr því. „Herhergi nr. 200—240“. Pétur hlaut þá að eiga lieima á einhverju þesara her- hergja og gerði það leitina mun auðveld- ari. Polly kom ekki í matsöluvagninn, og sá Dodd hana ekki fyi* en til Bei’linar kom. Sté hún úr lestinni við stöðina á Friðriks- stræti og fékk sér vélarvagn til Ksplanade- gistiliússins. Dodd fór sér að engu óðslega og féklc sér mann til að koma ferðakistum sínum og handtösku til Esplanadegistiliússins, en sjálfur fór hann á aðallögreglustöðina, til að sýna þar skjöl og biðja lögregluna lið- veizlu. Eftir fjórðung stundar fór liann svo til gistihússins ásamt lögreglumanni, klæddum í almenn borgaraföt. Polly var þá nýkomin og hafði fengið 230 herbcrgið nr. 217. Hafði Xaver Tielemann. eða Pétur Voss öðru nafni ekki orðið var við koinu liennar, því að hann var þi einmitt með lyftivélina á þriðju hæð húss- ins. En hann rak aukun í ferðakoffortiii íiennar, sem hann kannaðist þegar viðT og þaut eins og elding ofan ganginn og rauk beint inn í lierbergið til hennar, án þess að berja að dyrum, en tiún stóð þú fyrir framan spegilinn og var að taka af sér hattinn. „Hvað á þessi ósvifni að þýða!“ sagði hún. „Getið þér ekki barið að dyi*um!“ „Ja-neinei! Við eriun ekki að hafa fyrir því hérna!“ sagði Tielemann, lagði kof- fortið frá sér, læsti hurðinni, gekk beint til hennar og ætlaði að faðma hana uni- svifalaust. Hún ætlaði að hljóða upp yfir sig, en kannaðist þá við augnaráð hans. „Ert það' þú, Pétur!“ stundi hún og féll i faðm lion- um. „Jæja, loksins —“ þau voru fullar tíu mínútur að kyssa og kjassa hvort annað. En þá tók Xaver Tielemann undir sig stökk, greip húfuna í vinstri höndina. hurðarsnerilinn í þá hægri og hreyfði sig álappalega . „póknast ungfrúnni nokkuð meira?" spurði liann kurteislega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.