Vísir - 16.12.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 16.12.1918, Blaðsíða 3
VlSIR | >>L« sU nL* vL* ■>!< »X» kL» *J» »1* kL» m Bæjarstjórnarfundur. Aulcafund heldur bæjai’stjórn- in í kvöld, til aö ræða um áætl- un uxn tekjur og gjöld bæjar- sjóðs á næsta ári (2. umr.). Tvö önnur mál verða á dagskrá: á- ætlun um tekjur og gjöld hafn- arsjóðs og einhver önnur hafn- armál. Reglulegur fundur verð- ur haldinn á fimtudaginn kem- ur, og þá verður, meðal annars, rætt um lögreglusamþykt bæj- arins. Aukafundur verður aftur I haldinn milli jóla og nýárs, og verður þá væntanlega síðasta hönd lögð á nýju lögreglusam- þyktina, af bæjarstjórnarinnar hálfu, svo að hún geti gengið í gildi með nýja árinu. Vélb. „Hugur“ réri til fiskjar frá Sandgerði á miðvikudaginn var, en kom ekki að aftur og spurðist ekkert til hans tvo næstu daga og fram á laugardag, og voru menn farnir að óttast um hann. í Sandgerði var staddur vélbáturinn „Njáll“, og brá liann nú við á laugardag- inn ótilkvaddur, og fór að leita bátsins og fann hann ósjálf- bjarga út af Reykjanesi, með brotna vél og rifin segl, eins og hvert annað rekald. Ætti þetta að verða vélbátaeigendum, sem nú fara að senda báta sína til róðra á vertíðinni, alvarleg á- minning um, að láta athuga seglaútbúnaðinn og hafa hann í góðu lagi, því að aldrei má f ull- treysta véluniun. Veðrið. Síðustu dagana hefir verið of- urlitið frost víðast hvar um alt land, en sama öndvegistiðin og áður að öðru leyti. í morgun var 1,1 st. frost hér í Reykjavík, 2,3 á Akureyri og 5 á Grimsstöðum. Á Seyðisfirði var frostlaust og 2 st. hiti í Vestmannaeyjum. Þakkarorð. Hjarfcaalegustu þabkirog blesa- unaróskir mínar og barnanna minna fyrir hin miklu samsbofe til mfn frá Morgunblaðinu, 1766 krónur, sem sóknarpresturinn minn færði mér í dag. Góður guð launi yður öllum, kæru gef- endur. Helgadal 13. des. 1918. Ingibjörg Jónsdóttir. Sterling fór frá Blönduósi í gærmorg- un, en á eftir margar hafnir við ■ Húnaflóa enn. pað tefur skipið talsvert, að það fær enga mann- hjálp úr landi til að koma fyrir í lestinni. Landsmenn skila vör- unum að skipshlið, en enginn stigur á skipsf jöl og alt samneyti við skipverja er stranglega baim- að af ótta við inflúensuna. ólæti mikil voru á götum bæjarms í, gærkveldi og ryskingar, margir menn sýnilega ölvaðir. Lagarfoss fór héðan ekki í gær, eins og auglýst hafði verið, en átti að leggja af stað imi hádegið í dag.. Varaslökkviliðið verður skrásett á morgun í' brunastöðinni og eiga þangað að, koma allir menn á aldrinum 25—35 ára, að viðlögðum sekt-, um. Búast mega menn við því^ að verða að bíða þar í margar klukkustundir og komast þó: ekki að, af því að öllum er stefnfc. þangað samtímis, en ekki í flokkum, t. d. eftir stafrofsroð.. 261 262 264 er tvívegis búinn að reyna liana með ágæl- lim árangri.“ pað væri fráðlegt að kynnast þessari aðferð,“ sagði Dodd. „pér skuluð fá að kynnast henni,“ svar- aði forstjórinn og seildist eftir brennivíns- pytlunni. „pér getið vérið hér sem gestur minn. pað er búið að gera mér aðvart um fyrsta fangaflutninginn og það er ekki ó- hugsandi, að þrælbeinið kunni að vera í honum. Getum við þá undir eins prófað þessa einföldu og óbrotnu aðferð. Ekkert ofbeldi þarf að hafa í frammi og samt sem áður get eg fullvissað yður um, að eftir þrjá daga mun þessi náungi lemja hausn- um við múrvegginn til þess að reyna að stytta sér aldur — eða sú varð niðurstaðan i þessi tvö skifti, sem eg drap á.“ Dodd hikaði við. Aðferðin þótti honum ekki óaðgengileg. pví að Pétur mundi þess fyr kasta grímunni, sem fangelsisvistin væri óbærilegri. Éliki þáði liann þó tilboð forstjórans, en kvaðst mundu heimsækja hann aftur. pegar hann kom til Díú, sagði liann Polly alt af létta, en gat þó ekki um hina óbrigðulu aðferð forstjórans. „Við verðum að reyna að koma honum undan!“ hrópaði hún í angist sinni, „og helst á meðan hann er á leiðinni til nám- anna.“ „pað er enginn vegur til þess,“ svaraði hann. „pað getur enginn komið fanga und- an að honum nauðugum.“ „Við verðum þá að bíða og sjá hvað sétur,“ stundi hún og greip ameríska fréttablaðið, sem Dodd hafði tekið með sér frá Vladivostock. pað var orðið gamalt og stóð i þvi, að koparverðið væri að lækka aftur. „Eruð þér að hugsa um gróðafyrir- tæki?“ spurði Dodd forviða. „Eg sé, að þér eruð að hnýsast í verðskrána.“ „Ó-já —- stundum fæst cg við það,“ sagði hún og lagði blaðið frá sér. Dodd fór nú að lýsa námuforstjóranum og skopast að honúm. „Yður er nær að hugsa um það, hvernig við eigum að reyna að forða manninum minum undan,“ sagði hún grcmjnlega. „Til þess þurfum við á þessum forstjóra að halda,“ svaraði hann alvarlega. „Við skulum bera á hann fé til þess að hann láti herra Voss komast undan. Náman er að eins spölkorn frá sjávarströndinni.“ Dodd stakk því næsl upp á því, að þau skyldu ganga eitthvað sér lil skemtunar og félst Polly á það. Var nú samkomulag- ið liið besta á milli þeirra og fór Dodd að hitna alhnikið um hjartaræturnar eins og fyrri daglnn. Var öll aðstaða hans næsta flókin og öþægileg. Hins vegar var aðstaðá Péturs miklu: einfaldari og var hann nú á leiðinni til: Petrókowski. Hafði liann orðið að sætta sig við að vei'a hneptur í járnviðjar ó höndum og fótum og var það alsiða þar í landi, en til frekari fullvissu voru fimm fangar jafnan hlekkjaðir saman. Voru það ærin óþa'gindi hverjum einstökmn,. en þann kost hafði það, að enginn þurfti að óttast að liann færi villur vegar. Pjetur Voss varð miðmaðurinn í þriðja tjóðrinu og kom sjer vel við nágranna sína* Annar þeirra var ungur verslunarmaður frá Ödessa; hafði hann margsinnis orðið- sekur um fjárdrátt og loks verið dæmdur í fimm ára Siberíuvist. „Alhr rússneskir embir: ■ismenn lifa & fjárdrætti og mútum,“ sagði hann, „og það ætti þvi að scnda þá til Síberiu alla í eín- um hóp.“ Sá sem að baki hans var, var gamall bóndi frá Perm. „Jeg drap lrann pabba minn,“ sagði hann, þegar Pétur var að forvituast um, hvað hann liefði til saka unnið, og ekti varð þess vart i neinu aS hann sæi eftir því. „Ðálaglegt föruneyti,“ tautaSi Pjetur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.