Vísir - 04.02.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 04.02.1919, Blaðsíða 2
VÍSf JK Hús til sölu á góðam stað í bænum. Sölub. i kjallara. Allar nánari uppl. gefu r Einar B. Halldorsson Njálsgötu 38. Símar 390 B. og 243. G-oð jörð i Árnessýslu fæst keypt nú þegar, laus til ábáðar ( næstu fardögum, uppl. gefur Ingim. Bernhai ðsson til viðtals á Laugaveg 70, bl. 1—2 og 4—6. vegna þrengsla í höfnuni þar í landi. Kröfur danskra og norskra sjó- manna. pa'ð er simað frá Kaupmanna- höfn, að alsherjarfélag danskra sjómanna" og fél. danskra skip- stjóra hafi í hyggju að krefjast skaðabóta af pýskalandi fyrir tjón það, sem kafbátahernaður- inn hefir valdið. Skipstjóramir hafa farið þess á leit við stjóm- ina að hefja umleitanir í þessa átt við þýskaland, en sjómenn- irnir ætla að senda fulltrúa á al- þjóða sjómaníiaþingið í Lundún- tnn. Norskir sjómenn hafa með höndum svipaðar fyrirætlanir. Verkföllunum í Buenos Ayres lokið. Sendisveit Argentinu i Lon- don, hefir borist símskeyti frá stjórn sinni, um að hafnaiverk- fallinu í Buenos Ayres sé lokið og að byrjað hafi verið aftur að ferma skip þar í dag. Tangaveikin. Þab er mjög eölilegt, aö uggur sje í mönnum út af taugaveikinni, sem gengur hjer i bænum. Og það má einnig telja það eölilegt, aö mönnum finnist þörf á, aö brýna það íyrir heilbrigöisstjórninni, aö vera á veröi gegn veikinni. En heilbrigöisstjórnin er nú ekki al- máttug heldur. Almenningur verö- ur að hjálpa henni til, með því að fylgja sem best varúðarreglutn þeiin, sem birtar hafa yerið í blöð- unum. þess, svo fljótt sem unt er, að öll mjólk, sem seld er í bænum, verði gerilsneydd. En þangað til verða bæjarmenn að sjóða mjólkina sjálfir. En veikin er þegar orðin tals- vert útbreidd í bænum, og ,getur breiðst enn frekar út, frá þeirn, sent sýkst hafa, ef allrar varúðar er ekki gætt. Á mörgum heimilum er mjög erfitt að framfylgja þeim varúðarreglum, sem nauðsynlegar eru, og á öðrum er það vanrækt, Það er því nauðsynlegt, að ein- angra sjúklingana. Ef rúm fæst ekki á sjúkrahúsunum, verður að’ finna önnur ráð. Það er kunnugt, að sóttvarnar- húsið var leigt út til ibúðar i haust. Nú hefir það verið tæmt, e f t i r aö inflúensan geisaði. Það er að vísu aðallega ætlað til þess að ein- angra aðkomusjúklinga, enda hef- ir heyrst, að landstjómin, sem öll umráð hefir yfir þvi, muni treg til að lána það handa taugaveikis. sjúklingum. En húsið er allstórt og tvílyft, og það mundi að öll- um líkindum nægilegt, af önnur hæðin fengist handa taugaveikis- sjúklingunum. Og hér ber að líta á það, að hreinn voði er á ferð- inni, ef .ekki tekst að hefta úf~ breiðslu veikinnar í bænum; voði, sem ekki að eins er búinn bænum, heldur einnig að minsta kosti nær- liggjandi sveitum. Það mætti þvt furðulegt heita. af sömu stjórnar- völd, sem t haust leyfðu að f y 11 a húsið, uppi og niöri, með húsnæð- islausu fólki, reyndust nú ófáan- leg til þess að lána aðra hæðina til s ó 11 v a r n a r r á ð s t a f ana. En við þvi er þó búist hálft í hverju. Menn vita, að við öllu má búast úr þeirri átt. Urn upptök veikinnar vita menn ekkert með vissu, annað en það, að allar likur eru til þess, að marg. ir, sem veikina hafa tekið, hafi sýkst af mjólkinni. Sóttkveikjan i getur komist i ntjólk með ýmsu i móti og heilbrigðiistjórnin getur í ekki komb i veg fyrr það, nema með því að setja reglur uni með- ferð mjólkur. Og slikar reglur eru ekki einhlýtar, jafnvel þó að þeim sé fylgt nákvæmlega. Eina ráðið til þess að korna í veg fyrir þá sýkingarhættu, sem af mjólkinni stafar, er að gerilsneyða mjólkina. Það þarf væntanlega ekki að efast urn, að ráðstafanir verði gerðar til Kjötverðið. ikveðið tilboð um ioo kr. hærra verð en selt. var fyrir. Það verður væntanlega erfitt fyrir stjómina og einkamálgagn hennar, „Tímann“, að leyna þvi til Iengdar, hvert axarskaft hún gerði t kjötmálinu. Gegn betri vitund berst „Tim- inn“ við að halda bændum við trúna á óskeikulleika stjórnarinn- ar, en að iokum hljóta staðreynd- irnar að kollvarpa þeirri trú. Nú tjáir ekki lengur að berja höfðinu við steininn og segja, að háu tilboðin í kjötið séu ekkert annað en hylliboð, að Vtsir hækki tilboðin með pennanum einum o. s. frv. Nú tjáir ekkert að sækja „fyrstu handar upplýsingar" til Péturs og peðra þeim út í „Timan- um“. Nú tjáir ekki einu sinni að vitna undir rós í utanaðkomandi valdboð. Staðreyndirnar kollvarpa þessu öllu. Kaupmönnum hér hefir verið gert um too kr. hærra tilboð í kjöttunnuna en selt var fyrir í haust. Jón Björnsson & Co. í Borg* arnesi, hafa fengið slíkt tilboð. Þeir hafa aflað sér upplýsinga um, að frá bresku stjórninni er ekkert því til fyrirstöðu, að salan geti farið fram. — En það var annað, sem salan strandaði á. Stjómin héma vildi ekki leyfa hana. — Hvers vegna? — Ef til vill vegna J>ess, að hún hefir ekki viljað láta J. B. & Co., fá hærra verð fyrit kjötið en kaupfélögin. Ef til vill ætlar hún að reyna að leyna því, hve hátt verð var fáanlegt fyrir kiötið. Ef til vill ætlar hún að selja það sem eftir er af kjöti f landinu. fyrir eins hátt verð og uní er, og setja stðan jafnaðarverð á það. En hvað sem því veldur, þá verður nú ekki um það deilt, að stjórnin hefir selt Norðmönnum kjötið i haust fyrir að minsta kosti ioo krónum lægra verð en fáati- legt var. ■— Það eru 2—3 miljónir úr vasa íslenskra bænda, sem stjómin hefir þurft að gefa Norð- mönnum. En fyrir hvað? Léttið byrðar Mgstaðdra. Mörgum hér i bæ, hefir verið hjálpað tue'ð gjöfum i vetur, og margur hefir lagt til þess rausn- arlegan skerf, að létta byrði bág- staddra, enda hefir þess viða verið þörf síðustu mánuði. — En þó mörgum hafi verið hjálp- að, þá má altaf finna einhverja, sem enn er þörf að rétta hjálp- arhönd, og altaf bætast, fyrir rás viðhurðanna, nýir og nýir i hóp i þeirra, er ekki megna að sjá fyr- ir sér sjálfir, af þvi að örlögm svifta þá stoð sinni og styttu og særa ólæknandi sorgarsárum, sem lama bæði líkama og sál. Nú fyrir nokkrum dögmn sítJ- an, varð skipskaði hér við fló- ann. Varð þá kona ein gömul og lasburða, sem heima á hér við bæinn, fyrir þeirri sáru sorg, aö missa i sjóinn 2 syni sína upp- komna, er voru ellistoð hennar. En áður hafði hún mist mann sinn í sjóinn. Hefir þvi Ægir svift hana öllu því kærasta og öllum þeim ástvinum, er helst voru færir að slyrkja hana í ell- inni. Vilja nú ekki einhverjir höfð- irtglyndir borgarar skjóta sam- an og senda gömlu konunni dá- litla peningauppliæð og sýna henni með því hluttekhingu í hörmum hennar; þvi nógu er sorgin henni sár, þó ekki fylgi það með, að þurfa að lioria fram á skort i nánustu framtíð. — Sá er þetta ritar þekkir ekki konu þessa neitt persónulega, en fyr- ir 1 degi kom eg lieim til henn- ar og átti tal við hana, og leit eg þá svo til, að góðverk væri að sýna henni samúð á þennan hátt. Visir hefir góðfúslega orðið við tilmælum mínum, að veita mót- tökú og kvitta fyrir, ef einliverj- ir vildu senda gjafir til fátæku gömlu konunnar, sem eg og fleiri vona, að ýmsir vilji verða íií að gleðja. 30. jan. 1919. ó. G. Utan af landi. Símfregn. Akureyri í gær. Sumarliði póstur andaðist 27. jan., 79 ára að aldri. Steinþór Guömundsson, skóla- stjóri. flutti hér fyrirlestur um jafnaðarmannaiireyf. („veðra- brigði“). Aflí er góður um allan fjörðinn, þegar á sjó gefur, bæði smásíld og fiskur. Tíðin íramúrskarandi góð, svo að menn minnast ekki annars eins vetrar. Fyrirspnrn. Herra ritstjóri! Viljið þér gera svo vel, að svata eftirfarandi spurningu i heiðruðu blaði yðar: Er það leyfilegt, aö neita heið- arlegum ntanni um gistingu á op- inbéru gistihúsi, þegar nóg rum et á gistihúsinu? Spurull. Svar. Ef gistihúsið er ekki neinum sér- stökum samningum bundið, getur það úthýst hverjum sem vera skal, alveg eftir eigin geðþótta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.