Vísir - 05.02.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 05.02.1919, Blaðsíða 2
VISIE Loftskeyti. London 4. febr. Deilur Pólverja og Czecha. Út af landamerkjadeilu, sem upp var risin milli Pólverja og Czecha, hafa fulltrúar stórveld- anna á friðarfundinum gefið út opinbera tilkynningu um, a'ð þjóðum þeim, sem lagt hafa landamerkjamál sín undir úr- skurð friðarráðstefnunnar, sé óheimilt að leggja undir sig þau hjeruð, sem þær krefjast að fá, áður en úrskurður er fallinn. En þangað til landamæri Pól- verja og Czecha eru endanlega ákveðin, eiga hersveitir Czecha að hafa umsjón með járnbraut- inni norður frá Teschen og námuhéruðum þar umhverfis, en hersveitir Pólverja eiga að gæta járnbrautarinnar frá Teschen til Jablungkau og hafa borgina Teschen á sínu valdi. Síðan verður nefnd manna skipuð af friðarráðstefnunni og send þangað austur, til að rann- saka kröfurétt aðila, og úrskurð- urinn bygður á áliti hennar. Czechum er skipað að fram- selja Pólverjum fanga þá, sem þeir höfðu tekið i orustum, er út af þessari þrætu voru háðar, og fá þeim i hendur vopn þeirra og annan farangur. Maximalistar færast í aukana. Maximalistastjóniin rúss- neska hefir gcfið út skipun um útboð landvamarliðsins á öll- um aldri frá 29 ára til 45. Her- utboðið nær til Petfograd, Moskva og níu héraða annara. Blað stjórnarinnar skýrir þessa ákvörðun þannig, að stjórnin ætli með þessu að gera i’riðar- ráðstefnunni það ljóst, að maxi- malistar séu að búa sig undir að hefja orustur á öllum víg- stöðvum, til þess að fram- kalla allsherjarstjórnarbyltingu heiminum. London 5. febr. pjóðbandaiagið. Wilson forseti hefir gert nefnd þeirri á friðarráðstefnunni, sem á að f jalla um þjóðabandalagið, grein fyrir því, livert hlutverk hann ætlar þjóðabandalaginu að vinna. Hugmynd hans er í fáum orðum sú, að bandalagið verði raun og veru einskonar yfirríki. Frá Rússlandi. Frá Libau er símað, að her Finna og Eistlendinga haldi suð- ur á bóginn frá Dorpat og hafi unnið þýðingarmikla sigra á „rauðu“ hersveitunum. Hann liefir náð á sitt vald borginni Wark, sem er á vegamótum árnbrautanna frá Riga til Pleskau og frá Riga til Reval, og : með því tept aðal-samgönguleið Maximalista i Livlandi og Kur- landi. Herskipabyggingar Japana. það er símað frá Tokio, að lokið muni verða byggingu tveggja stórra herskipa i Japan i júli og október. pau heita Na- guto og Astu, — verða 40 þús. smál. og vopnuð með 16 þuml. fallbyssum. Bráðlega verður byrjað á byggingu tveggja stór- skipa annara. Kröfur Grikkja. Nefnd verður skipuð á friðar- ráðstefnunni til þess að rannsaka kröfur þær, sem Venizelos hefir gert til landa i Litlu-Asíu fyrir hönd Grikkja. í nefndinni verða fulltrúar Bandarikjanna, Breta, Frakka og Itala, tveir af hverri þjóð. Nefndin á að gera tillög- ur um réttlátan úrskurð og lienni er heimilað að leita álits hhitaðeigandi þjóðflokka. Frá þýskalandi. „Spartacus“-menn hafa náð völdum i Königsberg. Hammerstein hershöfðingi er skipaður formaður vopnahlés- samninganefndarinnar þýsku i Spa, i stað Winterfeldts hers- höfðingja. Símskeyti (rá íréttarítara Visis. Khöfn 3. febr. Ilermannaráðið i Weimar hef- ir verið afvopnað. Hersveitir stjórnarinnar eru komnar þang- að til þess að vernda þjóðsam- komuna hinn 6. þ. m. Bolzhewikkar hafa lekið Iíiew Spartacistar i Bremen hafa gefist upp, vopn hafa verið tek- in af verkamönnum. | Botha er formaður ncfndar j þeirrar, sem friðarfundurinn | sendir til Póllands. Rúmenar krefjast þess, að fá Bukowina, Bessarabiu, Dobrud- sclia og Transylvaniu. Mannerlieim, forseti Finna, er j . ' " ikominn í opinbera heimsókn til ! Svíþjóðar. j Fulltrúar hlutlausra þjóða j eiga með sér friðarráðstefnu i Bem um miðjan febrúar. Liebknecht myrtar J?að var sagt frá því i sím- skeyti frá Kaupmannahöfn dags. 16. f. m., að foringi Spartacus- flokksins i þýskalandi, Karl Liebknecht, hefði verið dæmdur til dauða og skotinn. En sam- kvæmt síðari fregnum hefir liann aldrei verið leiddur fyrir neinn dómstól og heldur ekki dæmdur. Hann var myrtur. Úrslitabaráttan um völdin i Berlín, milli Spartacus-flokksins og stjórnarinnar hófst þ. 6. jan. pað var ekki stjómin sem hóf hana, heldur Liebknecht. Kosn- ingarnar til þjóðsamkundunnar áttu að fara fram þ. 19. jan.., og fyrir þann tíma varð þessi barátta að leiðast til lykta, vegna þess að Spartacus-flokkurinn vildi engar kosningar láta fara fram. pað var barist á götum borg- arinnar samfleytt i 8 daga. Menn Liebknechts náðu i fyrstu ýms- um þýðingarmikluin byggingum á sitt vald, en hersveitir stjórnar- innar streymdu jafnt og þétt til borgarinnar og bardaganum fór brátt að halla á Liebknecht. Hvert vígið var tekið af honum a fætur öðru og loks þrutu kraft- ar hans alveg. Spartacus-menn höfðu dregið að sér miklar birgðir af vopn- um, sem geymdar voru i höll rússneska sendiherrans. En sljórnarherinn náði þeim öllum á sitt vald, og loks áttu fylgis- menn Liebknechts hvergi höfði sinu að að halla og flýðu eftir húsþökum í allar áttir. pegar stjórnin liafði algerlega náð yfirtökunum, voru hennenn sendir á mannaveiðar um borg- ina. Foringjar Spartacus-flokks- ins voru teknir höndum, livar sem þeir fundust. par á meðal þeir Beerfekle, fyrrum kafteinn hernum, sem kunnur er úr Lichnovsky-málinu, og Lede- bour þingmaður. Liebknecht fanst ekki fyi’stu dagana. Hann hafði verið á ferð og flugi um alla borgina alla þessa daga, en hafði hvergi langa viðdvöl. Heima hjá sér dvaldi liann aldrei lengur en 10—15 mínútur dag- lega, og kom og fór í bifreið að næturþeli. Eitt kvöld komust njósnarar stjómarinnar að þvi, að hann var kominn lieim, og hennenn ruddust þegar inn í húsið. Vörður hafði verið settur við báðar útgöngudyr þess, cn Liebknecht var samt horfinn. pað var leitað hátt og lágt, en hann fanst ekki. þá var kona hans og yngsti sonur tekin hönd- um heldur en ekkert. En tveim dögum siðar var hann handsamaður ásamt Rósu Luxemburg og þau bæði drepin án dóms og laga. R. L. var eld- Iieitur flokksmaður Liebknechts. Karl Liebknecht var mál- færslumaður og talsmaður ör- eigalýðsins. Fátæklingarnir elsk- uðu liann og það virðast ekki vera skiftar skoðanir um, að Iiann hafi að eins barist fyrir hugsjónum sínum, og fyrir þær hafi hann látið lífið. Maximalistar. Frá Rússlandi hefir maximal- istahreyfingin breiðst meira og minna út um allan heim. Fylg- ið, sem hún hefir fengið, virð- ist enn vera litið í öðrum lönd- um en Rússlandi og „miðríkj- unum“. En víða hefir bólað á henni, og alstaðar þykjast menn geta rakið upptök hennar til rússneskrar starfsemi. Nýlega voru verkföll mikil hafin í Buenos Ayi’es i Argen- tinu. það kvað svo mikið að þeim, að siglingar allar stöðv- uðust, járnbrautarsamgöngur heftust og vagnaumferð i borg- inni. Sölubúðum i borginni var lokað um langan tíma. Og í sambandi við verkföllin var haf- in maximalistabylting. En að lokum tókst að kæfa byltinguna niður og forsprakkarnir voru teknir höndum. Verkfallsmönn- um var varpað i fangelsi svo liundruðum skifti á fáum dög- um, og mikill meiri hluti þeirra, sem handteknir voru, reyndust að vera rússneskir. Byltinga- menn höfðu miklar birgðir af vopnum og „peninga eins og sand“. Maximalistar i Rússlandi hafa unnið að því að koma á stjóm- arbyltingu um allan heim. Út- sendarar þeirra hafa lengi verið að verki um öll Norðurlönd. peir eru vafalaust einnig að verki i öllum löndum banda- manna, þó þeim verði þar lítið ágengt. þ>að hefir jafn vel heyrst að þeir hafi verið að þreifa fyr- ir sér hér „norður á hjara ver- aldar“, á íslandi! En enginn vafi er talinn á þvi, að þeir hafi kom- ið af stað byltingunni i Argen- tinu. í pýzkalandi hefir þeini orð- ið mest ágengt; það eru þeir, sem standa að baki „Spartacus“- hreyfingarinnar, og þeir hafa lagt fram fc-til vopnakaupa og annara þarfa þýzku byltinga- mannanna. Upphaflega virðast allir leiðtogar óháðra jafnaðar- manna liafa verið i bandalagi við þá. En þeir liafa flestir þóst sjá sitt óvænna og því slitið félags- skapnum. Og nú virðist svo, sem gengi maximalista i pýskalandi sje að þverra. En forlög maxi- malistastefnunnar í Rússlandi eru undir því komin, að liún nái einnig fótfestu i nágrannalönd- nnuni. Ef liún gerir það ekki, þá verður hún einnig bæld nið- ur i Rússlandi áður en langt um líður. Og þess vegna er það, að rússneska maximalistastjórnin liefir nú ákveðið að líefja ófrið á öllum vígstöðvuin. Hún ætl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.