Vísir - 30.12.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 30.12.1925, Blaðsíða 2
VÍSIR Höfam fyrirliggjandl: Hveiti Cream of Man, do. Bes! Baker, do. Canadian Msid, Rúgmjöl frá Aalborg og Havnemölien, lálfsigtimjöi do. Það tilkjmnisí ættingjum og vinum að móðir og tengdamóð- ir okkar, Ólöf Jónasdóttir, andaðist að Eskihlíð í gær. Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Jón Daníelsson. Símskeyti Khöfn 28. des. FB. Tyrkir sætta sig við úrslit Mósúl- málsins. Símað er frá Angora, að stjprn- in hafi ákveöið að hefja ekki styrj- öld út af úrskurðinum í Mösúl-' málinu. Þingræði ítala. Símað er frá Rómaborg, að f jöldi fascista-þingmanna hafi beð- i'ð konunginn að gera Mússólíni forsætisráðherra ævilangt. Abd-el-Krim einmana(?) Símað er frá París, að ástæðan til þess, að sendiboða Abd-el- Krims var illa tekið, hafi verið sú, að allur fjöldinn af samherjum hans hafi snúið við honum bakinu og flýi óhræddir á náðir Frakka og fái hjá þeim góðar viðtökur. Abd-el-Krim er orðinn liðfár, að sögn þeirra, og er talið, að vald haris sé bráðlega úti. Friður milli Drúsa og Frakka. Símað er frá Berlín, að sím- íregnir frá Jerúsalem hei-mi, að fullvíst sé, að friður hafi verið saminn milli Drúsa og Frakka. Khöfn 29. des. FB. Briand leggur fram ný fjárlaga- frumvörp. Simað er frá Paris, að á ráðu- neytisfundi í dag leggi fjármála- ráðherra fram endanlegt uppkast að fjárlagafrumvörpum. Briand hefir lýst þvx yfir, að þeir ráð- herrar, er séu óánægðir, geti farið, hann ætli að þrauka. írakbúar fagna úrslitum Mósúl- málsins. Sírnað er frá London, að stjórn- in í írak hafi sent bresku stjórn- inni innilegt þakklætisbréf í til- efni af úrskurðinum í Mósúlmál- inu. Stórbrxmi í höfuðborg Argentínu. Símað er frá Buenos Aires, að stórbruni geysi þar. Kviknaði í olíugeymi. Stjórnin hefir kallað herlið til þess að aðstoða1 við slökkvun, sem enn hefir ekki tek- ist. Heimskautsflugið. Símað er frá New lYork City, að Hénry Ford standi á bak við hina fj'rirhuguðu heimskautsför í mars. Er ætlunin .að fljúga frá Alaska til norðurheimskautsins og Spitz- *bergen. Útbúnaður er svo góður, að norðurfararnir geta verið án sambands við umheiminn i 2 ár. Skaðabótagreiðslur Þjóðverja. Sirnað er frá Berlín, að Þýska- land hafi borgað Bandamönnum samtals 10 miljarða gullmörk síð- an 1919. Frá Yap. Símað er frá Tokio: Örlög eyj- unnar Yap enn þá ókunn. Utan af landi. - Akureyri 29. des. FB. Fannkyngi nxikil hér norðan- lands. Grímsstaðapóstur var hríð- arfastur í 5 sólar.hringa í Reykja- hlíð, og varð loks að bera póst- flutninginn frá Reykjahlíð að Ingjaldsstöðum í Bárðardal. Síðan farið á skíðum hingað í kveld. Mmmwtmmmmœammim Bæjarstjómin skorar á kjörstjórn að gefa K. Zimsen kjörbréf án kosningar. Eins og frá var skýrt hér í blaðinu i gær, hefir K. Ziinsen borgarstjóri krafist þess, að um- sókn síra Ingimars Jónssonar á Mosfelli, um borgarstjórastöðuná, verði úrskurðuð ógild, af því, að hann hafi ekki kjöi-gengi til henn- ár. En gildandi lög í þessu efrii, mæla svo fyrir, að kjörgengir séu þeir einir, er kosningarétt hafa hér í bæ. Og krefst borgarstjóri þess því ennfemur, að sér verði gefið kjörbréf sem borgarstjóra urn næstu sex ár, án þess að kosning fari fram, sem hinum eina löglega umsækjanda um stöðuna. — Kjör- stjórn vildi ekki verða við þess- ari kröfu og skaut Zimsen því mál- inu til bæjarstjórnar, og var það rætt þar á aukafundi í gær. Lítill vafi getur á því leikið, að' síra Ingimar sé ókjörgengur hér til þessarar kosningar. Enda var lítt deilt um það á fundinum. 1 Boi-garstjóri og fonnaður kjöi-- stjórnar, Pétur Magnússon, deildu aðallega um það, hvort kjörstjórn bséri, eða henni væri heimiít, að úrskurða um kjörgengi umsækj- anda. Er ekkert tekið fram um það í lögum, og má því væntan- lega lengi um það deila. P. M. hélt því frarn, að slíkt vald í hönd- um kjörstjórnar, gæti orðið vara-; samt og engu síður valdið því, að kosning yrði ógild, ef kjörstjórn feldi rangan úrskurð, en þó að kósinn væri ókjörgengur urnsækj- andi. Væri heldur ekki slíkt vald gefið kjörstjói-num við alþingis- kosningar, nema hlutbundnar kosningar. Enda væri engin trygg- ing sett fyrir því i lögum, að kjörstjórnir væru þannig skipað- ar. að þær væru bærar að fella slíka úrskurði. Þá ihélt hann þvi fram, að nauðsynlegt væi-i að láta kosningu fara fram, svo að kjós- endum gæfist færi á þvi, að sýna vilja sinn, og svo að ný kosning gæti þá farið fram, ef svo færi, að kjósendur vildu heldur þann ókjörgenga en hinn. Auk borgarstjóra og formanus kjörstjórnar töluðu: ölafur Frið- riksson, Sigurður Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson og Þórður Sveins- son. S. J. bar fram till. þess efnis, að bæjarstjórn lýsti því yfir, að hún teldi það vafalaust, að síra Ingimar skorti kjörgengisskilyrði og kosning ætti því ekki að fara fram, en kjörstjórn bæri að gefa hinum eina löglega umsækjar.da um stöðuna kjöi-bréf. — St. J. St. bar fram aðra tillögu, þess et'nis, að þar sem bæjarstjórn teldi sér ekki heimilt að gefa neinum frarri- bjóðanda kjörbréf og ekki skylt að taka ákvörðun um kærur út af kosningum fyrr en að kosningu afstaðinni, þá yrði málinu frestað að sinni. — Þórður Sveinsson Ieit §vo á, að það væri algerlega þýð- íngarlaust, að láta þessa kosningu fara fram, þvi að hvernig sem at- kvæði féllu, þá hlyti hinn eini lög- legi umsækjandi að hreppa stöð- una, og jafnvel þó að ihinn ókjör- gengi umsækjandi fengi fleiri at- kvæði við kosninguna, yrði engin ný kosning lá'tin fara fram. Atkvæðagreiðsla fór svo, að til- laga Sigurðar Jónssonar var sam- þykt með 6 atkv. gegn 5, að við- höfðu nafnakalli. Já sögðu: Guðmundur Ásbjörns ■ son, Gunnl. Claessen, Jónatan Þor- steinsson, Sig. Jónsson, Þórður BjarnaSon og Þórður Sveinsson. Nei sögðu: Ágúst Jósefsson, Hallbjörn Halldórsson, Héðinn Valdimmsson, Ólafur Friðriksson og Stefán Jóh. Stefánsson. Borgarstjóri, Pétur Halldórsson og Pétur Magnússon greiddu ekki atkvæði. — Björn ólafsson og Jóri Ólafsson voi-u ekki á fundi. Messur á gamlárskveld. í dómkirkjunni kl. 6 síðd. síra Bjarni Jónssön, kl. n)4 cand. theol. S. Á. Gíslason. í fríkirkjunni kl. 6 síðd. sira Árni Sigurðsson. Dönsku silfurpeningarnir, 2 króna, 1 krónu, 25 aura og 10 aura, hafa verið innkallaðir í Danmöi-ku, og eru ekki lengur gjaldgengir peningar í viðskiftum manna á milli þar i landi. í aug- lýsingu í Lögbirtingablaðinu nú, eru menn aðvaraðir um þetta, og jafnframt frá því skýi-t, að bank- arnir hér innleysi þessa peninga þó, til 1. apr. 1926 með dönsku gengi, A síðan sem jafngilda ís- lenskum peningum. — I Lögb.bl. eru einnig taldir 50 aura pening- ar, en það mun stafa af vangá, þvi að slíkir peningar hafa aldrei ver- ið slegnir í Danmörku, en 50-eyr- ingar, sem hér hafa verið í um- ferð, og hér kunna enn að vera til, munu aðallega vera sænskir, ög gildir vitanlega alt annað um þá peninga en þá dönsku. Norskir 50-eyringar kunna þó einnig að vera hér til. Brauðsölubúðir verða opnar til kl. 6 á gamlárs- kveld, én að eins kl. 9—11 árdegis nýársdag. Tvö innbrot höfðu verið framin hér i bæn- um í fyrrinótt, annað í Fatabúð- inni i Hafnarstræti 16 og hitt í Bókaverslun ísafoldar. Úr „Fata- búðinni" hafa verið teknar 250 kr. i peningum, en óvíst um annan árangur af fyrirtáeki þessu. ✓ St. íþaka nr. 194. Enginn fundur í kveld vegna jólatrésskenxtunar í húsinu. - Æt. Af veiðum komu í gær botnvörpungurinn Geir og Hafþór, línuveiðari. Afli fremur rýr. Draupnir kom frá Englandi í morgun. Egill Skallagrímsson fór út á veiðar í morgun. Fisktökuskipið La France kom að vestan i gær og fór í moi-gun héðan áleiðis til útlanda með fullfermi af fiski. • Villemoes kom frá Englandi í 11101-gun. Athugasemd. Morgunblaðið o| í gær, í frásögn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.