Vísir - 16.09.1926, Síða 2

Vísir - 16.09.1926, Síða 2
VlSTR Wtami i Ol Fyrírliggjandi: Þorkaðir ávextir: Nióursoðnir ávextir: Epll, Ananas, Apricots, Pernr, Ferskjur, Apricots, Blandaðir ávextir, Ferskjur, Ráinur, Jarðarber, Sveskjur. Blandaðtr ávextir. f HérmeB tilkynnist, að maðurinn minn, Egill Sveinsson trésmiður andaðist á Landakotsspítala 15. sept. Jarðarföria ákveðin síðar. Sigríður Jónsdóltir. Símskeyti Khöfn 15. sept. FB. ítalir fjandskapast 'við Frakka. SímatS er frá Berlín, að sam- kvæmt fregnum frá ítalíu, vaxi æsingar þar í landi í garð Frakka hröðum fetum og eigi blöðin mestan þátt í því. Æsingarnar grundvallast eingöngu á því, að margir ítalir, er eigi gátu verið óhultir um líf sitt á ættjörð sinni, vegna pólitískra skoðana sinna, settust að í Frakklandi, en nú grunar ítalska stjórnin þá um að vera með í ráðum um að ráða niðurlögum Fascismans og myrða Mussolini. Glögt dæmi þess, hve æsingarnar eru á háu stigi er það, að lögreglan heldur strangan vörð við bústað sendiherra Frakka í Róm dag og nótt. Fulltrúi ítala talar við Briand. Símað er frá Genf, að fulltrúi ítalíu og Briand, utanríkisráð- herra Frakklands, haíi átt tal saman um banatilræðið og önnur mál í sambandi við það. Briand lcrefst þess, að ítölsku blöðin hætti þegar árásum sínum á Frakkland og neitar þvi harðlega, að gera landræka þá andstæðinga Fasc- ismans, sem leitað hafa hælis í Frakklandi. Sagði Briand m. a., að Frakkland hefði altaf verið griðastaður pólitískra flóttamanna og mundi svo enn verða. Hlutaveltur. Mörg eru félögin í þessum bæ, sum þörf, önnur miður þörf, eins og gengur. — En flest munu þau eiga sammerkt um það, að eiga við örðugan fjárhag að búa. — Þess vegna hafa þau tekið upp þann sið, mörg þeirra að minsta kosti, að efna til hlutaveltna að haustinu, til þess að auka tekjur sínar. — Ætti enginn maður að amast við slíku, þar sem um líknarfélög er að ræða eða önnur styrktarfélög þarflegra málefna. öðru máli Jjegnir, ef vitanlegt væri, að fé því, er inn-kemur á hlutaveltum, væri várið til óþarflegra hluta eða bílífis. — Síðastliðið haust og fram eftir vetri, líklega fram undir jól, mátti svo heita, að hlutavelta væri hald- in í hverri einustu viku, og stund- um fleiri en ein samtímis. Virðist það nokkuð freklega að verið. — Einstakir menn verða einatt fyrir mikilli ánauð af ýmsum, sem fyrir hlutaveltunum standa, um gjafir o. s. frv. —■ Er full von að kaup- menn og aðrir þreytist á því kvabbi öllu saman. En það mega íslenskir kaupmenn og borgarar í þessum bæ eiga, að þeir víkjast oftast vel undir, er til þeirra er leitað um gjafir í þessu skyni og öðru. Mundi það ósmá fúlga, ef saman væri komin í einn stað í peningum, er þeir hafa lagt fram til hlutaveltu-gjafa síðustu 5—10 árin. — Og aðsókn almennings að ldutaveltunum hefir og verið svo mikil, að mörgum hefir ofboðið. — Alt hefir „dregist upp“ á svip- stundu og troðningurinn oft svo mikill, að undrum sætir. Því verður nú ekki neitað, að þetta hlutaveltu-fargan er farið að keyra úr hófi. Fólk eyðir stórfé á þessum „samkomum" og flestir bera lítið úr býtum. — En sumir græða. Og það eru „góðu drættirnir", seni einkum freista náungans. •— Það atvikast oft svo, að þeir hverfa. seint af borðunum, Þeir eru, ef til vill, dregnir snemma, en þeir eru ekki hirtir fyrr en seint og síðar meir, hvernig sem á því stendur. — Dragi einhver „núll“ — og þau eru oftast mörg — hugsar hann sér að freista gæfunnar á ný og svo koll af kolli. Það þykir leiðin- legt, meðan góðir drættir eru á borðunum, að hverfa svo frá, að hafa ekki hrept eitthvað nýtilegt. — Og svona gengur þetta. Pen- ingarnir streyma í kassann, vonin og áhættan kitla tombólugestinn, og hann gerist örari og ákafari eftir því sem lengra líður á kveldið. Sú saga gengur um bæinn, að stjórnarvöldin hafi nú tekið sig til og bannað allar hlutaveltur í haust. — Er mælt, að alt sé skorið niður við sama trogið, þarft og ó- þarft, enda er oft ilt að gera upp á milli einstakra félaga i þeim sökum. Ekki er kunnugt að svo komnu með hverju bann þetta er réttlætt. — En getið hafa menn sér þess til, að yfirvöldin vilji nú gerast for- sjón manna um hversdagseyðslu þeirra á fjármunum sínum og væri það rétt eftir öðru úr þeirri átt. — Skammsýnir menn, sem troðist hafa upp í einhver valdasæti, hyggja oft i fávisku sinni, að þeir geti gert hitt og annað, sem allir aðrir vita, að ókleift er að ráða við. — Þeir geta meðal annars látiö sér detta í hug i alvöru, að fólkið geymi þá peninga i banka eða buddu, sem það er reiðubúið til að eyða á hlutaveltum, ef allar hluta- veltur eru bannaðar. En slikt er mesti misskilningur. — Þeir, sem mestu hafa eytt á hlutaveltum í þessum bæ, munu eyða sem því svarar, hvort sem nokkur hluta- velta verður haldin eða engin. — Og stjórnárvöldin geta áreiðan- lega ekki komið í veg fyrir þá eyðslu. — Það er yfirleitt hin mesta fásinna, að ímynda sér, að komið verði í veg fyrir eyðslu manna með því að banna þeim að eyða peningum í ákveðnu augna- miði. — Vilji maðurinn sóa pen- ingunum, þá gerir hann það, þrátt fyrir öll stjórnarbönn. — Það er með eyðslmia eins og annað. Vilj- inn til betrunar verður að koma innan að, úr hugskoti mannsins sjálfs. Annars er alt ónýtt.Ogþví er það, að menn spara ekki skildinga sína þó að stjórnarvöldin segi þeim að gera það. — Þeir spara því að eins, að þeir vilji gera það siálfir. Og vilji þeir spara munu þeir ekki sækja hlutaveltur til muna, jafnvel þó að þær væri haldnar daglega. — Það er vilji og hagur hins einstaka manns, sem ákveður eyðsluna, en ekki boð eða bann stjómarvalda. Ýms félög hér í bænum, sem vön eru að ná inn nokkuru fé i sjóði sina að haustinu með hluta- veltum, munu nú verða fyrir miklum vonbrigðum, er stjórnar- völdin taka upp á því, að banna allar hlutaveltur að þessu sinni. Harðast og ómaklegast kemur þetta niður á ýmsum líknarfélög- um, sém berjast við fjárskort, en eru alls góðs makleg og hafa unn- ið mikið og gott starf. — Er það í raun réttri hin mesta ósvinna, að banna þeim hlutaveltuhald til réttingar fjárhag sínum. — En verði einum veitt leyfi, mun reyn- ast torvelt að gera réttilega upp á inilli margra félaga um leyfis- veitingar, og væri því líklega rétt- ast að vera ekki að basla við þetta fcann. — En rétt væri að láta líknarfélögin ganga fyrir, svo að þau gæti haldið hlutaveltur sínar fyrst, því að reynslan mun hafa sýnt, að fyrstu hlutavelturnar á hverju hausti eru best sóktar. — Hinar, sem á eftir koma, falla þá niður af sjálfu sér, ef fólkið vill ekki sinna þeim Borgari. r < ••I VV'" ‘ • oniirs irnn fœst nú aftur í bókaverslunum. s „Snnrise" ávaxtasnlta iæst hvarvetna Málailntningsskrifstoia Bankastræti 9. Undirritaðir taka að sér allskonar lögfræðileg störf, svo sem: mál- flutning, innheimtur, samningagerðir, láutökur og kaup og sölu fasteigna. Skrifstofutími kl. 10—12 f. h. ög og 1—6 e. h. Guðm. Benediktsson, Adolph Bergsson, lögfræðingar. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 6 st., ísafirði í:. Akureyri i, Seyðisfirði 3, Grindavik 5, Stykkishólmi 6, Grímsstöðum 1, Hólum í Hofna- firði 4, (engin skeyti frá Vest- mannaeyjum og Raufarhöfn), Þórshöfn í Færeyjum 3, Angmag- salik (í gærkveldi) frost 3 st., Kaupmannahöfn hiti 12 st, Utsira 8, Tynemouth 11, Leirvík 6, Jan Mayen 1 st. — Mestur hiti í Rvík síðan kl. 8 í gærmorgun 8 st., minstur 2 st. — Loftvægislægð við suðvesturland á leið til aust- urs. — Horfur: 1 dag: Hvöss austanátt og regn á Suðurlandi. Vaxandi austanátt og þurt veður á norðvesturlandi og norðaustur- landi. í n ó 11: Sennilega hvass á austan með regni á Suðurlandi og suðausturlandi. Allhvöss aust- anátt og dálítil rigning á Vestur- landi. Lítil úrkoma á Norðurlandi. Píanókenslu byrja ég undirntaöur. Til viðtals kl. 8—9 e h á Laufásveg 46 (Galtafell) eða i síma 288 frá 12—1 og 7—8 e. h. Gunnar Signrgelrsson. m, Bæjarstjómarfundur verður haldinn í dag kl. 5 síð- degis. Tólf mál á dagskrá, þar á meðal kosning eins manns í skóla- r.efnd og útsvarsmál. St. Mínerva heldur fund í kveld kl. 8)4. Atvinnuleysi. Samkvæmt tillögu nefndar þeirrar, sem er að rannsaka at- vinnuleysi í bænum, á nú að safna skýrslum um atvinnulausa menn í R^ykjavík. Mun það falið borgar- stjóra. SKTNDISALAN Haraldarbúö er i fnllum gangi. Feiknin öll að gæðavarningi selsl fyrir sára- lítið verð. Munið að Haraldur hefir ávalt mest úrval af allskonar vefn- aðarvörum og klæðnaðarvörum fyrir konur, karla og börn. Betri vörur jafn ódýrar, eru hvergi fáanlegar. Sængurdúkar og fiðurheld léreft seld með ábyrgð. |g$Aths. Góðu þýsku saumavélarnar frá Frister & Ross- mann eru nýkomnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.