Alþýðublaðið - 06.05.1920, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.05.1920, Qupperneq 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ihgólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Borgað! Kosningaskrifstofa Zimsens borgar 35 konur inn á kjörskráí Ekki svífast smalar Knúts og H. M. & Co. neins. Nú hafa þeir tekið það ráð, sem hlýtur að for- dæmast af öllum heiðarlegum borgurum, nefnilega að nota pen- inga við atkvæðasmölun. í fyrra- dag kom kæra til kjörstjórnar fyrir 36 konur og fylgdi með io króna gjald fyrir hverja. Annars þarf engum blöðum um það að fletta, að konur þessar eiga ekki kosningarrétt, þrátt fyrir gjaldið. Lögin ákveða að þeir einir hafi réttinn, sem greiða skattgjald til bæjarsjóðs, en það er sama og sagt væri, að útsvar væri lagt á þá, eða þeir greiddu lóðargjöld eða önnur lögákveðin gjöld. Nú er ekki lagt neitt út- svar á konur þessar. Peningarnir eru því gjöf til bæjarins, en ekki skattgjald, og gjöfin veitir engan rétt. Það er gamla sagan. Reyna að sigra með öllum meðulum, jafnt óldglegum sem löglegum. Hve djúpt ætlar Knútur að sökkva í hinni takmarkalausu valdafíkn sinni? Hvað segja þeir menn um þetta, sem fordæmdu kosningu hr. J. A. Jónssonar á ísafirði? Hvað eru mútur, ef ekki þetta ? Sá, sern ekki trúir þessu, þarf ekki annað en leita sér upplýs- inga hjá kjörstjórninni. Hún hefir enga ástæðu til þess að dylja þetta. Heiðarlegur maður. Útleaðar fréttir. Brezkir yerkaraenn senda sendi- nefnd til Rússlands. Brezkir verkamenn hafa nýlega sent (síðast í f. m.) sendinefnd til Rússlands. Sendimennirnir eru Miss Bond- field, Mr A. A Purcell, Mr. Ben Turner, Mrs. Philip Snowden, Mr. Robert Williams' og Tom Shaw þingmaður, og þar að auki tveir skrifarar. Nefndin hygst muni verða kom- in aftur áður en aðalfundur enska jafnaðarmannaflokksins (Labour party) verðar haldinn í Scarbor- ough, og gefa þar skýrslur um ferð sfna. Sendinefnd þessari hefir verið heitið góðum viðtökum í Rúss- landi. Á hún að rannsaka ástand- ið nákvæmlega og hlutdrægnis- laust, og má búast við að hún færi oss Vestur-Evrópubúum óhlut- drægar fréttir af Rússum. Fárviðri í Bandaríkjnnnm. Ægilegt fárviðri (tornado) geys- aði í síðasta mánuði yfir Austur- Missisippi, Norðvestur Alabama og Suður-Tennessee í Bandaríkj- unum. Sópaði það á brott hverju sem fyrir varð og drap 160 manns. Eignatjón er metið margar milj. dollara. Pýskaland framleiðir saltpétnr- áhnrðarefni, nóg til heimanotknnar. Þegar íyrir stríðið var búið að setja á stofn í Þýzkalandi verk- smiðjur, sem unnu saltpétur, með svonefndri Habers-aðferð; og 1913 var það ákveðið, að verksmiðjan í Ludwigshafen skyldi auka fram- leiðsluna af ammoniumsulfat upp í 150 þúsund smálestir á ári, sem svarar til 30 þúsund smálesta af hreinum saltpétri. Þegar stríðið skall á, stöðv- aðist aðflutningur á Chilisaltpétri, svo stjórnin krafðist þess, að verk- smiðjan færði út kvíarnar og framleiddi alt að 500 þús. smál. af ammoniumsulfat (ca. 100 þús. smál. af hreinum saltpétri). Vegna flugvélaárása varð þó ekki úr þvf, að þessi verksmiðja yrði stækkuð, heldur var ný reist 1916 og áætlað að hún framleiddi 300 þús. smál. af saltpétri. Á stríðsárunum höfðu Þjóðverjar þannig altaf nægilegt af þessu efni, enda hafði verksmiðjan ótakmarkað lánstraust hjá ríkinu. Eftir stríð er framleiðslan minni, bæði vegna kolaskorts og verka- mannaeklu, en þó er talið fullvfst að verksmjðjan geti framleitt nóg til heimanotkunar af saltpétur- áburðarefnum. Þetta er dæmi þess, að til ein- hvers annars verður að nota ís- lenzka fossaflið, en áburðarvinzlu, enda nóg til, ef hyggilega er að farið. : Tlagmenn farast. Flugmenn tveir, ítalskir, sem voru á flugi frá Rómaborg til Tokio (Japan) fórust er þeir lentu við borg eina við Persaflóa. Slíkar langferðir í flugvél eru orðnar tíðar, en slys fátíð. Verðnr Ungverjaland konungaríki? Nýjustu útlend blöð herma að’ talað hafi verið um að gera Ung- vérjaland að konungsríki aftur og taka prins Ottó, son Karls fyrv. keisara Austurrfkis og Ungverja- lands, til konungs. Karl keisari kvað nýlega hafa verið í Buda- pest til að ræða málið. Prins Ottó er enn þá barn að aldri. X Hr. Knud Zimsen borgarstjóri viðurkennir í Vfsi f gær, að reyk- háfahreinsun í bænum hafi verið í »megnu ólagicc alt þar til um síðustu áramót. í hálft sjötta ár lætur dugn- aðarmaðurinn þetta ólag haldast, og var þó þakkarvert, að honum varð ekið til að bæta úr. En á mörgu er nú ólag enn, og hvað ætli líði mörg ár þar til úr verður bætt því, sem meira er, úr þvf að 5V2 ár þarf til að hugsa sig um við jafheinfalt mál og sót- fíreinsun er? S/s 1920. Vantrúaður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.