Vísir - 09.08.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1927, Blaðsíða 2
V 1 S I R Perur, Apricots. Ananas. Ferskjur. Jarðarber. Blandaðir ávextir. SsmmersltQ Ir. 1,98 af svœrt hvidt Ravndug med næsten uopslidelig Gummisaal No. 20/23 24/3b 36/4o 41/4o Kr. 1,90 Kr. 2,90 Kr. 3,90 Kr. 4,90 Sendes mod Efterkrav eller send Belöbet med Ordren. 5 Par Sendes franco. Alt andet Skotöj föres paa Lager til bitligb en gros Priser. f. iriii iiisliiir Dosseringen 44. Köbenhavn N. f iírs Oeir Isiitói vígsluhis kup andaðist kl. 11 í morgun, á Ak- ureyri, eftir stutta legu. Æviatriða hans verður bráð- lega minst hér í blaðinu. Símskeytl Khöfn 8. ágúst. FB. Japanar setja Kínverjum úrslita- kosti. Símað er frá London, að sam- kvænit fregn er þangað hafi bor- ist frá Shanghai, hafi Japanar sett stjórnunum i Kína úrslitakosti. Kröfur Japana voru fyrst bornar fram árið 1915, og mi'Sa þær a<5 því a'ð gera Manchuríu og Mongó- liu að japönskum nýlendum. Eftirköst Sacco-Vanzetti-dómsins. Símað er frá New York borg, að lögreglan sé á verði kringum allar opinberar liyggingar í öllum borgum Bandaríkjanna og víða þar sem sérstök ástæða þykir til, eru heilar lögregludeildir búnar til varnar, en á lögreglustöðvum er varalið sífelt reiðubúið. Kommún- istar í Ameriku og Evrópu mót- mæla dóminum á Sacca og Van- zetti með kröfugöngum, í þeirri von, að háværar kröfur leiði til nýrrar rannsóknar. iiiiÉ íiiiiir. Þrátt fyrir nokkura bragarbót á síðustu árum, má svo heita, a'ð aliur Jiorri íslenskra trygginga sé enn á útlendum höndum, annað- hvort beinlínis trygt hjá útlendum fclögum eða þá, að þau innlend félög, sem starfa hér að bruna- og sjóvátryggingum endurtryggi hjá erlendum félögum. Þrátt fyrir víð- tæka endurtryggingu erlendis, er vitanlega stórt spor stigið í rétta átt, með stofnun hinna innlendu fé- laga, og fyrir þeirra tilstilli spar- ast landinu allmikið fé, sem ann- ars mundi lenda í varasjóðum á- byrgðarstofnana erlendis. En þótt undarlegt megi virð- ast, er jietta spor ekki stigið enn- þá í þeirri grein trygginganna, sem helst veit að öllum almenn- ingi, sem sé liftryggingunum. Inn- lent lífsábyrgðarfélag er ekki til. Er þetta þeim mun kynlegra, sem mjög hefir verið rætt og ritað und- anfarin ár um almennar, skuld- bundnar ellitryggingar og líftrygg- ingar og vísir rnenn hafa bent á þessar tryggingar, sent leið til að koma upp innlendum sjóði, er grípa mætti til, þá er ráðist væri í þjóðleg stórvirki. Einkennilegt er þetta líka fyrir þ/á sök, að líftryggingar munu vera hin áhættuminsta grein allrar vá- tryggingarstarfsemi. Það er aö- eins í sóttarpláguárum, að mann- dauði keyrir úr héfi, en þau koma sjaldan nú orðið. Og vitanlega má nota sömu aðferðina við líftrygg- ingar sem aðrar vátryggingar, að endurtryggja i stórum stíl hjá fé- sterkum stofnunum erlendis. Er það því ráðgáta, hversvegna inn- lent lífsábyrgðarfélag er ekki kom- ið á fót. íslenskir menn og konur tryggja líf sitt í félögum í Bretlandi, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Þýska- landi og ýmsum fleiri löndum, fyr- ir milligöngu umboðsmanna, sem sumpart eru búsettir hér og sum- part ekki, og sumpart eru umboðs- menn viðkomandi félags sjálfs, en sumpart umboðsmenn umboðs- manna. Milliliðalítil er þessi versl- un því ekki. Og þeir eru trygðir í félögum, sem reikna iðgjöld sín út eftir skemri meðalæfi en sú ís- lenska er. Flest þeirra félaga, sem starfa hér, ef ekki öll, munu vera áreiðanlegar stofnanir, en hvað sem því líður, mun oft vera tor- sótt mál á hendur erlendu félagi, ef eitthvað ber á milli; að minsta kosti væri hægara við innlent fé- lag að eiga. Mjög er misjafnt á komið um stjórnarhætti þessara félaga. Sum þeirra greiða hluthöf- um aðeins lágmarkságóða af hluta- Þegap hestupixm gefst upp - KHEVROLETj Á blautum vegum — í bröltum brekkum — með!'pímgt hlass — sýnir Chevrolet vörubíllinn best lvvert afbragð hann er. jpar sem hesturinn gefst upp, rennur Cbevrolet létt um veginn. Hin sívaxandi sala Cbevrolet bílanna sýnir með tölum, að þeir eru langmest eftirsóttu bílarnir í öllum heiminum. petta er ekki nein tilviljun, beldur eðlileg afleiðing þess, bve bíll- inn er framúrskarandi vandaður og ódýr. Á hverjum sólarbring eru smíðaðir 4500 Chevrolet bílar. En það er um 1300 bílum fleira en bjá þeim næsta í röðinni. Aðalumboðsmenn fyrir General Motors bifreiðar Jóh. élafsson & Cö. fénu og hinum trygðu ríflegan „bonus“, önnur — og flest — leggja áherslu á’að safna vara- sjóðum, 'sem að vísu gera félagið tryggara, en að öðru leyti verður ekki trygðum erlendum manni til hagsmuna, og enn önnur eru fé- j-úfa þeirra, sem lagt hafa fé í þau í upphafi. Þaö er viðurkent með hverri jjjóð, aö örugg og rík lífsábyrgð- arfélög eru landinu til mikillar styrktar. Þau hafa handbært fé til aö lána vissum fyrirtækjum, og h.afa oft bætandi áhrif á fjárhag- inn. Islenska þjóðin hefir engan stuðning af því fé, sem rennúr í sjóði erlendra tryggingarfélaga. iðgjöldin íslensku eru baggi á þjóðinni, þangaö til að þau renna í íslenskan tryggingarsjóð. Hér er um verkefni að ræða, íyrir þá, sem vilja þjóðarhag og fyrir þá, sem vilja geyma spari- íé sitt á öruggari stað en síldar- tunnur eru, og jafnvel togarar. Hér er um þjóðþrifafyrirtæki að ræða, sem ekki er vansalaust að slá á frest lengur. Einstaklingar eða löggjafarvaldið verður að hefja framkvæmdir. Nú er völ á mörg- um hagfræðingum til að gefa upp- lýsingar um þetta mál, þar á með- al einum, sem gert hefir trygging- arstærðfræði að sérnámi sínu, og ]*ví eigi þörf á að leita til útlendra ti yggingafræðinga. Rangt væri að nota væntanlega Mý bók HeilsolræOi ina fæst hjá öllum bóksölum. Verð kr. 3,75. Sömuleiðls Beilsnfræði nngra kvenna. Meylctaf um alt land* Þeim fjölgar stödugt sem reykja -A i r; f/p BLDE BAND Meynid og dæmið sjálðLp Údýr bók, - Gðð bðk. „Frá Vestfjörðum til Vestri- byggðar" heitir afarskemtileg bók (með mörgurn myndum) eftir Ólaf Friðriksson. — Hún er um ferðalag Friðþjófs Nan- sen. — Kemur út í þrem heft- um á kr. 1,50 hvert. k>ggjöf um skuldbundnar elli- tryggingar, sem átyllu til að skjóta málinu á frest. í fyrsta lagi vegna jiess, að sú löggjöf á ef til vill mjög langt í land. Og í öðru lagi vegna þess, að líftryggingar af frjálsum vilja og skuldbundnar ellitryggingar eru sitit hvað, og þurfa því engan veginn að rek- ast á. Innlend vátrygging, ekki síst líftryggingin', er hagsmunamál sem alla þjóðina varðar. Og hún er metnaðarmál, sem sjálfstæðri jijóð er skylt að koma í fram- kvæmd. Gamalmeimaskemtim veröur, ef veður leyfir, á sunnu- daginn kemur, og hefst kl. 1 eftir hádegi á túninu við Elliheimilið Grund. Eins og undanfarin suniur treystir forstöðunefndin að bæjar- búar veiti liðsinni sitt, svo aö dag- urinn geti orðið verulega ánægju- legur þeim, sem annars sækja fá- ar skemtanir, og oftast sitja heima, er æskan leikur sér. Vélfræðingur Þorkell Clements ætlar, eins og fyrri, að liafa yfir- umsjón með flutningum, og ættu fóthrum gamalmenni að láta hann vita um heimilisfang sitt sem fyrst í síma 1414. En þar eð reynslan hefir sýnt, að mjög erfitt er að fá bifreiðár til þessara flutninga, ættu ekki aðrir að biðja um flutning en þeir, sem alls ekki treysta sér til að ganga vestur að Grund, — og jafnframt væri mjög æskilegt, að cinhverjir bifreiðareigendur vildu hlaupa undir bagga og lána bif- reið sína klukkusíund eftir hádeg-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.