Vísir - 23.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 23.06.1928, Blaðsíða 2
VISIR ) K5ÍXKJCOCOOÍ X S 55 KÍOOOOÍXJOOÍXXSOCSOOCXHSCOÍ X X X5000000000« 2 Síldarneta-slöBgur fyrirliggjandi. Þörður Sveinsson & Co. 5 lOOOOOCSOtXX XXX50005500000U05S055Í5Í5550Ö5 X 55 55 S0005SC55005X55X i )) StoTHm i Qlseim (( Höfum til: Umbúdapappír í rúllnm. 57 cm. breiðan, gráhvítan á lit, sérstaklega sterkan. Nýkomið: Prima Cacao í plomberuðum pk. 1 kg. og blikkdósum V* kg. A. Obenliaupt, Símskeyti Kliöi'n 22. júní. FB. Leil hafin aö Amundsen. Frá Ósló er símað: Norska stjórnin hefir ákveðið að láta herskipið Tordenskjold leita að Amundsen á milli Noi-egs og Spitzbergen. Frá París cr símað: Stjórnin í Frakklandi hefir ákveðið að senda tvo lierskip til þess að leita að Amundsen. Chang Tso-lin lálinn. Frá Shangliai er simað: Kon- súlar Évrópurikjanna í Muk- den hafa fengið opinberlega tilkynningu um það, að Chang Tso-lin hafi látist i gær. Æsingar í Króalíu í garð Júgóslafa. Frá Berlin er símað: Búist er við þvi, að morð þau, sem framin voru á þinginu i Júgó- slafíu, muni auka sundurlynd- ið á milli Serba og Króata. Miklar æsingar í Króatíu út af morðunum. Sumstaðar hefir lögreglunni og mannfjöldanum lent saman og liafa allmargir særst. — Stjórnarfall í Júgó- slafíu er talið óhjákvæmilegt. Utan af landi. —o— Ásgarði 22. júní. FB. Undanfarið miklir þurkar og fer gróðri ekkert fram. Sífelt norðan- kakii. Sumstaðar farið að brenna af túnum. Engin úrkoma í meira en þrjár vikur, að eins dropar í fyrrakveld, ekki svo að vætti á steinum. Lítur afar illa út með grassprettu, ef ekki koma úrkomur. Sumstaðar hafði rignt i Suður- Dötum, gengið á með skúrum, en einnig Jjar vtða ekki komið dropi úr lofti lengi. Dálitið er unnið að vegaviðgerð- utn i sumar á sýslu- og landssjóðs- vegum (milli Ljárskóga og Glerár- skóga). Heilsufar: Mjög kvefsamt. Mannslát: Fyrir rúmlega viku lést Guðmundur GuðmundsSon bóndi úr Selárdal. Sæmdarmaður. Grasmaðkur hefir gert mikið tjón á túnum í Ólafsdal og Hvíta- dal. Dócentsembættið í guðfræöi. Út af grein í Visi i gær, sem kölluð er „Einkennileg embættis- skipun“ og byggist á ummælum ,,Strauma“ í siðasta tölubl. þeirra, þykir mér rétt að geía svofeldar upplýsingar. Hér var ekki eingöngu verið að ráðstafa kenslu í gamlatestamentis- fræðum, heldur einnig i skýringu Nýja-testamentisins, sem er stærsta og einhver mikilvægasta námsgrein guðfræðinnar. Vér eigum — þvi miður — ekki því láni að fagiia, að hafa svo marga kennara við há- skóla vorn, að hver að eins hafi eina námsgrein til kenslu, eins og á sér stað við erlenda háskóla. En af því leiðir, að fleira getur komið til álita við val á kennurum en þekking i e i n n i námsgrein. í háskólalögunum (7. gr.) og í reglugerö Háskólans (9. gr.) stend- ur, að áður en kennari sé settur eða skipaður við Háskólann, skuli ávalt leita umsagnar hlutaðeigandi háskóla deildar um kennaraefnið. •— Kenn- araefnin, sem hér komu til gréina, voru tvö, báðir viðurkendir lær- dóms- og gáfumenn. Annar þeirra hafði tekið guðfræðipóf við Kaup- mannahafnarháskóla með mjög hárri fyrstu einkunn, laudabilis í öllum námsgreinum, og síðan stundað héilán vetur sérnám i lie- bresku og náskyidum málum. Hinn hafði tekið próf við háskóla vorn 1912 með mjög háum vitnisburði, laudabilis i öllum námsgreinum néma tveimur, sem hann fekk ágæt- iseinkunn í, var önnur sú námsgrein gamlatestamentisfræði. — Einnig hafði hann lokið hebreskuprófi (Hebraicum) viö Kaupmannahafn- arháskóla 1909 með ágætiseinkunn. — Hér var því um tvo mæta menn að ræða, sem álíta varð að báðir væru prýðisvel hæfir til að takast á hendur kenslu bæði í Nýjatesta- mentis-skýringu og í gamlatesta- mentisfræðum. En hvorn átti að | EIMSKJPAFJKLAGI Imffii isuands Wm „Brúarfoss" ier héðan á mánudagskveld klukkan 12, vestur og norð- ur um land til útlanda, — Leith og Kaupmannahafn- ar. Pantaðir ferseðlar óskast sóttir fyrir ldukkan 5 í dag, verða annars seldir öðrum. „Goðafoss“ fer héðan á miðvikud. 27. júní kl. 6 síðdegis til ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar, og kemur hing- að aftur. Farseðlar óskast sóttir á mánudag eða þriðjudag. Skipið fer svo héðan til Aberdeen, Hull og Ham- borgar. velja? Annar var enn ungur og því líklegur til að geta komist að há- skóla vorum siðar, þótt annar kæm- ist að að þessu sinni. Hinn var ára- tug eldri, svo að ekki þóttu líkindi til að Háskólinn fengi nokkurntíma að njóta hæfileika hans, ef hann kæmist ekki að honum að þessu sinni. Um hæfileika hans til há- skólakenslu var áður búið að dæma við samkepnisprófið 1917. Að vísu var þá ekki, fremur en nú, hægt að taka fleiri en einn mann i dócents- embættið, en dómnefndin lét i ljós álit sitt á öllum þeinr þrem, sem í samkepninni tóku þátt, með svo- feldum orðum: „lýsir nefndin ánægju sinni yfir því, hve vel öll verkefnin 'voru af hendi. leyst, og álítur, að Háskólinn gæti verið vel sæmdur af hverjum umsækjand- anna sem væri í kennarastöðu.“ Og þau verkefni voru meðal annars nýjatestanientisfræðin, önnur aðal- námsgreinin, sem hér er um að ræða. Mundi þá sira Ásmundur Guðnnindsson við prestsstarf sitt og kenslu siðan hafa orðið síður fær til háskólakenslunnar í guðfræði? Þá færu ábyrgðarmikil störf og lífsreynsla að verða lítils viröi. Því betur sem við kennarar guðfræði- deildarinnar athuguðum þetta, því erfiðara varð okkur til ])ess að hugsa, að síra Ásmundur væri til fulls útilokaður frá þvi að komast að Háskólanum. Að vísu fundum við, að leitt var að í r e s t a komu sira Sveinbjarnar að Háskólanum um óákveöinn tíma.en þó íanst okk- ur að þann kostinn bæri fremur að velja, úr ])ví að báðir þessir ágætu menn gátu ekki komist að i einu. En ]>egar þessi niðurstaða var fengin,- þótti ekki rjett að auglýsa og láta sækja urn embætti, sem búið var að ráðstafa. Með ])essu var, eins og þegar er sagt, að eins f restaö komu síra Sveinbjarnar að Háskólanum, en fjarri okkur að vilja útiloka hann frá að komast þangað siðar. Og ætlun okkar var, að hann þá meðal annars tæki við uppáhaldsnámsgrein sinni, gamlatestamentisfræðunum. Slík ráðstöfun, aÖ kennari breyti um námsgrein, er alls ekki ný vi'ð háskóla vorn og hefir gefist vel. Meðal annars veit eg um tvo af núverndi háskólakennurum, sem ])etta hafa gert, og finst báðum slík breyting haía kosti ekki síður en galla, þar eð allar greinar í hverju sérnámi eru öörum nátengdar. Það er ekki unt að miða alt við eina námsgrein í skóla þar scm hver kennari verður að kenna 2—4 námsgreinar. Að lokum skal það tckið fram, að háskólaráðið hefir engin aí- skifti haft af þessu máli. Ábyrgðin hvílir á okkur kennurum guðfræði- deildarinnar og engum öðrum. En við völdum ]>að, sem viö töldum há- skólanum fyrir bestu. Reykjavik, 21. júní 1928. S. P. Sívertscn. Sjálfstæði íslands. Iiér í Mið-Evrópu hefir yfir- lýsingin á Alþingi um uppsögn samhandslaganna vakið al- inenna atliygli. Stórhlöðin flytja áberandi greinar um málið með feitum yfirskrift- um: „Sjálfstæðisviðleitni ís- lands“ eða „Island vill skilja við Danmörku" o. s. frv. Þetta er í fyrsta skifti, sem stjórnmál Islands vekja almenna athvgli hér. Árið 1918 var þess ekki getið liér i stórblöðunum, að Is- land væri orðið sjálfstætt, og nú lítur jafnvel svo út sem menn lialdi, að „sjálfstæðisvið- leitni“ íslendinga sé tiltölulega ný af nálinni, og að Island sé nú eiginlega ekki alsjálfstætt, en vilji verða það. Þessi al- lieimsþögn um samhandslögin frá 1918 vekur óþægilega grun- scmd hjá mönnum, sem sjá nú greinilega samhengið í við- hurðunum í Evrópu á árinu 1918 og eftir stríðið. Stórkost- legur ósigur Þjóðverja var þá fyrir nokkuru greinilega fyrir- sjáanlegur, en lijá þeim varð stjórnarbyltingin í byrjun nóv. 1918. Danir voru alt frá byrjun stríðsins á verði um hagsmuni sina, og þeir höfðu auðvitað leynt og ljóst úti allar klær til þess að ná í Suður-Jótland. En þeir áttu víst, að það mundi koma liljóð úr horni frá ís- lendingum, sem mundu fyrir alþjóðarétti lieimta kröfum sínum fullnægt ásamt skaða-' hótagreiðslu fyrir það tjón, sem Danir liafa unnið oss á liðnum öldum, og Danir máttu eiga það vist, að þeir yrðu nevddir til þess að verða yið kröfum okkar i mjög ríkum mæli, ef þeir áttu að fá sinum kröfum um Suður-Jótland full- nægt. Það er svo sem engum vafa bundið, að Danir gerðu það ekki með glöðu geði eða af fúsum vilja, að viðurkenna fullveldi vort eftir nærri aldar baráttu. Nei, þeir. sáu að góð ráð voru dýr, ef þeir áttu að sleppa vel iir því klandri, sem þeir voru að komast í, og það er augljóst, að stjórnmálamenn þeirra hafa þess vegna flýtt sér að ráða málum vonim til lykta í kyrrþey, að minSta kosti til bráðabirgða, og þeir munu liafa þótst sleppa vel. — Nú, þegar vér sjáum samliengi við- burðanna greinilegar, þá verð- um vér að kannast við, að Dan- ir liafa þarna snúið á okkur. Hefðum vér þá átt fulltrúa úti í Evrópu, mann eða menn með cinbeitni og kænsku og um leið með nógu mikla heimspóltíska æfingu og veraldarvant diplo- matiskt uppeldi, þá er alveg fullvist, að vér hefðum fengið rétt vorn viðurkendaii í ríkara mæli en i sanibandslögunum og að vér hefðum fengið marg- ar miljónir króna i skaðabæt- ur frá Dönum. Þá fcngu allar þjóðir í Evrópu, nema Þjóð- verjar, viðurkenningu á rétti sínum. Sumar þjóðirnar fengu Fiður í sængur og kodda, gufuhreinsað og lyktarlaust. I. flokks. Fiðurheldir og dúnheldir Dukar, hvítir og mislitir. Rúmteppi, hvít og mislit. Rúmstæði, margar tegundir úr járni og tré. Ennfremur Beddapnip þægilegu. jímafJu -ijhnaÚQ}.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.