Vísir - 03.11.1929, Blaðsíða 5

Vísir - 03.11.1929, Blaðsíða 5
VISIR Sunnudaginn 3. nóv. 1929. Sira Siflurður Einarsson flytur erindi sunnudaginn 3. nóv. kl. 4 e. h. i Nýja Bíó um Tvo uppreisnarntenn og æskulýð Mið-Evrópu. Aðgöngumiðar á kr. 1,00 í Nýja Bíó frá ki. 1 og við innganginn. Ferðasaga. Frá Siglufirði til Rcykjavíkur. Brot eftir M. Við vorum fjórir félagar saman, er suður ætluðum landleiðis. For- ingi fararinnar og eigandi farar- tækis okkar — Ford bifreiðar — Sigurður Jónsson verkstjóri á síldarsöltunarstöð Ól. Guðmunds- sonar á Sigiufirði, og þrír verka- menn af stöðinni. Ákveðið hafði verið að leggja upp frá Siglufirði þ. 5. sept. með bifreiðina á vélbát til Akureyrar, og svo þaðan sem leið liggur suð- ur. En sú áætlun breyttist snögg- lega. Að morgni 2. dags sept. kom Sig. til okkar og sagði að við skyldum tilbúnir um hádegi. — Mb. „Bercy“, eign. stöðvarinnar, átti þá leið inn á Akureyri, og datt Sig. þá í hug að nota hana. — Þegar við íengum tilkynninguna vorum við að raða salttunnum, er Einkasalan átti og til geymslu voru teknar á stöðinni; því verki hættum við eigi fyr en kl. 9- Timi var naurnur. Aðeins þrjár stundir til stefnu. Á þeim tíma áttum við að taka saman farangur okkar og kveðja félagsbræður og félagssystur, sem var þrautin þyngsta, enda urðu kveðjukossarn- ir svo langir og margir að eigi var lagt af stað fyr en kl. 4 e. h. En varla cr til þess takandi, því að eins og það er „sælt að sjást, — sárt er líka að skilja". Og meyj- arnar voru margar. Kl. 4 höfðum við sett töskur okkar — annan farangur sendum við sjólciðis — og „Grána“ — svo nefndum við bifreiðina — um borð ásamt okkur sjálfum. Landfestar voru leystar. Hreyfillinn vann áfram. — Við vorum lagðir af stað. Einhver stakk upp á því, að við skyldum syngja „Vinir kveðj- ast“. Var sú tillaga að sjálfsögðu samþykt í einu hljóði. Lagið var hafið, endað og endurtekið. En listfengi söngsins skal ódæmt látið. Hver söng með sínu nefi eftir ibestu getu. Tæpast verður sagt að allir kynnu textann, og eg efast mjög um, að allir hafi kunnað lag- ið. Félagslyndið réði, og enginn skarst úr leik. Uppi á byggjunni stóðu meyj- arnar og veifuðu vasaklútum til hinstu kveðju — á milli þess, sem þær þerruðu af sér tárin — uns við og þær hurfum í þokumóðu fjarlægðarinnar. Það þarf varla að taka það fram, að við guldum þeim í sömu mynt. Veður var hálf leiðinlegft — úði og svolítill kaldi. — Eg settist því upp í „Grána“ og vafði mig tepp- urn og þar leið mér ágætlega. Það leið heldur eigi á löngu, þar til einn félaga minna, er sá hversu gott var að gista í „Grána“, kom og bjó um sig hjá mér, svo 9ð í raun og veru má það til sanns vegar færast, að við höfum farið i bifreið, alla leið frá Siglufirði —• minsta kosti við tveir er um okkur bjuggum í „Grána". En eins og flestum mun kunnugt, er samgönguaðstaðan til Siglufjarðar mjög erfið landmegin. Vegurinn yfir í Skagafjaiðarsýslu liggur um svonefnt Siglufjarðarskarð, og er hann víða svo brattur, að eigi er unt að koma biíreiðum við. Urð- um því að fara fyrsta áfangan sjóleiðis. Hinir félagar minir héldu sig aðallega í stýrishúsinu og „ká- etunni“. , Sjór var næstum sléttur, svo að engum datt í hug að fórna Ægi neinu. Áætlun fararinnar var nú breytt og ákveðið að setja „Grána“ upp á Hjalteyri og byrja ferðina á hon- um þar, en eigi á Akureyri. Þegar út fyrir Siglunes kom, óx kaldinn litið eitt, og við dúðuðum okkur betur í leppunum, og léttur velt- ingur bátsins jók einungis vellíðan okkar. Svefn sótti á félaga minn. Ránardætur vögguðu honum svo blíðlega sagði hann. Eg reyndi að halda honum vakandi, en árang- urslaust. Hann gaf sig svefninum á vald. — Eg vakti og hlustaði einn á tilbreytingalausa, reglu- bundna skelli hreyfilsins og blíð- legt hjal bárunnar við byrðinginn. Eg skildi hvað þær sögðu. Þær tölu'ðu um yndisleik og dásemdir hafsins, um gróður þess og líf, óróleik þess og frið, jötunmátt þess og ljúflyndi. — Mér varð litið út yfir endalausa viðáttu hafsins. Alda steig og alda hneig — á sama stað aftur í djúpið — hver arða var þrungin lífi. — Alt virtist tilbreytingarlaust, án þess að vera reglubundið, en í tilbreyt- ingaleysinu var fjölbreytni. — Mér var einnig litið á land upp, fjöllin, dalina, gróður, nakin hamrabelti. Hver lína var þar stirnuð og breytingalaus fyrir mannlegu auga á hverju líðandi augnabliki. En hver lína geymir eigin sögu — þeim er kann að lesa — jafnvel aldir og þúsundir ára aftur í thn- ann. Alt gekk tilbreytingalitið, eins 0g oft í sjóferðum. — Skellirnir voru þeir sömu, báruskvaldrið hiö sama og félagi minn svaf eins og íður. — Við vorum komnir fyrjr Héðinsfjörð — næsta fjörð austan Siglufjarðar, óbygður nú — og eg var farinn að hálfdotta. En skyndi- iega kemur snöggur kippur á bát- inn, brothljóð og gauragangur. Við litum upp til að sjá hvað um væri að vera. Við síðuna, djúpmegin, lá m.b. Jakob frá Akureyri. Hafði hann legið í stefnunni fyrir okk- ur, á öfugum bóg og eigi vikið úr vegi. En þar eð yfirmenn „Percy“ vildu heldur ekki víkja frá rétti sinum, varð afleiðingin óhjákvæmi- leg — árekstur. Bátarnir brotnuðu báðir lítillega. „Jakob“ hypjaði sig í burtu hið skjótasta og stefndi inn ú't Siglufjarðar, en við héldum áíram okkar leið. — Kveðjur stutt- ar og lítt bróðurlegar. — Við vor- um komnir hérumbil út af Ólafs- tirði og farnir að beygja inn á Eyjafjörð. Þá voru sumir farnir að tala um, að réttara myndi að sigla austur á bóginn og líta eftir sild. Átti þá að setja „Grána“ upp á Húsavik. Auðvitað var ráðabrugg þetta hin mesta fjarstæða, þvi að síldar var engin von, og svo var „Gráni“ svo rúmfrekur á þilfar- inu, að þess voru engin tök, að j fást við sild. Samt voru menn mjög á tveimur skoðunum um það, hvort halda skyldi austur eða inn á Hjalteyri, enda var spánversk framleiðsla — eða Guðbrandar — ómögulegt að sjá hvort var, far- in að veikja dómgreind ýmsra. Að síðustu var afráðið, af þáver- andi meiri hluta, að haldið skyldi austur. Stefna var þá tekin fyrir „Gjögur“, og skipstjóri sjálfur við stjórn. Eft eigi var siglt nema fá- ar mínútur eftir þessari stefnu, því að fljótlega var hægt aö koma stýrimanni í skilning um, hverja vitleysu var veriö að fremja. Hann réðist upp i stýrishús, sem var vel skipað, og þegar hann engu tauti kom við skipstjóra, þá lagðist hann á stýrishjóliö á móti honum og tók stjórnina með valdi og stefndi nú bátnum aftur inn Eyjafjörð, og sagði jafnframt, að inn á Hjalt- eyri skyldi haldi „og ekkert nema til Iijalteyrar.“ — En þar sem „austurfarar“ vildu eigi láta við svo búið standa, þá urðu um stund allharðar sviftingar i stýrishúsinu, og skeikaði þá stefnunni, svo að hún varð beint á land upp, og eigi óhugsanlegt að við hefðum orðið strandmenn, hefði stýrimað- ur ekki með harðfengi sínu borið hærra hlut, lítið eitt skorinn af glerbrotum úr rúðum, sem brotn- uðu. — Gætti hann nú stýris og stefnu sjálfur, mieðan allt var að konrast í ró aftur. Og eigi leið á löngu, áður en öll æfintýri voru gleymd, og allir ásáttir með að fara til Hjalteyrar „og ekkert annað en til Hjalteyrar.“ í káetunni var ýmisl. sungið og kveðið, en alt gekk friðsamlega það sem eftir var. Þegar skamt var eftir leiðar, tók stýrimaður saman dót sitt og sagðist ætla að kveðja á Hjalteyri. Um það fékst enginn. Kl. 9 rendum við að bryggju á Hjaltcyri. Var þá hálfmyrkt orðið og óvistlegt um að lítast. Bátur- inn var bundinn. — Sjóleiðin, með æfintýrum sínum, var að baki, en landleiðin með óséðmn atburð- um framundan. Frh. ÚTSALA. Manchetskyrtur. Herra allfal og fllbbar, selt með afa»mlklum afslætti. Föt, Fataefni og m&rgt fleira óheyrilega ódýrt. Andrés Anðrésson, Laugaveg 3. Gassuðuvélar stærri og smærri eru komnar aftur Helgi Magnússon & Co. Laidsins mesta nrval af rammalistnm. Myndir murammaöar fljou ug vel. — Hvergi em» odýn. Guðmnndnr ísbjörnsson. Laugaveg 1. Teggfóðnr. Fjölbreytt úrval mjög ódýrt nýkomið. Gnðmnndnr ísbjörnsson SlMI 1700. LAUGAVEG 1. ÖSKUKiSSAR úr galvaniseruðu járni með loki og grind, eru komnir aftur. Esperantö-sýning. Það hefir verið liljótt um hjálp- armálið Esperantó hér á landi. Fjöldi manns veit ekkert hvað það er, aðrir hrista höfuðið, vantrúaðir á, að „tilbúið“ mál geti nokkurn- tíma komið að notum; það sé eins- konar leikur, sem geti verið gaman að, en gagn ? Nei! Örfáum mönnum er ljóst, að þetta er mjög á annan veg. Esperantó er nú þegar orðið allmikill liður í heimsmenningunni, og færist í auk- ana með hverjum degi. Þess vegna er ástæða til að vænta mikils af því í framtiðinni. Og fyrsta sporið til þess er, að almenningur kynnist því. Af þessum ástæðum hefir Esper- antó-félagið í Reykjavík gengist fyrir því, aö koma upp sýningu á nokkrum Esperantó-ritum, blöðum og bókum, í glugga á Bókaverslun Þór. B. Þorlákssonar í Bankastræti 11, og jafnfraint inni í búðinni sjálfri. Ekki er þar þó um neina tæmandi sýning að ræða. Bækur liafa ekki verið keyptar til sýning- JÓNS ÞORLEIFSSONAR á Laugaveg 1 opin daglega frá kl. 11 árd. til 9 síðdegis. GANGSTÉTTAGLER nýkomin. LUD VIG STORR, Laugavég 15. m Versl. M. Thorberg Bankastræti 7. hefiir sérstaklega fall- egt úrval af glitofnnm og goheline púðaborí- nm, mjög ódýrt. og bókaverslunin hefir þirMcru blöS "« bækur ílr "llunl blutum arinnar ekki til sölu, þótt hún taki að sér að útvega öll fáanleg.Esperantó-rit, heldur hafa ýmsir esperantistar hér í bæ lánað þær, og er það því auð- skilið, að tilviljun ræður mestu um, hvaða bækur eru sýndar. Sama er að segja um blöðin. Þegar þessa er gætt, gegnir það furðu, hve fjöl- breytnin er milcil. Þarna má sjá þýðingar af ritum eftir- heimsfræga höfunda, svo sem: Goethe, Schiller, Iieine, Gogol, Tolstoj, Tuvgeniev, Puskin, Ibsen, Strindberg, Irving, Andersen, Byron, Shakespeare og marga fleiri. Auðvitað vantar ekki biblíuna. Svo eru mörg rit frum- samin á Esperantó, þar á meðal eft- ir snillingana dr. Zamenhof, höfund málsins, dr. Privat í Genéve og Ju- lio Baghy, ungverska skáldið. Þarna heims, jafnvel austan frá Java og Kína. Sérstök blöð fyrir skáta, lög- regluinenn, guðspekinga og marga aðra flokka. Fjöldi myndprýddra bæklinga um ýmsa staði víðsvegar um heim. Og ennfremur —, en í stuttri blaðagrein verður ekki alt talið upp, sem þarna er að sjá. Sýniug þessi, þótt lítil sé, gefur athugulum áhorfanda, ágæta hug- inynd um, hvað Esperantó. er þegar kornið langt. Sem allra flestir ættu að nota sér það tækiíæri. Það er hverjum manni nauðsyn, að vita sem glöggust skil á mikilsverðum menningarmálum, en hér er tví- mælalaust um eitt þeirra að ræða. E—o. LUDVIG STORR, Laugaveg 15. Blá vmnuföt allar stærðir. Versiun Yald. Poulsen. Klapparstíg 29. Sími: 24. Kaupmenn: Munið að hafa á boðstólum: Rosol menthol, Rosol töflur, Menthol karamellur, Sentapillur, Lakritsmyndir, Tyggigúmmí (Wrigley) ódýrL í heildsölu hjá H. f. EfnagerS Reykja- víkur. hin þektu 6-lampa viðtæki lcosta nú aðeins 275 krónur. JÓN ALEXANDERSSON. Þórsgötu 26. Sími: 1926.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.