Vísir - 26.05.1931, Blaðsíða 5

Vísir - 26.05.1931, Blaðsíða 5
Laugardaginn 23. maí 1931. VÍSIR Fréttabréf Ur Vestur-Isafjarðarsýslu. FB. 18. maí. Sýslufundur var haldinn á Flat- eyri dagana 3.—5. þ. m. Mættir voru sýslufundarmenn úrsex hrepp- um sýslunnar og oddviti Oddur Gíslason sýslumaÖur. — Sýslan stendur sig vel fjárhagslega, skuld- ar ekkert og er í mjög litlum á- byrgðum. Aftur á móti nema sjóÖ- eignir, er sýslunni tilheyra og hin- um einstöku hreppum hennar, mörg- um tugum þúsunda. Ellistyrktar- sjóÖirnir t. d. 33 þús. —- Hefir nú á þessu ári bæst einn merkur sjóÖ- ur í hópinn, þar sem er Minningar- sjóÖur 1000 ára afmælis Alþingis, er á að 'styrkja jarðyrkju, garðrækt og skógrækt í sýslunni, þegar hann hefir vaxið svo, að verulega um munar. Eru slíkir framtiÖarsjóðir eitt af mestu menningarmerkjum nútím- ans, og má að visu mjög dæma þroska og menningu héraðanna eft- ir því, sem þau leggja í sjóði handa framtíðinni. — Til þess að fræða almenning um hag sýslunnar í þessu efni var oddvita falið að semja skýrslur um alla þá sjóði í Vestur- ísafjarðarsýslu, er snerta hag sýsl- unnar eða hreppanna sérstaklega og leggja hana fram á næsta fundi, ásamt yfirliti yfir aðalefni skipu- lagsskránna. Vegna hins margþráða nýja þjóð- vegar frá ísafirði að Gemlufelli var sýsluvegakerfið aukið að miklum mun: í Suðureyrarhreppi frá Botni að Suðureyri, í Flateyrarhreppi frá Breiðadalsá að kaupstaðarlóð Flat- eyrar, Mosvallahreppi frá þjóð- veginum eftir Bjarnadal að Hjarð- ardal ytri og frá ytri Veðraá að Breiðadalsá, í Mýrahreppi frá Höfða að Núpi, í Þingeyrarhreppi frá Hvammi að Haukadal, undan- skilin kaupstaðarlóð Þingeyrar og í Auðkúluhreppi frá Gljúfrá að Stapadal. Á næsta ári ver sýslan til stjórn- ar sýslumála 700 kr., mentamála 4150, heilbrigðismála 7800, vega- mála 1480, Búnaðarsambands Vest- fjarða 100, Minningarsjóðs 1000 ára afmælis Alþingis 500 kr. Sam- tals eru gjöldin kr. 19730.97. — Helsta nýmæli er það, að sýslan heimilaði Þingeyrarhreppi að taka alt að 80.000 kr. lán til að rafvirkja Hvammsá. Fær þar væntanlega kauptúnið og nokkrir nærliggjandi bæir nægilegt rafmagn til ljósa og suðu. — Verðlaun fyrir fram- kvætndir, úr Búnaðarsjóði sýslunn- ar fengu þeir Halldór Þorvaldsson Kroppstöðum og Bernharður Hall- dórsson Vöðlum, sá fyrri 173 kr., en hinn 125 kr., báðir i Onundar- firði. Tíð er nú góð, en helst til mikil þurviðri vegna sveitanna, svo áburð- ur á túnum notast illa, og frost á nóttum oftast nær, er tefur fyrir gróðri. Jörð kom upp í byrjun Ein- mánaðar, en hann byrjaði með asa- hláku dæmafárri, og urðu þá viða skemdir á vegum og rann aur á tún. Var mánuður sá oftast um- hleypingasamur, en jörð sæmilega auð til beitar, þegar út gaf. En um páska og til sumarmála sunnanmari og blíðviðri. Jarðvinsla er löngu byrjuð, og eru menn nú að ljúka við flög þau, er hálfunnin voru undir veturinn. Heybirgðir alinent góðar og fén- aðarhöld ágæt. Fiskafli aldrei meiri og hafa mótorbátar á Flateyri og Súgandafirði haft 4—800 króna hlut fyrsta mánuð vertíðar. Sam- útgerðar-línuskipið Nonni frá Þing- eyri aflar vel og er komið hátt upp í 1000 skippund. Verður því eigi taliðj 'áð hér sé nein kreppa við sjóinn, þrátt fyrir hið lága fisk- verð. Fiskþurkur er ágætur, og ætti fiskurinn að verða snemmbúinn á markaðinn. Sambandið hefir liaft þá stefnu síðan það seldi gróðrar- stöð sína (um 1920), sem hafði mistekist aðallega vegna illrar aðstöðu, að dreifa fénu sem allra mest út um samhands- svæðið og rétta hverjum ein- stökum bónda hendi til stuðn- ings, sem eitthvað vill til frant- fara vinna. Sambandið liefir engan framkvæmdarstjóra eða ráðunaut og annast stjórnin, og sérstaklega formaður, allar framkvæmdir á milli funda. Er það mikið verlc, en dyggilega og óeigingjarnlega unnið. Sam- handsstjórnin hefir að eins 600 króna árslaun. — Næsta vor er sambandið 25 ára og verður þá rituð saga þess og gefin út í ársritinu. Mun þá koma skýrt í Ijós, að sambandið hefir verið mjög mikilvæg lyftistöng fyrir landbúnaðinn hér á Vestfjörð- um, sérstaklega að því er jarð- ræktina snertir, enda er hún nú viðast komin yfir byrjunarörð- ugleikana, vegna • hins ágæta stuðnings siðustu árin. En nú er sambandinu ljóst, að búpen- ingsræktin og afurðasölumálið er flóknasti hnúturinn, er leysa þarf í framtíðinni, til þess að hin aukna jarðrækt sé réttmæt og verði að notum. Hér eru ýmsir örðugleikar á skipulagðri samvinnu, i afurðavinslu og af- urðasölu, ónógar samgöngur, erfiðir landshættir, fjöldi versl- unarstaða o. fl., en ekki dugar að gugna. off tók þessi aðal- fundur sambandsins mál þetta sérstaklega til meðferðar, og var kosin þriggja manna milli- þinganefnd í málið: Jón H. Fjalldal á Melgraseyri, Páll Pálsson á Þúfum og Tryggvi A. Pálsson á Kirkjubóli. Vonmn við, að á 25 ára afmælinu næsta ár verði liægt að sjá ein- hvern möguleika til að greiða úr mesta vandamáli íslensks landbúnaðar, að því er Vest- firði snertir, en það er: mark- aðsleysi og ósamræmd og ill hagnýting á hinum ágætu vöru- tegundum er isl. landbúnaður framleiðir. J. D. Roubaix, 22. maí. United Press. FB. Frá Frakklandi. Landry verkamálaráðherra fer á fund, sem fulltrúar at- vinnurelcenda og verkamanna verða á, i dag, til þess að reyna að miðla málum. — Atvinnu- relcendur höfðu lcrafist 10% launalækkunar, en féllust á að fresta launalækkunarákvörðun um hálfan mánuð, til þess að liægt væri að semja um máUð. En þetta framkvæmdu þeir elcki og lcomu launalækkuninni á alt í einu, en verkamenn gerðu þá þegar verkfall. NRP, 22. mai. FB. United Press. FB. Frá Noregi. Sáttasemjari var á fundum með fulltrúum aðilja i vinnu- deilunum til kl. 2 i fyrri nótt. Sáttatilraunum var haldið á- fram í gær. Enn óvíst hvort ný málamiðlunartillaga verður borin fram. Nygaard bókaútgefandi hefir, í stað Axels heit. Holst prófess- ors, verið kjörinn formaður bankaráðs Christiania banka. Af norslcum loftskeytafrétt- um um fundinn á líki dr. Weg- eners verður séð, að Grænlend- ingurinn, sem með honuxn var, Rasmussen, hefir saumað líkið vandlega i skinnin. — Ef til vill hefir hann stungið skíðunum þannig í snjóinn, að leitar- mönnum væri leiðbeining i. — I fregn þessari er þess og getið, að talið sé að banamein Wegen- ers hafi verið hjartaslag, og að hann hafi verið 51 árs að aldri. London 22. maí. United Press. FB. Aukakosningar í Bretlandi. Aukakosning hefir fram fár- ið í Stroud Gloucestershire, vegna þess að íhaldsþingmað- urinn Sir Frank Nelson sagði af sér þingmensku. Robert Per- kins, íhaldsm., vann sigur i kosningunni, hlaut 17.641 atkv., en Sir John Maynard, verkal., lilaut 10.688 atkv. A. W. Stan- ton, frjálsl., hlaut 7267 atkvæði. í Ruthei’glen hefir einnig far- ið fram aukakosning, vegna andláts Wright þingmanns. David Hardy bar sigur úr být- urn, hlaut 16.736 atkvæði, en Moss kapteinn 15.853. Hinn fyrnefndi er í vei’kalýðsflokkn- um, liinn síðarnefndi er íhalds- maður. Aðrir vorú ekki í kjöri. Aldarminning Steingrtms Thorstelnssonar. 19. maí 1831. — 19. maí 1931. Þýðlngar Stelngríms Thorstelnssonar Eftir prófessor Richard Beck. Niðurl. Þeirra yrkisefna, sem mest ber á í frum- ortum kvæðum Steingríms, gætir einnig mjög í þýðingum hans. Þar er margt ætt- jarðarkvæða og þjóðsöngva: „Bæn“, „Heil, Norðurheimsfold", „Föðurlandssöngur", „Þjóðsöngur Magyara“, „Svissneskur þjóð- söngur“, auk annara. Annarsstaðar brýst heimþráin fram í hreinum tónum og hreim- djúpum svo sem í „Heimþrá" og „Ó, ber mig aftur héðan heim“. Þýðingar eins og „Frelsið" og „Frelsið helga og hreina“ lýsa sér sjálfar, og fleira er slikra. í „Frelsis- bæn Pólverja“ renna frelsis- og ættjarðar- ástin saman í einlægt og eldheitt bænarmál. Þýðingar Steingríms á náttúruljóðum skifta tugum. Þau eru flest um dýrð vors- ins, sælu sumarsins og fegurð haustsins. Veturinn á þar engu meiri ítök en i frum- orktum kvæðum skáldsins. Þessi nægja sem dærni:- „Vorið“, „Vorljóð", „Morgunbæn“, „Ganyniedes", „Skógarsöngur“, „Nú sæl komið smáblóm á vengi“, „Hið fyrsta er fer að daga“, „Velkomnir dagar“, og „Síð- asta sumarrós". Ekki verða ástarljóðin held- ur útundan meðal þýðinganna. Þessar eru í þeim hóp: „Yngismeyjan og sjómaður- inn“, „Þinn þótti var mér eggjan“, „Ó, vær- irðu ást mín, hrísla á hól“, „Ei sætari koss- um sólin ár þá skín“, og „Kossinn“. Þarf- leysa er að telja fleiri. Finna má í þýðingum Steingríms siðspek- inginn eigi síður en skáldið, t. d. í lausa- vísurn eins og „Lyklinum“, „Ósk að von- um“, og „Sannleik og lýgi“. Lengri kvæði eins og „Lukkan“ og „Björninn og apinn", bera vitni hinu sama. Þar kemur og fram fyndni skáldsins. Af ást hans á heilnæm- um lífssannindum er það einnig sprottið, að hann þýðir svo margt dæmisagna og spakmæla. Hinar miklu mætur, sem Steingrímur hafði á klassiskum fræðum, lýsa sér í ljóða- jjýðingum hans; jiar eru forngrísk og lat- nesk kvæði: „Til kvöldstjörnunnar", „Leiði Sófóklesar“, „Kvæði eftir Saffó“, „Kvæði eftir Hórazíus“ og fleiri. Hann þýðir enn- fremur ýms kvæði annara slcálda um klass- isk efni: „Harmatölur Seresar“, „Grikk- lands goð“, og „Korintsku brúðurina". Ást Steingríms á klassiskum fræðum er einnig sýn í þýðingum hans á ritum Platons og Lúkíans. Ekki var það heldur tilviljun ein, að hann sneri á íslensku hinni ágætu goða- 'fræði Stolls. Aðdáun á fortíðinni var elcki minstur þátturinn í hinni rómantísku skáld- skaparstefnu. Mörg skáld hennar teyguðu djúpt af lífslindum klassiskra fræða, t. d. merkisskáldin ensku, Byron, Shelley og Keats. Steingrímur er því fjarri jjví að vera undantekning í þessu efni. Og óbeinínis hefir verið bent á, að Goethe og Schiller gerðu slikt hið sama. Það er eins og að koma á allsherjar skálda- })ing, að lesa Ijóðajjýðingar Steingrims. Eg hefi talið þar kvæði eftir nær sextíu skáld frá fimtán þjóðum heims. Að vonum hafa þau eigi öll verið honurn jafnt að skapi. Ef dæma má eftir fjölda þýðinga úr ljóð- um einstakra skálda, er svo að sjá sem Byron, Goethe, Schiller, Heine, Petöfi og Burns hafi verið Steingrími kærastir.*) Er slikt eigi að undra, Svo sem þýðandinn, fylgdu þeir hinni rómantisku stefnu, ])ó ó- líkir væru annars að ýmsu. Þeir unnu heitt ættlandi, fegurð og frelsi; vegsömuðu glæsi- leik fornra tíða, ástina og hina ytri nátt- úru. Steingrímur ritar einnig hlýlega og af djúpum skilningi um þessi uppáhaldsskáld sín.**) *) Hversu margt hann jrýddi eftir höf- uðskáldin þýzku : Goethe, Schiller og Heine, sést ljósast lesi maður „Ljóð“ eftir j)á, sem dr. Alexander Jóhannesson sá um útgáfu á. **) Sjá ritgerðir hans: „Goethe og Schiller“, Eimreiðin II. og III. ár (1896 og 1897); „Alexander Petöfi“, Skírnir, LXXXI. ár, 1907; og „Ágrip af æfi By- rons“, í Nokkur Ijóðmœli eftir Byron, 1903. V. Það ætti ekki að vera örðugt að gera sér í hugarlund, hversu dýrmætar ástgjafir Steingrímur Thorsteinson færði þjóð sinni með úrvalsþýðingum sínum. Enda tók þjóð- in hans þessum gjöfum feginshendi og hef- ir kunnað að meta j>ær. Er það henni hið mesta hrós. Fjölda margar þýðingar haus hafa komið út oftar en einu sinni og sýnir jrað best vinsældir þeirra. „Fáar bækur hafa víst átt jafnmikilli alþýðuhylli að íagna og fyrsta útgáfan,“ ritaði dr. Valtýr Guð- mundsson um aðra útgáfuna af Þúsund og cinni nótt. Og sama máli gegnir um margar aðrar jiýðinganna. Þær hafa fest djúpar rætur í íslenskum jarðvegi, í hug og hjarta þjóðarinnar. Þeir hafa sjálfsagt ekki verið fáir, ung- lingarnir íslensku, er upp voru að alast á síðasta fjórðungi 19. aldar, sem hafa ylað sér við þýðingar Steingríms. Það er best að láta einn úr ]>eirra flokki tala: „Þvi lengur sem eg hugsa um j)að, jiví meira slcarð finst mér væri ófylt í bókment- um vorum, ef Steingrímur hefði ekki að þeim starfað, j)ví dauflegri finst mér að æska marga unglinga yrði. Eg dæmi þar reyndar af sjálfum mér, j)ví jjegar eg lít yfir æskuárin og fer að rifja upp það sem eg man af því, sem hefir hrifið mig og vermt í æsku, þá verða verkin hans hvað eftir annað fyrir mér, eins og ljósblettir, sem hugurinn staðnæmist við. Eg man enn hvernig hver sú bók leit út, sem eg kornst yfir frá hans hendi, og það er bjart yfir þeirn öllum. Úndina var fyrst, og aldrei hef- ir mér fundist nein kona fremur eiga skilið að eiga ódauðlega sál, en hún. Þegar eg löngu síðar gætti fjár með öðrum dreng í lesyingum á vordegi, þá var það rifrildi af Þúsund og einni nótt, sem við höfðum hitann úr. í gili einu, þar sem lækur hafði þítt frá sér háa snjóhvelfingu, sátum við hvor á sínum steini og lásum upphátt hvor fyrir annan til skiftis. Og elcki hefir soldán- inn sjálfur ófúsari teigað þær sögur af vörum Scheherasade, en við, og enn finst mér seitlið í læknum vera yndislegt undir- spil. — Axel kunni ung vinnukona á heim- ilinu utan bókar að mestu og hafði stund- um upp fyrir mér í rökkrinu. Skelfing fanst mér J)að fallegt, og mikið þótti mér vælit um stúlkuna fyrir að kunna kvæðið. Seinna komst eg yfir skrifað eintak og þóttist J)á rikur, en skifti j)ví síðar við gamlan mahn, sem átti Axcl prentaðan. Eg var þá áð læra undir skóla og setti hann það upp, að.hg gæfi honum í milli fyrstu bókina, sein eg skrifaði sjálfur! Og einhverja sögu eiga allar hinar bækurnar eftir Steingrím í end- urminningunni, þó eg reki það ekki héÉ“ (Dr. Guðmundur Finnbogason, Skírnir, LXXXVII. ár, 1914, bls. 8—9). Og við, sem ólumst upp eftir aldamótin, höfum svipaða sögu að segja. Einhver fyrsta bókin, sem eg eignaÖist, voru Sögur frá Alhambra, og er óþarfi að bæta við, að mér þóttu j)ær hið mesta gersemi. Ekki er eg heldur eini unglingurinn, sem svo hef- ir fundist. í eftirmála annarar útgáfu þess- ara skemtilegu sagna, stendur meðal annars: „Nokkrir ungir menn, sem hafa haft mikla ánægju af undanfarandi sögum, fengu löng- un til að fá þær gefnar út aftur, þar sem j)ær nú eru í fárra manna höndum.“ Þegar eg var á fermingaraldri, náði eg í Þúsund og eina nótt, og þóttist hafa himin hönd- um tekið. Eldri sem yngri eigum við Stein- grími mikla skuld aÖ gjalda. Hann hefir gert okkur öllum rnarga glaða stund og frætt olckur jafnframt. En starf hans hefir verið enn víðtækara. Með þýðingum sínum hefir hann auðg- að islenskt mál að mörgum nýyrðum. Sem dæmi nefni eg orðið „glysljómandi“, en svo þýðir hann enska orðið „gaudy“ í kvæði Byrons „She walks in Beauty“ (Hún geng- ur frain í fegurð eins og nóttin). Er orð- þýðing J)essi bæði nákvæin og sinekkleg. Þá mun lieldur enginn vafi á j)ví, að hann hefir með ljóðaþýðingum sínum auðgað islenskan skáldskap að bragarháttum. Steingrimur Thorsteinson hefir verið þjóð sinni það sem Poestion kallaði hann svo réttilega — Kulturbringcr — menning- arfrömuður. Hann hefir stórum víkkað svið islenskra bókmenta með þýðingum sínum og að sama skapi aukið viðsýni þjóðar sinn- ar. Hann hefir fært henni gnægtir gulls — „Þetta gull, sem grynnist ei, þótt gefið sé af jrvi ög veitt.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.