Vísir - 04.05.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 04.05.1935, Blaðsíða 3
VlSIR til Leith. Selfoss kom til London í gær og fer þaöan í dag álei'öis til Leith. M.s. Dronning Alexandrine fer héöan i kveld áleiöis vestur og noröur. E.s. ísland kom til Kaupmannahafnar kl. 7)4 i morgun. Ágæta skemtun heldur Söngfélag I. O. G. T. í K. R.-húsinu í kveld kl. 9. Sýndur verður sprenghlægilegur gaman- leikur. Kórið syngur 8 lög og að lokum veröur dansað — gömlu og nýju dansarnir — undir stjórn hinnar ágætu K. R.-hljómsveitar. Aögöngumiöar seldir í verslun Jóns B. Helgasonar, Laugaveg 12. Sími 4516, og í K. R.-húsinu eftir kl. 7, ef eitthvað veröur óselt. Verð 2 krónur. Einmenningskepni í fimleikum verður háö í Austurbæjarskólan- um á morgun, sunnudag, og hefst kl. 2. Keppendur verða tveir, Jón Jóhannesson frá íþróttafélagi Reykjavíkur, og Sigurður Norö- dahl frá Glímufél. Ármann. Kept er tun fimleikabikar í. S. í., og er þetta í 9. skifti sem um hann er kept, fyrst 1927. Handhafi bikars- ins er nú Sigurður Norðdahl, en Jón Jóhannesson vann hann 1932. Bikarnum fylgir nafnbótin „Fim- leikameistari íslands". Varðskipið Ægir hefir að undanförnu veriö suður á Skerjafirði, við undirbúnings til- raun til að ná á flot breska tog- aranum Lincolnshire, er strandaði þar í vetur. Kom Ægir hingað snöggvast í gær til þess að sækja ýms tæki við björgunartilraunina og fór því næst aftur til Skerja- fjaii?ar. Búist er við, að tilraun til þess að ná togaranum á flot veriSi gerönbráðlega. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina Ólöf H. Ólafsdóttir, Óðins- götu 13, og Magnús J. Þorvarðs- son, sjómaður, Bragagötu 23. Aflasala. Belgaum hefir selt ísfiskafla í Bretlandi fyrir 978 stpd. Skallagrímur kom af veiðum í morgun með 120 tn. Kristilegar samkomur halda Eric Ericson og Sigmund- ur Jakobson frá Vestmannaeyjum íBetaníu á laugardagskveld kl. 8jú og í Varðarhúsinu á sunnudags- kvekl kl. 8J4. Allir velkomnir! Formaður útvarpsráðs. Atvinnumálaráðherra hefir skip- áö Sigfús Sigurhjartarson for- manii útvarpsráðs. Vordansleik heldur skemtiklúbburinn Cari- oca i Iðnó kl. 10 í kveld. Hljóm- sveit Aage Lorange leikur undir dansleiknum. Aðgm. i Iönó eftir kl. 4 í dag. Hjálpræðisherinn. Samkomur á morgun: Kl. 11 helgunarsamkoma, kl. 2 sunnu- dagaskóli, kl. 4 útisamkoma, kl. 8j4 hjálpræðissamkoma. Frú Mol- in adjutant stjórnar. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar................ — 4.58)4 100 ríkismörk ........... — 182.94 — franskir frankar . — 3Q-41 — belgur.............. — 77-62 svissn. frankar .. — 148.52 — lírur ............... — 38.3° — finsk mörk ...., — 9.93 — pesetar ............. — 63.37 — gyllini.............. — 310.10 •— tékkósl. krónur .. — 19.53 — sænskar krónur .. — 114 36 — norskar krónur .. — 111 -44 — danskar krónur .. — 100.00 Gullverð isl. krónu er nú 48.10, miðað við frakkneskan franka. Farsóttir og manndauði i Reykjavík vikuna 14.—20. ap- ríl (í svigum tölur næstu viku á undan) : Hálsbólga 65 (45). Kvef- ,sótt 235 (34). Kveflungnabólga 3 (4). Barnaveiki 6 (10). Gigtsótt 2 (o). Iðrakvef 31 (o). Inflúensa 664 (711). Taksótt 3 (3). Skarlatssótt 1 (8). Svefnsýki o (2). Kíghósti 207 (35). Mannslát 10 (8). — Landlæknisskrifstofan. — (FB). I Útvarpið í kveld. 18,45 Barnatími: Sögur og vís- ur (fyrir lítil börn) (frú Ingibjörg Steinsdóttir). 19,10 Veöurfregnir. 19,20 Tónleikar: Norrænir karla- kórar (plötur). 20,00 Klukkuslátt- ur. Fréttir. 20,3Q Leikrit: „Fjalla- Eyvindur". — 22,30 Danslög til kl. 24. Frá Keflavík. 3. maí. FÚ. Frá Keflavík símar fréttaritari útvarpsins að mikil síldveiöi hafi verið undanfarna daga i lagnet, og er hún seld til beitu. I nótt kom Esja til Keflavikur og tók þar nýfrosna sild til Horna- fjarðar. Fiskafli hefir verið góöur í Keflavík síðustu daga. OlympfDfðrin 1936. Á annað ár er liðið síðan Olym- píunefnd íslands var skipuð. Hún liefir nú fyrir nokkru látið frá sér heyra í útvarpinu, er dr. Björn Björnsson fyrir nefndarinnar hönd flutti erindi um hina fyrirhuguöu Olympíuför á næsta ári. Dr. Björn skýrði oss íþrótta- mönnum og öðrum hlustendum frá því, að Olympiunefndin hefði nú athugað þetta mál svo gaumgæfi- lega sem kostur hefði vérið, og hefði hún komist að þeirri niður- stööu, að ef nægilegt fé yrði fyr- ir hendi í þessu augnamiði, mundi tiltækilegt að senda flokk til þátt- itöku í sundknattleik og knatt- spyrnu. Það var þó tekið fram í þessu sambandi, að tveir knatt- spyrnuflokkar mundu fara utan í sumar til kappleika, og mundi það þá sýna sig, hvort það heföi nokkra þýðingu að senda knatt- spyrnuflokk. Um aðra íþrótta- menn, það er að segja þá, hverra íþróttaafrek væru mæld á klukku eða málband, væri ekki að ræða, þar sem þeir væru enn svo skamt á veg komnir. — I stuttu máli: Ef peningar verða fyrir hendi á næsta ári, verður sendur ílokkur til þátt- töku i sundknattleik og ef til vill ýcnattspyrnu (ef knattspyrnumenn vorir standa sig vel ytra í sumar). Aðrir koma ekki til greina. Þetta er álit Olympíunefndar Islands — að minsta kosti talaði dr. Bjöm Björnsson eitthvað á þessa leið. Undirritaður getur ekki látið hjá líða, þar sem enginn annar hefir, svo eg viti, látið frá sér heyra, að biðja Vísi fyrir nokkrar línur um þetta mál og mega þær skoðast sem álit margra iitiíþróttamanna. Þegar eg hafði hlýtt á erindi dr. Björns, fór eg að athuga þetta mál frá eigin sjónarmiði, og varð mér fyrst fyrir, að leggja þá spurningu fyrir sjálfan mig, hvers- vegna sundmenn vorir væru tekn- ir fram yfir aðra iþróttamenn. Gat eg, að mér fanst, ekkert skynsam- legt svar fundið við þeirri spurn- ingu og skal eg nú skýra hér nokk- uð frá mínu áliti á þessu máli. Sundmenn vorir hafa aðeins einu sinni, að mig minnir, þreytt sundknattleik við erlendan flokk. Var það, að eg held, flokkur af erlendu herskipi, sem eflaust hefir hvorki staðið framarlega í iþrótt- ínní né haft góða eða stöðuga æf- ingu á bak við sig. Enda vann ís- lenski flokkurinn með nokkrum yfirburðum. Eg get þó ekki séð, að fyidr þennan sigur megi slá því föstu, að þeir séu öðrum íþrótta- mönnum vorum færari um að keppa á næstu Olympíuleikum. Knattspyrnumenn vorir haía aftur á móti oft kept við erlenda flokka og oftast beðið ósigur. Bestu flokkarnir, sem hingað hafa komið, voru tveir skoskir flokkar. Annar þeirra kom 1921 eða 1922 og vann alla sína kappleiki glæsi- lega. Hinn flokkurinn kom hing- að 5—6 árum seinna og sýndi einnig yfirburði yfir besta lið okkar, enda unnu þeir alla kapp- leikana, utan einn, er varð jafn- tefli. Er þó alveg óhætt að full- yrða það, að þessir skosku flokk- ar hefðu ekki komist langt á Olympíuleikunum. Úti-íþróttamenn okkar hafa að mínu áliti staðið sig fult eins vel, ef ekki betur, í það eina sinn, sem þeim hefir gefist kostur á að reyna sig við erlenda keppinauta. Var það árið 1927, er K. F. U, M. hélt nokkurskonar Olympíuleika í Kaupmannahöfn. Voru sendir þangað nokkrir menn, og unnu þeir tvenn önnur verðlaun og ein þriðju verðlaun. Eru það stærri sigrar, að mínu áliti, en aðrir íþróttamenn vorir hafa unnið. Eg er og viss um, að útiíþróttamenn okkar mundu verða sér og landi sinu til sóma í Berlín að.ári, engu siður en sundmenn okkar og knatt- spymumenn. Ákjósanlegt væri, að knatt- spyrnumenn vorir fengju líka að fara á leikana, því að bæði mun þeim hafa farið fram síðan Skot- arnir voru hérna, og svo er þetta eina tækifærið í náinni framtíð til að sjá alla bestu knattspyrnu- flokka heimsins meðal áhuga- manna, að kappleikum. Það er fyrirfram vitað, að íslendingarnir munu þegar í stað verða „slegnir út“ í Berlín, en það á ekki að aftra okkur frá að sækja leikana. Við iförum til að læra og er ekki að vita livenær slíkt tækifæri býðst aftur. Leikarnir 1940 fara að lík- indum fram í Tokio og 1944 í Róm, og verður of langt að fara Jyrir okkur íslendinga til að sækja þá. En þamæstu leikar verða að líkindum 1948 í Helsingfors — og er þá mál til komið, að við send- um kappa okkar aftur íram á víg- völlinn — eftir 12 ár. Eg get ekki sætt mig við það, sem virðist vera ástæða Olympíu- nefndarinnar fyrir því, að ekki muni verða tiltækilegt að senda á leikana t, d, knattspyrnumenn eða útuþróttaiiiénn — en það er, að þeir muni tapa. Eg get ekki fallist á, að það sé nein þjóð- arskömm, þótt íslenskur flokkur væri á leikunum gersigraður t. d. i knattspyrnu eða sundknattleik. Það hefir hent aðrar þjóðir á und- an oss og er altaf að koma fyrir. Til leikámia í París 1924 komu t. d. Belgar sem olympiskir knatt- spyrnumeistarar frá 1920 og voru því heldur í áliti. Svíar sendu einn- ig á jiessa leika knattspyrnuflokk og voru svo „óhepnir“ aö eiga að keppa við Belga í fyrsta léik. Það vakti því geysi athygli, er Svíar unnu leikinn með 8:1, en þó að Olympíumeistararnir fengju þetta „rótarburst“, þótti það engin þjóð- arskömm. Svo að ekki þurfum við Islendingar að verða hræddir við það, að falla mikið í áliti fyrir mikinn ósigur. Það mundi verða gleymt eftir viku. Aftur á móti mundi það vekja athýgli og verða minnisstætt, ef íþróttamenn vorir stæðu sig vel og væru landi sínu til sóma. Mundi það verða til þess að vekja eftirtekt á landinu og yrði því ágæt auglýsing. Nei — það er víst, að íþrótta- menn vorir munu enga sigra vinna á Olympíuleikunum í Berlín, en þeir eiga þangað samt erindi. Þeir eiga að fara til að læra — og fara sem flestir og læra sem mest. — Heppilegast væri að geta sent svo sem 7—8 sundmenn og einn fyrir- liða með þeim (og ættu þeir að keppa bæði í sundum og sund- knattleik), 14—15 knattspyrnu- menn, auk fyrirliða og 6—8 úti- íþróttamenn. Nú er ekki víst, að þeir, íþrótta- menn, sem heppilegastir þykja til fararinnar, vilji allir gefa kost á sér til að keppa á leikunum. Fynd- ist mér þá vel geta komið til mála, að Olympíunefndin styrkti þá til að fara sem áhorfendur, til að sjá og læra. Gæti eg trúað, að það 'yrði mjög vinsælt meðal íþrótta- mannanna, ef t. d. nokkrir bestu afreksmennirnir á úrvalsleikunum (ef nokkurt slíkt mót verður hald- ið) fengju fyrir 100—200 krónur að fara á leikana sem áhorfendur. Mundu þeir margt geta lært þann- ig, og auðvitað miðlað öðrum af hinni auknu kunnáttu sinni, er heim kæmi. Olympíunefndin hefði fyrir löngu átt að hefja fjársöfnun með- al landsmanna en hefir enn ekki látið verða af því. Hún má þó vita það, að ekki þýðir mikið að vonast eítir, að þingmenn vorir sjái sóma sinn og veiti álitlega •fjárupphæð til þessarar farar. Ef nokkurs er að vænta úr þeirri átt, verður það klipið við neglur sér 0g er það illa farið. Nokkrir meðal íþróttamanna telja það fásinnu eina af stjórn í. S. í„ að senda menn beint til kappleika á Olympíuleikana, — í stað þess að senda fyrst á smærri íþróttamót til reynslu. Er nokkuð til í þessu — en „betri er hálfur Fyrir 2.500 kr. útborg-un getur þú fengið liús sem er utan við bæinn, 10 herbergi og útihús. 20 mínútna gangur niður í borg- ina. Aðgengilegir skilmálar. — Uppl. í sima 4762 í dag og mánudaginn. Freðfiskor. Nú er Iiann kominn á mark- aðinn, beinlausi freðfiskurinn frá Súgandafirði. Lúða, Steinbítsriklingur, Þorskur. Páll Hallbjðrns, Laugavegi 55. Sími: 3448. skaðinn en allur“. Þótt við íþrótta- menn höfum mist af hinum smærri mótum, þá er engin ástæða- til að óska þess, að missa af Olympiuleikunum líka. Mætti og að nokkru bæta úr þessu með því, að láta íþróttamenn okkar keppa á heimleiðinni af leikunum á smá- mótum, t. d. í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð, (Malmö eða þar í grend). Það ætti ekki að kosta mikið fé, en dálitla fyrirhöfn (bréfaskriftir o. þ. h.). Að flestra áliti yrði það til að drepa hér allan áhuga fyrir úti- íþróttum, ef gengið yrði algerlega fram hjá þeim, er þær iðka, þegar valið verður í þessa för. Skora eg því á Olympíunefndina að athuga þetta mál betur, áður en hún tek- ur endanlega afstöðu. Að lokum vildi eg benda Olym- píunefndinni á það, ef nokkuð skyldi verða úr þessari fyrirhug- uðu för, að sjálfsagt er að íþrótta- mennirnir séu komnir til Berlín- ar að minsta kosti 3—4 dögum fyrir leikana. Gefst þá hinum ís- lensku iþróttamönnum kostur á að heimsækja æfingavellina í Berlín og sjá hinar ýmsu „stjömur“ að æfingum og er það afar þýðingar- mikið að því leyti, að þá hafa þeir hina erlendu íþróttamenn svo að segja alveg upp við nefið á sér og veitist þá léttara að læra af þeirn. í lok marsmánaðar 1935. Einn af átján. ÁSTIR OG LAUSUNG. 109 „Eg kann að dansa,“ sagði Caryl stundum. — „Víst kann eg að dansa.“ „Öllu má nafn gefa,“ svaraði hún. — „Þú lekur þannig utan um mig i dansinum, að þvi er likast, sem þú ímyndaðir þér að eg væri full af þrúðtundri og mundi springa i loft upp þá og þegar — Og svo tramparðu svoleiðis ofan á mann, að fæturnir á mér eru bólgnir ogbláireft- ir þig. Eg tala nú ekki um, hvernig þú fer með skóna mína.“ „Jæja,“ svaraði hann. „Er eg þá svona slæm- ur? — Eg ætti kannske að fara til danskennara og reyna að læra eitthvað. Hefirðu nokkura von um, að það gæti orðið að gagni? — Heldurðu að eg geti lært að dansa?“ ( „Það efast eg ekki um. Eg lield að allir geli lært að dansa. — En þú verður að fara til dug- legs kennara. Eg get bent þér á einn ágælan og skal láta þig fá utanáskriftina hans.“ Eftir þetta fór Caryl miklu sjaldnar i hús Iv. F. U. M. og liætti að mestu að leika að liand- knetti, en það liafði verið helsta skemtan hans áður.-----I stað þess var hann nú farinn að læra að dansa og gerði það með mikilli sam- viskusemi eins og alt annað, sem hann tók sér fyrir hendur. Og sérstaklega lagði hann álierslu á það, að læra að halda sómasamlega utan um stúlkurnar í dansinum. Hann ætlaði að sýna Fenellu það og lieldur fyrr en seinna, að liann gæti haldið utan um stúlku, ef á þyrfti að lialda — að liann gæti varast það, að halda utan um hana eins og hún væri full af þrúðtundri og háskasamlegt, að koma nærri henni. — En hon- um þótti ekkert gaman að þessu hoppi og kensl- an var ærið dýr. Þetta varð þó alt að „hafa sinn gang“. Og liann liuggaði sig við það, að Fen- ellu gæti orðið það til mikillar gleði, að hann kvnni að dansa þolanlega og helst vel. — Hanu sótíi námið af miklu kappi og að mánuði liðn- um sagði liann við unnustu sína: „Nú held eg að eg geti dansað þolanlega.“ „Jæja — heldurðu það?“ Og hún spratt upp úr sæti sínu, setti glym- skrattann af stað og hoppaði því næst í fangjð á unnustanum. ( „Eg æfla að prófa þig — sjá hvað þú getur.“ Og hann sveiflaði henni i dansinn, þó að þröngt væri nokkuð þarna inni. Þau dönsuðu lengi og hún varð að kannast við, að lionum hefði farið mikið fram — hann væri eiginlega orðinn ágætur. Og hún var mjög ánægð yfir þeirri breytingu. Það hlyti að verða ánægjulegt að dansa við hann, þegar þau væri gift. — Ann- ars liafði hún nú meðfram hvatt liann til að læra þessa list vegna þess, að hana langaði til þess, að liann gæti dansað við vinkonur hennar, þegar svo bæri undir. — Það yrði blátt áfram gaman að sjá hann — Caryl Sanger — dansa við þær. Og þá mundi þeim áreiðanlega liætta að þykja liann hálf-leiðinlegur. Hún sagði: „Á morgun verður dansað lieima hjá Baba Ewans, og hún mæltist tii þess, að við kæmum þangað bæði. Það verður gaman að sjá þig dansa við ungu stúlkurnar.“ Caryl svaraði með þessari spurningu: „Heldurðu að það verði mikið af fínu fóllci þarna ?“ „Ekki nokkur sála! Baba Ewans er ekki lineigð fyrir þess liáttar fólk. Hún liefir aldrei kynst því og kærir sig ekki um að þekkja það.“ „Hverskonar fólk verður þá þarna?“ „Eg veit það ekki með vissu. En mér skild- ist á lienni að gestimir yrði svona allskonar venjulegt fólk — kannske listamenn og þess- liáttar. — Baba kann ekki við nein liátíðlegheit. — Eg geri ráð fyrir, að þarna verði gleði og gaman og rausnarlegar veitingar. Kampavinið mun flæða um alt og annað verður eftir því.“ Caiwl skildist, þrátt fyrir þetta, að i rauninni mundi þetta verða nokkuð „fínt“ samkvæmi. Það væri ekkert að marka, þó að Fenellu þætti það ekki „fínt“. Hún væri svo góðu vön og út- farin í því, að umgangast höfðingja og fint fólk af öllu tagi. Það sem henni þætti hara blátt áfram, gæti honum fundist stórkostlega „fínt“, því að hann var engu þessháttar vanur. — Hann hugsaði mikið um þetta. Og þegar þau voru á leiðinni i samkvæmið, fanst honum hann verða að spyrja Fenellu að þvi, í hverju hann væri eiginlega fólginn þessi mikli munur á „fína“ fólkinu og liinu. — Hann væri svo ókunnugur samkvæmislífinu, að hann gæti ekki almennilega greint þar á milli. — „Stjórnmálamennirnir og þess háttar fólk er talið finna en til dæmis að taka listamenn,“ svaraði hún. — „Það er þetta leiðinlega, hátið- lega fólk, sem aldrei hefir gert nokkurn hlut að gagni, sem venjulega er kallað „fint“ — sér- staldega ef það er nú ríkt í þokkabót. Og svo eru það stjórnmálamennimir — allskonar ná- ungar með fínum embættistitlum. Það úir og grúir af þeim i sendisveitunum. — — Sjáðu! Þarna er okkar heittelskaði Heinrich! Við för- um til hans og lieilsum lionum „með kossi“ — undir eins og hann hættir að tala við þessa glæsilegu konu. — Mér þætti fróðlegt að vita livað liún heitir.“ , „Þessi fagra kona er systir mín,“ svaraði Caryl. Hann var bersýnilega dálítið upp með sér þessa stundina. Ilann hafði alls ekki átt von á því, að hitta systur sina þarna og var mjög ánægður yfir þessari tilviljun. „Er hún systir þín, Caryl?“ „Já — það er Toni. Frú Bimbaum. Við skul- um ganga til hennar. Mig langar til að kynna ykkur.“ Fenella var miklu vanari þvi, að kynna fólk, heldur en að láta aðra gera það. Og það var eklci laust við, að hún væri utan við sig og feimin, er svona var „skift um hlutverk". — Hún fylgdist með Caryl yfir þveran salinn, roðnaði og fór hjá sér. — Frú Birnbaum var forkunnar fögur og tíguleg kona. — Hún liafði enga hugmynd um það, að þessi systir Caryls væri svona glæsi- leg, því að liann hafði aldrei minst á það. •— Hann liafði látið sér nægja að segja henni, að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.