Vísir - 12.05.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 12.05.1935, Blaðsíða 3
VISIR iS lausn frá embætti frá i. júní næstkomandi. Mun hann elstur aö árum allra þjónandi presta lands- ins, fæddur 1858. Hann lauk stúd- entsprófi 1885, guöfræSipróíi 1887 og víg-Sist aS Hvammi í Noröurár- dal 1888. Hann fluttist að Staf- holti 1911, er prestaköllin voru sameinuö við brottför síra Jó- hanns Þorsteinssonar. Síra Gísli hefir veriö prófastur í Mýrapró- fastsdæmi ínörg síöustu árin. Síra Hallgrímur Thorlacius, prestur aö Glaumbæ í Skagafiröi, hefir fengiö lausn frá embætti. Hann lauk stúdentsprófi 1886, og guðfræðiprófi í prestaskólanum 1888, og mun hafa tekið prest- vígslu sama ár. Hann þjónar em- bætti sínu sem settur til næsta hausts. Síra Arnór Árnason, prestur að Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu hefir nú feng- ið lausn frá embætti. — Hann varð stúdent 1884 og útskrifaðist úr prestaskólanum 1886: Sama ár varð hann prestur í Kollafirði í Strandasýslu, en lét af embætti um hríð og gerðist bóndi. Hann varö prestur að Hvammi eftir fráfall síra Björns L. Blöndal (Lárusson- ar, sýslumanns að Kornsá í Vatns- dal). I,aust prestakall. Hvanneyrarprestakall í Siglu- firði (Siglufjarðarsókn) hefir nú verið auglýst til umsóknar. Um- sóknarfrestunr til 15. júni Veitist þegar eftir kosningu. Kaupfélagsstjórar sækja nú allmjög liingað á möl- ina, að því er fregnir herma. — Kom einn úr Homafirði síðastliöið haust, en annar af Hvammstanga um nýár. Er talið að hvorugan muni langa heim aftur. í>á hefir þess og verið getið, að éinn sé væntanlegur úr Hrútafirði og ann- ar úr Húsavík og hafi báðir feng- ið nóg af vistinni norður þar. Og enn eru nefndir tveir eða þrír, er hingað vilji komast hið fyrsta og ná sér í „bein“ við.stjórnarjötuna. Þykjast menn ekki vita þess nein dæmi áður, að troðningurinn við þá jötu hafi komist í hálfkvisti við það, sem hann er nú. — Er og talið að stjórnin sé farin að' ótt- ast alvarlegan „beinaskort", ef þessu fari fram. Sauðgróður ágætur er nú kominn víðast um land og mun það óvenju-snemt. Talið er að fé gangi nú vel undau vetri og segja góðir fjármenn, að sérstaka gát þurfi á því að hafa, að mjólka ær fyrst eftir burð, því að víða muni einlembur gera betur 'en að fæða Íömb sín. En það get- ur verið varasamt og ineira að segja hættulegt, að láta mjólk safnast fyrir í júgrinu. Getur það valdið bólgu, ígerðum og jafnvel drepi. Hafi lambið nóg úr öðrum spenanum (eða júgrinu) er venjan sú, að það snerti ekki hinn spen- ann og getur þá farið illa, ef ekki er um hirt. Sá ósiður hefir orðið landlægur víða, að minsta kosti hér sunnanlands, að líta ekki til ánna um sauðburðinn og væri rétt að hverfa frá því ráðlagi hið skjót- asta. Óvenjulegt mun það vera, að allmikill gróð- .ur sé kominn til fjalla hálfan mán- uð af sumri, en svo er þó að þessu sinni. Pyrir nokkurum dögum fóru menn úr Þingvallasveit norður yf- ■ir Kluftir, Ormavelli og Tröllaháls — alt norður i Víðiker. •— Voru þeir að huga að fé sínu, því að það hafði runnið norður á bóginn. Segja þeir að í Víðikerum hafi þá verið kominn ágætur sauðgróöur og jafnvel meiri en utan túns í bygð niðri. Hefir jörð komið þíð og græn undan snjónum, en blið- viðri dag hvern síðustu vikurnar og frostlaust allar nætur. Þ e 11 a p verða smekklegustu gluggastengumar sem þér fáið. Höf- um einnig stengur sem hægt er að lengja og stytta. — Einnig gluggagorma. Komið meðan úrvalið er, því birgðirnar eru takmarkaSar. Björn & Marino Laugavegi 44. Sími 4128. Nemendahljónileikar Tónlistarskólans eru í dag kl. 2 I Gamla Bíó. Viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt. Einleikarar eru þessir nemendur: Jórunn Viðar, Katrín Mixa, Svanhvít Egálsdótt- ir, María Jónsdóttir, Guðríður Gúðmundsdóttir, Rögnvaldur Sig- urjónsson, öll pianónemendur og Katrín Dalhoff og Indriði Boga- son á fiðlu. Næturlæknir er í nótt Ivristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. Næt- urvörður í Laugavegs apóteki og Ingölfs apóteki. Sogsdeilan. Samkomulagsumleitanir í Sogs- deilunni hafa engan árangur borið. Mun ekkert hafa gerst í málinu i gær og mjög óvíst hvað frekara verður gert i því. Nýr forstjóri. A fundi mjólkursölunefndar i gær, var Halldór Eiríksson kaup- maður kosinn forstjóri mjólkur- samsölunnar af meiri hluta nefnd- arinnar (stjórnarliðinu). 17. maí. Félag Norðmanna hér í bæ (Nordmannslaget í Reykjavík) efnir til hátíðarsamkomu og dans- leiks i Oddfellowhúsinu þ. 17. mars, þjóðhátiðardegi Norðmanna. Málarameistarafélag Reykjavíkur heldur fund á Hót- el Borg kl. 5 e. h. í dag. Fundar- efni: Verkfall málarasveinanna. Vorskóli Fríðu Sigurðardóttur tekur til starfa 15. maí í Verslunarskólan- um. Skólinn er fyrir börn á aldr- inum 5—10 ára. Námið fer fram bæði úti og inni. Sjá nánara íaugl. sem birt var í blaðinu í gær. Flutningar 14. maí. Menn eru mintir á að tilkynna flutninga á skrifstofu Rafmagns- veitunnar, simi 1222, vegna mæla- álesturs. Leikhusið. Leikfélag Reykjavíkur heíir tvær leiksýningar í dag. Kl. 3 verður sýndur gamanleikurinn „Varið yður á málníngunni“ og aðgöngumiðar seldir við lækkuðu verði. Kl. 8 verður sýning á hinu nýja leikriti „Alt er þá þrent er“, Það er um leikrit þessi að segja, að þau eru hvort öðru skemtilegra. Bæði talin meðal" bestu gaman- leika, sem hér hafa verið sýndir. Sóðaskapur. Það hefir lengi þótt við brenna, að sóðalegt væri á götunum hér í Reykjavík. Það er algengt að bréfarusl og allskonar óþverri sé hér um allar götur, og enginn virðist skifta sér af því hið allra minsta, nema þeir örfáu menn, sem hreinsa göturnar. Þessar bréfa- druslur fjúka um alt, ef ekki er blæjalogn. Þá er og allskonar rusli öðru fleygt á göturnar, svo isem appelsínuhýði og öðru þess háttar. Þetta á ekkí að eiga sér stað. Fólk á að gæta þess, að fleygja ekki rusli frá sér hvar sem það er statt, því að það er ein- stakur sóðaskapur og ber vitni um hirðuleysi og menningarleysi. Það hefir enginn við að hreinsa þenn- an óþverra, jafnvel þó að margir menn væri hafðir við þau störf daglega. Borgari. Farþegar á Brúarfossi frá útlöndum: Sólveig Matthí- asdóttir, Dagmar Árnadóttir, frú Steinunn Bjarnason, Eggert Lax- dal, Anna Steindórsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Sveinn Árnason, Flelgi Þorsteinsson, S. Kjartans- son, Hannes Ágústsson, Egill Sandholt, Sigurður Benediktsson, Vernharður Sveinsson, Marta M. Jónasdóttir, Hallbjörg Jónasdóttir, Hallbjörg Bjarnadóttir, Kristján Fjeldsted, Ziegler verkfr. og marg- ir aðrir útlendingar. Lokadagur var* í gær og fór fram fjársöfn- un á götum bæjarins, til slysa- varna. Fjársöfnunina höfðu með höndum margar ungar meyjar, klæddar hvítum búningum og nokkrir drengir í sjóklæðum. Gekk fjársöfnunarliðið í fylkingu um borgina í gærkveldi undir fána og með lúðrasveit í broddi fylkingar. Áhéit á Strandarkirkju afhent Vísi: 31 kr. frá Ogm., 25 kr. frá N. N„ 5 kr. frá N. N. Danske Lloyd og Svea hafa flutt skrifstofur sínar í Hafnarstræti 19, 2. hæð. Aðalfundur Nautgriparæktar- og mjólkur- sölufélags Reykjavikur verður haldinn i dag og hefst kl. 1 e. h. í Kaupþingssalnum. E.s. Edda fór héðan í gær áleiöis til út- landa. Betanía Laufásveg 13. Samkoma í kveld kl. 8j4. Markús Sigurðsson talar. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna Hverfisgötu 50. Samkomur í dag: Bænasamkoma kl. 10 f. h. Barnasamkoma kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. — í Hafnar- firði, Linnetsstíg 2: Almenn sam- koma kl. 4 e. h. — Allir velkomnir. Útvarpið í dag. 10,40 Veðurfregnir. n,oo-Messa í dómkirkjurmi —■ Fenning (síi'a Bjarni Jónsson). 15,00 Tónleikar (frá"Hótel ísland). 18,45 Barna- tími (f. telpur) (frú Ingibjörg Steinsdóttir). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar: Kirkjukórar og kirkjusöngvar. 20,00 Klukkuslátt- ur. Fréttir. 20,30 Erindi: Landnám íslendinga í Vesturheimi, XV (Þorst. Þ., Þorsteinsson skáld). 21,10 Tónleikar: a) Orgelhljóm- leikar (Páll ísólfsson) ; b) Beet- hoven: Symphonia nr. 4 (plötur). Danslög til kl. 24. IFlagð undir fögpu skinni. Þegar eg var drengur, sátu menn oft í rökkrinu og sögðu sögur um álfa og útilegumenn, feikn og for- ynjur og ýmsar þjóðsögur. Sögðu sumar frá konungum, sem áttu íagrar dætur, en fögrum meyjum unna í huga sér bæði guðir og menn, og vilja svo verá láta, að yfir slíkri fegurð og blíðu skuli verndarhlíf vera. —< En böl mann- anna barna er það, að geta aldrei ánægðir verið. Þessar fögru kon- ungadætur gátu orðið þreyttar á daglegu lífi í dýrlegum fagnaði, og þráðu þá að sleppa frá gæðum og öryggi föðurhúsanna út í hið ókunna og endalausa og sjá hvað þeirra biði þar. — Vonaborgir áttu þær.jafnan glæsilegar, sem hugur þeirra sá í hillingum langt í burtu. Dóttir konungsins hafði það þá til að sið draumkendra æskumanna, að ganga í leiðslu eitthvað langt í burt frá heimili sínu og út í skóg. — Hið órannsakaða seiðir hug æskunnar. — Þegar út i skóg- inn kom, þá heyrði konungsdótt- irin unaðsfagra óma af hörpuspili. Hún geklc á hljóminn, uns hún sá einhverja fádæma fegurðardís, lclædda dýru skrúði með mikið og gull-legt hár, sitja á gullstóli og leika á gullhörpu. — Alt var gull- roðið, glæsilegt og töfrandi. Þessi undradís vakti þá jafnan einhverja brennandi ósk eða þrá hjá dóttur konungsins, en þar var þó oftast um einhvern hégóma að ræða, feg- urð, auð eða upphefð. Undradísin bauðst til þess að veita konungs- dótturinni hina þráðu sælu, þó með vissum skilyrðum; en þeir svikja oftast mest, sem mestu lofa, því , oft er flagð undir fögru skinni“, og — Frítt er stundum beiskt á bragð, björtu skinni hulið flagð, einatt drjúpa sætust svör af silkimjúkri lygavör. Endirinn varð líka jaínan þessi, að undradísin reyndist vera tröll- kona, galdranorn, illur andi í „ljósengils mynd“, sem lagði eitt- hvað hörmulegt á hið hégóma- gjarna barn konungsins. Skyldi kóngsdóttir þá jafnan þessum ógn- ar álögum bundin, uns einhver djarfur, göfugur og heilhuga kon- ungsson leysti hana; en þvi verki stjórnuðu jafnan hinar bestu og háleitustu kendir mannssálarinnar — löngunin til þess að frelsa og bjarga. Hið órannsakaða ginnir æsku og hinn óreynda. Margt verður á vegi hans, sem giúnir og laðar. Allt er gulli stráð og glæstum sigurvon- um. Bikar nautnanna er borinn barmafullur að vörum hans af ein- hverju lokkandi og töfrandi afli. Vínið glóir í glasinu og lofar miklu —- lofar sælutilfinningum, loíar að gera manninn djarfan, á- ræðinn, glaðan og kátan og flytja liann þannig fyrirhafnarlaust í faðm unnustunnar. En Bakkus hefir öllum reynst illa. Miklu hef- ir hann lofað, en allt svikið. Þar er flagð undir fögru skinni. Hann er nomin, sem hneppir menn í hryllileg álög, í fjötra ömurleikans og ófarsældar. Þeir verða að ó- mennum, óþekkjanlegir og oft viðbjóðslegir. Þeir verða orðtak og grýla, og ósjálfbjarga þrælar ]iess, er ofurseldi þá ömurleikan- um. Þeir geta ekki bjargað sér sjálfir. Þeir eru í álögum þessum, uns einhver konungssonur, eitt- hvert sannkallað guðsbarn, leysir þá; einhver, sem er í þjónustu hins góða; einhver, senr af mannkær- leika og ást til sannrar menning- ar verður til þess að brjóta fjötra þeirra, svo að þar kemur fram fag- urt dygðalíf í stað vesaldóms og ómenningar. í álögunum voru dæt- ur konunganna jafnan einhver ó- frýnileg og voðaleg tröll, sem allir hræddust, eða þá eittvert ægilegt kvikindi, og kostaði þá frelsi þeirra oftast það, að einhver góð- ur og glæsilegur konungsson kysti þessar ófreskjur á munninn. — Það er þessi snerting kærleikans, sem ekkert hræðist og við engu mannlegu býður, hversu afskræmt, sem það er orðið, sem seilist niður til hins ofurselda og glataða manns, lyftir honum upp og brýtur af sálu hans alla fjötra, svo að þar er ekki lengur að sjá ljótleik- ann og afskræmið, heldur sanna fegurð, sem hrífur og vekur ást, samúð og bræðralag. Verkið var jafnan eríitt fyrir ungan konungsson, en verkið fékk hann æfinlega vel borgað. Það var aðeins manndómurinn, áræði og göfgi, sem þurfti til um stutta stund, og sigurinn var unninn. •—- Fyrir framan konungssoninn stóð á næsta augnabliki fegurðin sjálf, sem heillaði og hreif — ung og glæsileg kóngsdóttir, sem bauð að launum alla ást sína og blíðu. Mikið af glæsimensku er í álög- um af völdum Bakkusar. Mikið af manndómi, drengskap og hæfi- leikum, er hulið ófreskjuham. — Hver vill vera konungssonurinn góði, sem leggur allt i sölurnar til þess að leysa böndin og bjarga? Unga og óreynda æska! — Þú átt mikið til af útþrá og æfin- týralöngun, mikið til af fúsleik og fjöri, en gakk þú ekki eftir seið- magni hljómfögru en svikulu tón- anna, er óma frá gullhörpum galdranornanna, sem leggja sak- leysi og fegurð æskunnar í fjötra og álög ömurleikans. Aðhlynning föðurhúsanna og holl ráð sönnustu vinnanna, þótt hversdagslegt þyki, er öruggari heldur en veglaus og villugjarn skógur hins ónumda draumalands óreyndrar æsku. Það- an hefir margur týndur sonur horfið aftur heim með bogið bak og blæðandi hjarta. Pétur Sigurðsson. Bretar og Frakkar og deilur ítala og. Abessiniumanna. London 11. maí. FÚ. Stjórnirnar í Englandi og Frakklandi eru nú að byrja að bera saman ráð sín um deilumál ítala og Abessiniumanna. Sérstaklega er það ætlunin að athuga, hvað unt sé að gera til þess að fá þjóðirnar til að leggja málið í gerð undir eins,. en þær hafa báðar fallist á það, að best sé að útkljá málið í gerð. Fyrir skömmu var ákveðið að, skipa sáttanefnd í málið frá beggja hálfu, en menn hafa ekki verið útnefndir i þá nefnd. En samkomulagið milli þjóðanna hefir síðan versnað að mun og orðið hættulegra en áður. Enska stjórn- in álítur það mjög nauðsynlegt, að málið sé nú þegar lagt í gerð. Sendiherrar Breta og Frakka i Addis Ababa og í Róm hafa lagt mjög ríkt á við stjórnirnar þár, að útnefna tafarlaust menn í sátta- nefndina. Herkostnaður Breta. London 11. maí. FÚ. Enski fjármálaritarinn skýrði í dag frá herkostnaði Englendinga, en fyrirspurn um þetta hafði lcom- ið fram í deildinni. Allur kostnað- ur við her, flota og fluglið hefir a síðastliðnum 10 árum numið 1022 miljónu'm punda. Gort. Hans: Plann pabbi minn gengur altaf hattlaus. Pési: Eg held þaö þurfi eng- inn að gorta af þess háttar smá- munum. Pabbi minn gengur altaf hárlaus! Ástir og matur. Ung kona sá bók i búðarglug'ga og var titill bókarinnar svo hljóð- andi: .Jlvernig tekst mér best að varðveita ást mannsins míns?“ Hún keypti bókina. En þegar hún kom heim sá hún, að þetta var þá bara — mátreiðslubók! ÞIEIMSSÝNINGIN í BRUSSEL Myndin er tekin daginn sem sýningin var opnuð af Leopold konungi. Á myndinni sést, er hann og Astrid drotning óku á sýn- inguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.