Vísir - 18.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 18.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Ferðaskrifstofa rikisins var stofnuð með lögum frá Alþingi, er hlutu konungsstaðfestingu 1. febrúar þessa árs, og er stofnun þessi nú tekin til starfa. Veitir Eggert P. Briem, fyrrum bóksali, henni for- stöðu, en Ragnar E. Kvaran er landkynnir stofnunarinnar. SmíiO viö blaðinu! í lögum um Ferðaskrifstofu rikisins er m. a. svo að orði komist um tilganginn með stofnun hennar: • skal hún starfa að því að veita fræðslu um landið innanlands og utan með fræðsluritum, útvarpser- indum, fyrirlestrum, kvikmynd- um, augiýsingum og á annan hált, með það fyrir augum að vekja athygli ferðamanna á landinu og kynna það á þann hátt, að menn fái sem glegsta liugmynd um lands- og þjóðar- háttu, menningu, atvinnulíf og framleiðslu. Ferðaskrifstofa rikisins hefir með hörtdum leið- beiningar og fyrirgreiðslu inn- lendra og erlendra ferðamanna, og hefir hún ein rétt til þess að starfrækja ferðaskrifstofur fyr- ir erlenda menn.“ í lögunum er ráðherra þó heimilað, að leyfa erlendum ferðaskrifstofum, sem áður hafa starfað hér á landi, að hafa umboðsmenn liér á landi o. s. frv. í lögunum er og gert ráð fyrir því, að samningar takist „um gagnkvæm erindi og upplýsingar milli Ríkisút- varpsins og erlendra útvarps- stöðva, og skal þá starfsemi Ríkisútvarpsins í þessu efni jafnan hagað eftir samkomu- lagi við forstjóra Ferðaskrif- stofu ríkisins.“ Skrifstofa Ferðaskrifstofu ríkisins er í Tryggvagötu 28. — Störf forstöðumanns og landkynnis. Ferðaskrifstofa ríkisins hefir skrifstofu í húsinu nr. 28 við Tryggvagötu og hefir lítið um sig enn sem komið er, en fær rúmbetra húsnæði á þessum sama stað í næsta mánuði. Mót- . taka erlendra ferðamannahópa, þegar skemtiferðaskip koma t. d., verður þar sem er viðtækja- verslun rikisins, sem þó ekki flytur þaðan, en sú stofnun hefir aðstöðu til þess að láta Ferðaskrifstofuna fá afgreiðslu- sal sinn til þeirra afnota, sem að framan getur, að sumrinu. Eggert P. Bfiém er forstöðu- maður Ferðaskrifstofunnar sem fyrr segir og snýr starf hans meira að ferðalögunum sjiálfum og skipulagningu þeirra og mót- töku ferðamanna, og er það margþætt og mikið starf, en höfuðstarf Ragnars E. Kvaran er að kynna land og þjóð. Hefir hann lagt það til við stjórnar- ráðið, að þessi starfsemi verði kölluð landkynning. Viötal við Ragnar E. Kvaran. Tíðindamaður frá Vísi átti nýlega tal við Ragnar E. Kvar- an á skrifstofu Ferðaskrifstofu rikisins og spurði hann tíðinda um undirbúningsstarf stofnun- arinnar og framtíðarhorfur. i, Miklar fyrirspurnir um ís- land meðal ferðamanna er- lendLs. „Þær fregnir", sagði Ragnar B. Kvaran, „sem Ferðaskrif- stofa ríkisins hefir fengið, síðan er hún komst á fót, sýna, að er- lendis er spurt meira um Island sem ferðamannaland, skilyrðin til þess að komast hingað og ferðast hér um, en búist hafði verið við. Eggert P. Briem, sem er nýlega kominn heim úr ut- anför, liefir þær fregnir að færa, að á erlendum ferðaskrif- stofum og skrifstofum ræðis- manna og sendiherra íslands og Danmerkur sé stöðugt leitað upplýsinga um ísland sem ferðamannaland, en jafnframt var lionum á það bent á þessum stöðum, að ekki væri gögn fyrir liendi til þess að svara surning- um ferðamanna og þar með greiða götu þeirra.“ t Ónógur skipakostur. „Það er sýnilegt," sagði R. E. Kvaran ennfremur, „að skipa kostur til þess að flytja ferða- menn til landsins er þegar alls- endis ófullnægjandi, því að panti menn ekki far á miðjum vetri eða snemma á vorin geta menn átt á hættu að fá alls ekki far á þeim tíma, sem mest er um flutningana — uni hásum- artímann. Þetta stafar af ónóg- um skipakosti, sem vitaskuld verður enn tilfinnanlegri þegar auglýsingastarfsemin fer að bera verulegan árangur. Hvernig úr verður bætt. —r „Það er nú verið að leitast við að ráða fram úr hvernig úr þessu verði bætt, þannig að sem flestir þeirra, er hingað til lands vilja fara, geti fengið far, og ér það að vísu miklum vandl<væð- um bundið, að fá þessu komið í gott horf. En eg geri mér fast- lega vonir um, hvernig sem úr rætist á yfirstandandi ári, að ekki líði annað ár svo, að ekki verði séð fyrir sæmilegum skipakosti. Ferðaskrifstofan hefir þegar snúið sér að því, sem eg vék að áðan, að greiða fyrir því, að hægt sé að láta í té nægilegar upplýsingar um Is- land og ferðalög hér.“ Landkynning. „Eg tók ekki við mínu starfi, sem snýr aðallega út á við, þ. e. að veita upplýsingar og fræðslu um landið erlendis, fyrr en 1. þ. m. Eg hefi lokið við að semja fyrsta ritling Ferðaskrifstof- unnar á ensku og er hann nú í prentun. Er hann almenns efn- is, inniheldur ýmsar upplýsing- ar um land og þjóð, og er prýddur um 30 myndum. Ritl- ingurinn er prentaður í stóru upplagi og verður honum út- hlutað ókeypis. M. a. er ráðgert, að hann liggi frammi á erlend- um ferðaskrifstofum og menn, sem hafa í huga að ferðast hing- gð til lands, geti fengið hann þar ókeypis. Ennfremur verða gefin út auglýsingablöð, af hentugri stærð til þess að hafa í vasa, um ákveðin ferðalög.“ i Ný bók um ísland. „Eg geri mér vonir um,“ seg- ir R. E. Kvaran ennfremur, „að geta í sumar Iokið við að semja bók um ísland, sem sérstaklega er ætluð erlendum ferðamönn- um, og verður hún seld vægu verði.“ Héðinn Yaldimarsson virðist nú hafa sannfærst um það, að ekkert muni stoða að halda því fram, að vel hafi tekist til um freðfisksöluna til Ameriku. Fyrst i stað var það látið í veðri vaka að salan liefði tekist prýðilega hjá Sigurði Jónassyni. Menn minnast stóru fyrirsagn- anna í Alþýðublaðinu, um að nú væri Steady-farmurinn all- ur seldur, að Sigurður hefði selt liann allan „beint til kaup- endanna“ o. s. frv. Og blaðið hlakkaði yTir því, að fregnin um söluna hefði komið eins og reiðarslag yfir alla „íhalds- menn“, af því að hún liefði hepnast svo vel! Nú er komið allt annað hljóð í strokkinn. Nú er Alþýðublaðið ýmist undir nafni Héðins eða í ritstjórnargreinum, látið ausa úr skálum reiði sinnar yfir for- stjóra S. I. F. fyrir það, að þeir liafi spilt fyrir sölunni og fyrir „flaustrið“ á undirbúningnum af hálfu Kristjáns Einarssonar. Og í ofanálag er svo Jóhanni Þ. Jósefssyni kent um það, live ó- lánlega liafi tekist til um fisk- söluna til Póllands! En af þessu öllu er svo dregin sú á- lyktun, að enginn maður sem vit hefir á fisksölu, eða nokk- ura reynslu liefir í þeim efnum, megi koma þar nálægt! Þessi vantrú á þekkingunni Fei'ðaskrifstofan og Ríkis- útvarpið. — Útvarp til Ameríku fyrsta sumardag. „Ferðaskrifstofa ríkisins mun líafá samvinnu við Ríkisúlvarp- ið, eins og gert er ráð fyrir í lögunum. Verður þessi starf- semi með þeim hætti, að varpað verður út á sluttbylgjum, fyrst á ensku og síðar á öðrum mál- um, vikulega stutluin érindum um ísland, sem Ferðaskrifstof- an leggur lil og ennfremur söng. Ráðgert er, að þessi starfsemi hefjist fyrsta sumardag, og verður fyrst aðallega miðað við Ameriku.“ Ritgerðir um ísland verða birtar í erlendum blöðúm. „Þá er gert ráð fyrir, að Ferðaskrifstofan komi sér í samband við erl. blöð og tíma- rit, og fái þau til þess að birta ritgerðir og greinar um ísland og íslensk efni. Eg er einmitt nú að Ijúka við fyrstu grein mína, sem birt verður í þessu skyni. Verður hún birt i Hol- landi, en gert er ráð fyrir, að þar birtist nú um nokkurt skeið ein ritgerð um Island á mánuði hverjum, í allmörgum blöðum samtímis. Þetta er upphaf við- tækrar starfsemi í þessa átt i ýmsum löndum og er þegar hafinn undirbúningur að henni.“ i Ferðaskrifstofunni hafa þegar borist fjölda margar fyrirspurnir — um marg- vísleg efni. „Þann stutta tíma, sem Ferðaskrifstofan hefir starfað, hafa henni borist fjölda margar fyrirspurnir —- um ýms efni. M. a. viðvíkjandi útfararsiðum, livað táknmyndir á ísl. frí- merkjum merki, og frá hvaða stöðum myndir á ísl. frimerkj- um séu, hvernig háttað sé ým- iskonar atvinnustarfsemi hér á landi o. m. fl. En aðallega er vitanlega spurt um ferðalög hér á landi og það, sem ferðalög snertir. Er að sjálfsögðu leitast við að svara öllum fyrirspurn- um sem greiðlegast, jafnvel þeim, sem ómerkar kunna að er nú síður en svo ný meðal þeirra manna, sem nú hafa sig mest í frammi í þjóðmálunum, og þykjast ætla að rétta allan hag lands og þjóðar við með eintómu „brjóstviti“. Og þess vegna stoðar það heldur ekk- erl þá menn, að afsaka klaufa- dóminn og axarsköft eftir á, með því, að þeir hafi í einu eða öðru farið að ráðum annara. Iféðinn hefir talað mikið um „flugferðir“ þær, sem erind- rekar S. I. F. hafi farið til markaðskönnunar og „flaustr- ið“, sem hafi verið á öllum þeirra gerðum. Mætti hann því sjálfum sér um kenna, ef hann teldi að sér hefði orðið það á, að fara of mikið að ráðum þeirra manna. Það eru þá víti, sem hann af „brjóstviti“ sínti átti að geta varast. Hinsvegar er ekki annað kunnugt, en að ráð þessara nianna hafi gefist vel á öðrum sviðum en þeim, sem Héðinn liefir getað bælt undir sig. Og það er ólíklegt, að nokkur maður, jafnvel með- al liinna trúuðustu fylgifislca Héðins, geti varist þeirri hugs- un, að í þessurn efnurn sem öðrum liljóti það að varða miklu, hver á heldur, þegar til framkvæmdanna kemur. En eftir að Iféðinn liafði þverneit- að því, að fiskimálanefnd yrði látin taka nokkurn þátt í kostn- aðinum af „flugferðum“ þeirra Thors Tliors og Kr. Einarsson- ar af því að slíkar ferðir hlytu að verða gagnslausar, þá hefði honum verið nær að haga sér samkvæmtþví síðar og láta ekki fiskimálanefnd gera neina til- raun til þess að seilast eftir heiðrinum af þeim ávöxtum, sem erindrekstur þeirra kynni að bera. Ef hann hefði látið S. 1. F. um það, að framkvæma söluna á freðfiskinum til Amer- íku, sem hann nú segir að hafi verið svo illa undirbúin af þess hálfu, þá hefði skömmin skollið á réttum aðila, ef illa hefði tekist til og allt farið í handaskolum — eins og það fór hjá honum sjálfum. Nú vorkennir enginn Héðni, þó að hann þykist vera að naga sig í handarbökin fyrir það, að hafa treyst undirbúningsstarfi S. I. F. Menn eru þess líka full- vissir, að allt hefði farið vel, ef öll framkvæmdin hefði verið í þess höndum, og Héðinn hvergi nærri komið. þykja, til þess að nota hvert tækifæri til þess að auka þekk- ingu á íslandi og þar með stuðla að þvi, að menn fái réttari hug- myndir um land og þjóð.“ i Góð samvinna. — I lok viðtalsins vék tíðinda- maðurinn að því, að í lögunum væri gert ráð fyrir þvi, að er- lendar ferðaskrifstofur, sem áð- ur liafa starfað hér á landi, hefði hér umboðsmenn áfrain, ef ráðherra heimilaði, og sagði R. E. Kvaran, að umboðsmenn þeirra félaga, sem um er að ræða, mundu hafa sótt um leyfi hlutaðeigandi ráðherra hér að lútandi. „Ferðaskrifstofan væntir þess,“ sagði R. E. Kvaran, „að milli hennar og umboðsmanna erlendra ferðaskrifstofa, er hér kunna að starfa áfram, takist hin besta samvinna." A. Th. IFrii Slgríðnr Jðnsdóttlr Konráðsson. Nokkur minningarorð. I dag var til moldar borin frú Sigríður Jónsdóttir Konráðsson. Hún var ein þeirra kvenna, sem unnið hafa alt sitt æfistarf inn- an vébanda heimilisins, svo nánuslu ættingjar og vinir geta einir um það borið, hve heilla- ríkt það hefir verið. En þó er slíkt starf, int af liendi með fórnfýsi og ósérplægni, eigi síð- ur mikilsvert fyrir þjóðarheild- ina, því eins og frumurnar byggja upp líkamann, þannig mynda og heimilin lífseindir þjóðfélagsins. — Mér, sem álti því láni að fagna að þekkja lieimili hennar nokkuð náið, þykir því hlýða, að þessarar ágætu konu sé að einhverju get- ið, er hún nú á besta skeiði hefir verið lífi og fjöri svift. — Frú Sigriður var fædd á Akranesi þ. 7. mai 1893. Hún var af ágætu bergi brotin, dótt- Jóns prófasts Sveinssonar á Akranesi, og konu hans Ifall- dóru Hallgrímsdóttur, Jónsson- ar. Yar móðurafi frú Sigríðar Konraðsson, Hallgrímur Jóns- son í Guðrúnarkoti, þjóðkunn- ur atorku- og framkvæmda- maður á sinum tíma. Stóðu þannig að frú Sigríði hógværir mentamenn annars vegar, en hinsvegar harðgerðir búmenn og sjógarpar. Ifygg eg, að áhrifa frá báðum þessum meg- inþáttum ættarinnar hafi gætt í skapgerð hennar sjálfrar. Frá öðrum hafði hún ást á fyrir- mannlegri háttprýði og vírð- ingu fyrir mentun, en frá hin- um hafði liún óbilandi þrek, þá er á móti blés og þau hyggindi, er í hag koma. — Hún ólst upp á fyrirmyndarheimili föður síns og hlaut alla þá mentun, sem á þeim árum þótti mega prýða vel ættaða og vel gefna stúlku, bæði i föðurgarði og síð- ar í Kvennaskólanum i Reykja- vík. —. Árið 1914 gekk hún að eiga Konráð heitinn Konráðsson, lækni, er þá hafði nýlega Iokið námi. Settust þau hjónin að á Eyrarbakka. Hlóðust þar brátt umsvifamikil læknisstörf á Konráð heitinn og er það dómur allra, er til þekkja, að frú Sig- ríður hafi verið manni sinum mjög innan handar og ómiss- andi stoð, við læknisstörfin heima fyrir. Reynir slíkt á þrek ungrar konu, er aðstoða þarf við hættulegar læknisaðgerðir, svo sem allskonar uppskurði, við jafnófullkomnar aðstæður og læknar i smáþorpum hér á landi eiga oftast við að búa. Árið 1917 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem þau keyptu Iiúseignina í Þingholts- stræti 21. Slofnuðu þau þar hið prýðilegasla heimili. Helgaði frú Sigríður því óskifta krafta sína til siðustu stundar. — Þau hjónin eignuðust cinn son, er lést skömmu eftir fæð- ingu. Tóku þau sér þá kornung- an dreng, Bjarna að nafni, í son- ar stað og ólu hann upp af eigi minni umhyggju en hefði hann verið þeirra skilgetinn sonúr. Stundar hann nú nám við læknadeild Háskólans. — Sumarið 1929 var harmur mikill kveðinn að frú Sigríði með sviplegum dauða manns hennar. En liún átli þrek til að standast það áfall og lielgaði sig, ef vera mætti enn þá eindregn- ara, uppekli kjörsonar síns og umönnun aldraðrar tengdamóð- ur sinnar. — Snemma ársins 1935 kendi liún sjúkdóms þess, er nú hefir leitt liana til bana. Var gjörður holskurður á lienni síðastliðið sumar og i mars s. 1. varð liún enn að leggjast á Landspítalann. Þar batt dauð- inn skyndilega enda á allar þjáningar hennar þ. 9. þ. m. — Sonur hennar, systir og aðr- ir ættingjar og vinir eru nú mildu sviftir. Er söknuðurinn vissulega þeim mun sárari, sem dauðann bar að með svo snögg- um hætti. En sjálf hefði hún vafalaust heldur lcosið þenna endi, en margra ára sjúkdóms- ok, því enginn kunni því ver en hún, að vera öðrum til byrði. Við, sem eftir lifum, lcveðj- um því frú Sigríði einlægri þakklætis- og vinarkveðju og munum jafnan minnast hennar sem einnar hinnar glæsilegustu ágætiskonu, er okkur hefir nokkru sinni auðnast að kynn- ast. — J. G. Bókapfregn. Kristian Elster: Litlir flótta- menn, drengjasaga frá Nor- egi, Árni Óla þýddi. — ísa- foldarprentsmiðja. 1936. — Hér er saga fyrir stálpaða drengi, sem bæði er spennandi og lioll lesning. Með vakandi eftirtekt fylgir maður „litlu flóttamönnunum“ í liraknings- för þeirra fná Rauðnef og Blá- nef yfir fjöll og firnindi Noregs alt til borgarinnar þar, sem þeirra bíða ný æfintýri í marg- menninu. Það sem fyrir augað ber er eins og litskrúðug myndabók: fjörður, fjall, foss og heiði i snjó, þoku og sól, alt umhverfis tvo litla drengi, sem vilja verða miklir menn. Og skýrt eru dregnar myndir ein- kennilegra náunga, hálfgildings útilegumanna, sem drengirnir komast i tæri við. Það er greini- legt, að það er ekki miðlungs- höfundur, sem stendur að þess- ari bók, etida er það Kristian Elster. Með henni hefir hann verulega auðgað bókaforða lestrarfúsra unglinga lieima fyrir, en Árni Óla, með prýði- legri þýðíngu, fengið hana i Bendur íslenskum unglingum, sem kunna áreiðanlega vel að meta „sumargjöf“ hans. Bókin er allstór, 208 blaðsíð- ur, en ódýr eftir stærð. Bókin er prýdd fjölda mynda, sem ungur sonur þýðandans hefir teiknað við hver lcaflaskifti sög- unnar, af næmum skilningi á efninu og með smekkvísi óg þroska í meðferð á penna, sem er óvanalegt uffll jafn ungán pilt. B. S. Baráttan gegn því, að norskar konur geti orðið prestar. Oslo 17. apríl. Biskupsdæmisráðið í Björg' vinjar bislcupsdæmi liefir saÐ*' þylct mótmæli gegn því, að ko»' ur fái réttindi til prestsembætta. (NRP—FB). /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.