Vísir - 31.01.1938, Side 2

Vísir - 31.01.1938, Side 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa | 1 Austurstræti 12. oc afgreiðsla j Sínar: Afgreiðsla 3400 Xitstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lansasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Úrslitin. [T RSLIT bæjarstjórnarkosn- ^ inganna hér í Reykjavík urðu þau, sem vænta mátti, að Sjálfstæðisflokkurinn bar glæsi- legan sigur úr býtum og bætti við sig níunda sætinu í bæjar- stjórninni. Atkvæðatala flokks- ins varð örlítið lægri en i þing- kosningunum í sumar, eins og í rauninni mátti búast við á þessum tíma árs. En þrátt fyrir það er meiri hluti flokksins liinn myndarlegasti, og ber þess Ijósan vott live föstum fótum flokkurinn stendur hér í bæn- um. Framsóknarflokkurinn jók nokkuð sina atkvæðatölu, en það mun þó ekki stafa af því, að raunverulegt fylgi lians hafi aukist, heldur af hinu, að flokk- urinn hefir nú heimt til sín þau „láns“-atkvæði, sem slæddust fi'á honum til kommúnista og socialLsta í Alþingiskosningun- um. En samanlagt atkvæða- magn hans og „samfylkingar“ kommúnista og socialista varð að heita má nákvæmlega það sama og samanlagt atkvæða- magn allra þessara þriggja flokka í þingkosningunum. Með öllum hamförum sínum i kosningabaráttunni, tókst samfylkingunni þannig ekki að halda fullkomlega til haga jafn- rniklu liði og greiddi socialist- um og kommúnistum alkvæði í þingkosningunum. En þrátt fyrir það má gera ráð fyrir því, að forystumenn samfylkingar- innar telji sinn hlut góðan, svo Inegnri mótspyrnu sem sam- fylkingin átti að mæta af hálfu flestra ráðamanna í Alþýðu- flokknum. Munu kommúnistar nú líka þykjast hafa öll i*áð Al- þýðuflokksins i hendi sér, úr því að ekki tókst ver til fyrir þeim, en raun varð á, í kosning- unum, enda litlar líkur til þess, að andstæðingar „Moskvavalds- iris“ í Alþýðufiokknum fái leng- ur spornað við því, að flokkur- inn verði kommúnistum að bráð. Þannig getur það orðið afleið- ing þessara kosninga, að það verði Alþýðuflokkurinn, sem það eigi að liggja fyi'ir, að „þurkast út“ hér á landi, eins og Stefán Jóhann Stefánsson sagði um kommúnistastefnuna á Norðurlöndum. Og víst er um það, að leiðtogar flolcksins mega halda betur á framvegis en hingað til, ef svo á ekki að fara. Franco gefur út boðskap um nýtt stjórnarfyrirkomulag. Franco verður EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. IBurgos hefir verið gefinn út lagaboðskapur um nýtt stjórnarfyrirkomulag í þeim hluta Spánar, sem Franco ræður yfir. Hin nýju lög miða að því, að leggja grundvöll að skipulagningu framtíðar- stjórnarfyrirkomulags á Spáni. Samkvæmt hinum nýju lögum verður Franco for seti og mun hann stjóma ríkinu án þings. Einnig er hann áfram yfirmaður hersins. Undir Franco eru gefnir nokkrir ráðherrar, sem hafa með höndum yf- irstjórn hermála — flota- máía- og flugmálaráðuneyt- anna. Auk þess er utanrík- ismálaráðuneyti, dóms- málaráðuneyti, iðnaðar- málaráðuneyti, innanríkis- málaráðuneyti og löggæslu- ráðuneyti. Samkvæmt hin- um nýju lögum kemur þjóðráð í stað þingsins, en í því eiga sæti tveir aðal- flokkarnir, sem styðja Franco, Falangistar og kon- ungssinnar. United Press. Júlfana Hollandsprinsessa eignaðist dóttur í nött. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, á hádegi. að hefir verið opinber- lega tilkynt frá Soe- stdijk-höllinni að, Juiiana krónprinsessa hafi fætt dóttur. Gleði er mikil í Hollandi, en það voru þó mikil vonbrigði fyrir menn, að barnið skyldi ekki vera drengur. Síðari fregn. Jafnskjótt og fregnin barst út frá Soestdijk, riðu kallarar út á götur borg- anna og tilkyntu fæðing- una. Var tilkynningin rit- uð með bláu bleki á gult pergament. Hleypt var af 51 fallbyssuskoti í Amster- dam, Haag og Rotterdam og við alla liermannaskála í landinu. Var hleypt af erhu skoti á hverjum 15 sekúnd- um. United Press. Myndin liér undir er tekin úr lofti, og er af Soestdijkhöllinni, þar seni hinn nýi ríkiserfingi fæddist. Myndin til hægri er af því, þegar hleypt var af 51 fall- bj'ssuskoti til að tilkynna, að prinsessa sé fædd. (Ef það liefði verið prins, sem fæddist, liefði verið hleypt af 101 skoti). Litla niyndin hér að ofan er af dr. Grot, fæðingarlækninum. og yflp- London í gær. Frá Shanghai. Handsprengju var varpað í gær inn í skrifstofu kínversks dagblaðs í Sliangliai, og ann- ari inn í kínverskt skólahús, og varð liún einum manni að bana. Árásin á Allison. Amei'íski sendiherrann hef- ir mótmæll árás japansks lög- regluvarðar á sendisveitarrit- ara Bandaríkjanna í Nanking, Jolin Allison. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem Allison hef- ir sent ameriskum yfirvöldum um atburðinn, þá neitaði hann ekki að verða við tilmælum lögregluvarðarins um að liafa sig á brott úr liúsinu, þar sem hann var staddur, og gaf ekk- ert tilefni til þess, að liann væri sleginn utan undir. Kínverjar umkringja Tsi-ning. Samkvæmt síðustu fregnum frá orustusvæðunum i Kína, liafa kínverskar hersveitir nú umkringt Tsi-ning, og enn- fremur liafa Kínverjar rofið samgöngurnar milli Ilangclio'w og Nanking, en báðar þessar borgir eru á valdi Japana. Árás á Roosvelt. í japanska blaðinu Niclii- Nichi Sliimbun er ráðist á Roosevelt forseta, fyrir að krefjast aukinna f járveitinga til ameríska flotans. I blaðinu segir, að Bandaríkin fari út fyrir þau takmörk í vígbún- aði, sem sett séu í Lundúna- sáttmálunum, þá neyðist Jap- anir til þess að gera slíkt hið sama. Hopeh-héraðið lagt undir Peiping. Japanska stjórnin tilkynnir, að austur-Hopeh-héraðið hafi verið lagt undir bráðabirgða- stjórnina í Peiping. Nýjar árásir í Shanghai. Japanskur undirforingi í hernum réðist í gær á amerísk- an blaðamann og danskan lækni, en ekki segir nánar frá þessurn atburði. London í morgun. Loftárás. Flugvélar uppreistarmanna gerðu tvær loftárásir á Barce- lona í gær, með tveggja og liálfrar klukkustundar milli- bili. Uppreistarmenn telja, að í þessum árásum muni 300 manns liafa farist og um 700 særst, en í opinberri tilkynn- ingu stjórnarinnar er sagt, að 155 menn hafi farist. Orusta við Teruel. Við Teruel lierðir stjórnar- herinn sóknina. Orusta liefir staðið yfir 20 mílum fyrir vestan borgina og hefir mann- fall verið mikið á báða bóga. Eins og oftar ber fréttum ekki saman. Uppreistarmenn segj- ast hafa haldið velli, en stjórn- in segir, að þeir hafi beðið lægri hlut í viðureigninni. Cordoha. í Cordoba-héraði segjast uppreistarmenn liafa gert skyndiáhlaup og hafa tekið mikilsverðar blý-námur við Santa Barbara. Deilur lapaua oo Riisss. London 31. jan. FÚ. Japanska stjórnin lýsir yfir þvi, að ákvörðun Sovét-stjórn- arinnar í Rússlandi, uin að leggja niður póstsamgöngur við Japan, sé ekki á neinum rökum bygð. Stjórnin lieldur því fram, að rússneska póst- flugvélin, sem tekin var í Man- chukuo, þegar hún nauðlenti þar á dögunum, hafi ekki haft leyfi til þess að fljúga yfir Manchukuo, en hafi verið kom- in 200 kílómetra inn fyrir landamærin, þegar hún varð að lenda. London í gær. Roosevelt Bandaríkjaforseti varð 56 ára gamall i gær. Á afmæli sínu í fyrra stofnaði forsetinn sjóð til raxinsóknar og lækninga á lömunarveiki, en forsetinn er, sem lcunnugt ei% fatlaður eftir lönmnarveik- ina. Félaginu bárust 25 þús. kr. æ afmælinu. 29. jan. FÚ. Slysavarnafélag íslands varð 10 áx-a í dag og barst þvi á þess- um afmælisdegi sínum sú stærsta og veglegasta gjöf, sem því nokkru sinni liefir boi'ist — eða ltr. 25,000,00 — tuttugu og fimm þúsund krónur — frá lijónunum Elínu Þorsteinsdótt- ur og Þorvaldi Friðfinnssyni, til heimilis í Ólafsfirði. Gjöfinni á að verja til björgunarskips fyr- ir Norðurlandi. — Þessi afmæl- isgjöf lijónanna er gefin til minningar um börn þeirra hjóna, Guðrúnu og Albert, sem bæði eru látin. Lést Guðrún heitin á sóttarsæng fyrir nokk- urum árum, en Albert druknaði 17. mai’s 1936 — var hann hinn mesti efnismaður og einn af stjórnendum slysavarnasveitar- innar í Ólafsfirði. Er hér — segir erindreki Slysavarnafé- lagsins —■ sameinað tvent: óvenjumikill höfðingsskapur og alveg sérstaklega viðeigandi minnisvai'ði yfir látna ástvini. í dag hefir Slysavarnafélag- inu borist fjöldi heillaskeyta víðsvegar að af landinu, er ber vott um ítök og vinsældir fé- lagsins meðal landsmanna. Á gamlársdag tilkjmti slcrif- stofa lögmannsins í Reykjavik Slysavai’nafélagi íslands, að skiftum væri lokið á dánarbúi Ivetilríðar Guðmundsdóttur, Slcálholtsstíg 3, Reykjavík, er hefði arfleitt Slysavaniafélag íslands að kr. 6000,00, sem ættu að renna í þjörgunarskútusjóð Faxaflóa, og afhenti fulltrúi lögmanns félaginu sparisjóðs- bók með fjárhæðinni. Sjómannanámskeið. 29. jan. FÚ. Á Eyrai'bakka er nýlega lokið sjómannanámskeiði, er Sigur- jón P. .Tónsson skipstjóri liefir Jialdið þar fyrir sjómenn þá, er gengust undir fiskimannapróf. Héðan fi'á Reykjavík fór full- trúi Slysavarnafélagsins til þess að kenna lífgun druknaðra við námskeið þetta, því samkvæmt nýrri reglugerð, um hið minna fiskimannapróf, eiga nú allir er því prófi ljúka, að kunna að- ferðir við lífgun druknaðra. 'ÍMm^oLS> aðeins L.oftiar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.