Vísir - 10.12.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 10.12.1939, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri; :ísí jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 29. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. Reykjavík, sunnudaginn 10. desember 1939. 286. tbl. Rússar lofa Rúmen- um öllu fögru. -©-- lliifa iiég’ii iid Niiina i Fiinilanili. EINKASKEYTI frá United Press. — K.höfn í gærkveldi. Það hefir vakið ffífurlega athygli, ekki. síst með tilliti til undangenginna hótana í garð Tyrkja og Rúmena í rússneskum blöðum, og þess, hversu erfiðlega Rússum gengur sóknin á hendur Finnum, að ráðstjórnin rússneska lof ar nú Rúmenum öllu fögru og lýsir yfir því, að skoðanir þær, sem fram hafa komið í kommúnistablöðunum, séu ekki í samræmi við utanríkismálastefnu sovét-ríkjanna. Hingað til hefir þó verið álitið, að þessi blöð túlkuðu ekki neinar aðrar skoðanir en þær, sem leiðtogar kommúnista vilja, að fram komi. 1 blöðum þessum kom það m. a. fram, að Rússar ætti að gera kröfur til Rúmena um samskonar samninga og gerðir hafa verið við Eistland, Lettland og Lithauen, þ. e. að fá að hafa flugstöðvar og ef til vill flotastöð (við Svartahaf) í Rúmeníu. En svo var einnig vikið að Bessarabíu, sem Rúmenar fengu upp úr heimsstyrjöld- inni, en Bessarabía var sneið af Rússlandi, og nú var því haldið fram í rússnesku blöðunum á dögunum, að rússneski þjóðernisminnihlutinn þar sætti illri með- ferð, og var boðað, að Rússar myndi láta þetta til sín taka. Hér virtist því á uppsiglingu áróðurssókn á hendur Rúmen- um, sem menn grunaði, er menn hugsuðu til Finnlands, að yrði undanfari innrásar og Rússar myndi taka Bessarabíu og knýja fram aðrar kröfur sínar. En nú hefir rússneski sendiherrann í Bukarest faríð á fund utanríkismálaráðherra Rúmeníu og tjáð honum, að það sé fjarri því, að sovét-stjórnin ætli að koma með nokkurar hót- anir í garð Rúmena og vaki það alls ekki fyrir Rússum, að her- taka Bessarabíu eða landið kringum Dónárósa. GAFENCU í GÓÐU SKAPI. Blöðin í Búkarest, sem segja frá þessu, og ræddu við Gafencu að aflokinni viðræðu hans og rússneska sendiherrans, segja að Gafencu hafi verið í besta skapi. Hann sagði, að rúmenska stjórnin myndi í hvívetna, framveg- is sem hingað til vinna að því, að sambúð Rúmena og Rússa væri sem best. Af góðri sambúð leiðir frið og vinsamlega sam- vinnu um Svartahafsmálin. Holsti leggar fram greinargerð I Genf. Ætlað, að greinilegur meirihluti á bandalagsþinginu vilji víkja Rússum úr því. EINKASKEYTI frá United Press. — K.höfn í gærkveldi. Holsti, fulltrúi Finnlands á fundum Þjóðabandalagsins í Genf hefir lagt fram greinargerð finsku stjórnarinnar um innrás Rússa í Finnland og aðdraganda hennar. í orðsendingunni til bandalagsins eða greinargerðinni eru hraktar staðhæfingar Molotovs í orðsendingum hans, og því haldið fram, að þingið, sem var löglega kosið á lýðræðislegum grundvelli, túlki vilja þjóðarinnar í deilunni við Rússland sem í öðrum málum, og þingið — fulltrúar þjóðarinnar hafi einróma vottað fráfarandi stjórn traust sitt og þeirri, sem nú fer með völd. Bent er á, að eftir endurmyndun stjórnarinnar, starfi hún á víðari grund- velli en áður, því að, stærri flokkar styðji hana nú. Ráð Þjóðabandalagsins ákvað í dag, að deila Finna og Rússa verði lögð fyrir þingfund bandalagsins á mánudag. Hélt ráðið tvo fundi í dag og var þessi ákvörðun tekin á fundi fyrir luktum dyrum. Rússum hefir ekki orðið á- gengt á þeim vígstöðvum, þar sem þeir hafa leitast við að hefia sókn. Mestu liði hafa þeir teflt fram á Kyrjálanesi, en Finnar hafa verið vel á verði og haga þeir vörn sinni þannig, að þeir ráðast á Rússa þar sem þeir síst eiga þess von. Hefir verið mikið mannfall í liði Rússa í dag. Snjór er víðast mikill, þar sem mest er barist, og kemur það sér vel fýrir finsku her- sveitirnar sem þjóta af einum staðnum á annan á skíðum þar Fiskaílinn á landinu um síðustu mán- aðamót. Fiskaflinn á öllu landinu uar heldur meiri í lolc nóvember s.l., en á sama tíma árið áður, miðað við fullverkaðan fisk. Heildaraflinn var á þeim tíma í fyrra 36.667.5 smálestir, en var 30. nóv. s.l. 37.219.8 smál. Mest liefir aflaaukningin ver- ið í Keflavík og Njarðvíkum. Er þar komið á land um 1600 smál. meira en á sama tíma í fyrra. Hér fara á eftir tölur, sem sýna aflamagnið í liinum ýmsu verstöðvum á landinu 30. nóv. s.l. (tölurnar i svigum tákna aflamagnið á sama tíma árs í fyrra): Vestmannaeyjar 5.199.0 smál. (5.728.9), Stokkseyri 351.2 (260.2), Eyrarhakki 56.8 (57.9), Þorlákshofn og Selvogur 280.8 (194.4), Grindavík 640.0 (832.0) Ilafnir 286.8 (251.2), Sand- gerði 2079.8 (1603.6), Garður og Leira 779.2 (656.0), Kefla- vík og Njarðvíkur 4444.4 (2843.0), Vatnsleysuströnd og Vogar 204.2 (128.3), Hafnar- fjörður (togarar) 2642.3 (3079.3), Hafnarfjörður (önn- ur skip) 456.7 (708.8), Reykja- vík (togarar) 4586.9 (5261.1), Rvík (önnur skip) 1155.0 (529.1), Akranes 2472.8 smál. (1776.0), Stapi o. fl. 30.8 (50.7), Hjallasandur 223.7 (192.6), ól- afsvik 265.7 (194.9), og Stykk- ishólmur og Grundarfjörður 156.6 smál. (113.8). Milli landsfjórðunga skiftist aflinn svo: 30.11.’39 30.li.’38 Sunnl. fj. . . 26.312.6 24.461.7 Vestf. fj. .. . 5.811.5 5.778.5 Norðl. fj. .. 2.710.8 3.650.3 Austf. fj. ... 2.384.9 2.777.1 Fjögur undanfarin ár, þ. 30. nóv., hefir aflamagnið verið sem hér segir: Kg- Samt. 30. nóv. 1939 37.219.820 Samt. 30. nóv. 1938 36.667.520 Samt. 30. nóv. 1937 27.767.680 Samt. 30. nóv. 1936 29.106.130 sem þeirra er mest þörf. Á Pet- samovígstöðvunum er enn bar- ist af miklu kappi og geriiu Finnar þar skyndiáhlaup í dag og varð mannfall mikið í liði Rússa. HERTOGINN AF WINDSOR Á VÍGSTÖÐVUNUM. Eins og kunnugt er gekk hertoginn af Windsor (Játvarður VIII. fyrv. Bretakonungur) í breska lierinn i byrjun stríðsins. Á mynd þessari, sem tekin var fyrir aftan vígstöðvamar sést hann með Gort yfirherforingja. Gort lávarður, yfirherforingi er fremst á myndinni. STARHEMBERG FURSTI er nýlega genginn í ílugher Frakka og kostar hann sinn „hernað* ‘sjálfur að öllu leyti. Ernst Rudiger von Starhem- ' herg er fæddur 10. maí 1899. Móðir hans hét Fanny Star- : hemberg, prinsessa, og lét hún ^ þjóðmál mikið til sin taka. Til dæmis sat hún á þingi Austur- ríkis í 11 ár og var líka full- trúi þess í Þjóðabandalaginu. Starhemberg tókst að kom- ; ast í austurriska herinn strax 1914, aðeins 15 ára að aldri. Barðist hann fyrsl gegn Rúss- um og Rúmenum, en siðar gegn ítölum. Áður en stríðinu lauk hafði hann hækkað upp í foringjastöðu frá óbreyttum liðsmanni, og tvisvar verið sæmdur heiðursmerkjum fvrir breysti. STARIIEMBERG FURSTI. Þegar því lauk, innritaðist hann í háskólann í Munchen, og var þá meðlimur í smá- skæruflokki, sem nefndur var Oberland. Þegar sló í bardaga milli Pólverja og Þjóðverja í Efri-Slesíu, yfirgaf Starhenr- herg liáskólann og liélt til vig- vallanna. Þegar háskólanáminu var lokið hirti Starhemberg fyrst eingöngu um íþróttir og veið- ar. Var hann fráhær skytta. En árið 1929 var hann orðinn yf- irmaður Ileiimvehr-liðsins i Efra-Austurríki. Ári siðar varð hann innanríkisráðherra og loks varakanslari. von Síarhemberg var i fyrstu fylgismaður Ilitlers og er sagt, að hann liafi verið meðal þeirra, sem þátt tóku í upp- reistinni í Munohen, en síðar varð hann fráhverfur honum. Ilann hækkaði náttúrlega eklci í virðingu nasista, þegar hann kvæntist leikkonu af Gyðinga- ættum 1937. Iiafði hann þá átt barn með lienni fyrir 4 árum, en ekki fengið skilnað frá konu sinni, Maríu-Elisabeth. Síðari kona von Starhembergs heitir Nora Gregor. Þýska stjórnin gerði allar eigur v. S. úpptækar fyrir | nokkuru og jafnframt var hann sviftur kosningarrétti. Þetta var gert vegna þess að von Starhemberg æslcti þess við Frakka, að hann fengi leyfi til þess að stofna austurríska herdeild til þess að berjast gegn Þýskalandi. Þegar þetta j*erðist voru eignirnar ekki eins miklar og þegar von Starliemherg var varakanslari, en 1927 erfði hann 20 þús. ekrur lands og 13 kastala og liallir. Þektust þessara eigna var Dúrnstein kastali við Dóná, þar sem Rík- arður Englakonungur ljóns- hjarta var hafður í haldi í tvö ár, er hann kom heim úr kross- ferð sinni. Imibrot upplpt. Rannsóknarlögreglan vinnur að því að upplýsa allmörg þjófnaðar- og innbrotamál um þessar mundir. Hefir liún þeg- ar upplýst þrjú innbrot, sem framin voru fyrir skemstu, en önnur munu verða að fullu upplýst á næstunni. Þau þrjú innbrot, sem rann- sóknarlögreglan liefir upplýst nú fyrir skemstu, eru i Mjólk- urbúðina við Miðstræti, Hár- greiðslustofuna Femina og lækningastofu Magga Júl. Magnús læknis. Þýfi fengu innhrotsþjófarn- ir lítið á öllum þessum stöð- ,um. — Þau innbrot og þjófnaðar- mál, sem nú eru óleyst hér í hæ, eru tiltölulega fá, síðan Rannsóknarlögreglan, með Svein Sæmundsson í broddi fylkingar, upplýsti þjófnaðar- málið mikla á dögunum. Þáu verða að líkindum leyst næstu daga. niHlaidsðaiir Kl. 13.30: Lúðrasveitin „Svan- ur“ leikur á Austurvelli. Kl. 13.30: Ávarp af svölum Alþingishússins: Hr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Merki dagsins selt á götunum. Mentaskólanemendur annast söluna. Kl. 15: Skemtisamkoma í Gamla Bíó: Ávarp form. Nor- ræna fél. Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðh. Söngur Karla- kór Reykjavíkur. Fiðlusóló Bjöm Ólafsson með undirleik Emils Thoroddsens. Kl. 15: Skemtisamkoma í Nýja Bíó: Ávarp form. Rauða Kross íslands: Gunnlaugur Ein- arsson læknir. Upplestur, kvæði um Finnland, Guðm. G. Haga- lín rithöf. Söngur: Karlakór inn Fóstbræður. Fiðlusóló: Bjöm Ólafsson. Kl. 16: Syngja þeir Árni Jóns- son frá Múla og Pétur Jónsson óperusöngvari tvísöng á Hótel Borg, og Jakob 'Havstein og Ágúst Bjarnason syngja Glunta á Hótel ísland. Merkjasala verð- ur á báðum stöðunum. Fóstbræður syngja á skemtuninni í Nýja Bíó eingöngu finsk lög. Ægir, II. blað 32. árgangs, er nýkomið út. 1 þvi er þetta efni m. a.: Sparn- a'Öur og gott hugarþel, Hafrann- sóknir þrátt fyrir stríðið, Þáttur úr sögu fiskveiðanna vi'Ö Island (L. K.), Sjávarútvegur NorÖmanna 1937, ReglugerÖ um fiskimat í Ný- fundnalandi, Borðið bræðing og þorskalifur, Saltfisksalan, Fiski- málanefnd Ifáupir skip o. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.