Vísir - 14.12.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 14.12.1939, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri itstjórnarskrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 29. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 289. tbl. Sjóorusta við Uruguay. Graf von Spee í orustu við þrjú bresk herskip. - - Graf von Spee lagði á fiótta í hlutlausa höfn. s EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. jóorusta mikil hófst í gærmorgun við strendur Uruguay í Suður-Ameríku, er þrjú bresk her- skip höfðu elt uppi þýska vasa-orustuskipið Graf von Spee. Fékk breska flotamálaráðuneytið til- kynningu um sjóorustuna á miðnætti síðastliðnu. Orustan stóð í f jórar klukkustundir og þótt Graf von Spee sé nýrra og fullkomnara skip en hin og hafi stærri fallbyssur, tókst að valda miklum skemdum á því, og neyddist það að lokum til að leita hælis í hlutlausri höfn, Punta Carreta, sem er nokkurar mílur frá Montevido. Það voru bresku herskipin Achilles, Ajax og Exeter, sem lögðu til atlögu við Graf von Spee, sem nú liggur fyrir akkerum á ytri höfninni í Punta Carreta. Af áhöfn Graf von Spee biðu 36 menn bana en, 60 særðust. Orustan var háð 20 sjómílur undan Punta Del Este og sáust skotblossar og reykur úr landi, þar sem menn söfnuðust saman á ströndinni. Exeter varð fyrir skemdum og varð að hætta skot- hríðinni, en hin bresku herskipin — sumar fregnir herma, að þau hafi verið f jögur — eltu Graf von Spee þar til hann sigldi inn á ytri höfnina. *»- —• Þýski sendiherrann í Uruguay f ór út í herskipið, þeg- ar eftir komu þess, og voru hinir særðu svo fluttir á land, og lagðir á sjúkrahús í Montevideo. Aðalritari forsetans í Uruguay, Richaldone, hefir skýrt frá því, að miklar skemdir hafi orðið á Graf von Spee ofan þilja, og megi gera ráð fyrir, að herskipið verði mánuð í höfn í Uruguay. í Berlín hefir ekkert verið tilkynt enn sem komið er um sjóorustuna. BRESKUR KAFBÁTUR SÖKKVIR ÞÝSKUM KAFBÁT OG SKÝTUR TUNDURSKEYTI Á ÞÝSKT BEITISKIP. Breska flotamálaráðuneytið tilkynnir, að breski kafbáturinn, sem sá til ferða Bremen, en notaði ekki aðstöðu sína til að sökkva því, þar sem það hefði verið ólöglegt athæfi, — hafi sökt þýskum kafbát. Ennfremur hafi hann skotið tundurskeyti á þýskt beitiskip á Norðursjó. Nánari tilkynningar um þetta eru væntanlegar. BRETAR MISSA 1375 SMÁLESTA TUNDURSPILLI. YFIR 120 MENN FARAST. Þá tilkynna Bretar, að tundurspillirinn „Duchess‘‘ 1375 smá- lestir að stærð, hafi farist af völdum áreksturs við annað her- skip, sem ekki skemdist. Af áhöfn „Duchess“ komust að eins af 1 yfirforingi og 22 undirmenn, af alls um 145 manns. Fiiinar hafa skemdum á valdið Hur-' laiiKkliraiiiiiiiii. Gagrnálilaup Ffnna. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn. í morgun. Helsingfors-fregnir herma, að finskir flugmenn hafi gert loft- árásir á Murmansk-járnbrautina, sem er Rússum mjög mikil- væg vegna herflutninga. Er brautin sögð eyðilögð á kafla og er talið, að það hafi þær afleiðingar, að Rússar geti ekki flutt að nægilegt lið til þess að halda áfram af krafti sókn sinni í áttina til Uleá-borgar, sem þeir virðast leggja hina mestu áherslu á. 1 fregnum frá vígstöðvunum er sagt að Finnar liafi gert mörg gagnáhlaup og tekið mikið herfang af Rússum. M. a. hafa Finnar náð allmörgum skriðdrekum. Frá Petsamovígstöðvunum berast fregnir um, að margir rússneskir hermenn hafi frosið í hel. Eftir fregnum frá Moskva að dæma sækja Rússar enn fram á austurvígstöðvunum. Þýska stórskipið Bremen, um 51.000 smálestir, er nú komið heilu og höldnu til Þýskalands. Skipið naut leið- ■agnar þýskra hernaðarflug- véla yfir Norðursjó, segír í þýskri tilkynningu, sem komU í veg fyrir árásir ensks kafbáts. Bretar hafa alt aðra sögu að segja af þessu, þ. e. að enskur kafbátur hafi komist í skotfæri við Brem- en, en kafhátsforinginn ekki viljað skjóta tundurskeyti á skipið þar sem það hefði verið hrot á alþjóðalÖgum (að náðast á farþegaskip í rúmsjó, þegar öryggi far- þega og skipshafnar skipsins sem sökt er er ekki fyrir hendi). Segjast Bretar ekki vilja brjóta alþjóðahernaðar- lög, eins og Þjóðverjar geri, en tilgangurinn með því að heyja stríðið sé að koma þvi til leiðar, að alþjóðalög verði haldin. - NRP.-FB. Norski Rauði Krossinn sendir hjúkrunarleiðangur til Finnlands Viðskifti Þjóðverja við Ungverja og Rúmena. RÚMENAR SELJA ÞJÓÐ- YERJUM 10.000 SMÁLESTIR AF OLlU TIL YIÐBÓTAR K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Frú Bukarest er símað, að Clodius, þýski viðskifta-samn- ingamaðurinn, fari þaðan til Budapest, til þess að semja við ríkisstjórnina í Ungverjalandi, um aukin viðskifti við Þjóð- verja. Eru ýms Vandamál við- skiftalegs eðlis óleyst milli Ung- verja og Þjóðverja. Rúmenar hafa fallist á að selja Þjóðverjum 10.000 smá- lestir til af olíu. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Rússneska útvarpið ákærir Breta, Frakka og Tyrkja um að liafa dregið saman mikið her- lið í Tyrklandi, undir stjórn Petains, franska herforingjans heinisfræga. Tilgangurinn með þessum liðsafnaði er að nota hann gegn Rússum, segir rúss- neka útvarpið. Fyrir nokkuru bárust frögn- ir um liðssafnað Rússa og Tyrkja við landamæri Sovét- Rússlands og Tyrklands, en þær fregnir voru bornar til baka. íbúatala Noregs 4 miljónir eftir 4 ár. Samkvæmt útreikningum liagstofunnar er íbúatala Nor- egs nú um 2.936.000 Haldi fólk- inu áfram að fjölga næstu ár svo sem verið hefir, kemst ihúatalan upp i 4 miljónir 1943. NRP.-FB. Myndun samsteypu- stjórnar í Svíþjóð. Stokkhólmi, 13. des. — FB. Gustav V. Svíakonungur lief- ir i dag skipað nýja ríkisstjórn, sem er samsteypustjórn. Mesta athygli vekur sú breyting, að Sandler utanríkismálaráðherra i fráfarandi ríkisstjórn á ekki sæti í nýju stjórninni, en í lians stað kemur Giinther sendiherra Svíþjóðar í Osló. Jafnaðar- mennirnir, sem kyrrir urðu í stjórninni eru: Per Albin Hans- son forsætisráðherra, Skjöld landvarnaráðherra, Wigfors fjiármálaráðherra, Möller fé- lagsmálaráðlierra og Eriksson. Úr bændasambandinu Westman dómsmálaráðherra og Bram- strop landbúnaðarráðherra. Ný- ir menn í stjórninni eru: Frá hægri flokknum Bagge prófess- or, kirkju- og kenslumálaráð- herra, Domöe jarðeigandi versl- unarmálaráðherra, frá frjáls- lynda þjóðflokknnm, Anders- son landhúnaðarfræðingur, samgöngumálaráðherra. Ráð- lierrar án umráða yfir sérstök- um stjórnardeildum eru Berg- quist (var í stjórninni) forstj. og Quensel ráðherra. (Helge Wedin. Hjúkrunardeild Norska Rauða Krossins, sem fer til Finnlands, mun leggja af stað þangað milli jóla og nýárs, undir stjórn Jo- han Holst prófessors. Það er svo ráð fyrir gert, að deild- in geti haft uncíir höndum 5Ö særða menn í rúmum. Allur út- búnaður verður af fullkomn- ustu gerð. Þá mun Knud Nic- lausen yfirlæknir taka við af Holst prófessor. Dómsmálaráðuneytið norska hefir skipað nefnd til þess að annast flóttamenn frá Noregi. Hélt nefndin fyrsta fund sinn í gær til þess að ráðgast um skipulagningu starfsins í þágu flóttamannanna. Undanfarna daga hafa marg- ir Norðmenn látið skrásetja sig sem sjálfboðaliða í her Finn- lands. Tvær nefndir hafa ver- ið skipaðar til þess að greiða fyrir sjálfboðaliðum. — Norski yfirherforinginn liefir upplýst, að þeir sem bundnir séu lier- skyldu í norska hernum megi undir engum kringumstæðum ganga i her nokkurs erlends ríkis. Aðalbardagarnir á finsku vígstöðvunum eru nú norður- frá. Rússar eru sagðir undirbúa mikla sókn til Botniska flóans í áttina til Uleáborgar. Reuter- fréttastofan tilkynnir, að ]>að sé óhemjulið, sem Rússar dragi að sér hvarvetna til vígstöðv- anna. Kafbáturinn, sem menn vita ekki deili á, hefir sökt þýsku skipi, Bolheim, í Botniska fló- anum. Skipstjórinn og tveir menn aðrir af skipshöfninni biðu bana, Talið er, að kafbát- úrinn sé rússneskur. - NRP.-FB. Norsk Hydro hefir afhent finska sendiherranum í Osló 100.000 kr. til hjálpar finsku þjóðinni. - NRP.-FB. f Jón Jónsson fyrv. alþm. frá Sióradal andaðist í nótt að afstöðnum uppskurði. — Æfiatriða hans verður nánara getið siðar. Háskólafyrirlestrar M. Voillery ræðismanns. ií veramar Þriðji fyrirlestur M. Voillery franska ræðismannsins, um Frakkaveldi var ítarlegur og fróðlegur sem liinir fyrri og fjallaði um Tunis og franska Sahara. Lýsti ræðismaðurinn þjóðum þeim, sem þessi lönd byggja, landslagi og atvinnu- háttum, gerði grein fyrir inn- og útflutningi, og tengslum þessara landa við Frakkland. Á- gætar myndir voru sýndar til skýringar. Fyrirlesturinn var fjörlega fluttur og féll áheyr- endum ágætlega i geð. ■ftSbW: Paul Reynaud, franski fjár- málaráðherrann hefir tilkynt, að fjármálaráðherrar Bretlands og Frakldands hafi gengið frá samningum um fjárhagslega og viðskiftalega samvinnu Breta og Frakka, og er þessi aukna samvinna tveggja stórþjóða svo mikil, að eins dæmi ei'u i sög- Unni. Tilgangui'inn er að tryggja Bandamönnum sigur í styrjöld- inni. - NRP.-FB. Islensk fyndni VII. fslensk fyndni, tímarit Gunn- ars Sigurðssonar frá Selalæk, kom á bókamarkaðinn í dag, VII. bindið. Hefir það inni að halda 150 skopsagnir (með myndum) og hefir Gunnar sjálfur safnað þeim og skráð. Sögurnar eru margar fyndn- ar og frásögnin lipur og skemti- leg. fslensk fyndi liefir aflað sér mikilla vinsælda og mxxn þetta bindi enn auka þær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.