Vísir - 11.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 11.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR Lið hefir hvergi verið sett á land nema i Reykjavik og Akranesi. Npurit íyrir ijni Þjóðverja á Ne^ðiifirði. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjúri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Sím'ar 1660 (5 Iínur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sóknin mikla maí 1940 verður vafa- " laust minnisstæður dagur í sögu okkar Islendinga. ÞangaS til höfðum við setið hjá og horft á hildarleikinn. Til skamms tíma hafði okkur ekki til hugar komið, að til þess gæti dregið, að við yrðum nokkurn tíina annað og meira en áhorfendur að hverju því, sem yfir kynni að dynja. Við höfðum trúað því að lega landsins fjarri alfaraleið- um, vopnleysi þjóðarinnar og ævarandi hlutleysisyfirlýsing, yrði okkur þær varnir, sem að fullu haldi kæmi. Við höfum lirósað happi yfir því að njóta meira öiyggis en aðrar þjóðir hér í álfu. Nú liöfum við fengið að vita að hætturnar liafa vofað yfir oklcur. Englendingar hafa eett hér lið á land og hafið und- irbúning til hervarna. Þeir skýra þennan verknað á þá lund, að með því einu móti yrði komið i veg fyrir það, að við Iilytum sömu örlög og nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum Hefði þeir ekki komið, hefði aðrir orðið fyrri til. Okkur tjáir ekki að deila við dómarann. Við höf- um mótmælt. Að öðru Ieyti verðum við að treysta þvi, að hernámið standi ekki stundinni lengur en stríðsnauðsyn krefur. Afleiðingar þessara athurða verða ekki séðar fyrir. Það eitt er víst, að vonir oldcar um full- komið öryggi í skjóli hins ævar- andi hlutleysis, eru að engu orðnar. Við höfum dregist inn 1 hringiðuna. En þótt þessir atburðir hefðu ekki gerst hér á landi, er líklegt að dagurinn í gær hefði engu að síður orðið okkur minnisstæður. Það er engu líkara en að ófrið- urinn fram að þessu hafi verið leikur einn hjá því sen nú er að gerast.Þjóðverjar hafa lagt und- ir sig Luxemborg og ráðist inn í Holland og Belgíu. Þeir segja að ef þeir hefðu ekki orðið fyrri til, hefðu Bandamenn gert hið sama. Jafnframt hafa verið gerðar loftárásir á borgir i Frakklandi og á Suður-Eng- landi. Hermennirnir á Vestur- vígstöðvunum hafa fengið þann boðskap, að á þeim velta örlög þjóða næstu 1000 ánn. Sóknin mikla er hafin. í Bretlandi hafa orðið stjórn- arskifti. Chamberlain fór frá stjórnarformenskunni í gær. Hann liéfir þótt of hægfara og aðgerðarlítill. Öll breska þjóðin virðist nú sameinast um þá harðskeyltustu forustu sem völ er á. Nú er barist upp á líf og daiiða. Það má búast við að næstu dagar og vikur verði með- al viðburðamestu og afleiðinga- ríkustu tíma í veraldarsögunni. Við horfum eins og allar aðr- ar þjóðir með ugg og kvíða til framtíðarinnar. Enginn veit hve- nær létta muni j>eim ósköpum, sem nú dynja yfir heiminn, né hvernig. Við sjáum hvernig eld- tungur sleikja þær stoðir, sem menning heimsins er reist á. Við heyrum livernig hriktir í hverju tré. Það er ekki hægt að berjast nema með ofbeldi. En j>að er hægt að berjast fyrir öðru en of- beldi. Örlög okkar og annara smáþjóða velta á því, hver úr- slit baráttunnar verða. Hvort málstaður frelsis í athöfnum og liugsun verður sigursæll eða hvort hann verður að lúta. Sóknin mikla er hafin. Um allan heim standa menn á önd- inni yfir því, sem nú gerist. Eng- inn veit livað í blikunni býr. Enginn veit livenær élinu léttir. Við íslendingar verðum að vona að málstaður frelsisins og rélt- lætis fáí staðist eldraunina. Okkur hefir dreymt um frjálsa framtíð þjóðarinnar. Við skul- um eklci gleyma því, að einnig okkar örlög verða ráðin i þeirri miklu sókn, sem nú er hafin. Brc§knr liermað- ur fotlirotnar. y?INS og Vísir skýrði frá í gær, hafði Rauða kross- stöð Breta, sem aðsetur hafði í Hótel ísland, lítið að gera, vegna þess að fátt var um særða eða fallna. Ekki fór þó uppskipun var- anna og skotfæranna alveg slysalaust fram, þvi að einn binna bresku bermanna mun hafa fótbrotnað við uppskipun á fallbyssum. Hann mun hafa verið fluttur í Landakotssjúkrahúsið eða iþróttaliús í. R., en þar hefir nokkur hópur aðsetur. 75 ára verður á morgun, 12. maí, Margrét Finnsdóttir, Eiriksgötu 37. Kjalarnesssveitin. Visir átti tal við Brautarholt í morgun og fékk nokkrar upp- lýsingar um ferðir Bretanna, sem fóru um Kjalarnes. Héldu þeir i gær að Hvammi i Kjós. 10 flutningabílar fylgdu liðinu, og fluttu margskyns efni, e. d. skotvopn, ýms verkfæri, svo sem skóflur og haka, ennfrem- ur girðingarefni o. fl. Megnið af liðinu gisti i nótt að Arnarholti, en þar eru miklar byggingar. Allmargir komu og að Brautar- bolti i margvíslegum erinda- gerðum, en gistu þar ekki. Munu þeir liafa í huga að búa þar nokkuð um sig. Frá Vestmannaeyjum er símað, að í fyrrakvöld hafi sést til stórs herflutningaskips, er stefndi vestur með landi. Ekki sást til annara skipa og ekkert breskt herlið hefir verið sett þar á land. Frá Akureyri símar fréttaritari Vísis og kveður allar ságnir um land- göngu bresks herliðs ekki liafa við rök að styðjast. Þangað bafa engin lierskip konrið. 3 eða 4 Þjóðverjar dvelja á Akureyri, og bafa þeir gert ýmsar ráðstaf- anir vegna skylduliðs síns, ef svo skyldi fara, að jKvir yrði teknir til fanga. Frá Seyðisfirði. Þangað kom í gærmorgun, skv. skeyti frá fréttaritara Vísis, vopnaður breskur togari. Lagð- ist hann sem snöggvast að bryggju, en skipverjar kölluðu í land og spurðu, hvort þar væri nokkurir Þjóðverjar. Þegar því var neitað sigldi togarinn fráaft- ur. — Utarlega í firðinum beið stórt skip eftir togaranum og sigldu J>au bæði suður með landi. I Frá Siglufirði símar fréttaritari blaðsins, að ekkert hafi þar borið við. Ekk- ert hefir þar sést til herskipa, en eitthvað mun vera um Þjóð- verja þar í bænum, og búast menn J>ví við heimsókn Breta senn hvað liður. Frá Akranesi. 33 hermenn fóru J>angað í gær og bafa þeir bækistöð sína i gamla prestsselriim Görðum. Hafa Bretar J>annig tekið sér stöðu beggja vegna Hvalfjarð- ar, í Brautarholti og Akranesi. Hér í blaðinu í gær var að mestu lýst hinni prúðmannlegu framkomu ensku hermannanna, sem gengu hér á land. Allur þorri manna liér i bænum hag- aði sér einnig sómasamlega, en þó bar ýmislegt við, sem rétt er að gefa gaum. Það var fyrst og fremst til leiðinda, að er hreinsað var til á gistihúsum bæjarins, lentu í bópi Þjóðverjanna flokkur dauðadrukkinna manna, — ís- lendinga, sem setið höfðu að Jjjóri fram eftir nóttu og létu sumir dólgslega meðan á flutn- ingi stóð, en aðrir reikuðu um göturnar með nokkurum háv- aða og bækslagangi. Þegar alt var um garð gengið, safnaðist hópur manna, kvenna, unglinga og barna utan um verði J>á, sem víðsvegar voru í bæn- um, og störðu eins og naut á nývirki á þessa menn, sem gengu fram og aftur á sínum stað, eða stóðu við dyr gistihús- anna. Þetta mátti stöðugt sjá framan við Hótel Borg og á öðr- um stöðum í miðbænum og var það í fylsta máta óviðfeldið og til leiðinda. Sá er þetta ritar fór víðsvegar um bæinn, eftir J>ví sem við varð komið í gær og gærkveldi, til J>ess að sjá hvað fram færi. Var það athyglisvert að á hverjum stað, þar sem Bretarnir voru við vinnu sína, safnaðist að J>eim hópur kvenna og unglinga, sem voru svo nærgöngulir að furðu sætti, að slíkt skyldi J>oIað. Ung- lingarnir rjáluðu við allskonar hluti, sem ó staðinn voru fluttir t. d. byssur og verkfæri. Kven- fólkið sumt var furðu gleiðgosa- legt við Bretana og virtist sem J>að fagnaði J>ví að þurfa ekkert að sækja til liafnarinnar lengur. Það skal þá sérstaklega tekið fram, að hér var að eins um nokkurar undantekningar að ræða, en þær geta stórum spilt áliti íslensku kvenþjóðarinnar í augum allra siðaðra manna, ekki síst Jieirra, sem hér eru ó- kunnugir með öllu. Eftir miðnætti í nótt var fáít manna á ferli á götunum, en J>ó var J>ar slæðingur af kvenfólki. Sá er J>etta ritar ók fram hjá einni setustöð Bretanna. Loguðu þar Ijós, en til mikillar undrunar fyrir þá, sem fraiii lijá fóru, hékk eitthvað af kvenfólki þar á gluggunum. Það væri full ástæða til að lögreglan léti slíkt til sín taka, þannig að einstak- lingum leyfist ekki slík hegðun, landi og l>jóð til skammar. SAMÚÐARSKEYTI TIL LEOPOLDS KONUNGS OG WILHELMÍNU DROTN- INGAR. Georg Bretakonungur hefir sent Leopold Belgiukonungi og Wilhehnínu drotningu Hol- lands samúðarskeyti. Það hef- ir Hans heilagleiki páfinn einn ig gert. Nýlendubúarnir í hollensku Austur-Asíu hafa vottað Hol- landsdrotningu hollustu sína. AF HVERJU HITLER HÓF INNRÁSINA NÚ. Blaðið Daily Telegrapli seg- ir í morgun, að likur séu til, að Hitler hafi ákveðið að hefja innrásina í Holland nú, af því að bann hugði stjórnmálalegt Bandarikiii ogr Iiernáni Itreta á Mamli. Fregn frá Washington herm- ir, að stjómmálamenn í Banda- ríkjunum hafi ekki viljað láta neitt álit í ljós um hernám Breta á íslandi, en segja, að við þessu hafi mátt búast að, undanförnu. Það er gert ráð fyrir, að her- námið hafi farið fram til þess að koma í veg fyrir, að Þjóð- verjar kæmi sér upp flugstöðv- um og kafbátastöðvum á ís- landi. Eftir að Þjóðverjar hertóku Danmörku hefir Bandaríkja- stjórn raunverulega yfirlýst, að Grænland sé á áhrifasvæði Vest- ^rheims, en ísland tilheyri Ev- rópu. öngþveiti ríkjandi í Bretlandi — þjóðin væri forystulaus og sundruð, en því fer f jarri, sagði blaðið. Þjóðin hefir aldrei ver- ið ákveðnari í stríðsbaráttu sinni en nú, og er undir það búin, að halda henni áfram af enn meira krafti, undir foryslu nýs leiðtoga. Lú&rasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli kl. 2 á hvita- sunnudag og leikur hún marsa og islensk lög og ennfremur eftirfar- andi lög: Finlandia, Symphoniskt tónverk eftir Sibelius, Ouvertúre Vasentasena, eftir Hause, Valsa- syrpu eftir Robrecht, Amina, eftir Lincke, Söngur til kvöldstjörnunn- ar úr Tannháuser, eftir R. Wagner. Mótmæli rikisstjórnar- innar gegn hernáminn. UTANRÍKSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Reykjavík, 10. máí 1940. Herra sendiherra. Út af atburðum þeim, sem gerðust snemma í morgun, hemámi Reykjavíkur, er hlutleysi íslands yar freklega brotið og sjálf- stæði þess skert, verður íslenska ríkisstjórnin að vísa til þess, að þann 11. apríl síðastl. tilkynti hún bresku ríkisstjóminni formlega, fyrir milligöngu fulltrúa hennar hér á landi, afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar til tillögu hennar um að veita Islandi hernaðarvernd, 0g samkvæmt því mótmælir íslenska ríkisstjóra- in kröftuglega ofbeldi því, sem hinn breski herafli hefir framið. Þess er að sjálfsögðu vænst, að bætt verði að fullu tjón og skaði, sem leiðir af þessu broti á löglegum réttindum fslands sem frjáls og fullvalda hlutlauss ríkis. Kveðjuorð . .. sign. Stefán Jóh. Stefánsson. Herra sendiherra Charles Howard Smith, Reykjavík. LÖGFRÆÐIS- OG FASTEIGNASKRIFSTOFU höfum vid opnað í Hafnarstræti Reykjavík. Önnumst kaup og sölu fasteigna, verðbréfa, skipa, bíla og- ýmissa annarra verðmæta. Gerum samninga, tökum að okkur innheimtu, málflutning og önnur lögfræðisleg störf. Höfum m. a. í umboðssölu: 1. Húseignir bæði við f jölfamar verslunargöt- ur og í íbúðarhúsahverfum innan Hringbrautar, í Skerjafirði og á Seltjarnarnesi. Höfum kaupendur að húseignum hér í bænum, sérstaklega einbýlis- húsum. 2. Erfðafestulönd í nágrenni Reykjavíkur þar á meðal eitt með íbúðarhúsi og útihúsum. 3. Fimm vélbáta (6—45 tonn). 4. Nokkrar jarðir víðsvegar um land. Ennfremur viljum við vekja eftirtekt á því að við munum leggja sérstaka áherslu á kaup og sölu loðdýra. Við höfum sambönd við nokkur stærstu og bestu refa- og minkabú landsins. Höfum kaupendur að veðdeildarbréfum. Óskum eftir fasteignum og skipum í umboðs- sölu. Gnnnar Signrósson,’ iögfr. & Geir Gnnnarsson, miðlari Hafnarstræti 4. (Gengið inn frá Veltusundi). Skrifstofusími 4306. Heimasímar 5314 og 4306.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.