Vísir - 17.07.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 17.07.1943, Blaðsíða 3
VISIR Weodell L. WiIIkie. Áhrif stríðsins á þjóðir miðausturlanda. Einn iBeÍBianr 2. útdráttur. Wendell Willkie flaug frá orustusvæðum Egiptalands til Beirut í Sýrlandi og heimsótti Jerúsalem, Bagdad og Teheran, höfuðborg Persíu. í Sýrlandi hitti hann rneðal annars de Gaulle hershöfðingja. í grein þessari, sem er útdráttur úr bók hans „Einn heimur“, skýrir hann nokkuð frá vandamálum þjóðanna, sem heima eiga fyrir botni Miðjarðarhafs. Það eru margir Múhameðs- trúarmenn, Arabar, Gyðingar og Iranar, sem ekki (rúa lengur á óskeikulleik vestrænna stjórn- mála og stjórnarfars. AUsstaðar þar sem eg fór um miðausturlönd, mætti auganu gamaldags tækrli og vinnuað- ferðir, fátækt og umkomuleysi. í Jerúsalem, fann eg skýringuna á þvi, hversvegna svo margir Amerikumenn hafa farið til Palestinu og fundizt þeir hafa komizt í andrúmsloft liiblíutim- anna. Ástæðan er augljós, því að hér er svo margt, sem ekki hefir breytzt að ráði, síðustu 2000 árin. Nýtizku flugsamgöngur, olíu- leiðslur, malbiksstræti og jafn- vel skólpleiðslur, eru ekki ann- að en þunn húð nútimamenn- ingar utan á fornu, frumstæðu lifi og líferni, sem er jafn erf- itt og torsótt og áður en Vest- urlönd komu til sögunnar. Ein- asta undantekningin eru þær framfarir í tækni og menningu, sem orðið hafa fyrir liandleiðslu alheimssambands Zionista í Palestínu og þar sem Arabar hafa fengið einhverja sjálf- stjórn, eins og í Bagdad. Það er fernt, aðallega, sem þetta fólk þarfnast, mismunandi á hverj- um stað eftir aðstæðum. Það vantar meiri menntun, meira lieilbrigðiseftirlit, meiri nú- tíma-iðnað og meiri þjóðfélags- metnað og virðuleik, sem að- eins er samfara pólitísku frelsi og sjálfstjórn. Enginn getur ferðazt svo eftir Nílarfljóti, að hann geri sér það ekki Ijóst, hversu aukin mennt- un myndi færa landslýðnum í Egiptalandi þann þjóðarkraft og þjóðarmetnað, sem hann ætti sögu sinni samkvæmt, að liafa. Egipzka rikið rekur skóla, Ameríkumenn og Bretar hjálpa til. Eg liitti Egipta, allt frá Far- úk konungi og Nahas Pasha forsætisráðherra til lækna og verkfræðinga, sem hvarvetna myndu vera taldir jafnmennt- aðir og annara þjóða menn. En samt sem áður hitti eg engan í Egiptalandi — og raunar eklci heldur annarsstaðarí miðaust- urlöndum, nema i Tyrklandi — sem lét sér detta í hug að sýna mér þjóðlegan skóla, sem metn- aður væri að. Eini skólinn, sem mér var sýndur, var kvenna- skóli, sem rekinn er af amer- ískri konu. Hún hafði byrjað ijrau tryðj endastarf sitt fyrir 30 árum með því að kenna munað- arleysingjum, án þess að nokk- skólans, en að öðru leyti þykir ekki ástæða til að telja upp stærðalilutföll hússins, enda er það óskiljanlegt aflestrar, nema fyrir fagmenn. Að byggingu skólans verður mikil bót fyrir Laugarneshverf- ið. Gamla skólahúsið var orðið alls ófullnægjandi. Ef allt geng- ur að óskum, verður hægt að nota neðstu hæð nýja hússins í vetur og taka allt húsið í notkun á næsta liausti. Bygg- ingin er svipfalleg og fer vel við umhverfið, og loks er það ótalið, að þarna verður ágætur samkomustaður með tímanum. ur mælti til hennar hvatningar- orð. Eg var allsstaðar að hitta pasha, hvar sem eg fór. Margir þeirra eru kvæntir úllendum konum og eru yfirleitt notaleg- ir og viðkunnanlegir menn. Á torgum úti getur að líta margar paslia-standmyndir. — Orðið „paslia“ er titill, sem lifað hefir í Egiptalandi siðan á tímum Ósmanna. Það var áður tignar- heiti, sem veitt var lierfor- ingjum og landsstjórum, sem þjónuðu rikinu vel og dyggilega. Nú er það titill, sem konungur úthlutar i kurteisisskyni. Egipt- ar beygja sig í duftið, hvenær sem pasha sýnir sig, þvi að þeir eru auðugir og greiða ríf- lega fyrir sig. Eg spurði einn leiðsögumanna minna, ungan egipzkan blaða- mann, hvort menn gætu orðið pasha fyrir að rita merka bók. „Eg býst við þvi,“ svaraði hann, „nema bvað það er varla nokkur maður í Egiptalandi, sem skrif- ar bækur.“ — „Er hægt að verða pasha fyrir að mála myndir?,“ spurði eg. „Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en það að enginn maður málar myndir.“. „Verður nokkur uppfinninga- maður pasha?,“ spurði eg enn. Og enn var svarið: „Hér hefir enginn mikill uppfinningamað- ur verið uppi, síðan á dögum F araóanna.“ Eg stanzaði ekki nógu lengi í Egiptalandi til að kynna mér orsakirnar fyrir þessari menn- i ngar-kyrrs töðu. Einhver j u kann það að valda, að allt, sem að menningu lýtur í Kairo, er í höndum útlendinga, Nokkuru veldur það og, að fáeinir auð- ugir pashar eiga mestallt frjó- samt land, enda hafa þeir öðl- azt titla sína vegna auðs og ekki svo mikið sem vegna stjórn- málaathafna. En aðal-ástæðan virtist mér i fljótu bragði vera sú, að i landinu bólar alls ekki á millistétt. Eins og vitað er, þrífst sköpunargáfan sízt meðal þeirra, sem of mikið hafa handa á milli og hinna, sem ekkert liafa. í Egiptalandi og miðaust- urlöndum yfirleitt er sáralítið þar á milli. En þótt furðulegt kunni að þykja, þá varð eg var við nokk- urn óróa i þessum löndum — óljósa þrá hins kúgaða almenn- ings. og vaxandi efasemdir i garð afturhaldssamra trúar- og lífernissiða. I hverri einustu borg rakst eg á hóp — venju- lega lítinn hóp — ungra mennt- aðra manna, sem kunnu tökin á áróðri meðal fólksins og gátu beitt svipuðum aðferðum og þeim, sem réðu upphafi rúss- nesku byltingarinnar. Eg varð líka var við samsk. fyrirbrigði og víða annarsstaðar, svo sem, í Rússlandi og Kína, nefnilega vaxandi þjóðernishreyfingu, sem er undarlegt fyrirbæri með- al manna, sem annars virðast ímynda sér að endurlausn heimsins sé undir hinu gagn- stæða komin. * Seint mun eg gleyma heim- sókn minni til de Gaulle hers- höfðingja í Beirut. Þá var tek- ið á móli mér með viðhöfn á flugvellinum, hermenn gengu einkennisklæddir og herhljóm sveit lék, og síðan var eg drifinn ! af stað í bíl nokkurar mílur til . hússins, sem liershöfðinginn ■ hafðist við í. Það er stór bygg- j ing úr hvítum steini, innan j skrautgarðs, þar sem einkennis- búnir verðir heilsuðu á hverju borni. Við hershöfðinginn töl- uðumst við svo tímum skipti í einkaherbergjum lians, þar sem á hverri liillu, í hverju horni og á hverjum vegg gat að líta mál- verk og brjóstlíkön af Napóle- oni. Samtalið bélt áfram, meðan á lengdar-máltíð stóð, langt fram á rauða nótt, þar sem við sátum í stjörnubirtu úti á grænni grundu. Það bar hvað eftir annað við, þegar liershöfð- ingin var að skýra frá brösum þeim, sem hann átti um þær mundir í við Breta, um það hvort hann eða þeir ættu að ráða yfir Libanon og Sýrlandi, að hann sagði hátíðlega: „Eg get ekki gengið á bak stefnu- mála minna eða samið um þau.“ — „Fremur en Jóhanna frá Arc,“ bætti aðstoðarforingi hans við. Þegar eg lýsti áhuga mínum á lireyfingu frjálsra Frakka, leiðrétti liann mig. „Frjálsir Frakkar eru ekki hreyfing. Þeir eru Frakkland sjálft. Vér erum lögmætir erf- ingjar alls Frakklands og eigna þess.“ Þegar eg minnti hann á, að Sýrland væri aðeins yfirráða- svæði, falið Frökkum af Þjóða- bandalaginu, svaraði hann. „Eg veit það. En eg ber ábyrgð á því. Eg get ekki ráðstafað þessu yfir- ráðasvæði, né leyft neinum að gera það. Slikt er ekki hægt, fyrr en aftur er komin á lögleg stjórn i Frakklandi. Eg get á engan hátt lálið af hendi neitt franskt yfirráðasvæði, þótt mér sé ekkert kærara en að sitja ráðstefnu með Winston Churc- hill og Franklin Roosevelt til að ráðgera, hvernig frönsk lönd verði á sem beztan hátt hagnýtt, skamman tíma eða langan, til þess að hjálpa til að reka Þjóð- verja og samstarfsmenn þeirra frá völdum i Frakklandi.“ „Eg skal segja yður, herra Willkie,“ bætti hann við. „Mörgum hættir til að gleyma, að eg og meðráðamenn mínir erum fulltrúar Frakklands. Þeir gera sér bersýnilega ekki ljósa hina glæsilegu fortíð Frakklands. Þeir einblína að- eins á stundar-ógæfu þess.“ Hvarvelna í miðausturlönd- um fara saman menningar- skortur og lieilsuleysi. Það er erfitt að ferðast þar, án þess að verða ónotalega var við nálægð sjúkdóma, og það er erfitt að hugleiða framtíð þessara þjóða, án þess að athuga um leið möguleika á að bæta heilsufar þeirra og lífskjör. Um þetta er sama máli að gegna og menntunina. Það eru fáeinir útlendingar, aðallega Ameríkumenn, sem sýnt hafa, livað liægt er að gera. Skýrsla lælcnadeildar Bandarik j alier s- ins í Egiptalandi, Palestínu og Iran vekur áreiðanlega alheims- athygli, þegar hún verður birt að stríðinu loknu. Aðalvandamálið i sambandi við heilbrigðismál er auðvitað fátæktin. Bilharziasis er ægileg plága i Egiptalandi og kostar ár- lega mörg mannslíf. Veildn berst með sniglum, sem lifa í ánni Níl og áveituskurðunum, en í ánni og skurðunum baða menn sig og drekka að auki vatnið ósíað. Það sem gera þarf, er ekki einungis að hreinsa sníglana úr vatninu, lieldur einnig að sia það, og það kostar peninga. Trakóm-blinda er al- gengur sjúkdómur í öllum lieit- um löndum. Hún er áberandi á strætum Ivaíró, Jerúsalem og Bagdad. Hvað sem beztu heilsu- vernd hins opinbera liður, verður aldrei hægt að losna við þá veiki, fyrr en fólkið kemst á það menningarstig, að það fái andstyggð á flugum, sem eru aðal-smitberarnir. En það þýðir líka hentug hús og hreinleg, kælingu og flugnanet. Eitthvert hræðilegasta dæmið um óhreinlæti i stórum stil sá- um við í'Teheran, höfuðborg Ii'ans. Neyzluvatnið rennur í opnum rennum um borgina, fóllc þvær sér og föt sín upp úr því, dælir því upp í íbúðirnar, drekkur það og sýður mat úr því. Aðeins fimmta hvert barn, sem i borginni fæðist, verður eldra en sex ára. v * Það er gott og blessað að segja eins og sumir, sem eg tal- aði við, að „innfædda fólkið hafi ekkert að gera með betri lífskjör en það hefir.“ Þetta er sú röksemd, sem jafnán hefir verið beitt gegn framfaramál- um hinna réttlausu af hálfu þeirra, sem áttu þeim lífskjör- um að fagna, að þeir voru ánægðir með kyrrstöðu. Samt sem áður sýnir menn- ingarsagan, að þegar kjör þeirra, sem lítið eða ekkert áttu, liafa verið bætt, þá hefir það svarað til margföldunar, en ekki deilingar. Eg á við, að hfskjör heildarinnar allrar hafa batnað, án þess að nokkuð væri frá neinum tekið. í mið- austurlöndum er það svo, að því er mér virtist, að bæði uppeldis- mál og heilsuvernd eru undir bættum lífskjörum komin, en þau eru aftur undir aukinni tækni komin, sem auðvelda mun framleiðslu lífsnauðsynja, brýnna og annara. Á þvi leikur enginn vafi, að bætt lífskjör á þessum slóðum myndu auka á markaði heims- ins, því að þessum löndum má helzt likja við geysimikinn þurran njarðarvött, sem hve- nær sem er getur drukkið i sig ókjörin öll af varningi og fram- leiðslu. Það eru þess vegna hag- rænir möguleikar i því að auka velmegun fólksins þarna. Þvi betur sem þvi líður, efnalega, því betri viðskiptavinir annara verður það. En það er önnur veigameiri og brýnni ástæða til að hefjast þegar handa um að ráða fram úr vandræðum þess- um. Því að sem stendur veldur jafnvægisleysi það, sem er á milli þessara þjóða og umheims- ins, sífelldum árekstrum, sem að endingu geta haft annan ó- frið í för með sér. Ef vér hefðum látið olivu- akra, bómullarekrur og olíu- lindir þessara héraða afskipta- lausar, væri kannske minni á- stæða til að óttast skort á jafn- vægi —- að minnsta kosti enn sem komið er. En vér höfum ekki látið þetta i friði. Vér liöf- um sent hugmyndir vorar og hugsjónir, kvikmyndir vorar og útvarp, verkfræðinga og verzlunarmenn, flugmenn vora og liermenn inn i lönd gamla- lestamentisins, og vér getum þessvegna elcki umflúið afleið- ingarnar. í næstu grein ber Willkie saman andrúmsloftið yfir há- tíðleg'um móttökum í Irak, sem minntu á ævintýrin í 1001 nótt, og stjórnmálaerj- ur miðausturlanda. 50 ára er í dag Þórður Jóhannesson, starfsmaður hjá H. I. S., til heim- ilis á Hringbraut 36. Kathryn Overstreet. Ameríska Ranðakros§-§tulkan, sem er frægnr píaiióleikarL KLUKIvAN HÁLF TVÖ Á MORGUN flytur ameríska út- varpið píanóhljómleik úr útvarpssalnum. Það er ungfrú lvathryn Overstreet, sem leikur lög eftir Sauer, Griffes, Debussy» Granados og Pick-Mangigalli. Ungfrú Overstreei er gagnmennt- aður píanóleikari og nýtur mikils álits fvrir hljómleika, sem bún hefir haldið i Ítalíu, Hollandi og Bandaríkjunum. Ungfrú Overstreet kom fyrst fram hér í útvarpstima Amer- íkumanna fyrir nokkurum vik- um, og lék þá eingöngu Cliopin- verk (Katrin úr Rauða Krossr inum). Var getið um þá hljóm- leika hér i blaðinu. Hún er fædd í Glenwood í Minnesota og byrjaði 4 ára gömul að læra á píanó, en níu ára að aldri lék hún fyrir forseta Bandai'íkj- anna í Hvíta húsinu, Aðalkenn- ari hennar í æsku var Madame Bailey-Apfelbeck, sem sjálf var nemandi Leschetizky og Rei- necke, en að henni látinni slundaði Kathryn nám hjá He- lenu Morsztyn, pólskri greifa- frú, sem er mjög þekktur pianó- leikari austan hafs og vestan. Hún nam píanóleik hjá Emil Sauer, hinum heimsfræga aust- urríska píanóleikara og tón- skáldi, sem var einn síðasti nemandi Franz Liszt. 1937 tók Kathryn þátt i alþjóðasam- keppni um Chopin-leik í Var- sjá og var þá eini ameríski keppandinn. Sama haust kom hún opinberlega fram í Bologna í Ítalíu og hélt siðan hljómleika víða um Italíu, meðal annars i Róm, Flói-ens og Milanó. Einnig lék hún opinbei'lega i Ilaag og i Oxford. I Minneapolis i Minnesota hefir hún haldið márga hljóm- leika og leikið með hljómsveit borgarinnar. Lögin, sem hún leikur á morgun, eru þessi: Volubilité eftir Emil Sauer, Gosbrunnur- inn í Acqua Paola eftir Charles Griffes, Spegilmyndir í vatni eftir Debussy, Allegro de con- cierto eftir Eric Granados og Ólafsdans eftir Pick-Manigalli. Söngskrána liefir hún gert þannig úr garði, að þar er eitt lag eftir hvern höfund frá hvei’ri þjóð, því að Sauer var austurrískur, Debussy franskxfr, Granados spánskur, Mangigalli júgóslavneskur og Gi-iffes er Ameríkumaður. Ólafsdansinn eftir Mangigalli byggist á frönsku kvæði um Ólaf álfa- kóng, sem dansaði innan um sveimandi eldflugur. — Eg kann ágætlega við mig hér á íslandi, svaraði hún spurn- ingu minni. Fólkið er mjög al- úðlegt og hér er ekki eins kalt og í Minnesota á vetui’na. Eg hefi kynnzt Páli ísólfssyni og dr. Urbantschitsch — yndisleg- um mönnum báðum, og með 'þeirra tilstyrk er ekki útilokað að eg leiki opinberlega hér i bænum í haust. Mynduð þér þá kannske Ieika með Hljómsveit Reykjavíkur? — Tæplega lield eg. Hljóm- sveitin hefir ekki nótur að þeim píanókonsertum, sem eg kann, og eg kann ekki konserta þá, sem nótur eru til af og liefi ekki tíma til að æfa þá að nýju. Eg kunni um eitt skeið níu pí- anókonserta, þar á meðal nr. 2 eftir Rachmanninoff, c-moll og c-dúr eftir Beethoven og nr. 4 éftir Saint-Saéns. Hann lék eg fyrir nokkuru með hljómsveit Minneapolis. Þekktuð þér nokkura Islend- inga i Minnesota? — Eg kom oft á hljómleika Noi’ðurlandabúa i Minneapolis, og meðal annars hlýddi eg þar á íslenzkan blandaðan kór og kvennakór, sem báðir voru ágætir. Ungfrú Elisabet Nissen, frænka frú Gerd Grieg, kenndi Kathryn Overstreet. (Myndin er tekin af U.S. Army Signal Corps).. mér ítölsku á háskólanum og> fyrir hennar tilstilli kynntist eg mörgu NorðurlandafóIkL Eit persónulega þekkti eg engan Islending i Minnesota neina píaiióleikarann frú Berta Maron-King, sem er' frænka bræðranna Björnssona, en bræðrunum kynntist eg ekki fyi'i' en liér á Islandi. Hafið þér méiri mætur á Chopin en öðrum tónskáldum? — Ekki get eg sagt það. Eg á ekki neitt uppálialds-tönskáld, eins og margir pianóleikarar. Chopin hefi eg lagt sérstaka stund á, af þvi að greifafrú Morsztyn er pólsk og ann Cho- pin rnjög, enda hefir píanö- músik lians mikið uppeldis- gildi. En mér eru mörg önnur tónskáld jafn-kær, bæði klass- isk og nútíma-tónskáld. Hveru lengi bafið þér verið í Rauða KrosSinum? — Ellefu niánuði Þegar eg gekk í Rauða Krossínn, átti eg sízt von á að vera send tii ís- lands, og mér leizt satt að segja , ekkert á það. En eg hefí kunnað hér ágætlega við mig, eíns og eg sagði yður áðan. Starfið er margt og f jölbreytt, en eg hefi samt haft nokkurn tíma til að æfa mig. En vinnan gengur fyr-- ir öllu, og nú á tímum er sfríð- ið þýðingarmeira en listin. Þess verður samt ekki langt að bíða að listin og menningin sigrl, og þá verður aftur gaman að lifa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.