Vísir - 29.07.1943, Blaðsíða 4

Vísir - 29.07.1943, Blaðsíða 4
VISIR B GAMLA BlÓ Unga kynslóðin (We Wlio A.re Ýoung). I/ÁNA T.URNER JOHN. SHELTON. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3.30—6.30. MORÐEE) í FLUGVÉLINNI. v (Sky Murder). Walter Pidgeon. Bönnuð fyrir börn innan 14 ára. Næturakstur. BífreiÖastöð Rvxkur, sími 1720, Naetarlæknir. Slysastofan, sími 5030. Naeturvörður. Reykjavíkur apótek. M TJARNARBÍÓ ■ Konan með grænu augun (Green Eyed Woman) Amerískur gamanleikur. ROSALEND RUSSELL FRED MACMURRAY. Sýnd kl. 5 — 7 — 9. Ölavsökan. MOIavsökan“ heitir rit, sem kemur út í dag í tilefni af þjóð- hátíðardegi Færeyinga, Ólafs- vökunni. Rit þelfa gefur út færeyski blaðamaðurinn Samuei' David- sen, og er bæði á færeysku og ísfenzku. í ritinu, er meðal 'ann- ars kveðja til Færeyinga frá Gislá Sveinssyni, forseta sam- einaðs Alþingis, kvæði eftir Jó- hannes úr Kötlum, frásagnir um kynni af Færeyjum og Færeyingum eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson blaðam., Guðna Jónsson magister og Er- lend Ó. Pétursson forstjóra, grein eftir séra Jakob Jónsson og minningarorð um Aðalstein Sigmundsson eftir Sigurð Thorlacius skólastjóra. Á færeysku ei'u tvær. greinar eftir ritstjórann, Samuel David- sen ,um Ólafsvöku og um Jó- annes Patursson kóngsbónda í Kirkjubæ, hinn aldurhnigna foringja sjálfstæðis- og menn- ingarbaráttu Færeyinga, grein- ar effir Jakob Dahl prófast, Er- lend Patursson og sr. Gudmund Bruun, saga eftir uugan rithöf- und, Martin Joensen kennara, og kvæði eftir H. A. Djurhuus, mjög þekkt færeyskt skáld, og ; samtal við Gerd Grieg, norsku leikkonuna. Á forsíðu ritslps er glæsileg feikning eftir ugan Færeying, fngolf Jakobsen, einn færeysku drengjanna, er bingað kom í júlí 1936. Samuel Davidsen, sem ann- azt hefir útgáfu þessa rits, hef- ir dvalíð hér í Reykjavík nú um margra mánaða skeið, auk þess sem hann oft hefir komið hing- að áður. Hann hefir stundað hlaðamennsku í Kaupmanna- Iiöfn og Þórshöfn, en nú styrj- aMarárin hefir hann lengst af werið j siglingum. Samuel Davidsen hefir mik- ínn hug á að efla gagnkvæman hróðurhug Færeyinga og ís- íemdlnga og auka menningar- leg viðskipti þeirra. Skipsferð fellur til Vestmannaeyja i vikulokin. Vörumóttalca já inórgtm (föstudag). Þöknr af ræktuðu túni til sölu. — Uppl. í síma 2726 eða 2535. Hefi til Ieigu rúmlega 20 farþega bifreið Uppl. í síma 4834. Sem nýtt Wilton gólfteppi, stærð 2.75x3.25 m. til sölu. Uppl. í sima 1077, milli kl. 8og 9 í kvöld. Til leigu góð sólrík forstofustofa i nýju húsi á skemmtilegum stað í bænum. Fyrirframgreiðsla áskilin. filhoð sendist hlaðinu sem fyrst, merkt: „Hornstofa“. Veggfóður Pcmsilliiiii Laugavegi 4. — Sími 2131. s.g.t. Dansleikur í Listámannaskálanum í kvöld kl. 10. 1 Aðgöngum. seldir kl. 5—7. — Sími: 3240. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. IJngmennagélag Reykjawlkur, efnir til skemmtiferðar um verzlunarmannahelgina. . ( \ y Farið verður austur í Fljótshlíð. Lagt verður af stað eftir hádegi á laugardag. Þátttaka tilkynnist í síma 2749, kl. 6.30—8 síðd. Þátttakendur hafi með sér viðleguútbúnað. STJÓRNIN. NÝJA Bíó Leynilögreglu- maðurinn Michael Shayne (Michael Sliayne Prival Detective). Spennandi lögreglumynd. LLOYD NOLAN MARJORIE WEAVER. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Oi'eiigm' óskast til sendiferða. Sími 5379. H.f. Leiftnr ÖNNUMST á allskonar rafmagnsvélum og tækjúm. — Einnig raflagnir. Röðnll h.f. Mjóstræti 10. — Sími 3897. Bezt að anglfsa í Vísl. SPORTHUFUR STORMBLÚSSUR VATTTEPPI BAKPOKAR SVEFNPOKAR. VERZL. VALUR ÆFING hjá 4. flokki í kvöld kl. 7. — Farið verður að velja i liðið. (569 KNATTSPYRNUÆF- ING kl. 71/2 í kvöld. Stjórnin. (570 KtlCISNÆtllJ STÍJLKA óskar eftir herbergi. Tilboð, merkt: „100—150 krón- ur“ leggist á afgr. Vísis fyrir 1. ágúst. (563 TIL LEIGU frá 1. ágúst, vönduð nýtízku þriggja her- hergja ibúð, eldhús og hað (kjallari) með öllum þægind- um. Nokkur fyrirframgreiðsla æskileg. Tilhoð, merkt: „Góður staður -— Austurhær“, sendist afgr. hlaðsins fyrir föstudags- kvöld.______________(564 STÚLKA með I V2 árs gamalt harn óskar eftir herhergi og eldhúsi eða eldhúsaðgangi. Hús- hjálp eftir samkomulagi. Til- hoð, auðkennt: „7“, sendist Vísi. (561 Grettisgötu 57. Lítið hús utan við hæinn til sölu. — Tækifærisverð. Uppl. á Miðtúni 22, eftir kl. 6 í kvöld. Félagslí? ÆFING hjá 3. og 4. flokki kl. 9 í kvöld. — Mætið vel og stundvís- lega. — Stjórnin. (584 IO m STÚLKA óskast liálfan dag- inn. Gott kaup og húsnæði. — Uppl. Kaffi Svalan, Laugavegi [. 4-Í6. 72 frá kl. (565 GÓD stúlka til að vinna við afgreiðslu óskast nú þegar. Upp- lýsingar í bakaríinu hjá Bridde Hverfisgötu 39. (567 KONA óskar eftir ráðskonu- stöðu lijá einum eða tveimur mönnum, eða á litlu heimili. — Uppl. á Fjölnisvegi 8. (571 STjÚLKU vantar í vist, þar sem konan vinnur úti. Uppl. Bergstaðastræti 33, uppi. (576 UNGLINGUR, 12—15 ára, óskase til að gæta bai’ns á 3. ári. Uppl. í síma 5434, milli kl. 6—8. (580 1 STÚLKA óskast i vist mán- aðartíma eða lengur. — Sérher- hergi. Valgerður Stefánsdóttir, Garðastræti 25. (575 IIAU4U*flINDn] TAPAST hefir peningabudda með peningum og lyfseðli o.fl. Vinsamlega skilist á Nýlendu- götu 14. Fundarlaun. (577 ImjBKAUuH GÓDUR barnavagn til sölu. Uppl. Brávallagötu 8. (000 SÆNGURVER, hvit, koddar, lök, harna- og fullorðinssvunt- ur, harnanáttföt, allt í miklu úr- vali. Bergstaðastræti 48 A, kjall- aranum. (523 DÍVAN til sölu. Sími 3539, eftir kl. 6. (559 SÆNGURVER, hvit og mis- lit, koddayer, lök. Ennfremur sængurfatnaður fyrir börn. — Gullhrá, Hverfisgötu 42. 560 KAUPI daglega blikkdósir undan neftóbaki, 60 og 90 gramrna. Guðbjörg Jónsdóttir, Lindargötu 36. (562 GARÐSTÓLAR úr eik fyr- irliggjandi. VERZL. ÁFRAM, Laugavegi 18. (566 NÝ 4ja kóra píanóharmonika til sölu á Lokastig 6, kl. 7—9. (568 BARNAVAGN til sölu á Brekkustíg 5. (572 NOTAÐ útvarpstæki til sölu. Sími 4592. Hyerfisgötu 123, neðstu hæð. (573 SVEFNHERBERGISSETT til sölu. Uppl. í síma 5697. (574 ÁNAMAÐKAR til sölu. Hverf- isgötu 59, III. liæð. ' (578 PÓLERAÐ borð (lmota) til sölu, glerplata fylgir. Uppl. kl. 8—10 í kvöld. Njásgötu 87, III. hæð. (579 REIÐHJÓL (karlmanns) ósk- ast keypt. Uppl. i síma 4295. (581 NÝR barnavagn til sölu. — Guðrúnargötu 4, kjallara. (582 DÍVAN, reylchorð, sjálfvirk rafmagnskaffikanna (amerísk), ■\ eggmyndii' til sölu. Leifsgötu 16, kjallara, kl. 5—7. (583 Tarzan í borg leyndar- dómanna NP. 109 Presturinn góndi á þá Tarzan og Herkuf í svefnrofunum. SíSan iagSist hann aftur út af aS sofa. Hann hefir bersýnilega álitið þá einhverja prest- anna. Þeír héldu nú frain svefnskál- ann og tóku tvenn kafaraföt ofan af krókunum. Fóru þeir nú inn í fangelsið. Tarzan beygði járnrimlana frá búrunum, svo að fangarnir gátu komizt út. Brian og Lavac var sagt að fara í kafarafötin, en hinum að leita sér frelsis hver sem bezt gæti með því fara út um leyni- göngin. En Athan Thome, sem orðinn var hálfs.turlaður, hafði komið til Athair í leit að demantinum mikla. Um leið og hann var frjáls ferða sinna, stökk hann að altari Brulors, greip gullkist- una, sem demanturinn var geymdur í, og hélt henni fast í fangi sér. Lal Task og Gregory réðust þegar að honum, til að afstýra þessu, og reyndu að hrifsa kistuna úr höndum hans. En Athan rak þá upp æðisgeng- ið óp, og andartaki síðar þustu prest- arnir inn í salinn með þríforka sína, reiðubúnir til að drepa þá alla. —« JAMES HILTON: Á vígaslóð, 151 mýktar og undirlægjutón og fór mörgum orðum um það, að sér þætti leitt að haka þeim ónæði, én um siðir komst hún að efn- inu. Fyrir hyltinguna starfaði hún og tveir synir hennar í húsi Rosianka-ættarinnar í Petro- grad. Rosinka prins og prinsess- an, kona hans, voru myrt í Yaroslav. Ættin var fjölmenn, en hyltingarsinnar hlífðu eng- um af Yarislavættinni, ungum sem gömlum. AJlir menn af ætt þessari voru vægðarlaust drepn- ir — að undanteknu yngsta barninu, sex ára gamalli prins- essu. Tryggir þjónar komu litlu prinsessunni undan. Áformað yar að koma henni til einhvers hafnarbæjarins við Svartahaf og.koma henni í skip, sem færi til annara landa, en bolsvíking- ar voru svo vel á verði, að það reyndist ókleift að koma henni þangað i tíma. Það var hús- hryti nokkur, Stapen að nafni, og kona hans, sem var mat- reiðslukona á heimili prinsins, sem tekið höfðu barnið að sér, óg bjuggu þau nú i Saratof og var pi'insessan enn hjá þeim. Frú Valimoff sýndi þeim nú hréf frá Stapen, sem var skrif- að fyrir nokkurum vikum, og lcomið hafði verið til þeirra með mikilli leynd. I bréfinu var frá því skýrt, að prinsessan væri við sæmilega heilsu, og Stapen kvaðst stöðugt vera vel á verði, til þess að vera reiðubú- inn, ef nokkurt tækifæri gæfist til þess að koina telpunni suður á bóginn, einkurn nú, er her- sveitir Denikins sóttu fram. En þetta var áhættusamt, og það var enginn hægðarleikur að finna ái-eiðanlegt fólk, sem ó- hætt væx’i að biðja fyrir telp- una. „Því er nefnilega svo varið,“ sagði frú Valimoff, „að bols- víkingar hafa ljósmyndir af öll- um þeiin, sem þeir eru að leita að, og m. a. af litlu prinsess- unni. Það hafa svo margir kom- izt undan upp á síðkastið, að þeir hafa hert allt eftirlit mjög mikið.“ Uppástunga frú Valimoff var í stuttu máli, að þau hjónin færu til húss Stapens, er þau kæmu til Sai’atov, og tækju barnið með sér. Frú Valimoff kvaðst vera. þess fullviss, að engum væri hetur að treysta en þeim að taka að sér svo áhættu- samt og. erfitt hlutverk. Hún lét þeim i té upplýsingar um heimilisfang Stapens, og festis- tölu úr ambri, til sannindamerk- is um að þau kæmu að beiðni hennar. „Sennilega er það ó- þarft,“ sagði hún, „því að hús- bi'ytar eru minnugir, og Stap- en kannast sjálfsagt við ykkur, en allur er varinn góður. Eg er viss um, að einhvemtima haf- ið þið heimsótt Rosianka sam- eiginlega.“ Daly kvað svo vera. Þegar frú Valimoff var farin lét A. J. í Ijós nokkurn vafa um hvort rétt væri fyrir þau að taka þetta að sér. Það var margt, sem sannfæri A. J. um, að frú Valimoff nyti talsverðs álits meðal þeirra, sem unnu að þvi að gagnbylting yrði gerð, en hann vildi fyrir hvern mun koma í veg fyrir, að Daly og hann flælctust inn í slíkt. Eina markmið hans var að kornast úr landi með Daly hið fyi'sta, og hann hafði enga löng- un til þess að ónýta öll áform þeirra vegna barns, sem livorugt þeirra hafði nokkui-n tíma aug- um litið. „Ef barnið er ekki í neinni hættu i Saratov“, sagði hann, ,Jþví þá að vera að leggja það í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.