Vísir - 31.07.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1943, Blaðsíða 3
VISIR lliigviÍKiiiaöiiriini Hjörtnr Thordarson Greinin, sem hér fylgir birtist 31. janúar síðastliðinn í blaðinu „The Wisconsin State Journal“, sem gefið er út í borg- inni Madison. Sá gesturinn, sem mesta eftir- tekt og umtal vekur í Madison nú sem stendur, er C. H. Thord- arson; hann er maður, sem aldrei lauk alþýðuskólanámi en er samt „Master of Art“ frá háskólanum í Wisconsin og „Doctor of Philosophy“ frá Há- skóla Islands. Hann er eini mað- urinn nú á lifi, sem Bandaríkja- stjórnin veitti heiðurspening úr gulli fyrir framúrskarandi af- reksverk í rafmagnsfræði á sýn- ingunni í St. Louis árið 1904 og á heimssýningunni í San Fran- sisco 1915. Allir aðrir, sem þess konar heiðurspening hlutu eru dánir. Mr. Thordarson var í náinni kynningu og vináttu við Edison, við Nicola Tesla, Júgó- slavneska rafmagnsvitringinn mikla og við fjölda annara manna í öllum stéttum. Tliordarson hefir lagt fram meira en milljón dali til um- bóta á lífi og líðan manna yfir- leitt og til aukinnar gleði og ánægju bæði sjálfum sér og öðrum, án þess að honum kæmi nokkur verðlaun eða endur- gjöld. En nú er bezt að byrja á byrjuninni, þegar minnzft er á lif þessa stórmerka manns. Mr. Thordarson hefir haldið til í Madison klúbbnum siðastliðnar tvær vikur á meðan hann dvaldi hér í’viðskiptaerindum og í heimsókn til gamalla vina. Hann er 76 ára gamall, fæddur á íslandi; voru þau systkinín fimrn alls. Þegar hann var fimm ára fluttu foreldrar hans til Bandarikjanna og settust að í Milwaukee; var það í júh-mán- , uði og var fjölksyldan öll klædd i heimatilbúin ullarföt. í Milwaukee veiktist faðir hans og dó eftir fáa mánuði. Þau heyrðu til lúterksu kirkjunni, og gekkst hún fyrir þvi að þau fluttu til Dana-héraðs og sett- ust að i Windsor i nágrenni við Ellu Wlieeler .Wilcox. Hjörtur Thordarson man bezt eftir einum degi í Windsor, það vildi svo til að Ella Wheeler Wilcox kom þar að sem hann var að leika sér að hjólum sem hann hafði búið til i litlum læk og gaf hún honum 10 centa bréfpening. Hún var fimm ár- um eldri en Hjörtur. „Mér hefir aldrei fundizt eg vera eins rikur síðan,“ sagði Mr. Thordarson: „Og nokkuru síðar, þegar skólabömin í þorp- inu komu sér saman um það að safna peningum til þess að kaupa gjöf handa kennaranum, var eg eini auðmaðurinn í hópnum“.Börnin náðusaman25 centum og keyptu bjöllu handa kennaranum. Mörgum árum seinna gaf kennarinn Hirti bjölluna og hefir hann hana enn þann dag i dag á skrif- borðinu sínu. Haim á þess vegna í raun og veru ennþá fyrstu tíu centin, sem hann eignaðist. Þegar hann var átta ára, fór móðir lians i með hópinn til Shawans; en þar voru þá nokkurir íslendingar; en þegar i hann var tólf ára fluttu þau ásamt tveimur öðrum fjölskyld- um til Norður Dakota. Kven- fólkið og yngstu börnin fóru í járnbrautarlest en karlmenn- irnir og stálpaðir drengir gengu við hliðina á þakvögnum, sem farangurinn var fluttur í. „Eg gekk alla leiðina, hér um bil þúsund mílur á hálfum þriðja mánuði og var berfætt- ur.“ sagði þessi hógværi Marco Polo. „Og aldrei get eg gleymt fegurð landsins, sem við fórum yfir.“ Um það leyti sem Thordar- sons fjölskyldan flutti til Da- ! kota, komst Hjörtur litli niður á | bók um eðlisfræði, sem móður- ; bróðir hans hafði þýtt úr dönsku > á íslenzku. Þýðandinn, frændi : hans, hét Magnús Grímsson, | hann var prestur i Danmörku, skáld og visindamaður. Hjörtur byrjaði tafarlaust að lesa þessa bók og las hana spjaldanna á ! milli, ekki einu sinni, heldur hvað eftir annað i fimm ár; hann skildi litið i henni í fyrstu, en náði sér niðri með skilninginn betur og betur með hverju árinu sem leið og sá þar alltaf eitthvað nýtt i hvert sinn, sem hann las liana. Hjörtur liafði hætt við skóla- nám þegar hann var tíu ára til þess að geta hjálpað mömmu sinni í baráttunni fyrir lífinu, en um það leyti, sem liann var seytján ára, hafði hann lært svo mikið í rafmagnsfræði i bók- inni hans frænda síns og af eig- in tilraunum að hann var stað- ráðinn í þvi hvað hann skyldi gera sér að Iifsstarfi. Hann hafði þá einnig dregið saman dálítið af peningum og lagði því af stað til Chicago. Þar fékk hann tafarlaust vinnu hjá raf- magnsfélagi. Ellefu árum siðar, árið 1895, hafði hann ábyrgðarmikla stöðu hjá Edisons félaginu, þar hélt hann áfram rafmagnstilraunum sínum, en honum nægði það ekki. Á sama degi það ár steig hann tvö þýðingarmikil spor: hann byrjaði verksmiðju fyrir sjálfan sig i gömlu byggingunni, sem kölluð er „The Cradle“ (Vaggan), en sú bygging var þar, sem gamla Chicago Civic. leikhúsið er nú, og hann kvænt- ist islénzkri stúlku, sem hann hafði kynzt- eftir að hann kom til Chicago. Byggingin var kölluð „Vaggan“ vegna þess að hún vaggaðist eða ruggaðist af þvi svo mikið var i henni af vinnandi vélum, og einnig vegna þess að hún var i raun réttri vagga margra nýstofnaðra fyr- irtækja, eins og t. d. Mr. Thord- arsonar. Þegar Thordarson hætti að vinria hjá Edison fé- laginu þekkti hann engan kaup- sýslumann utan þess félags, en hann var svo vel kynntur öllum innan félagsins að þeir voru boðnir og búnir til þess að veita honum alla mögulega aðstoð. Innkaupadeildin i Edisons félag- inu bauðst til |>ess að annast um innkaupin fyrir hann (auð- vitað með betri kjörum en hon- um var mögulegt að kaupa sjálfum), og ýmiskonar auglýs- ingar, sem hann festi upp hér og þar um sýningar sínar voru nákæmlega þær sömu, sem Edisons félagið hafði. En þrátt fvrir það þótt svona vel væi’i af stað farið blés ekki sem byi-legast að öllu leyti; og þegar konan hans kom að sjá verksmiðjuna í fyrsta skipti tveimur árum siðar, horfði hún í ki'ingum sig stundarkorn og virti allt fyrir sér, án þess að mæla, þangað til liún loksins spurði, hvei’su háa eldsábyrgð hann hefði. „Heilmikla eldsábyrgð,“ svar- aði hann, „þrjú hundruð dala virði.“ ,Sé svo, þá væri það mesta lán að allt brynni til lcaldra kola,“ sagði hún. Samt sem áður fór allt að ganga betur upp frá þessu, og i veltiárunum i kringum 1929 átti Thordarson sina eigin vei'k- smiðju, hafði þar i vinnu hjá sér 1500 manns og átti einka- leyfi fyrir 150 uppfyndingum í sambandi við í'afmagn, að meðtöldum x-geisla áhöldum, Ijósaleiðslu og í-adiovélum. , Hann var nú 76 ára gamall og er enn foi-maður verksmiðju sinnar, hefir þar 9000 manns í vinnu og fyrirmyndir hans til þess að skýra rafmagns hug- myndii', sem notaðar eru við þess konar kennslu í öllum æðri skólum landsins. Þess má enn fremur geta að verksmiðja lians ér nú alveg notuð til her- gagnaframleiðslu, og er hann nú að vinna að stærstu og þýðing- armestu uppfyndingu, sem liann hefir nokkuru sinni haft með lxöndum; hún er þess eðlis að ef liún lieppnast, verður hún til hins mesta gagns í stríðinu og mannheimi til heilla að strið- inu loknu. En allar þessar viðurkenndu og varanlegu framkvæmdir,sem lxaim auðvitað er stoltur af og ánægður jTir, eru einungis bak- svið þeiri-a framkvæmda, sem Thordarson liggja þyngst á hjarta; það er að safna saman og fullkomna og útbreiða allt það sem fegurst er og hrífandi. Og nú getum við byrjað á liinni raunverulegu sögu „Thordar- sons liins undi'averða,“ eins og vinir hans nefna hann. Fyrir fimmtán árurn byrjaði Thordarson áþvi að safna merk- um bókum, frumútgáfum, skrautbundnum útgáfum vís- indabóka og fágætum útgáfum fjölfræðisbóka. Nú á hann stærsta safn af enskum visinda- bókúm, sem til eru í öllu land- inu. Hann á fyrstu útgáfu af fyrstu enskri fjölfræðibókinni, sem prentuð liefir verið, hún er prentuð 1840; liann á einnig 3. útgáfuna af sömu bók. Hann á i safni sínu eina eintakið, sem til er i Vesturheimi af fyrstu bók í grasafræði, sem skrifuð liefir verið á enskri tungu; sú bók heitir „The Grete Herball“. Hann á fyrstu útgáfu af Shake- speare, Chaucer, Isaac Walton, fyrstu biblíu, sem prentuð er á ensku, það er Miles Coverdale útgáfan prentuð árið 1535 og óteljandi önnur fágæt rit. En bókin sem hann á og þykir sérlega mikið um vert er i 16 bindum, hún er eftir Baring Gould, er það meira en til er af ritum Goulds i nokkru öðru hókasafni i Vesturheimi. Fyrir þrjátíu árum keypti Thordarson þúsund ekra eyju liálfa aðra mílu i norður frá Washington eyjunni; hún er nefnd Rock Island (Kletta eyja). Þessi litli blettur af Wisconsin er sögurikur, þar hefir gerst samt hið allra fyrsta — og sumt sem er meira töfrandi en nokkuð annað i sögu rikisins. Holand hefir skrifað um það i verki sem heitir: „Old Penin- sula Days“, sú bók er í bóka- safninu i MadSson og aðrir hafa skrifað um það og kalla það: „Gleyindu sveitina“. Á þessari eyju stendur elzti bjálkakofinn, sem til er i Wisconsin rikinu; er liann 110 ára gamall. Þar er einnig viti, sem heyrir stjórn- inni til og 90 ekrur af landi honum tilheyrandi. Á hinum parti eyjarinnar hefir Thordar- son látið reisa skáía likan þeim, sem Víkingarnir byggðu forð- um á Norðurlöndum. — 1 þessum steinskála, sem byggður er með þriggja feta þykkum veggjum og svo vandaður að hann geti staðið um þúsundir ára, hefir Thordarson nýlega komið fyrir sinu geisimikla bókasafni, og þannig i fyrsta skipti á ævi sinni sameinað tvennt, sem honum liefir verið mest hugleikið, það er að segja tvennt, sem lionum hefir verið kærast næst heiniili hans og fjölskyldu, sem er konan, tveir synir (annar þeirra er á eyjunni sumar og vetur)., og þriggja ára gömul sonardóttir, sem einnig á heima á eyjunni og leikur sér við skógardýrin, því þar eru engin börn til þess að leika sér við. Það er þegar farið að lcoma í ljós að hún hefir erft bók- hneigðina frá afa sinum: „Þessi bókhneigð kemur jafn- vel lengra að en frá mér,“ seg- ir Thordarson: „Þegar við kom- um til Ameríku frá íslandi, átt- um við ekki mikið af þessa heims gæðum, en faðir minn flutti með sér fulla kistu af bók- um, sem honum þótti vænt um.“ Eyjan er sumsstaðar 300 fet ýfir sjávarflöt, þar eru fjórar milur af ágætis kalksteini, sem myndar viða há klettabelti. Tveir fornir kirkjugarðar eru á eyjunni. Þar eru margar ekrur af indælum skógi og síðast en ekki sízt er þar skemmtigarður, búinn til eftir fyrirsögn Thord- t arsons sjálfs. Auk bjálkakofans, sem er 110 ára gamall, eru þar einnig 20 aðrar byggngar, ein eða tvær þeirra eru endurreistar gamlar byggingar, en flestar hefir Tliordarson látið byggja sjálfur; eitt þeirra húsa erblóm- skáli, sem byggður er hnull- ungagrjóti frá skriðjöklum og kalksteini. Annað húsið er skál- inn þar sem Thordarson geymir bókasafnið og þangað er flest- um forvitni á að koma. Þessi mikla bygging er 70x140 fet og 66 feta há; á fyrsta gólfi, þar er fullkomnasta bókastöð, sem finnst nokkursstaðar við öll stórvötnin og á annari hæð, sem er öll afarstór salur, með svo stóru eldstæði i öðrum endan- um að borð með tólf manns, sem standa í kringum það, getur hæglega komizt fyrir innan þess. Öðru megin við eldstæðið er líkneski íslands og hinu meg- in likneski af Bandaríkjunum. Á öðrum stað hangir frummál- verk Andubous, sem er talið eitt- hvert mesta málverk af sinni tegund i viðri veröld. Hér og þar i salnum eru vönduð og verðmæt húsgögn, 50 alls: borð, bekkir og stólar, sem allt hefir verið smiðað sérstaklega fyrir þennan stað úr livítri eik frá Wisconsin er það unnið af ís- lenzkum trésmíðamanni, en á húsgögnin öll eru skornar ýmis- konar myndir úr goðafræði Norðurlanda. Við veggina milli glugganna eru 60 eldfastir skápar úr stáli og spegilgleri, i þeim eru geymd- ar allar bækurnar. Ótal margt fleira mætti telja ripp merkilegt og mikilsvert á eynni; þar er t. d. 80 feta há flaggstöng, búin til úr einu balsam furutré, sem hefir verið beykt og afhúðað, þar er dreg- in upp flögg íslands og Banda- rikjanna við hvert liátiðlegt tækifæri, er það hvergi annars- staðar hér í landi. Það væri freistandi að rita miklu meira um þessa eyju og allt, sem þar fyrirfinnst, en til þess er thninn of stuttur og plássið of litið — og svo hefir Thordarson boðið oss út til eyj- arinnar til stundar dvalar næsta sumar, og þá getum vér notað tækifæri til þess að skrifa ræki- lega um það. (Lögberg). Mexico keppir við Island. Dýrtíð eykst mjög í Mexico, og skýrsla landsbankans þar fyrir maimánuð ber með sér, að ástaridið er langt frá þvi glæsi- legt. Vísitalan, sem miðuð er við árið 1934, er komin nærri 240 stigum, og hefir farið hækk- andi. Landbúnaðarframleiðsla er minni en eftirspurn, og hefir því verð matvæla hækkað mjög. Landbúnaðinn vantar verkfæri og tilbúinn áburð. Sama máli er að gegna um iðnaðinn. Hann vantar bæði hráefni og vélar. Camacho forseti hefir nýlega sett á laggirnar neyðarvama- nefnd, sem fá mun fullt vald til að setja strangari skömmt- unarákvæði og liámarksverð á vörur og beita æði hörðum við- urlögum. Skemmtiföz templaza í Haukadal Umdæmisstúka Sunnlemf- ingafjórðungs gengst jaínam fyrir einni sameigmlegrö skemmti- og kynningarför Templara á hverju sumri. Að þessu sinni er skeinmti- förin ákveðin sunnudaginn 8. ágúst og er ferðinni heitið a8 Geysi. Fara bilar héðan snenuna morguns með reykviska templ- ara í einuríi hóp, en aðrir komæ i smáhópum. Þeir, sem kynns að vilja fara með austur þang- að daginn áður, geta fengiS affi tjalda hjá Geysi. Um hádegi á sunnudag fer allur skarinn upp að Ilaukada! og hlýðir þar messu lijá sr.Eiríki Stefánss. á Torfastöðum. Er hætt við að hin nýja kirkja rúmi tæplega alla því að gert er ráð fyrir að um 100 manns farl héðan úr Reykjavík. Auk þess kemur fólk úr HafnarfirSi og af Suðurnesjum og einnig frá stúkunum í Árness- og Rang- árvallasýslum. Að lokinni messu verður svO' haldinn fundur á St. Bláfelii h Biskupstungum, en á eftir m4 vænta þess að Geysir gjósi. Veitingar verða í Iþróttaskól- anum lijá Geysi og sundlaugin verður til afnota fyrir þá sem- vilja. — Þeir, sem kynnu að vilja panta lieitan mat á summ- daginn, verða að segja til þess um leið og þeir taka farmiðana. Fyrsta sendingin samkvæmt láns- og leigulögunum, er nu komin til Martinique. Stettinius, forstjóri láns- og leiguhjálpar- innar, hefir skýrt frá því að undirbúningur að aðstoð við Martinique hefði hafizt þegar, er Robert landsstjóri gaf í skyrij, að hann myndi segja af sér. Robert fylgdi Vichy, en nú er eyjan undir stjóm Striðandi Frakka. • Oliver Lyttelton, ráðherra hergagnaframleiðslu í Bret- landi, skýrði frá þvi í gær, aðs framleiðsla bandamanna á herr., gögnum hefði á þessu ári unm-... ið þrefaldri framleiðslu mönd- ulveldanna, og myndi að árú, nema fjórfaldri framleiðslu. þeirra. «« Donald Nelson, framkvæmda- stjóri flugvélasmíða í Banda- ríkjunum, upplýsti í gær, að yfir 7000 flugvélar hefði verið . smíðaðar í júnimánuði. Útsvör - Dráttarvextir \ ú Dráttarvextir eru þegar fallnir á fyrirframgreiðslu 1 þessa árs útsvara. Jafnframt falla dráttarvextir á þanu j útsvarshluta, er átti að greiðast í júnímánuði, ef hann er eigi greiddur fyrir 4. ágúst n. k. Útsvör þessa árs eiga að greiðast þannig: 1. Fyrirframgreiðsla, er miðast við 45 % af fyrra ársútsvari g.jaldanda, átti að greiðast í marz, apríl og maí s. 1. (15% á mánuði). 2. a Fyrirtæki og einstaklingar skulu greiða það sem eftir er af útsvarinu, þegar fyrirfram- greiðslan (45%) hafa verið greidd og dregin frá, á næstu 5 mánuðum, júní, júlí, ágúst, sept., okt. með ca. %á niánuði. 2. b Fyrirtæki, en þau eru skyld að greiða útsvör starfsmanna sinna, skulu greiða fyrirfram- greiðsluna fyrir þá eins og áður segir, og eftir- stöðvaniar á 7 mánuðum, júli, ágúsf sépt., okt., nóv., des., febr., með ca. 1/7 á mánuði. Borgarstjórinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.