Vísir - 22.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sólaxmeiki. jyjenn undrast að vonum fram- ferði kommanna, — auðnu- leysingjanna, sem skiluðu auðu við forsetakjör á Þingvelli. Þessi manntegund þóttist vera einna skeleggust í sjálfstæðis- málinu, en er á hólminn kom skorti á línuna og þeir kusu þann kostinn, að taka enga af- stöðu, — skila auðum seðlum og lýsa með því yfir að Island ætti ekkert frambærilegt for- setaefni. En þá verður mönnum á að spyrja, hvað Islendingar eigi að gera við sjálfstæði að dómi kommanna, ef manna- hrakið er svo tilfinnanlegt, að þeir verða að skila auðum at- kvæðaseðlum við forsetakjör á örlagaríkustu og sögulegustu stund lands og þjó^ar? Það eitt er ekki nóg, að kommarnir og aðrir auðnuleys- ingjar smáni þannig þjóðina, sem þeir þykjast vera að berj- ast fyrir, heldur bæta þeir einn- ig gráu ofan á svart með því að vanþakka skammarlega því stórveldi veitta aðstoð, sem við Islendingar megum í rauninni þakka fengið frelsi. Er síðasti þingfundur hófst, skýrði forseti frá árnaðaróskum, sem þing Bandarikjanna hafði sent Al- þingi í tilefni af lýðveldisstofn- uninni og kvaðst í nafni Alþing- is mundi svara því með þakkar- skeyti. Bað hann þingmenn að rísa úr sætum til þess að votta Bandaríkjaþinginu þakklæti sitt og virðingu, og gerðu það all- ir, að kommunum undantekn- um, sem enn bættu á auðnu- leysi sitt með því að sitja sem fastast. Er hér um fádæma hneyksli að ræða, — skort á háttvísi, sem mun vera algert einsdæmi í þingsögunni, en ber jafnframt vitni um frámuna- lega heimsku og manndóms- leysi. Sannar það ennfremur, að það er ekki fyrir íslenzku þjóð- ina, sem kommarnir eru að berjast, heldur vegna annara ó- skildra hagsmuna. Ella hefðu þeir sýnt eðlilegan þakklætis- vott og gegnt einföldustu kurt- eisisskyldum, er til þess var mælzt af forsetanum. Allur almenningur er komm- unum sárgramur fyrir allt þeirra feigðarflan og skammar- lega athæfi. Þessir menn setja smánarblett á íslenzku þjóðina æ og ævinlega, er þeir fá færi á, — og gæta þess vandlega að láta ekkert slíkt færi ónotað. / Það eitt er ekki nóg, að menn víti atferli kommanna í viðræð- um á götum úti. Almenningur á að lýsa skömpi sinni á þeim, með því að snúa við .þeim haki í eitt skipti fyrir öll. Þess munu engin dæmi, að nokkur stjórn- málaflokkur hafi gert sig sekan um stærri yfirsjónir en lcomm- arnir nú. Þjóðin hefir loks fengið að sjá þá í allri þeirra eymd og volæði. Hver sá, sem fylgir kommunum að málum, stuðlar að þvi að ísíenzka þjóð- in ali snák við barm, eða dauða- meinið í sjálfri sér. Þjóðin var einhuga á Þing- völlum. Þjóðhátíðin hefir opn- að augu margra fyrir þeirri nauðsyn, að haldið sé uppi ein- huga, þjóðlegri baráttu. Við þurfum og eigum að hefja við- I tjaldborg skáta á Þingvöllum. Bör Börsion buðarloka. Þingvöllum 21./6. ’44. I dag buðu skátar frétta- mönnum blaða og útvarps til Þingvalla, en þessa dagana stendur yfir skáta-landsmót austur þar. Komið var í Tjald- borg skáta í Hvannagjá um kl. 11% f. h. í suddarigningu. Inn í borgina er gengið gegn um Iiaglega útskorið hlið, og tekur þá þegar við tjaldborgin sjálf, sem er mjög skipuleg, en hún samanstendur a? goðorðum með goðum í fararbroddi. Eins og inn í tjaldborgina sjálfa, er farið um skrautleg hlið inn í livert goðorð. Baunar er tjald- borgin mjög áþekk litlu bæjar- félagi, með- nauðsynlegum em- bættismönnum og stofnunum. íbúatalan er um 180 manns. Hér er einskonar bæjarstjórn, með lögreglustjóra og öðrum embættismönnum. Hér er gefið út dagblað, sem „Drekinn“ nefnist, og er það prentað í eig- in prentsmiðju skátanna. Hér er Iæknir og sjúkrahús, búið öllum nauðsynlegustu tækjum og Iyfjum. Verzlun er á staðn- um, er „Öldurstaður“ nefnist, og er Bör Börsson þar innan- búðar ásamt fullmektugum. Brunalið er hér, en það saman- stendur af einu slökkvitæki og stjórnanda þess. Hið eina, sem er frábrugðið venjulegu, íslenzku bæjarfé- reisnarstarf og vinna að enn meiri framkvæmdum og fram- förum í landinu en nokkuru sinni hefir áður þekkzt. Við þurfum að skapa þjóðinni lífs- skilyrði, — hverjum einstak- ling, — og koma henni til mesta þroska, sem frekast er unnt. Það verður ekki gert með öðru móti en því að þroska einstak- lingana, og gæta þess að æskan í landinu njóti allra beztu skil- yrða, sem unnt er að skapa, — og að hún njóti þeirra án nokk- urra undantekninga. Æskan á framtíðina. Við, sem nú erum á bezta skeiði, höfum farið margs á mis, en notið þó betri kjara en feður okkar og for- feður. Göfugasta verkefni þjóð- arinnar er að hlú að æskunni, — hennar er framtíðin og hún gefur fyrirheitin um batnandi og bjartari tima. Það þarf að innræta hverju barni þjóðlegar tilfinningar og metnað, en það þýðir að benda verður því á hin óþjóðlegu öfl í landinu, sem einna átakanlegast hefir birzt í framferði kommanna við þjóð- hátíðina og birtist raunar dag- lega í öllu þeirra eymdarhjari, ef því eru gefnar gætur. Eng- inn Islendingur má gleyma þeirri skömm, sem þjóðinni hefir ger verið. Vítin eiga að vera til varnaðar. Þeir menn, sem bregðast, er mest á reynir, eru ekki fallnir til forystu og verða ])að aldrei. öll sólarmerki benda í þá átt, að þjóðin sé vak- andi á verðinum. Hún má aldrei sofna á honum og aldrei láta blekkjast af fagurgala, sem fel- ur í sér fals og hræsni og föð- urlandssvik, þegar svo hýður við að horfa. Gleymið ekki auðnuleysingjunum á Þingvöll- um, sem sátu sem fastast síðar í eigin óhappasessi. Veltið þeim úr sessinum og af þingi og hef j- ið þannig Alþingi'til þess vegs, sem því ber, þegar af því hafa verið máðir smánarblettirnir. Það er vandalaust verk, verði þjóðin jafn einhuga og á Þing- völlum, en margt hendir til að hún sé að vakna til samtaka og dáða. lagi er, að hér er eitt sameig- inlegt eldhús fyrir alla íbúa tjaldborgarinnar. Fréttamenn neyttu ágæts miðdegisverðar í tjaldi skammt frá eldhúsinu. Um kl. 2 kom skátahöfðing- inn, dr. med. Helgi Tómasson frá Reykjavík, ásamt Benedikt Sveinssyni, þjóðskjalaverði, en undir leiðsögn lians gengu skát- ar um Þingvelli og skoðuðu lielzu sögulegar minjar. Bene- dikt er manna fróðastur um sögu Þingvalla, og miðlaði hann óspart af þekkingu sinni. Þegar Benedikt hafði lokið leiðsögn sinni um vellina og Lögberg, var gengið til Valhall- ar og kaffið drukkið í boði mót- stjórnar. Eftir kaffidrykkjuna var mönnum frjálst að fara hvert, sem þeir óskuðu. Kl. 8 e. h. fór fram fánahylling, er þjóðfáni var dreginn niður. Er eftirtekt- arverð sú virðing, er skátar sýna fánanum. Síðan hófst aðalfundur Bandalags íslenzkra skáta. Síðasti þáttur dagsins var, er skátar settust við varðeldinn, en sú athöfn er ein hin vinsæl- asta með skátum, því að þar er sungið, leikið og sögur sagðar. Á mótinu ríkir æskufjör og andi, sem er í fullu samræmi við erfðavenjur skátahreyfing- arinnar. E. Ól. Alþingisforsetar senda Kristjáni 10. kveðjur. Forsetar Alþingis hafa sent Hans Hátign Kristjáni X. Dana- konungi svohljóðandi sím- skey ti: „Nú þegar stofnað er lýðveldi á Islandi, hefir Alþingi ákvarð- að að fela forsetum sínum að flytja Hans Hátign Kristjáni X. konungi alúðarkveðjur með þökkum fyrir ágætt starf í þágu þjóðarinnar, meðan hann var konungur hennar. Jafn- framt þakkar Alþingi hina hlýju kveðju konungs 17. júní, sem ber vott um skilning hans á framkomnum vifja íslenzku þjóðarinnar og eykur enn hlý- hug hennar til Hans Hátignar og dönsku þjóðarinnar. Vilja forsetar í nafni Alþingis árna konungi, drottningu hans og fjölskyldu allri, giftu og far- sældar á ókomnum árum, og dönsku bræðraþjóðinni friðar og frelsis, í fullvissu um, að frændsemisbönd þau og vinátta, er tengja saman öll Norðurlönd, megi haldast og styrkjast á ný fyrir alla framtíð." Hjónaefni. 17. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elín Jörgensen Lauga- veg 49 A og Ásgeir Sigurðsson frá Isafirði. Á Þjóðhátíðardag, 17. júní bp- inberuðu trúlofun sína ungfrú Ey- gerður Bjarnfreðsdóttir og Jón Jóhannesson, þjónn á Ingólfscafé. Þann; 15. júní opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Gróa Grímsdóttir, Ránargötu 13, og Kristinn Jónsson frá Dalvík. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Stéina Þorsteinsdóttir og Reynir Vilbergs, verzlunarmað- ur. Bálför frú Hólmfríðar Pétursdóttir frá Borgarnesi fór fram i Edinborg þann 7. júní s.l. — (Tilkynning frá Bálfarafélagi Islands). rðr Próf. Matthias Þórð— arson kosinn forseti til 2ja ára. Aðalfundur Bókmenntafélags- ins var haldinn í gær, 21. júní, í lestrarsal Landsbókasafnsins. Fundarstjóri var kosinn dr. Þorkell Jóhannesson landsbóka- vörður. Forseti, próf. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, bauð fundarmenn velkomna og sérstaldega próf. Richard Beck, forseta Þjóðræknisfélagsins, sem kominn yar um langan veg. Því næst skýrði forseti frá því, hverjir félagsmenn hefðu látizt frá því á síðasta aðal- fundi, alls 13, sem kunnugt var um. Risu fundarmenn úr sætum og minntust þeirra. Þá gat for- seti þess, að síðan á siðasta að- alfundi félagsins hefðu gengið 84 nýir meðlimir í félagið. Síð- an las hann upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins fyrir sl. ár. Félagið hefir á þessu ári að fullu greitt þá skuld, sem það hefir í langan tíma verið i, vegna’ útgáfu á registri yfir Sýslumannaævir og enn fremur keypt allt handrit til útgáfu á komandi árum á 14. og 15. bindi Fornbréfasafnsins. Reikning- arnir voru samþ. í einu liljóði umræðu- og athugasemdalaust. Þá las forseti upp reikning fyrir sjóð Margr. Lehmann Filhés og Afmælissjóð félagsins. Síðan las forseti upp fundargerð kjör- fundar, sem haldinn var 16. þ. mán. * Forseti hafði verið kjörinn til tveggja ára próf. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður og varaforseti próf. Sigurður Nor- dal. Þeir fjórir fulltrúar, sem áttu að ganga úr skv. lögum, höfðu allir verið endurkosnir. Einnig voru sömu endurskoð- endur kjörnir aftur á aðalfundi. Þá skýrði forseti frá því, að stjórnin hefði valið dr. Einar 01. Sveinsson til þess að vera ritstjóra Skírnis þetta og næsta ár. Ennfremur skýrði forseti frá því, að árstillag yrði það sama fyrir þetta ár, eins og í fyrra, eða 25 kr. Síðan gat hann um útgáfu ársbóka þessa árs; myndi félagið gefa út, auk Skírnis, bók eftir Sigurjón Jónsson lækni um sóttarfar og sjúkdóma hér á landi á 15.—18. öld og vænianlega næsta hefti af annálum þeim, sem félagið er að gefa út. Auk þess myndi fé- lagið gefa út stórt hefti af Forn- hréfasafninu. Þá bar forseti fram þá ein- róma tillögu stjórnarinnar,. að dr. Guðmundur Finnbogason, er verið hefði forseti félagsins og ritstjóri Skírnis í mörg ár, yrði kjörinn heiðursfélagi, og var það samþyJckt i einu hljóði. Um 6600 bílar fóru austur þingvallaveginn nýja um 1 bíll var á hverjum 60-80 metrum þingvalla- vegarins, þegar umferðin var mest. Jamkvæmt áætlun Vegamálaskrifstofunnar hafa 6600 bílar fanð frá Reykjavík til Þmgvalla um Þingvallaveginn nýja frá því á föstudagsmorgun s.l. til sunnudagskvölds. Þar af mun sjötta hver bifreið hafa verið stór fólksbifreið, tuttugasta og fimmta hver bifreið vörubifreið, en hitt litlir fólksbílar. Lætur nærri, að bílar hafi farið austur á hverri klukku- stund til jafnaðar á þessu tíma- bili. Mest varð umferðin frá kl. 7—12 f. h. á laugardaginn, því að á þeim tíma fóru sam- tals 1958 bílar (323 stórir fólks- bílar, 1520 litlir fólksbílar og 115 vörubílar) austur um til Þingvalla, eða nærri þriðjung- ur allra þeirra bila, sem aust- ur fóru um hátíðarhöldin. Fóru þá nærri 400 bílar til jafnaðar á hverri klukkustund, en mest fóru á ‘einni klukkustund 614 bilar, og var það á tímabilinu kl. 10—11 á laugardagsmorg- uninn. Lætur nærri, að um eða yfir 800 bílar hafi þá verið í einu á Þingvallavegginum, eða 1 bíll á hverjum 60—80 metr- um austur, Vegamálaskrifstofan lét telja bilana í Ártúnsbrekku, og var rð á Dor rðoÉi fslandsmótið ÚRSLIT í kvöld kl, 8.25 Fram - Dynjandi músik og mörk! Allir út á völl! Valur Nú verður spennandi hvernig fer! Verði jafntefli Vinni Fram — þá vinnujf K.R. mótið. —þá verður auka- leikur K.R.-Valur. Vinni' Valur — þá vinnur Valur ntótið. Lúðrasveítin Svanur leikur á undan og i hálfleik. talið frá því kl. 8 um morgun- inn á föstudaginn og nokkuð framyfir miðnætti á aðfaranótt sunnudagsins. Á föstudaginn fóru tæplega 1500 bílar austur og á laugardaginn tæp 3000, eða 494 stórir fólksbílar, 2354 litlir og 141 vörubifreið. Það, sem hér vantar á upp í heildartöl- una, er áætlað að hafi farið austur um á sunnudaginn. I Hér er aðeins að ræða um , bila þá, sem austur fóru um Þingvallaveginn nýja, en ekki taldir þeir, sem aðrar leiðir hafa farið. Yfir 60 manns vinna þar í snmar. Yfir 60 manns hafa verið ráðnir til að vinna 6 klukku- stundir á dag í sex daga í viku við vegagerð yfir Þorskafjarð- arheiði í sumar. Frá þessu er skýrt í síðasta tölublaði Vesturlands, sem gef- ið er út á ísafirði. Um ein milljón króna er á- ætluð á fjárlögum til þessarar vegagerðar, sem er hin mikil- vægasta, þar sem hinn nýi veg- ur kemur til með að tengja ísa- fjarðardjúp og margar byggðir á Vestfjörðum við aðalakvega- kerfi landsins. Blaðið Vesturland lætur 1 Ijós mikla ánægju yfir að vegagerð ríkisins skuli ekki sjá sér fært að láta eitthvað af vegagerðar- vélum til þessarar vegagerðar og segir, að það rnuni stafa af því m. a., að eitthvað af nýjum vegagerðarvélumu, sem vega- gerð ríkisins eigi í pöntun frá Ameríku, séu ekki komnar til landsins, en það afsaki ekki það ranglæti, að engin af þeim þrem vegavinnuvélum, sem nú séu til í landinu, séu látnar þessari mikilvægu vegagerð í té til af- nota. I fjarveru minni til júlíloka gegnir Bjarni Jónsson læknir störfum fyrir mig. Við- talstími hans er daglega frá 2—3, Öldugötu 3. — MATTHÍAS EINARSSON. Hús til sölu, ásamt einum helctara lands. Uppl. í síma 5039, eftir kl. 6. — Stúlka óskast á EIIi- og hjúkrunarheimilið Grund. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. Fallegur bainavagn til sölu. BRÁVALLAGÖTU 4, 1. hæð. Eldfast GLER. H0LT Skólavörðustíg 22. Matsveinn óskast á 30—40 tonna síldveiðibát frá Akra- ncsi. Uppl. í síma 5474, eftir kl. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.