Vísir - 15.07.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIIt H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Leynt eða ljós. BLÓÐIN eru samvizka þjóö- arinnar, góð.eða vond eftir ástæðum. Þau eiga að lialda uppi réttmætri gagnrýni, en lofa jafnframt það, sem lofsvert er. Hvergi mun aðstaða blaðanna vera jafnerfið og liéi’ i landi. Ber þar til að liver hefir viljað pukra í sínu horni, helzt án þess að áðrir fengju að vita livað hann aðhefðist, og gildir þetta jafnt um opinbera starfsmenn sem aðra einstaklinga. í skjóli þessarar þagnar hafa margar þær misfellur gerzt, sem aldrei hafa komið fram í dagsljósið. Þær misfellur hafa verið í mörgum myndum og á mörgum sviðum. Margur hefir fengið af iitlu Iof eða last fyrir ekki parið sökum ókunnugleilca almennings og blaðanna af þeim málefnum, sem þessir menn hafa haft með höndum. En þetta er að breytast. Starf opin- berra starfsmanna er ekki leng- ur einkamál þeirra, starf verzl- unarmannsins eða útvegs- mannsins heldur ekki, þeim mun síður bóndans, iðnaðar- mannsins eða verkamannsins. Allir þessir aðilar verða að upp- fylla skyldur sínar gagnvart þjóðfélaginu, og þeir eiga ekki rétt á að fá lof fyrir vanrækslu og yfirsjönir og þeim mun síður eiga þeir skilið að fá last fyrir það seni vel er gert. Staða, sem umlulct er af þögn, er opinn vegur fyrir spillingu. Gagnrýn- in ein, heilbrigð og hófstillt get- ur hreinsað musterið. Áður og fyrr litu menn svo á, að það væri þeirra einkamál, hvernig þeir höguðu rekstri sín- um, jafnvel þótt gerðar væru margskyns ráðstafanir sem voða gátu haft í för með sér fyrir al- menning eða fámennan hóp einstaklinga. Slikt er nú úr sög- unni. Menn verða yfirleitt að uppfylla viss skilyrði til að fá að hafa með höndum ákveðinn rekstur og þeim mun meiri kunnáttu, sem reksturinn er flóknari og erfiðari eða líefir almennari þýðingu. öryggis- málin og aðbúð verkamanna verða ekki látin liggja með öllu í láginni sé ástæða til að vita eða lofa aðfarir í því efni. Slíkt eru hvorki einkamál vinnuveitenda né verkamanna, heidur mál sem almenning varðar miklu. Viðskipti vinnu- veitenda og verkamannasam- taka þurfa að fara fram i fullu dagsljósi, þannig að unnt sé að greina á milli og skilja hvað um er deilt þegar árekstrar verða. Það verður að skapa sem mest öryggi fyrir lieildina. Því er það með öllu óeðlilegt að fá- mennur hópur manna, hvaða starf sem hann kann að hafa með höndum, geti stöðvaðfram- leiðsluna í Iandinu og komið at- vinnuvegunum á kaldann klaka. Þessu ber að gefa nákvæmar gætur og krefjast að fullkom- innar sanngirni sé gætt í við- skiptum þótt deilur lcunni að l'.oma upp. Þannig mætti lengi feli'). Ff til vill er þó þjóðinni ekk- ert kaðlcgra enbaktjaldamakk- ið i stiórnmálunum og einnig hi+t að hér geta allir vasast í öliu, án þess að gerðar séu til Nýja vélasamstæðan í Sogsvirkjuninni fullgerð. lirkjuuiii verdnr reynd nsrsta liálfan mánnð, en að reynzln lokinni verðnr stranmnnm hleypt á kæjarkerfið. Borgarstjóri og bæjarstjórn Reykjavíkur bauð í fyrradag rík- isstjórn og fjölda annarra gesta austur aðLjósafossi,en stækk- un Sogsvirkjunarinnar er nú lokið og var viðbótarvirkjunin reynd í gær. Er hér um að ræða annað mesta rafmagnsmann- virki hér á landi, og eykst orka Sogsstöðvarinnar um 5500 kilowött, en fyrir voru 8800 kw. Kostnaður við virkjunina hefir numið 6 milljónum króna, en jafnframt hefir innan- bæjarkerfið verið atíkið og endurbætt fyrir meira en 7 millj. króna. Hinsvegar hefir stjórn rafveitumálanna í huga að ljúka einpípuvirkjun í Elliðaánum fyrir árslok 1946 þessu til við- bótar, og er þá talið að fullnægt verði þörfum bæjarbúa fyrst um sinn. Er gestir höfðu skoðað vélasamstæðuna nýju og rafstöðina, var gengið til veitingaskála starfsmanna og neytt kaffis. Ávarpaði rafmagnsstjóri gestina og skýrði þeim frá framkvæmdum í sam- bandi við virkjunina, en ræða hans var á þessa leið: Ræða rafmagnsstjóra: Um véla-aukningu Sogsviirkj- unarinnar. Þegar ófriðurinn brauzt út, þeirra þær kröfur að þeir ræki störf sín sómasamlega. Til eru menn, sem eiga sæti á Alþingi, hrepps eða bæjarstjórnum* margskyns nefndum hálaunuð- um, geta samið við sjálfa sig um öll sín mál í hinum ýmsu stöðum, án þess að um verulegt aðhald sé að ræða frá almenn- ingi, vegna leyndarinnar, sem rílcjandi er um störf þessara manna. Slíkt er óeðlilegt og ó- heilbrigt. Þótt mennirnir lcunni að vera samvizkusamir og ræki störf sín svo að ekki verði að fundið, stendur vegurinn op- inn til margskyns ólesturs, sem ekki verður réttlættur,.— örygg- ið er ekkert fyrir því að öllum þessum störfum sé sinnt svo sem vera ber. í Canada mun sú regla vera ríkjandi að menn mega ekki hafa með höndum nema eitt launað opinbert starf. Hækki þeir í tign verða þeir að láta af þeim starfa, sem rainna þykir til koma, en geta ekki haft hvorttveggja með höndum. Þetta er heilbrigt og lofsvert, og ekki væri óeðlilegt að slíkt væri tekið upp hér. Það skal að visu játað að hér er erfiðara en annarstaðar að gera stjómmál að lífsstarfi, en þeir menn eiga ekki að fást við slík mál, sem falla i freistni vegna eigin hags- muna af þeim sökum að þeim hefir verið trúað fyrir umboði almennings í einni eða annari mynd. Stjórnmál hér í Iandi gefa það litið i aðra hönd að bitlingar og bein hafa verið not- uð til að bæta það upp, en slikt er elcki réttmætt. Fróðlegt væri að vita hve margar nefndir eru enn við lýði, sem ekkert starf eða litið inna af höndum, annað en það að hirða árleg laun sin. Fátækraframfæri cr þungur baggi, en það er miklu betra og hreinlegra að auka þau útgjöld nokkuð, en að greiða þau af hendi, sem laun fyrir starf, sem elckert er eða ekki unnið. Hið endurborna Iýðveldi harfnast musterishreinsunar að þessu leyti. Þeir dauðu eiga að grafa sína dauðu. Allar óþarfa ncfnd- ir ættu að vikja um leið og nýtt stjórnskipulag er upp tekið, þannig að nýi timinn þurfi elcki að drasla með slíka fjötra ufn fót. Það sem leynt var áður á að verða almenningi Ijóst, — ekki hvað sízt allt sleifarlag i opin- berum rekstri. Nýi tíminn á að krefjast mikils, en Iauna einnig eftir mætti. Þá mrniu bíða þjóð- arinnar hjarlari dagah var úr vöndu að ráða, hvernig fara ætti að um fyrir- sjáanlegar aukningar. Var þá t. d. um haustið pantað frá Svíþjóð 10 spennar í bæjar- kerfið. Gjaldeyrir fékkst ekki, en firmað, sem Rafmagnsveit- an hafði oft skipt við áður, gekkst inn á að smíða þá engu að síður. Skyldu þeir vera til- búnir í júní 1940 og greiðast við afhendingu. Spennarnir komust aldrei hingað, og hafa nú verið seldir öðrum þar í landi. Afhendingartími stórra véla í Svíþjóð var orðinn all- langur, mun mciri en árið 1937, og var sífellt að lengjast. Vinnan við útboðslýsingu að 3. vélasamstæðunni tók allt haustið 1940, og í úrsbyrjun 1941 vár útboð sent til Eng- lands, með beiðni um tilboð. Til vara voru lýsingar einnig sendar til Ameríku «og sendi- herra Islands í Washington beðinn um að greiða fyrir þeim þar. Tvö tilboð komu frá Eng- landi og voru aðgengileg, en þau voru því skilyrði háð, að hrezka ríkisstjórnin veitti leyfi fyrir smíðunum, sem ekki fékkst. Var þá leitað til Ameríku, og tókst að fá tilboð í vélasam- stæðu, sem hægt var að koma fyrir í húsrúmi því, er ætlað var fyrir þessa aukningu og þó svo stóra, að hún gat notað á- samt hinum vélunum, allt vatnsrennsli í Ljósafossi, við minnsta rennsli. Var afl henn- ar 7650 hestöfl á túrbínuása. Samningar voru undirritaðir um túrbínusmíðina í febrúar, og um rafvélina dg raftæki í marz 1942. Skyldi afhendingar- tími vera í júli 1943 eða 16 mánuðir fyrir túrbínu og 15 fyrir raftækin. Ef leyfi hefði fengizt fyrir vélinni í Englandi og samning- ar orðið undirritaðir í október, hefði afhending þar samt orð- ið um líkt leyfi. Amerísku vélarnar voru að ýmsu leyti frábrugðnar hinum sænsku, sem fyrir voru. Fyrst var það, að aðfærsluæðin og túrbínuhólkurinn skyldu gerð- ir úr steinsteypu i stað stáls. Þá voru svo mikil vandkvæði á að fá stálplötur vestra, vegna skipasmíðanna. Varð því bygg- ingarvinna við þessa aukningu miklu meiri og vandasamari. Steypustyrktarreikninga gerðu þeir Langvad verkfræðingur og aðstoðarmaður hans, Fanö, vet- | urinn 1942—43, meðan á vél- | smíðinni vestra stóð, ásamt út- boðslýsingu, og var það verk ágætlega af hendi leyst. Vorið 1943 var byggingar- vinna boðin út og komu 3 til- boð í hana. Var Almenna bygg- ingarfélagið hlutskarpast. Hóf það vinnuna i maí og lauk henni i desember, hálfum öðr- um mánuði síðar en áætlað hafði verið. Stafaði þessi seink- un mestmegnis af því, að und- , irbúningur undir verldð varð lengri en áætlað var. Þetta kom þó eigi að sök, þar sem komu J vélanna seinkaði einnig. Al- menna byggingai’félagið vann verlc sitt ágætlega, að því er séð verður, og virðist fara mjög myndarlega af stað, þar sem steypuvinna af þessu tagi er talin með vandasömustu steypuvinnu, sem gerð er. Það var núna fyrst þ. 11. þ> m., sem steypan var reynd með fullum vatnsþrýstingi. % Þegar kom að því að vélar og tæki skyldu afhent lrá verk- smiðju, og flutningar útvegaðir til landsins, komu upp miklir erfiðleikar. Dráttur varð á af- hendingu, er leiddi til tafar á flutningum, og er hér ekki hægt að rekja alla þá fyrirhöfn og umstang margra manna, sem um þetta fjölluðu, en ár- angurinn varð sá, að fyrstu flutningarnir komust í ágúst 1943, túrbínan í september— október og rafvélin í október- lok, og jafnframt byrjuðu flutningar frá Reykjavík aust- ur, en það var atriði, sem við álitum kvíðvænlegast, að fá þá 1 okt.—nóv., austur yfir Hellis- heiði, en yfir Þingvelli var elcki hægt að fara, vegna þess. að brýr og vegbeygjur leyfðu það ekki. Þegar vélaflutningarnir fóru fram 1936, við fyrsta virkjun- arstigið, var þeim lokið 24. okt., og tveim dögum síðar varð Hellisheiði ófær til þungaflutn- inga, og stóð svo allari veturinn til vors. Þá voru þyngstu stykkin 13 tonn, nú 19. En það rættist úr þessu. Verkfræðingadeild ameríska hersins hér veitti okkur alla aðstoð, er reyndist mjög mik- ilsverð, af þvi að herinn hefir langtum hetri flutningatæki en við, og reyndust þessir flutn- ingar þó full-erfiðir. 1 einni ferðinni^ fengu sumir bílstjór- anna og aðstoðarmanna þeirra ekki svefn eða hvíld í 36 klst. samfleytt, því haldið var áfram 2 daga og nótt í milli, frá Reykjavik, og þangað til kom- ið var að Ljósafossi. 1 nóvember byrjaði uppsetn- ing á túrbínu og var lokið á aðalstykkjunum skömmu eftir áramót, þannig, að hægt var að koma við uppsetningu raf- vélarinnar þar ofan á. Uppsetn- ing hennar byrjaði fyrst i des- ember, í stað þess, að í upphaf- legu áætluninni, vorið 1942, var talinn möguleiki á að hún gæti hafizt í byrjun september. Voru þá taldar líkur fyrir því, að uppsetningartíminn þyrfti ekki að vera nema 3 mánuðir. svo að- í lok nóv. 1943 gæti vélin orðið tilhúin. Eftir því sem nú var komið, í des., mátti því telja að vélin gæti orðið tilbúin í lok febrúar, eða byrj- un marz. Þetta hefir þó farið á annan veg, svo sem kunnugt er. Vcrkið vannst allt miklh seinna en ráð hafði verið fyrir gert. I Orsakirnar til þess eru ýms- ar. Þótt aðal-vélahlutarnir kæmu á haustinu, voru ýmsir hlutar, vírar og tæki, scm komu ekki fyr en eftir áramót, hið síðasta ekki fyr en í miðjum apríl. Ekkert hefir misfarizt í flutningum ])cssum, og getum við verið þakldátir fyrir það. Þegar hlöðin voru i vetur að spyrja, hvernig gengi með upp- setninguna, var aldrei hægt að slcýra frá flutningunum, um þá mátti ekkert segja. En auk flutninganna má segja að gerð rafmagnsvélarinnar, eða rafals- ins, liafi valdið okkur talsverð- um töfum. Rafall hefir tvo hluti: vélarsátrið og segulpóla- hjólið. Sátrið kom í 2 pörtum aðeins, er vógu um 15 tonn hvor. En segulhjólið kom í lið- lega 2200 pörtum. Liggur það í því, að hjólhringurinn er sam- settur úr þetta mörgum stál- plötum, sem raða þarf saman, svo þær komi í réttan hring. Nú er þvermál hringsins 5 m., en frávik frá réttum hring má hvergi vera meira en hálfur millimetri. Var það tafsamt verk, þar sem auk þessa hring- máls þurfti að gæta þess, að hringurinn yrði jafn þungur á alla vegu. Þegar hringnum var raðað saman, og segulpólarnir settir á hann utan, vegur hann rúm 50 tonn. Segulpólarnir eru 44 talsins. Til samanburðar má geta þess, að í sænsku vélunum kom hjólið í minna en 50 pört- um, og voru þar af segulpól- arnir 40 talsins. Eftir að lokið var við sam- setningu segulhjólsins í lok apríl, hafa einnig orðið tafir við uppsetninguna, sem stafa að miklu leyti af þeim erfiðleik- um, sem eru á að framkvæma slik verk á þessum tímum, og virðist það ekki eingöngu vera hér hjá okkur, þar sem erfitt er að ná í hlutina, heldur einn- ig virðást verksmiðjur í Ame- ríku eiga erfitt með að ganga svo frá smíði sinni til fulln- ustu, sem á friðartíma væri. Hinir amerísku menn, sem staðið hafa fyrir uppsetning- unni hér, hafa unnið verk sitt af mikilli samvizkusemi og með mikilli þrautseigju, við liinar erfiðu kringumstæður. Megum við vera þakklátir fyr- ir vandvirkni þeirra, sem ein- mitt við slík verk er svo mik- ils um vert. Þá þakkaði rafmagnsstjóri förstjóra Eimskipafélags ís~ lands í New York, Jóni Guð- brandssyni, sem var einn af boðsgestum, ágæta aðstoð hans og fyrirgreiðslu vegna flutning- anna að vestan. Að ræðu rafmagnsstjóra lok- inni var gengið upp á stíflu- garðinn og sáu gestirnir er vatni var hlejqit í aðrennslispípuna og einnig er vélasamstæðan var sett af stað innan húss. Yélasam- stæðan er mun stærri en hinar tvær, sem fyrir voru. Að þessu loknu var haldið til Þingvalla og þar snæddur kveld- verður. Var boðið þangað starfs- liði sogsvirkjunarinnar. Var þar nokkuð um ræður og flutti borgarstjóri ávarp það er hér fer á eftir: Ræða borgarstjóra: Mannvirki það, sem nú er verið að ljúka, er lriuti af Sogs- virkjuninni, sem er eign Reykjavíkurbæjar. Ríkið hefir þó styrkt bæjarfélagið til að koma virkjuninni á, enda er bæjarfélaginu skylt að lands- lögum að selja þeim, er þess geta notið, rafmagn frá virkj- uninni. Gat og eftir lögunum um virkjun Sogsins komið til greina, að ríkið annaðist þá viðbótarvirkjun, sem nú hefir verið framkvæmd, en Reykja- víkurhper ekki. Samkomulag va um það við þáverandi aí^klnumálaráðhcrra, ölaf Thors, er virkjunin var ráðin 1941, að bærinn framkvæmdi hana, og hefir framkvæmdin síðan verið studd af ríkisvald- inu eftir því, sem á hefir reynt, þ. á m. með veiting rílds- ábyrgðar fyrir nauðsynlegu lánsfé, svo sem lög ráðgera, og .veitti núverandi fjármálaráð- herra ábyrgðina. Allh þessa fyr- irgreiðslu þakka ég af bæjarfé- lagsins hálfu. Framkvæmd verksins hefir mest mætt á rafmagnsstjóra, Steingrími Jónssyni og aðstoð- armönnum hans. Sigldi raf- magnsstjóri m. a. í þessu skyni til Bandaríkjanna haustið 1941 og dvaldi þar fram á árið 1942. Framkvæmdir liér á landi hóf- ust eigi fyrr en vorið 1943 og hefir orðið lengri dráttur á þeim en ráðgert var, en nú er þeim að verða farsællega lokið. Þegar Elliðaárstöðin byrjaði 1921 var afl hennar einungis 1000 kw. Afl Elliðaárstöðvai’innar var síðan smám saman aukið upp í 3200 kw. Er Ljósafoss-stöðin tók til stai’fa 1937, bættust við 8800 kw. Með virkjun þeirri, sem nú er að verða lokið, bætast enn við 5500 kw. Ræður þá Rafmagnsveita Reykjavíkur og Sogsvirkjunin, sem á henni er byggð, yfir samtals 17500 kw. 1 fljótu bragði ber e. t. v. eigi mikið á hinni nýju virkj- un, þegar að Ljósafossi er kom- ið. Viðbótarvirkjunin er þó annað mesta rafmagnsvirki, er gert hefir verið hér á landi. Enda hefir hún sjálf kostað h. u. b. 6 millj. króna. Og í sam- handi við hana hefir innan- bæjarkei’fið í Reykjavík verið aukið fyrir yfir 7 millj. króna. Af kostnaðinum hafa 11,4 millj. verið teknar að láni og er það fyrir milligöngu Lands- bankans. Mesta rafmagnsvirkjunin er enn frumvirkjun Ljósafoss. — Aðrar rafmagnsvirkjanir hér á landi eru miklu minni. Næst kemur Akureyri, sem nú er að láta hæta 2700 kw. við Laxárvirkjun sína og hefir þá alls 4600 kw. og er það hlut- fallslega mjög mikið, enda að vei’ulegu leyti ætlað til hitunar. Skeiðfossvirkjun þeirra Sigl- firðinga er ekki nema 1600 kw. Og afl Isafjarðarstöðvarinnar verður eftir aukningu 900 kw. Það er þvi ljóst, að nxiðað við aðrar í’afmagnsstöðvar hér á landi, er þessi 5500 kw. aukn- ing á Ljósafoss-stöðinni mikið mannvirki. Aukningin er að vissu leyti enn meiri en sýnist, því að sam- tírnis henni er verið að ljúka við Hitaveituna, sem er slílcur hitagjafi, að samsvarar a. m. k. 30.000 kw., ef rafmagn hefði þurft til framleiðslu þeirrar orku.1 Þrátt fyrir þetta er Ijóst, að rafmagnsviðbótin nú verður eigi fullnægjandi nema tiltölu- lega skamma hríð. Rafmagnsskortur hefir verið tilfinnanlegur síðustu ár. Or- sakir hans verða eigi ralctar hér. Rafmagnsstjóri hefir nokk uð rakið ástæður fyrir drættin- um á að hæta úr þessu. Drátt- urinn hefir vissxxlega valdið miklu tjóni og verið óþægileg- ur, en þó sýnist þeim, er til þekkja, að sumir hafi eigi sem skyldi haft í hxxga þá erfiðleika, er slíkum framkvæmdum fylgja á stríðstímum. Þegar raunar er merlcilegra að yfir- leitt skuli unnt að ráðast í því- líkar framkvæmdir, heldur en þótt eitthvað gangi stirðlegar en björtustu vonir standa til. Hvað sem um það er, þá er Ijóst, að brýn þörf er mjög bráðlega á stórfelldri raforku- aukningu fyrir Reykjavík og þa landshluta, sem Sogsvirkj- unin tekur til. Nauðsyn þessa kemur þegar af hinni sífelldu fjölgun íbúa Reykjavíkur og aukningu margs konar framkvæmda þar,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.