Vísir - 31.10.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 31.10.1947, Blaðsíða 4
4 VISTR Föstudaginn 31. 'október 1947 VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐADTGÁFAN YÍSÍR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hairannsóknir. píldveiði virðist vera að glæðast hér í Flóanum, og ef að líkum lætur þarf ekki að óttast beituskort á kom- andi vetri. Sæmilegur afli hefir fengizt í reknet, en talið er að svo mikið síldarmagn hafi komið í net, sem lögð voru í Herdísarvík, að netin hafi sokkið. Sannar það, ef rétt er, að verulegt magn síldar hlýtur að vera á miðun- um, en sjómenn telja, að síldarganga sé nú að koma, en ekki að fara. Ástæða er til að rannsaka gaumgæfilega, á hvern hátt nýta má síld þessa, þannig að hún skapi þjóðarbúinu sem mestan arð. Faxasíld var söltuð á áruijum fyrir stríð, seldist auðveldlega og þótti góð vara. Mætti vafalaust vinna henni stærri og betri markað, en þá var fyrir hentli, ef full áherzla væri á það lögð. Þótt síld hafi veiðzt hér í Faxaflóa á flestum haust- mánuðum og fram eftir vetri, hefir tiltölulega lítið verið um veiðina sinnt. Helzt hafa menn reynt að afla síldar til beitu. Á síðasta vetri aflaðist óvenjulegt síldarmagn hér í innfjörðunum — aðallega Kollafirði — og var þá grip- ið til þess ráðs, að flytja síldina til Siglufjai’ðar til vinnslu í ríkisverksmiðjunum. Slíkir flutningar eru dýrir og á allan hátt óheppilegir. Stefna ber að hinu, að koma upp smáum verksmiðjum liér við Flóann, sem unnið geta nxarkaðshæfa vöru úr síldinni, en ein slík verksmiðja er þegar fyrir hendi á Akranesi og aði-ar í byggingu. Afköst þessara verksnxiðja þurfa ekki að vera mikil. Ber þar tvennt til. Annai’svegar er síldveiðin ekki svo mikil, að því er ætla nxá, að smáar verksmiðjur hafi ekki nokkurn veginn undan, en auk þess geymist síldin mun betur í þróm á haustmánuðum en um sumartímann norðan- og austan- lands. Skortur mun vera á hæfilegum nótum til veiðanna, með því að flestar þær nætur. sem fyrir hendi eru, reynast of stói-riðnar. Blönduð millisíld veiðist aðallega hér í Fló- anum, en sama er nú sagan við ísafjai’ðardjúp, en þar er veiði mikil um þessar mundir. ðlætti sem dæmi nefna, að einn ísafjarðai’bátanna hefir veitt um 5 eða 6 þúsund mál á hálfum mánuði, en það mundi þykja góður afli á sumarmánuðum noi’ðanlands, ekki sízt á síðustu sumr- um, þegar þetta magn hefir þótt mikil og góð veiði. Af öllum flotanum, sem veiðarnar stunduðu í sumar, mun tí- undi hlutinn hafa aflað yfir sex þiisund mál. Þótt síld sú, sem nú veiðist, sé ekki jafn feit og gengur og gerist um sumai’síld, er þétta gott búsílag í öllum gjáldeyrisskort- inum. I sambandi við síldveiðarnar hér i Flóanum og víðar hér við land, virðist ærin ástæða til að rannsaka göngur síldarinnar betur en gert hefir verið. Talið er, að síldin haldi sig í Austfjörðunum allt árið um kring, og um nxai’gra ára skeið var slík síld flutt ísuð á Þýzkalands-maykað og seldist þar fyrir prýðilegt vei’ð. Slíkan auð má þjóðin ekki láta ónotaðan, en til þess að nokkur trygging fóist við veiðarnai’, verður nákvæm i’annsókn að fara á undan, og rnætti þá svo rejmast, að slíkur tilkostnaður boi’gaði sig margfaldlega. Arni Friðriksson fiskifræðingur hefir þráfaldlega livatt til þess, að ríkið keypti og starfrækti hafrannsóknaskip. Algerlega hefir verið undir hælinn lagt, hvort hafrannsóknirnar yrðu stundaðar eða ekki, en flest árin hefir það verið gert á strandgæzluskipunum eða á togurum. Slíkt ér ekki fullnægjandi. Fullkomið hafrann- sóknaskip ’getur eitt komið að fullum notum. Engin þjóð á hag sinn svo undir útveginum sem ís- lenzka þjóðin. Einu útflutningsverðmæti, sem teljandi eru, eru sjávarafurðir. Bregðist þær, bregzt einnig kaupgeta þjóðarinnar. Þrátt fyrir þetta hefir útvegurinn ekki ver- ið styktur að neinu ráði af því opinbera, en þvert á móti hafa þungar byrðar verið á hann lagðar á sama tíma og Norðmenn hafa verðlaunað og styrkt fiskútflutning sinn. Ólíkt höfumst við að og eru þó misjafnir hagsmunir í húfi. Mættum við það læra af Norðmöimum, að vanrækja ekki hafrannsóknir hér við land svo herfilega sem gert hefir verið. Kaupfélcgin hafa hafí þann innflutning, sem þau hafa getað aflað sér. Útvarpsumræður fór fram á þriðjudagskveld um við- skiptamál eða skiptingu inn- flutningsins milli kaup- manna og kaupfélaga. Kommúnistar liöfðu kraf- izt þessara umræðna og kvað Sigfús Sigurhjartarson þá njóta þar þeirra réttinda, sem þingsköp veita. Væri svnd að segja, að kommún- istar nevti ekki þeirra rétt- inda, sem hið vestræna lýð- ræði veitir, en hið austræna neitar um, enda er rétl hjá þeim að nota frelsið. Það er ekki að vita nema þeir yrði að taka við skipunum sem aðrir, ef svo skyldi fara ein- hvern tíma, að hinir raun- verulegu húsbændur þeirra tæki hér völdin. Sigfús gat þess, að kaupfé- lögin flyttu inn helming mat- vörunnar, en vill, að þau fái helming af öðrum innflutn- ingi lika. Hafa aðrir en kaup- félög flutt inn meira af öðr- um varningi, en það er vit- anlega að nokkuru leyti af- leiðing þess, hivaf kaupfélög- in eru staðsett og hverjir eru skiptavinir þeirra — margir nauðugir viljugir. Hinsvegar hafa kaupfélögin alls ekki flutt inn fyrir öll þau leyfi, sem þau hafa fengið síðustu ár og mörg leitað til kaup- manna, af því að SÍS hefir brugðizt þeim. Var þetta upp- lýst við útvarpsumræðurnar. Annars vita það allir, sem við verzlun fást, að kaupfé- lögin liafa notið margvislegra fríðinda og forréttinda um- fram kaupmenn, en ódugnað- ur félaganna lýsir sér aftur í því, að þau skuli ekki vera búin að leggja undir sig alla verzlun í landinu, vegna hinnar góðu aðslöðu sinnar. Yfirleitt var málflutning- ur Sigfúsar eins og við er að búast úr þeim herbúðum, rangfærslur og lagfæring á staðrevndum, til þess að láta hlut kaupfélaganna og SÍS sýnast sem verstan, rógur um verzlunarstéttina og þar fram eftir götunum. En það var auðveldlega hrakið af öðrum ræðumönnum. Annars kom það meðal annars fram, að KRON — fyrirtækið, sem Sigfús stjórn- ar —virðist ekki hafa liags- muni kaupenda fyr.st og fremst í liuga eða reyna að fara sparlega með gjaldeyr- inn, því að í einni af deildum þess fást bollapör, sem kosta um 100 kr. og í annari eru til sölu postulínsvasar og gler- kýr, sem kosta allt að 1000 kr. stykkið. Virðist KRON þar hafa hugsað um að liagn- ast sem mest, án tillits til þess, hvers félagsmenn þörfnuðust. Má gjarnan bæta því við hér, að þegar leitað var til bóksala um að hætta að selja svonefnd hasarblöð, var forstjóri KRON, Isleifur Högnason, liinn eini, sem neitaði að láta sina verzlun liætta þeim viðskiptum. Síð- ar fékk liann þó liirtingu fé- lagsmanna í KRON fyrir þessa ágætu ráðstöfun á gjaldeyri þeim, sem félágið fékk tíl umráða. Vilja bílaferj- ur á SA-landi. Þingmenn úr kjördæmum suð-austurlands vilja að ferjur verði settar á Horna- fjörð og Berufjörð. Bera þeir fram uni þetta tíll. til þál. er hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta frám fara atliugun á því, hvers konar ferjur muni bezt lienta til flutninga yfir Hornafjörð og Berufjörð. Skal athugun þessari Jokið og áætlun gerð um kostnað ferj- anna fyrir næsta reglulegt Alþingi." Samhljóða till. var fram horin á síðastá þingi. Segir svo í greinargerð, að mikil tálmun sé að Ilornafirði og Berufirði, svo að nauðsyn sé að fá góðar bílferjur á þessa tvo firði. Sforza á heim- leið. Sforza greifi utanríkisráð- herra Ítalíu, er verið hefir í Bretlandi að undanförnu, heldur nú heimleiðis. Hann liefir rætt við brezka ráðherra og segist alls staðar hafa mætt riiiklum skilningi hrezkra stjórnmálariianna á örðugleikum ítala. BERGM Má senda gjafir erlendis frá? „Toni“ hefir ritaS Bergmáli bréf og er reiöur yíir íram- komu islenzkra yfirvalda i garö þeirra, sem eru svo lánssamir (eöa ólánssamir) aö fá sendar smágjafir frá vinum og ætt. ingjum, 'er búa erlendis. Þetta mál var lítillega ræft hér í s. 1. viku, en ööruvísi á málinu tek- ið. Ætti þvi enginn aö ýfast yfir þessu tílskrifi, sem hljóðar svo: „Saklausir líða“. „Vill Bergmál ekki gera syo vel aö minnast á þaö í dálkum sínum, hvort ekki sé unnt aö draga dálítiö úr þvi, aö sak- lausir líöi fyrir seka viövíkjandi smágjöfum frá vinum og ætt- ingjum erlendis? Allir menn, sem einhverja ábyrgðartilfinn- ingu hafa, skilja, aö vöru- skömmtun er nauösynleg nú, og einnig, aö strangt eftirlit verð- ur aö hafa með þeim, sem af blindri eigingirni og skamni- sýni reyna aö fara í kringum --------------4---------------- skömmtunina og baka meö því vfrivöldunum og þjóðirini meiri örðugleika en nauösynlegt er. En tilgangsleysi sumra ráöstaf- ana, sem hið oinbera hefir gert, er hverjum manni svo augljóst, að eríitt er aö trúa því, að slíkt sé þarflegt. Eitt lítið dæmi. Svo að nefnt sé dæmi: Reyk- vísk kona á dóttur, sem gift er Bandarikjamanni og dvelur vestra. Dóttirin sendir móöur sinni tvenna Nylon-sokka til þess aö gleðja hana, því aö hún veit, aö slikt er munaöarvara á íslandi. Þéssi gjöf er keypt fyr_ ir ainerískt fé, sem Bandarikja- þegn hefir unniö sér inn þar vestra. Þegar sendingin kemur er viötakanda gert að skyldu aö afhenda skömmtunarseöla fyrir upphæöinni, sem áætluö er af yfirvöldunum. Vantraust á vilja yfirvaldanna. Flestum hlýtur að vera ljóst, að slik ráöstöfun sem þessi er Á L vel til þess fallin að vekja gremju og jafnvel vantraust á vilja eöa getu viökomandi yfir valda til þess aö vera réttlát i gerðum sínum gagnvart ein- staklingum. Heíir hún því öfug áhrif á víð þaö, sem sennilega er til ætlast, því aö vilji ókúg- aðra manna til að framfylgja löguin og reglum byggist að sjálfsögöu á þvi, að þeim sé Ijóst, að lögin séu réttlát og að þeirra sé gætt af sanngirni. öllum augljóst. í staö þess er í þessu tilfelli hverjum manni Ijóst, að enginn gjaldeyrir sparast, svartur markaöur ekki fyrirbyggður, og ekki er hægt að koma i veg fyr- ir, að enginn eigi fleiri pör af sokkum en annar, meðan ekki er bannað meö öllu aö gefa slíkar gjafir. Vegna þess, aö þetta er ekki einsdæmi heldur eitt af mörgum, finnst mér nauðsynlegt, aö það sé athugaö nánar, hvort slík smámunasemi borgi sig.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.