Vísir - 04.11.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 04.11.1947, Blaðsíða 4
6 V 1 S I R Þriðjudaginn 4.. nóvember 1947 VISXR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þolinmóðú kjósendur. Tlkki verður annað sagt en að Islendingar séu þolinmóðir “ — þolinmóðir í garð þeirra, sem þeir hafa kosið á þing og falið forsjá sinna mála. Vera má, að slík þolinmæði sé nauðsynleg, eins og sakir standa, og hj'ggileg, enda þarf ekki um að sakast, að hana skorti. Kjósendurnir hafa nú í nokkur ár sýnt mikið langlundargeð, þótt í ljós hafi komið hættulegir þverbrestir á starfhæfni þingsins. Enn eru menn yfirleitt þolinmóðir og vænta þess á hverjum degi, að þinginu takist að hrinda af sér því auðnuleysi, sem yfir þvi hvílir. Þingið hefir setið i mánuð og þjóðin hefir horft með raunasvip á aðgerðir þess, eða réttara sagt aðgerðaleysi. öllum hugsandi mönnum er ljóst, að þingið er að eyðileggja þingræðið i landinu með starfs- háttum sinum. Þótt kjósendurnir séu þolinmóðir og stofni ekki til vandræða, þá getur ekki hjá því farið, að vinnu- brögð þingsins vekja smám saman vantraust og beizkju á slíku þingræði í hugum alls þorra manna. Menn hljóta að velta því fyrir sér og spyrja sjálfa sig og aðra, hver ástæðan sé fyrir þessu raunalega ástandi. Er áslæðuna að finna í starfsemi og hagsmunastreitu flokkanna? Er hennar að leita í ótraustri forhstu eða litlu mannvali í þingsölunum? Ekkert af þessu er höfuðsök- in og að líkindum á hvert þessara atriða sinn þátt í ástand- inu. Og að auki er þess að gæta, að tiltölulega litlar mannabreytingar hafa orðið í þinginu síðustu árin. Þótt nýtt þing hafi verið kosið, hefur það eklci orðið starf- hæfara en það sem á undan var, vegna þess, að nýja þingið er að mestu leyti skipað þeim mönnum, er ekki tókst að gera fyrra þingið svo starfhæft sem það þurfti að vera. Þegar rætt er um vinnuhrögð þingsins, er ekki hægt að sleppa þeirri áhyrgð, sem á ríkisstjóminnni hvílir í þess-_ um efnum. Henni er skylt að hafa forustu í þingstörf- unum. Eins er henni skylt að hafa fomstu í þeim almenna sparnaðar sem nú er krafizt af þjóðinni, með því að byrja ó því að færa niður útgjöld ríkisins. Fordæmið til sparn- aðar verður að koma ofan að. Annars stoða lítt allar hvatningar til slíks í ræðu og riti. Nú hefur ríkisstjórnin lagt lagt fram tillögur um fjárlög fyrir næsta ár, sem hvergi bera með sér, að hún telji nauðsyn á sérstökum sparnaði í búskap ríkisins. Þar er enginn spamaður frá því sem nú er, nema það að útgjöld til dýrtíðarráðstafana eru felld niður. Kjósendurnir eru þolinmóðir. En þeir eru eins og ullar- lopinn. Það er hættulegt að teygja hann of mikið. Skömmtun áiengis. H fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, er gert ráð fyrir 36 millj. kr. tekjum ríkissjóðs af áfengi. Þetta er hæsti tekjuliðurinn í áætluninni. Það er lítill sómi fyrir þjóð- ina, að nálega fjórði hluti allra ríkisteknanna,' skuli koma frá sölu áfengis. Þetta er þó enn raunalegra, þegar þess er gætt, að drykkjuskapur hefur færzt svo í vöxt síðustu órin, að til fullkominna vandræða horfir. Vínnautn unglinga er orðin svo áberandi að engum getur lengur dulizt hver hætta er á ferðinni. Unglingar, um og yfir femiingu, sjást á hverju kvöldi á götmn bæjarins undir áhrifum víns. Framtíðarheill þjóðarinnar krefst þess að eitthvað jákvætt sé aðhafzt í þessum málum og reynt sé að stemma stigu við ofnautn áfengis á hvem þann hátt er að haldi getur komið. Ríkissjóður má ekki lengur vera svo háður tekjunum af áfengisbölinu, að stjórn og þing þori ekki að gera neitt sem rýrt getur þessar tekjur. Margt má gera til að draga lir vínneyzlunni, meðal annars að skammta áfengið, hvar sem það er selt. Vínnautin er orðin þjóðinni til vansæmdar. Afengisvarnarnefnd kvenna mótmælir ölfrumvarpinu. Stjórn Áfengisvarnar- nefndar kvenfélaga í Reykja- vík og Hafnarfirði samþykkti á fundi sínum í dag að rita yður eftirfarandi bréf: „Samtök lcvenna gegn á- fengisneyzlu eru nú orðin svo öflug að við teljum okk- ur mæla fýrir munn mikils þorra islenzkra kvenna, — og þar með mikils hluta kjós- enda yðar, — er við heitum nú á yður, herra alþingis- maður, að stuðla að því af öllum mætti, að Alþingi bregðist ekki lengur þeirri skyldu sinni, að bægja frá þjóðinni hinni miklu hættu, er að henni steðjar vegna sí- aukinnar áfengisneyzlu. Af- drif áfengismálsins á siðasta þingi eru konum landsins i fersku minni, og munu þær gefa því náinn gaum, hvern þátt umhoðsmenn þeirra á þessu þingi eiga í úrslitum þess. í þessu sambandi viljum við sérstaklega leyfa okkur að vekja athygli yðar á þess- um atriðum: 1. Samtök okkar mót- mæla kröftuglega frumvarpi því, er fram kom á Alþingi í gær um heimild til að brugga áfengt öl og selja það tak- markalaust. Röksemdir þær, er fram eru bornar í greinargerð frumvarps þessa, teljum við með öllu óframbærilegar á svo virðulegri samkomu sem Alþingi er. Þar er því meðal anpars haldi fram, að til- gangur flutningsmanna sé sá, að „draga úr óhóflegri neyzlu áfengis“, og að sala þessa öls á ' Keflavíkurflugv ellinum muni „verða til þess, að taka fyrir hinn óviðfeldna inn- flutning áfengis“, er þar eigi sér stað. Það liggur i hlutarins eðli, að ef frumvarp þetta næði fram að ganga, svo að hið á- fenga öl 3'rði til sölu í köss- um lianda lieimilum og í, flöskum eða glösum í búðum og veitingastofum handa hverjum, sem hafa vildi, þá mundi almenn áfengisneyzla í landinu vitanlega aukast að miklum mun. En auk þess hlýtur það að liggja hverjum viti bornum manni í augum uppi, að eins og nú er komið uppeldismálum okkar, væri ekkert tiltæki æskulýð þjóð- arinnar háskalegra heldur en það, að veita honum óhindr- aðan aðgang að áfengu öli. Sá ósiður hefir rutt sér til rúms i framhaldsskólum á furðu skömmum tíma, að unglingarnir þyrpist í búðir í matarliléum og kaupi sér Coca Cola eða aðra gosdrykki, og hefir foreldrum þótt alveg nóg um þetta. Samþykkt þessa f rumvarps mundi meðal annars leiða til þess, að það yrði fljótlega dagleg venja hinnu ungu nemenda að drekka flösku af áfengum bjór í skólatimanum. Þó að gott sé til þess að vita, að hinum þremur þing- mönnum, er að frumvarpinu standa, skuli þykja áfengis- innflutningur hins ei-lencla starfsliðs á Keflavíkurflug- vellinum óviðfeldinn, þá er fullyrðing þeirx-a um það, að innlend bruggun muni út- rýma honum, ekki á neinum rökum reist. Til þess að ástæða væri til að gera ráð fyrir þessu, yrði íslenzka öl- ið að vera bæði betra og ó- dýrara en hið erlenda, en engar likur eru til þess að svo yrði. Fyrirætlun flutnings- manna um það, að tekjur, er ríkissjóði féllu í skaut af sölu hins áfenga drykkjar, verði „fyrst um sinn“ notað- ar til byggingar sjúkraliúsa, verður ekki tekin sem góð og gild vara. Konum lands- ins er fyllilega Ijós þörfin á sjúkrahúsum, en þær munu ekki láta telja sér trú um, að heilbrigðismálum þjóðarinn- ar yrði bót að aukinni neyzlu áfengis í einni né annari mynd. Þvert á móti vita þær, að sj úkrahúsþörf lands- marina mundi stórum minnka, ef dregið væri úr áfengisneyzlunni. 2. A almennum kvenna- fundi, er. haldinn var i Reykjavík 25. september síð- aslliðinn, að tilhlutun Banda- lags kvenná í Reykjavík (en að því standa 16 félög), og áfengisvarnanefnda kvenfé- laga í Reykjavík og Hafnar- firði (26 félög), var svofelld ályktun samþykkt i einu ldjóði: „Fundurinn mótmælir því harðlega, að haldið sé áfram hömlulausri sölu áfengra drykkja og tóbaks, á meðan nauðsynjavörur eru skammt- aðar naumt. Þó að vitað sé að vísu, að minni erlendur gjadleyrir fer til áfengiskaupa en ætla mætti af hinu háa útsölu- verði, þá er upphæðin ó- sæmilega liá þegar þess er gætt, að henni er varið til að kaupa þjóðinni vansæmd og einstaklingum hennar van- Framh. á 6. siðu. BERGMÁL Enn um Leikfélagið. „Bergrnáli" hefir borizt bréf um atriði, sem ábótavant þykir í starfsemi Leikfélagsins. Heit- ir sú U. G„ sem bréfiö ritar og ræSir hún nokkuS um svipaö efni og áSur hefir veriS fjallaö um i blaðinu. Sjálfsagt er aS birta bréf þetta og íér þaS hér á eftir. Fékk ekki tækifæri. „Eg er ein meSal margra, sem ekki fékk tækifæri til aS sjá „Ærsladrauginri' eftir Coward, s. 1. vor. Eg lagSi heldur ekkþeins mikla áherzlu á aS komast og ella, þar sem eg heyröi haft eftir stjórnendum Leikfélags Reykjavíkur, aö flytja ætti leikritiS á þessu hausti. — Eg er orðin óþolin- móö eftir að sjá þetta skemmti- lega leikrit og vil því skora á stjórn Leikfélagsins aS draga -------------^---------------- ekki lengur aö hefja sýningar á þvi. Merkilegt má vera — Eg hefi heyrt, aS það sé vegna þess, að önnur aðalkven- persónan í leikritinu hafi farið í ferðalag til útlanda og þess vegna hafi þaö dregizt. En eg segi bara: Merkilegt má vera, ef ekki má takast aS fá leik- konu i hennar staö, eins og oft hefir veriö gert áSur, t. d. í Pétri Gaut, Tondeleyo o. fl. og tekizt ágætlega, því að nóg er til af ágætum leikkonum til þess aö taka viS hlutverkinu með stuttum fyrirvara. Tekið undir með ,,óboðinni“. Eg tek undir meö „ÓboSinni", er .ritaöi í „Bergmál“ fyrir skemmstu, aö vandalítiS ætti aS vera aS hafa tvö leikrit í gangi í einu og ennfremur sting eg upp á, aS hafðir veröi vara- leikarar, „understudies“, á hraöbergi í aöalhlutverki, sem fengju tækifæri viö og viö og væru til taks, ef aSalleikari félli frá í bili.“ Sammála. Eg get veriö sammála U. G., aö réttast væri og raunar sjálf- sagt, aö Leikfélagið hefði jafn- an á takteinum einhvern eöa einhverja varaleikara, er tekiö gætu að sér hlutverk, er aöal- leikendur forfallast af einhverj- um orsökum. Annars gef eg upplýst, aS LeikfélagiS mun nú vera aS gera gangskör að því að setja á sviö leikrit, sem hefir verið sýnt áöur, jafnframt því, sem þaS hefir nú til meðferðar. Þó mun þaö ekki vera „Ærsla- draugurinn“, sem U. G. fýsir að sjá. Einnig mun „Fjalaköttur- inn“ fara á stúfana meS leikrit, leikhúsgestum til ánægju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.