Vísir - 01.04.1949, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1949, Blaðsíða 2
2 VI S I R Föstudaginn 1. apríl 1949 Föstudagur, i. apríl, — 91. dagur ársins. — \ Sjávarföll. Árdegisffóö kl. 6.50. Siödég- isflóö kl. 19.10. Næturvarzla. Næturlaíknir er í Læknavarö- stofunni, sími 5030. Næturvörö- ur er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Litla-bílastööin, sími 1380. Ætla að verjast inflúenzunni. Austur-Skaftfellingar hafa í hyggju að revna aö verjast þvi, aö inflúenzarí breiðist út til •þeirra og i því sambandi verða í Höfn í Hornafiröi ekki leyfð- ar samgöngur viö aökomuskip og flugvélar og mega ferða- menn, sem hyggja á ferö þang- að austur búast viö að veröa settir í sóttkvi er þeir koma þangaö. I „Gasljós“ leikið í Iðnó. Svo sem kunnugt er hefir Leikfélag Hafnarfjarðar sýnt leikritið Gasljós i Bæjarbíó í Hanfarfirði við góðan orðstír að undanförnu, en nú er sýning- um lokiö þar að sinni; en þar sem búast má við, að marga Reykvíkinga muni fýsa að sjá leikrit þetta vérður það sýnt hér í Iðnó í kvöld kl. 8. — Leik- ritið Gasljós er eftir Patrick Hamilton og hefir frú Inga Laxness snúið þvi á íslenzku, en Ævar R. Kvaran sett það á svið og annast leikstjórn. I ¥ Tregur afli , hjá togurunum. Litlar fregnir hafa borizt af aflabrögðum hjá togurunum, en talið er að afli sé fremur tregur. Flestir þeirra eru á mið- unurn undan Vestur- og Norð- urlandi. Samkomurnar eru að Laufásvegi 13. Svo sem skýrt var frá í blað- inu í gær dvelja hér tveir fær- eyskir trúboðar og halda þeir samkomur fyrir íæreyska sjó- menn í húsakynnum Betaníu, Laufásvegi 13, en ekki Loka- stíg 13 eins og sagt var. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Guðný Björnsdóttir, I.augateig 9 og Kristján Sveinlaugsson, loft- skeytamaður. ff Notið góða veðrið. Sólskin og blíöa var hér í Reykjavík í gær og notaði fjöldi manna hið ágæta veður til þess að fá sér gönguferðir um bæinn. Fjöldi manna lagði leið sína fram hjá Alþingishús- inu til þess að skoða skemmdir þær, sem kommúnistaskrillinn olli þar í fyrradag. ^ Austurvöllur ófagur ásýndum. Langt mun vera siðan Aust- urvöllur hefir verið eins útleik- inn og nú þessa dagana, enda ekki að ástæðulausu, þar sem þúsundir manna tröðkuðu nið- ur grassvörðinn i ólátunum á miðvikudaginn. Stór skörð hafa verið Ijrotin í hraunhellurað- irnar, sem liggja meðfram gangbrautunum, og er vitað hverjir þar voru að verki. En vonandi verður þessu kippt í lag fyrir sumarið, þvi Austur- völlur er einn af fegurstu blett- unum í bænum og verður að sýna honum þá ræktarsemi sem við á. Prentarar! Árshátið félagsins verður í Tjarnarkaffi annað kvöld (laugardag) kl. 8. Aðgöngu- miðar verða seldir á skrifstofu félagsins í dag kl. 5—7. Fimmtúgur, er í dag Ásgeir Bjarnþórsson listmálari. Veðrið: Milli íslands og Noregs er háþrýstisvæði er hreyfist aust- ur á bóginn. Við miöbik At- lantshafs er mjög víðáttumikið lægðarsvæði er þokast norður. Veðurhorfur: A-gola eða 'kaldi; víðast léttskýjað í dag, en sennilega SA-kaldi eða stinningskaldi og skýjað i nótt. útvarpið í kvöld: Kl. 20.20 Skiðaxáttur. (Ólaf- ur Þorsteinsson). — 20.30 Út- varpssagan: „Opinberun'” eftir Romanof; fyrri hluti. (Helgi Hjörvar). — 21.00 Strokkvart- ett útvarpsins: Ýmis þjóðlög, útsett af Kássmayer. — 21.15 Frá útlöndum. (Jón Magnússon fréttastjóri). — 21.30 íslenzk tónlist: Einsöngur eftir Björg- vin Guðmundsson (plötur). — 21.45 Erindi: Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. (Ásgeir Ásgeirsson alþrn.). — 22.15 Út- varp írá Hótel Borg: Hljim- sveit Carls Billich leikur létt lög. — 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip : Brúarfoss er vænt- anlegur til Reykjavíkur i kvöld írá Hull. Dettifoss fór , frá Grimsby í gær til La Rochelle. Fjallfoss fór frá Gautaborg 29. marz til Reykjavíkur. Goða- foss fór frá New York 26. marz til Rvikur. Lagarfoss er í Frederikshavn. Revkjafoss íór frá Antwerpen í fyrradag til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Reykjavík í fyrradag vestur og norður. Tröllafoss íór frá Reykjavík í gær til New York. Vatnajökull fór frá Reykjavík 27. marz til Hamborgar. Katla kom til Halifax 27. marz frá Reykjavík. Anne Louse er i Frederikshavn. Hertha er i Menstad. Linda Dan lestar í Gautaborg og Kaupmanna- höfn 30. marz til 5. apríl. Ríkisskip: Esja var á Akur- eyri í gær á austurleið. Hekla á að fara kl. 12 á hádegi í dag austur um land í hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er væntanleg til Rvk i dag. Þyrill var við Langanes í gærmorgun. Súöin kom til Raufarhafnar um hádegi i gær. Skip Einarssonar & Zoéga: Foldin er í Reykjavík. Spar- nestroom er væntanlegur til Rvk. eftir helgina. Reykjanes er væntanlegt til Vestm.eyja um mánaðamótin. • Til gaffns og gamans • KrcAAgáta nr. 724 £kákiH: ABCDEFGH Ilvítt leilcur og mátar í 2. leik. — fyttu hú — 37- Á mig leggja Adamsbörn trieð ýmsu tali, enginn halla mundi m.ili mínu. þó að öðru briáli. Höfundur vísu’nr. 6 er • .V • Kolbeiun Högnason. Víst hljóta karlmenniruir að vera vondir, ef kvenfólkið er tal- ið betri helmingur mann- kynsins. VÍr VíM tfijrit' 30 árutn. Sjúkrasamlagið og læknarnir. Þar sem frestur sá, sem Sjúkrasamlagi Reykjavíkur hefir verið veittur af Læknafé- lagi Reykjavíkur um samning á borgun íyrir læknishjálp til handa samlagsmönríum þetta ár, er útrunninn i dag, og stjórn samlagsins hefir enn ekki sam- ið við læknafélagið, þá veita læknar samlagsmönnum ekki læknishjálp upp á samlagsins kostnað up>> frá þessum degi. —. £vtalki — Það var aldagamall siður í Indlandi að ekkjúr manna voru brenndar á báli ásamt með liki bónda síns. Einhver n sta ..brenna1' af 'þessu tagi fór fram arið J844, er Rajah Suckct Sing' anda'iat í Lahore á Indlaudi. f-'essi fursti áti i tíu konur og 3>x> hjákonur ] liiillum ínum í La-hore, Jammtf og Ramra far. Þær fórnuðu sér alíar og- iétu brcnna sig i fyrrnefndum borg- um, J>ar seru þær liöfðr itt heima Byggingar... Framh. af 7. síðu. eru m. a. viðbygging við geð-1 veikraspítalann á Kleppi, sem ætluð er sérstalclega ó- rólegum sjúklingum. Unnið er að hreinlætislögn og mál- un innanhúss og verður hyggingin tckin í notkun innan skamms. Byggt liefir verið íhúðar- hús ráðsmanns á Vífilsstöð- um, ásamt ihúðum fyrir yf- irhjúkrunar- og matreiðslu- konur. Þá liefir fæðingardeildin verið fullgerð og jafnframt er unnið að frumuppdrátt- um að þvottahúsi ríkisspít- alanna. , Unnið hefir verið að bj'gg- ingu þriggja prestsseturs- húsa hér i hænum, þ. e. prestssetri í Hallgrímssókn nr. 9 við Engililíð, prests- setri í Laugarnessókn að Kirkjuteig 9 og loks í Nes- sókn við Ægisíðu. Sömuleið- is hefir verið unnið að þrem kirkjubyggingum í Reykja- vik og nágrenni, en það er kór Hallgrímskirkju, Laug- arneskirkju og endurbætur kirkjunnar að Bessastöðum. Byggð hafa verið tvö íhúð- arhús fyrir hæstaréttardóm- ara í Rej'kjavík og eru þau nú fokheld, þá var Arnar- liváll og hæstaréttarbygging- in fullgerð, unnið að þjóð- leikhúsbyggingunni úti og inni, og loks voru fullgerð- ar byggingar rannsóknar- stofnunarinnar að Keldum í Mosfellssveit. Lárétt: 1 Ganga úr sér, 5 sjór, 7 samhljóöar, 8 fanga- mark, 9 klæðskeri, 11 áburðar- dýr, 13 greinis, 15 skemmd, 16 festa, 18 tveir eins, 19 hagnað- tir. Lóðrétt: 1 Rétt, 2 konungur, 3 randa, 4 tveir eins, 6 flotta, 8 tengingu, 10 fönn, 12 tveir eins, T| stikill, 17 samtenging. Lausn á krossgátu nr. 723: Lárétt: 1 Kuggur, 5 lim, 7 óf, 8 S.V., 9 S.B., 11 tota, 13 tía, i^ svð', t6 urða, 18 Gr., 19 róaði. Lóörcit: 1 Kynstur, 2 gló, 3 gift, 4 mn, 6 þvaðra, 8 stíg, 10 Biro, 12 S.O., 14 aða, 17 að. Beztu auglýsing- arnar. Smáauglýsingar Vísis eru tvímælalaust beztu og ódýrustu auglýsingarnar, sem Reykja. víkurblöðin hafa - upp á að bjóða. Hringið í síma 1660 og þá verður auglýsingin skrifuð niður yður að fyrirhafnarlausu. Skrifstofa Vísis, Austurstræti 7, er opin daglega frá kl. 8 ár- degis til kl. 6 síðdegis. Stfrimaður 11 I: Stýrimann vantar á m .s. \ | Vilborgn, sem liggur við' Ver h úða r brygg j n. Uppl. um npi-y. Aætlaðar flugferðir í april 1949. (innanlands) FRÁ REYKJAVlIÍ Sunnudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Keflavíkur Mánudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Þriðjudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Miðvikudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Hólmavíkur — Isafjarðar Fimmtudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja —- Seyðisfjarðar -— Norðfjarðar — Rey.ðarfjarðar -— Fáskrúðsfjarðar Föstudaga: Til Alcureyrar — Vestmannaeyja — Hornafjarðar — Fagurhólsmýrar — Kirkjuhæjarklausturs Laugardaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Isafjarðar —- Keflavíkur Ennfremur frá Akureyri til Siglufjarðar alla daga og frá Akureyri til Ölafs- fjarðar, mánudaga og fimmtudaga. 9 Ferðist með föxunum. 9 FLUGFÉLAG ISLANDS. Ungur maður óskar eftir herbergi í austurbænum, nú þegar Tilboð merkt: „Skrifstofu- maður—129“ sendist af- greiðslu blaðsins. lóðholfar fyrir rafmagn, kr. 37,25, 45,25 og 86,00. VÉLA- OG RAETÆKjA VERZLUNIN ] IT-yggvag, 23. Sími 8127.1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.