Vísir - 14.05.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 14.05.1952, Blaðsíða 1
42. árg. MiSvikudaginn 14. maí 1952 107. tbl. Lögreglan leitar þjófs sem stal bíl I nótt. sta á sig fá. Meiri háttar innbrot framið í Land- smiðjuna og bíl stolið, sem stóð fyrir utan húsið. Rannsóknarlögreglan í | búin, því að utan við húsið eru Reykjavík er nú að Ieita að j tvö samliggjandi „port“, annað innbrotsþjófi í stolinni bifreið,' sem tilheyrir Landssmiðjunni, en vélarhlífin af bifreiðinni fannst snemma í morgun uppi í Kjós. Tildrögin að þessari þjófsleit og undanfari hennar eru þau, að í nótt var framið meirihátt- ar innbrot í Landsmiðjuna við Sölvhólsgötu. Brotin hafði ver- ið upp útidyrahurð að kjallara en síðan hver hurðin af annarri í ýmsar vistarverur hússins. Meðal annars var brotin upp hurð að verkstjóraherbergi steypustöðvarinnar en það her- bergi er í kjallara. Á 1. hæð var brotin upp hurð að véla- verkstæði, tekin þar logsuðu- tæki og flutt fram í forstofuna, en slöngur frá þeim lagðar upp á 3. hæð. Þar uppi voru brotnar 4 hurðir að skrifstofunum og veruleg tilraun gerð til þess að opna stóran peningaskáp með logsuðutækjunum, sem þó mis- heppnaðist. Hafði innbrot þetta þannig ekki borið neinn árang- ur og ekkert horfið úr húsinu. Hinsvegar var framið inn- brot í annað hús þarna rétt hjá og sem tilheyrir einnig Land- smiðjunni. Þar var farið inn í mötuneyti starfsmanna smiðj- unnar og stolið þar úr skúffu 4 pökkum af Chesterfield siga- rettum og einum tíu króna seðli. Annars varð ekki saknað. En þar með er sagan ekki en hitt Landsímanum. í garði Landsímans var tilraun gerð til þess að stela bifreið með því að slíta þræði frá ,,svissinum“ og tengja beint sem kallað er, en það mistókst. Hinsvegar tókst að stela annarri bifreið R 3869, en það er lítil Fordson sendiferðabifreið, græn að lit og með tjaldi yfir vörupalli. í morgun um kl. 7,30 fann bifreiðarstjóri úr Reykjavík, sem var að flytja lækni upp 1 Kjós vélarhlífina af hinni stolnu bifreið á þjóðveginum skammt undan Eyrarkoti. Er blaðið vissi síðast var bif- reiðin enn ófundin, en lýst var eftir henni í hádegisútvarpinu. Þá var ennfremur í nótt til- \ raun gerð til þess að brjótast inn í Skóverzlun Lárusar Lúð- vígssonar í Bankastræti, en sú tilraun mistókst. ------♦----- SsHara elnvi^lð í kvöld lieyja þeir síðari skákeinvígi sitt að Röðli holl- enzki skákmeistarinn Prins og Baldur Möller. Er búist við fjölmenni skák- unnenda þar. í fyrra einvíginu sigraði Prins sem áður hefir verið getið. Myndin er af Mark Clark, sem tók við störfum Ridgways hershöfðingja og er yfirmaður hers S.þ. í Kóreu. Engisprettur épa nppskeru í Asíu og Afríku. Einkaskeyti frá AP. — Hómaborg í morgun. Samkvæmt fréttatilkynningu frá FAO er uppskeru fjölda landa í Asíu og Afríku ógnað af mestu engisþrettuplágu á seinustu 100 árum. Reynt verður með samstarfi margra þjóða að herja á engi- spretturnar og varið til þess stórfé. Hungursneyð vofir yfir fjölda mörgum löndum, ef hernaðurinn, sem nú er undir- búinn með samstarfi fjölda vís- indamanna, misheppnast. Maður barinn og stórslasaður í sænska frystihúsinu í nótt* ÁrásarmaðuHim Iirauzt iun í Inisið og barði vakimaimiim með járni. I nótt varð maður fyrir líkamsárás, þannig að hann var harinn í höfuðið með járni með þeim afleiðingur að hann hlaut allmikinn áverka, en ennbá er ekki búið að rannsaka hve mikill hann er. Málsatvik eru í stuttu máli þau að laust fyrir kl. hálf þrjú í nótt var hringt á lögreglu- stöðina frá Sænska frystihús- inu og beðið um aðstoð lög- reglunnar vegna árásar, sem þar hafði verið gerð á vakt- mann við vélarnar. En vakt- maður þessi heitir Þórarinn Pétursson til heimilis að Grett- isgötu 40 B hér í bæ. Skýrði Þórarinn svo frá að hann hafi heyrt eitthvað detta rétt hjá sér og heyrðist það vera járn. Leit hann þá upp og sá mann standa uppi á palli fyrir ofan sig. Fór Þórarinn þá upp stigann til að hyggja betur að þessu, en er hann kom upp í stigagatið vissi hann ekki fyrr til en hann var sleginn með járni í höfuðið af manni þeim er hann hafði séð standa þarna uppi. Síðar hefir komið í ljós að bareflið sem maðurinn not- aði var T-rör. Við höggið kallaði Þórarinn til manna, sem hann vissi að voru að vinna þarna á næstu grösum og bað þá um hjálp, en er þeir komu á vettvang var árásarmaðurinn horfinn og sást ekki meira til hans. Við athugun kom í ljós að tvær rúður höfðu verið brotnar að austanverðu í Sænska frysti- húsinu og er talið að árásar- maðurinn muni hafa farið þar inn. En er inn var komið tók hann járntöng þá, er hann síð- ar notaði til árásarinnar. Lögreglan flutti Þórarinn á slysavarðstofuna til rannsókn- ar en þaðan var hann fluttur á Landspítalann og átti að taka röntgenmynd af meiðslum hans í morgun. Samkvæmt upplýsingunx sem Vísir fékk um hádegisleytið hefir maðurinn reynzt höfuð- kúpubrotinn og með mörg sár á höfði. Samkomukg hans og Vesturveld- anna undirritað eftir viku. London (AP.) — f London hefir verið birt svar brezku stjórnarinnar við seinustu orðsendingu ráðstjórnarinnar rúss- nesku varðandi Þýzkaland. Orðsending brezku stjórnarinnar er samhljóð orðsendingum ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakk- lands. Brezka stjórnin lýsir sig reiðubúna til þess að fallast á íjórveldafund til þess að ræða einingu Þýzkalands og friðar- samninga, að því tilskildu að nokkur trygging fáist fyrir, að slíkar viðræður verði ekki á- rangurslausar. Telur brezka stjórnin, að nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem skipuð var, til þess að vinna að frjálsum kosn- ingum 1 öllu Þýzkalandi, eigi að fá að vinna að athugunum sínum, en getur þó fallist á, að aðrar leiðir verði einnig farnar, ef það gæti orðið til þess að tryggja frjálsar kosningar, ein- ingu og friðarsamninga. Óttast ekki hótanir. Adenauer kanslari Vestur- Mokafli við Grænland — en ís mikill. Erlendir sjómenn, er komið hafa heim af fiskimiðunum við Grænland, segja að mokafli hafi verið við Grænland í allt vor, en ís hafi þó verið þar óvenju- mikill. Tveir brezkir botnvörpungar festust í ís suður af Drangey. Var annar orðinn laus er síð- ast fréttist, og hinn er sennilega einnig laus líka nú. Veiðarnar við Grænland hafa byrjað miklu fyrr en venjuleg >.. bæði vegna þess að fiskiskip hafa verið við Grænland í allan vetur og getað sagt til um aflann, og svo er það orðin al- menn reynsla, að veiðin sé mest að vorinu, og sldlyrði fyrir því, að fá mikinn afla fyrst og fremst að koma sem fyrst vestur á djúpmiðin. Allur hinn mikli afli í vor hefur'fengist á miklu dýpi, 130 föðmum og dýpra. Mikil skipasægur fjölda þjóða er nú kominn á Grænlandsmið. Allur þilskipafloti Færeyinga er fyrir löngu kominn vestur og einnig nokkuð af færeysku togurunum, t.d. kváðu allir ný- sköpunartogarar Fyreyinga nú vera þar, svo er þar og fjöldi brezkra tograra. Ekkert íslenzkt skip mun enn vera komið vest - ur, en mikill hugur í mönnum að draga það ekki lengi úr Þýzkalands sagði í gær, að stjórn Vestur-Þýzkalands léd ekki kommúnista í Austur- Þýzkalandi hóta sér til þess að hættavið áformin um samvinnu við lýðræðisríkin í vestri. — Kommúnistar hefðu valið þanu kost, að reyna að koma af sta i uppþotum, eins og í Essen á sunnudaginn og víðar. Aden- auer talaði um þessi uppþot sem ,,hættumerki“, en varúðar- ráðstafanir yrðu gerðar þeirra vegna. Ný uppþot. í Dússeidorf í gærkvöl í reyndu um 300 ungir kommún- istar að stofna til blysfarar í | æsingaskyni, út af fyrrnefndu máli, en lögreglan dreifði hópn- um. Svipaðir atburðir hafa áit sér stað í öðrum þýzkum borg - um og telja menn víst, að reynt verði að koma af stað æsingum og uppþotum næstu 7 daga. Vika til stefnu. Nú er aðeins vika þar t:I samningarnir milli Vesturveld- anna og Vestur-Þýzkalands, koma eiga í stað hernámssamn inganna, verða undirritaðir allt fer samkvæmt áætlun. Það er undirritun þessara samn- inga, sem Rússar vilja fyrir hvern mun hindra og tefla nú fram ungum kommúnistum eins og könnunarliði á vígstöðvuni. Hvort það leiðir til alvarleg : tíðinda veit enginn, en öllum ber saman um að ólga sé vax- andi í landinu. -----» Aukinn útflutnfngur þrátf fyrir vígbúnað. Einkaskeyti frá AP. —• N. York í morgun. í efnahagsskýrslu S.þ. um árið 1951, sem bráðlega verður lögð fyrir Efnahags- og félags- málanefndirnar, segir, að þrátt fyrir mikið framlag vegna end- urvopnunar, hafi verið unnið kappsamlega að annari fram- leiðslu. Mörg lönd hafi aukið útflutn- ing sinn á iðnaðarvörum. í skýrslunni segir ennfremur, að hráefnáskorturinn til iðnaðar- þarfa hafi ekki reynst nándar nærri eins tilfinnanlegur og búist var við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.