Vísir - 23.03.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 23.03.1953, Blaðsíða 6
VÍSIR Mánudaginn 23. marz 1953. — Samborgarinn. Frh. af 4. síðu. i einníg^jgíðar,.-eftú;, a$ ég var : oramn laus. , " Hvernig var ferða- lagið frá Noregi? ' Bölvað. Við vorum 11 daga frá Bergen til Langaness, enda flæktumst við langt norður í íshaf. Tvo daga þorðum við ekki að koma upp, og var þá orðið hið versta óloft í bátnum, en annars vorum við oftast tvo eða þrjá klukkutíma á sólar- hring ofansjávar, alltaf að næt- urlagi. Kafbátur er andstvggi- leg vistarvera. Hvernær byrjaðir þú að ljósmynda? Eg mun hafa verið þrettán ára. Eftir það varð myndatakan smám saman ríkari þáttur í lííi mínu, unz eg ákvað að láta önn- ur hugarefni víkja og helga mig henni einni. Hvernig er störfum Jjínum háttað? Ég fer á vettvang alls staðar, þar sem eg veit að eitthvað fréttnæmt hefur gerst eða er að ske, en þar ljósmynda eg, og sel svo myndirnar íslenzkum eða erlendum blöðum og tíma- ritum. Er þetta nóg verk- efni fyrir þig? Nei, ekki ennþá. Auk þessa vinn eg að almennri Ijós- myndagerð, tek myndir á sam- komum, og í heimahúsum. Annars er kannske rétt að geta þess, að eg á í stríði um atvinnuréttindi, svo að vera :má, að eg eigi eftir að þola þungar skriftir fyrir að vir.na fyrir mér með þessum hætti. Hvað veldur? Að eg hef aldrei farið í smiðju atvinnuljósmyndaranna hér heima. Eriendis er sú stefna að verða alls staðar ríkjandi, að eingöngu er spurt um gæði myndarinnar, en hitt varðar engan um, hvort sá, sem mynd- ina tók, sat í tvo vetur eða þrjá á einhverjum skólabekk. Hér eru nokkrir menn enn ótrúlega íhaldssamir í þessum efnum, og þess vegna er reynt að hengja mig upp á einhverja gamla og ryðfallna lagakróka. Myndir þú vilja skipta um starf? Nei, alls ekki. Það er erfitt að vera ljósmyndari, en það er afar freistandi atvinna, einkum fyrir þann, sem aðallega tekur f réttamyndir. Maður kemst ekki hjá að kynnast ótrúlegum fjölda fólks í margbreytilegum kringumstæðum. Fréttaljós- myndarinn verður að fylgjast vel með öllu því, sem er að ger- ast í þjóðlífinu, og hann verð- ur einnig að hafa augun opin ; fýrir öllúm þéim nýjungum, sem fram koma í atvinnugrein hans, svo að hann geti haldið áfram að læra. Ljósmyndari, . sem segir við sjálfan sig: „Nú er eg fullnuma“ — á að leggja . myndavélina á hilluna og finna : sér einhverja aðra atvinnu en Ijósmyndagerð. Hver ný ljósmynd er nefni- lega ætíð nýtt og sjálfstætt við- fangsefni, — nýt.t. próf, sem Uanga þarf undir. Sá, sem ; stenzt það nokkurn veginn hverju sinni getur verið sæmi- lega áhyggjuláus, , jafnvel þótt honum hafi láðst að sitja á iðnskólabekk hérna í höfuð- staðnum.“ MAGNUS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sírni 1875. E.s. „Brúarfoss" fer frá Reykjavík þriðjudaginn 24. þ.m. beint til Kaupmanna- hafnar. H.F. EIMSKIPAFÉLAAG ÍSLANDS. Vortízkan komin tek að mér að útvega. fallega kvenkjóla beint frá verk- smiðju í Ameríku (eftir máli). Fjölbreytt efnis- og myndasýnishornasafn. Sólveig Sveinsdóttir Mjóuhlíð 2. — Sími 4800. (Inngangur að austan). íbúð 3—4 herbergi og eldhús ósk- ast leigð nú þegar eða 14. maí. Greiðsla eftir sam- komulagi. Símaafnot koma til greina. Uppl. í síma 81189. Tækifæriskaup Nýtt útskorið sófasett og svefnsófi til sölu vegna brottflutnings. Lágt verð. — Staðgreiðsla. Bólsturgerðin Brautarholti 22. Sími 80388. Canfásuegi 25, sími /ðóJ.aJÍest'urs Stilar® lalœfinffarQ-éfiýúingar—' TIL LEIGU herbergi í Hlíðarhverfi, innbyggður fataskápur. Sími 82498. (384 14. MAÍ óskar einhleyp stúlka eftir 1—2 herbergjum og eldhúsi. Æskilegt að geta unnið eitthvað upp í húsa- leigu eða að taka að sér lítið heunili. Tilboð sendist Vísi, merkt: „Fjóla — 13“. (366 SÓLRÍK stofa til leigu fyrir reglusaman, sém hefur síma.'Uppl. Víðimel 46. (387 STÚLKA óskar eítir her- bergi í miðbænum. Uppl. í síma 3110. (389 STÓRT, gyllt herraarm- bandsúr tapaðist sl. föstu- dagskvöld í Austurbænum á leiðinni i Bústaðahverfi. •— Finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 6304. (385 VALSMENN! Áskriftailsti fyrir þá, sem ætla að dvelja í skíðaskála félagsins yfir páskana ligg- ur frammi að Hlíðarenda til 26. þ. m. — Skíðanefndin. Knattspyrnumenn! Meistara-, 1. og 2. flokkur. Æfing í kvöld kl. 7,30 að Hlíðarenda. HREINGERNINGA- STÖÐIN. — SÍMI 6645. — Hefur ávallt vana og liðlega menn við hreingerningar. (392 STULKA, sem unnið hef- ur við saumaskap í skógerð eða leðurgerð, óskast. Sími 80659. (390 STÚLKA, með bam, ósk- ar að taka að sér lítið heim- ili. Tilboð leggist á afgr. blaðsins fyrir miðvikudags- kvöld, merkt: ,,Strax“. (388 KVEN- og barnafatnaður sniðinn og mátaður, ef ósk- að er. Nýlendugötu 22. Sími 5336. (393 ! i KJÓLAR sniðnir, þrætt og mátað ef óskað er; einnig saumað. Saumastofan; Von-' arstræti 8. (377. KUNSTSTOPP. — Kúnst- stoppum dömu-, herra- og drengjafatnað. Austurstræti 14. uppi. SAUMAVÉLA-viðgerðir. Fljót afgreiðsla. — Sylgja. Laufásvegi 19. — Sími 2656. Heimasími 82035. (000 VIÐGERÐIR á dívönum og allskonar stoppuðum húsgögnum. Húsgagnaverk- smiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (224 RÚÐUÍSETNING. — Við- gerðir utan- og innanhúss. Uppl. í síma 7910. (547 SAUMA úr tillögðum efn- um. Ný tízkublöð. Valgeir Kristjánsson, Bankastræti 14 (Skólavörðustígsmegin). PLÖTUE á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjaliara). — Sími 6126. Dr. juris HAFÞÓR GUÐ- MUNDSSON, málaflutnings- skrifstofa og lögfræðileg að stoð. Laugavegi 27. — Sími 7601. (95 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki. Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f., Laugavegi 79. — Sími 5184. FATAVIÐGERÐIN, Ing- ólfsstræti 6, annast allar fataviðgerðir. — Sími 6269. KVENSKIÐI til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 81282. _________________(395 KLÆÐASKÁPAR o. fl. til sölu kl. 5—6. Njálsgötu 13 B, skúrinn. Sími 80577. (394 MJÖG góð læða til sölu. Uppl. í síma 80071. (382 KAUPUM flöskur. Sækj- um. Sími 80818. (400 SMÁVÖRUR í mikUi úr- vali: Hringprjónar, band- prjónar, hekiunálar, saum- nálar, öryggisnælur, > ská- bönd, bendlabönd, tautölur, smellur, hárnet, axlabanda- ‘sprotar, axlabönd, króka- pör, svartur og hvítur tvinni, silkitvinni, stoppugarn, barnasokkabönd, sokka- bandateygja, herrasokka- bönd, kvensokkabönd. Hvít og svört teygja mjó. Hár- greiður, hárkambar, hár- spennur, hárborðar, vasa- klútar, rennilásar, rúllu- búkk, buxnatölur, skraut- hnappar, tannburstar, tann- krem, rakkrem, rakvélablöð (Pal), Shampo í glösum og bréfum, höi'tvinni og margt fleira. Verzlun Halldórs Ey- þórssonar, Laugaveg 126. —- Sími 1656. 378 KAUPUM gamlar bækur og tímarit. Bókabazarinn- Traðarkotssundi. Sími 4663. (383 NÆRFATNAÐUR. Drengjanærföt, síðar buxur og hálferma skyrtur á 3—11 ára. Stuttar buxur, erma- lausir bolir á sama aldur. Herranærföt, allar gerðir. Náttföt. Manchettskyrtur, hvítar og mislitar. Verzlun Halldórs Eyþórssonar, Lauga veg 126. Sími 1656. (381 VANDAÐUR klæðaskáp- ur, eikarborð og fjórir stólar til sölu. Lágt verð. Berg- staðastræti 55. (391 NÝ kjól- og smokingföt til sölu á Miklubraut 60, III. h. til vinstri, eftir kl. 7,30 í kvöld. (379 PEYSUFÖT til sölu, með- al stærð. Barmahlíð 50, kjallara. (380 ELITE-snyrtivörur hafa á fáum árum unnið sér lýð- hylli um land allt.(385 HARMONIKUR. Höfum ávallt fjölbreytt úrval af nýjum og notuðum harmo- nikum, litlum og stórum. Tökum notaðar harmonikur sem greiðslu upp í nýjar. Við kaupum notaðar hormonikur. Harmo- nikuskólar á ensku og dönsku nýkomnir. — Verzl. Rín. Njálsgötu 23. Sími 7692. (317 TVÍBllRAiÖROS^ eftir Lebeck og Wiiliams. í rannsóknastofunni: —Þetta er skrýtið. Nú höfum við gert þrjár sjálfstæðar prófanir með- sömu útkomu. Blöð úr myrtu stúlkunni gef' ur til kynna blóðflokk, sem ékki er til. Þétta er óhugsandi, Síðan er hringt í stöðvar rannsóknalögreglunnar. Er það yfirmaður. —- Jæja, et't þáð þú Gáry — — Heyrðu.... — Gary Mér kemur þetta alls . ekki á óvart, og eg skal skýra þetta fýrir þéf1 bráðlega, én ségðu engum fra þéssu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.