Vísir - 02.02.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 02.02.1954, Blaðsíða 7
Pfíðjúáagmn 2. febrúa'r 1954 VÍSIR iivwftflft^vwvwwwvwtwwvwwvvwwAwwwvvn „Er eitthvað undarlegt við það, að stúika meti mannorð sitt Ög sæmd að nokkru?“ spurði hún. „Það er kannske ekki undarlegt," sagði hann, „en þú slóst mig hálfvegis af laginu. Hvað segir þú um, að við göngum til hinna gestanna, áður en þú lætur enn eitt reiðarslagið dynja á mér?“ Ralston hafði raðið vinsælustu hljómsveit borgarinnar til að leika, og hún byrjaði leik sinn, þegar gestimir gengu masandi til sæta sinna. Méðal gestanna voru ekki nokkrir menn, sem flestir aðrir höfðu búizt við að sjá þarna, og vakti f jarvist þeirra talsvert umtal. Það var á flestra vitorði, að nrenn þessir höfðu farið í langferð — þeir höfðu fario bvert yfir álfuna, til þess að undírbúa skipulag og stofnun fyrirtækis, sem átti að starf- rækja demantanámurnar, enda þótt þeir einir vissu um stað- inn, er höfðu fundið hann upphaflega. Það var ekki fyrr en þá um daginn, sem fjánnálamenn San Francisco-borgar höfðu frétt um brottför sendinefndarinnar, en þótt ekki væri lengra Iiðið síðan, var þetta áðalumræðuefnið hvarvetna. Vegna stöðu sinnar vissi Brownlee einná rriest um þetta, og hver gesturinn af öðrum leitaði hann úppi,'til þess að heýra af vörum hans ujn alla atburði, sem gerzt hÖfðu fram að þessum degi. „Nefnd okkar,“ sagði Brownlee hverjum, sem hlyða vildi, „er komin til New York ásamt Arnoíd og Slack. Það er sagt, að Arnold hafi verið farinn að ókyrrast til muna, svo að hann hafi þverneitað að halda áfram við þetta, nema honum — eða þeim félögum — væri greitt nokkuð til sönnunar því, að þeir mundu ekki verða gabbaðir. Lent greiddi þeim þá hundrað þúsund döllara. Það er háft fyrir satt — en héfur ekki verið staðfest — að Slack hafi fallið frá öllu frekara tiikalli, að því er háns hlut í námufundinum snertir, fyrir önnur hundrað þusund. Þeir — Harpending og Lent — hafa ráðið hinn víðkunna lögfræðing Barlow hershöfðingja, til þess að sjá um hina lagalegu híið málsins. Barlow réð til þess, að Ben Butler hershöfðingi væri éinnig ráðinn lögfræðingur okkar, svo að auðveldára væri að fá lög samþykkt í Washington, er heimiluðu, að námasvæðið allt yrði haft undir. Það er Ben Butler, sem frægastur ér fyrir af- skipti sín af silfurskeiðarmálinu í New Orleans. Fundur var haldinn heima hjá Barlow, og þar voru viðstaddir Tiffany, með- eigandi skartgripaverzlunarihnar miklu með sama nafni, George B. McClellan, hérshöfðingi, Horace Greeley, ritstjóri New York Tribune, og Butler hershöfðingi. Tiffany lét í ljós þá skoð- ún, að steínarnir væru mikils virði — að minnsta kosti eitt hunclrað og þrjátíu þúsund dollara virði — en kvað það þó ekki rieinn lokaúrskurð því að hann gæti hann ekki kvéðið upp, fyrr en hann hefði haft tal af gimsteinasérfræðingi sínúm.“ „Það ætti þá ekki að þurfa frekar vitnanna við, eða hvað?“ sagði einn gestanna. „Ef Tiffany segir, að steinámir sé ósviknir, þá hlýtur það svo að vera. En hvað gerist svo?“ „Sennilega tekur það mánuði að skipuleggja félagið. Það er mikilvægt atriði, að McClellan hershöfðingi hefur fallizt á að vera í stjórn félagsins, og August Belmont og Herii’y Seligman óska eftir að fá að vera í henni. Það hefur orðið að samkomu- lagi að greiða finnendúm námanna fjögur hundruð og fimmtíu þúsund til viðbótar fyrir öll réttindi þeirra — að því tilskildu, að Janin, aem fenginn hefur verið til að gera lökaathuganir á námasvæðinu, telur það nægilega mikils virði.“ „Þetta eru svo sem engir smákarlar! Yfirmaður herstyrks landsins, þingmaður og helztu stjómendm’ tveggja stærstu bankanna 1 Nev/ York. Mér þætti gaman að vita, hvenær ætl- unin er að fara að selja almenningi hluti í félaginu.“ Þetta virtist vera spurningin, sem aílir óskuðu eftir að fá svar við. Hvenær mundi almenningi verða gefinn kostur á að kaupa hluti í „San Francisco & New York náma- og verzlunar- félaginu“? Auðurinn, sem ausið hafði verið úr silfumámunum á Comstock-svæðinu, og þar kunni enn að finriast, hvarf alveg í umhugsun manna um þetta. Þarna var nokkuð, sem var enn meira freistandi ■— ljóminn af óteljandi eðalsteinum! Enginn þeirra, sem voru viðstaddir samkvæmið, hefði hikað við að veðsetja síðustu eign sína til þess að fá að vera með í hinu nýja fyrirtæki. „Jæja, Anneke,“ sagði Juan, „þú ei*t augasteinninn hans Ralstons. Þú þarft víst ekki annað en að brosa fallega, og þá býður hann þér að verða með í þessu.“ „Juan,“ svaraði Anneke, „eg fæ ekki betur séð, en að hinn hyggnasti maður geti verið eins irúgjam og mesti kjáninn meðal sauðsvarts almúgans. Mér þætti gaman að vita, hvað það er, sem gérir þessa miklu menn rriikla - McClellan, Horace Greeley, Tiffany og Áug’.ut Belmönt, þóit ekki sé fleiri taldir upp aó sinni,“ „Ertu kannske á annári skoðun en þeir ágætu menn?“ spurði Juan, og það var einhver stríðnisglampi í augum hans. „Þá er Anneke Villard bersýnilega mest þeirra allra!“ Seytjándi kafli. Anneke Villard gerði ekki of lítið úr valdi þeirra manna, sem hún vissi, að mundi verða henni ándvígir, er hún léti til skarar skríða við að leggja undir sig méirihluta Meydrottningar-nám- unnar og reyndi að hefja starfrækslu hennar á nýjan leik. Það var ekki aðeins andstætt héririi, að Union-málmbræðslufélág'ið háfði steinbítstak á öllum rirönnum fyrir tilstilli "Kaliforniu- banka, af því að hann lánaði allt fjármagn til námasvæðisins, heldur réð fyrirtækið einnig flutningatækjum á þessum slóðum, af því að það var eigandi j árnbrautarinnar milli Virginia City og Carson City, auk þess sem það átti skógarleridur miklar á heppilegustu stöðum. Það hafði komizt yfir landflæmi þetta með því móti, að Kaliforniu-banki hafði sagt upp lánum, sem skógar, sögunarmyllur og viðarfleytingarleiðir höfðu verið sett- ár að veði fyrir. Með þessu móti réð fyrirtækið yfir leiðum til viðaröflunar, en þáð var ekkert smáræði af timbri, sem þurfti til að treysta og klæða ganga námanna. Óháðir námaeigéndur urðu að flytja málmgrýti sitt til bræðslustöðvar félagsins, flytja málminn með járnbraut þess og kaupa timbur frá sögunarmyll- ! um þess. Vald þess var algert, og það taldi sér því enga hættu : búna. | En Anneke var ekki lengi að koinast að raúri um það, að þessi i ófreskja, sem félagið var að ýmsu leyti, hafði bakað sér fjand- ' skap ýmissa manna. í hópi þeirra var maður, er liét Aclölph Sutro — Ieikinn'kaupsýslumaður, framsýnn og þolinmóður. En hættu- 1 legasti fjandmarináhópur Union-íélagsins var þó í mynd fjög- urra íra. Tveir'riiánna þeSsarra'hétu James C. Flóod ög Willíam O’Brien, er höfðu áður fyrr átt veitingastofu í kaupsýsluhverfi borgarinnar. Meðan þeir höfðu verið að afgreiða viðskipta- mennina í veitingastofu sinni, höfðu þeir lagt við hlustirnar, og þeir höfðu notað sér þá fræðslu, sem þeir höfðu öðlazt með því móti, til þess að verzla á kauphöllinni og græða auð fjár. En þessir tveir félagar urðu að fjórum, þegar Flood og O’Brien gengu í bandalag við tvo verkfræðinga, sem hétu James G. Fair og William Mackay. Anneke varð einnig fljótlega Ijóst, þegar hún fór að hugleiða alla möguleika í sambandi við Meydrottninguna, að það var mjög sennilegt, að þessir menn mundu vilja ganga í félag við hana, gerást bándamenn hennar gegn Union-félaginu. Hún forvitnaðist því um hagi þeirra, svo að þeir vissu ekki um, skap- gerð þeirra, smekk og einkenni öll. Þegar hún hafði viðað að sér sem flestum upplýsingum um þetta efni, komst hún að þeirri niðurstöðu, að ef rétt þætti að leita til þeirra, muridi Flo&d verða þeirra líklegastur til að vilja hlusta á röksemdir, sem fram væru bornar af konu, sem væri bæði ung og aðlaðandi. Flood var stór maður og gildur. Hann vár með djúpsett augu, hárið var farið að þynnast fremst i höfðinu ög haim var með snyrtilegt yfirskegg og hökutopp. Hann var ekki ósnotm- maður, og að öliu samanlögðu var hann só af þessum fjórmenningum, sem var alúðlegastur og virtist auðviðráðanlegastur. Anneke ,tók ákvörðun úm að snúa sér að honum, ef rétt væri og þegar tíminn til þéss kæmi. Hún hafði valið heppilegt augnáblik til að hleypa fyi-irætlan sixmi af stokkunum. í námu Consolidatet Virginia-félagsins hafði fundizt ný slifuræð, sem menn gerðu sér vönir um að mundi géfa hundruð milljónir dala, og auk þess snerust hugleiðingar allra manna um demantanámurnar nýju, svo að enginn gaf sér tíma til þess að hugsa um Meydröttninguna, námu sem var full af vatni og einskis virði. BREDGE 8, 7, 6, 5, 9, 8 7, 5, 3, 2 K, 6 N. S. é A, D, 3 V Á, 5 é Á, K, D <*» Á, D, 8, 7, 5 Suður spilar 3 grönd. Vestur kemur út hjarta kóng. Hvern- ig ætti Suður að spila spilið? Var Hrói höttur komniúnisti ? Bandarískt blað spyrst fyrir um það. Ensk blöð greina frá því, að sýslumaðurinn í Nottingham kunni ekld að meta hinar síð- usfti eftirgrennslanir Banda- ríkjamanna urn stjómmála- skoðanir Hróa hatíar. Sýslumaðurinn, sem heitir William Cöx, skýrir svó frá, að nýlega hafi verið hringt til sín um hánótt frá bandarísku dag- blaði, sem vildi fá greið svör við spumingúnni: „Var Hrói j höttur kommúnisti?“ Sýslu- maðurinn svaraði umsvifalaust: i „Við munum alltaf taka mál- stað þessarar þjóðhetju okkar“. Og þetta sagði hann, enda þóít fyrirrennarar hans hafi löng- rnn eldað grátt silfur við Hróa, eins og alkunna er. Fregn þessi kom í kjölfar annarrar, sem greindi frá því, 'að hinn frægi útlagi frá Sher- wood væri nú undir smásjá í 'Bvindaríkjunum, grunaður um korrmúnisma. er ráðunautur fræðsluráðs Indiana-ríkis um val heppilegra bóka handa skólabörnum, hef- ur lýst yfir því, að kommún- istar hafi fengið fyrirskipun un að hæla Hróa á hvert reipi og nota hann til framdráttar stefnu sinni. „Þetta er lína kommúnista,“ segir Wnite, „pg allt, sem miðar að því að brjóta niður lögln, „passar í kramið“ hjá kom-r; múnistum“. William Cox sýslumaður skýrði nýlega svo frá á fundi í félagsskapnum British Legion: „Bandaríkjablaðamennimir vildu fá að vita, hvort við vær- um sömu skoðunar. Eg sagði þeim, að við myndum halda í heiðri sögnunum um Hróa hött, meðan Nottingham ér og verð- ur Nottingham“. Báðum megin hafsins henda menn gaman af þessu símtali og skoðunum Thomas Whites A kvöldvökuimi. í smábæ einum, utanlands, var haldin garðyrkjusýning og var það kona ein úr grennd- inni, sem fekk verðlaun fyrii' rósirnar sínar. Hafði hún og oft áður fengið verðlaun.. Tvær konur ræddu þetta sín á milli. Þær hofðu líka sent rósir á sýninguna og voru full- ar úlfúðar yfir þvi að fá enga. viðurkenningu. „Hvémig stend- ur á þessu?“ sagði önnur. „Hvað notar hún eiginlega sem við* höfum ekki?“ „Getur þér ekki dottið það í hug?“ svaraði hin önug í máli. „Það er hesthús á næstu lóð við hana.“ • Golfleikari var kærður fyrir að berja konu sina og var færð- ur fyrir dómarann. Verjand; hans færði honum margt tií málsbóta. „Þetta er sárlega mæddur maður,“ sagði hann,- „kona hans er sínuddándi og nöldrandi og hann ætlaði að reyna að þagga niður í henni méð því að berja hana.“ Þá fekk dómarinn áhuga fyr— ir málinu og spurði: „Hvao þurfti hann mörg högg?“ ‘ um hættur þær, sem af Hróa Thomas nokkur White, sem 1 kunni að stáfa. CíHtí AÍHHÍ tiáK*. Um þetta leyti fyrir 35 árum, mátti m. a. Iesa þetta í bæjar- fréttum Vísis: Ebbe Kornerup flutti fyrirlestur í Hafnar- firði í gær, en það óhapp vildi til, að stykki eitthvert úr myndavélinni gleymdist hér í bænum, og varð að senda bif- reið eftir því, meðan á fyrir- lestrinum stóð. En það óhapp var í rauninni áheyrendum happ, því að Komerup varð að lengja fýrirlesturinn talsvért fyrir bragðið. Stórþjófnaðiu*. Nýlega hefir orðið uppvíst úm stórþjófnað, sem framinn hefir verið í verzlun einni hér í bænum. Stolið hefir vérið smátt og stórt úiri 8000 krória virði í vörum og periingum á fjögui-ra mánaða tíma. - - ALLAN daginn heitiir róttir, smurt brauð, kaffi o. fl. Vita-Bar, Bergþóru- göfu 21. (Hornið Bergþóru- gata — Vitastígur). (170 • Brezk-íranska olíufélagið hefir tilkynnt, að það hafí íekið upp samninga við önn- ur olíufélög um dreifingu • íranskrar olíu, ef samningar takast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.