Vísir - 27.09.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 27.09.1954, Blaðsíða 12
VÍSIK er ódýrasta blaðið og Jjó bað fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 «g gerist áskrifendur. Þeir sem gerast kaupendur VlSIS efti* Ið. hvers mánaðar fá tlaSið ókeypis til mánaðamóta. — Simi 1666. Mánudaginn 27. september 1954 Grefa Garbo æfiar að ganga í hfónaband. Tílvonastdf eiglnniaiyr hennar er Cnstav Wally leikhússtjóri s Stokkhólmi. Frá fréttaritara Vísis. — dul þótti hún, að sumir nefndu Stokkhólmi í fyrradag. hana „Sfinxinn". Greta Garbo, hin heims- fræga, en þögla og mannfælna lcvikmyndadís Svía, ætlar að ganga í heilagt hjónaband. Tilvonandi eiginmaður henn- ar er Gustav Wally, leikhús- stjóri í Stokkhólmi, en hann var áður fyrr kunnur leikari, ekki sízt í gaman- og gleðileikjum. Hann er sonur Wallenbergs bankastjóra, eins umsvifamesta fjármálamanns Svía. Þau eru bæði um fimmtugt, og hefir hvorugt þeirra gengið í hjónaband áður. Stokkhólms- blöðin ræddu vart annað meira í fyrradag, og Gustav Wally hefir ekki séð ástæðu til að bera fregnina til baka. Þykir því sýnt, að fregnin sé áreiðanleg. Greta Garbo, fædd Gustafs- son, kom kornung til Holly- 'wood fyrir tæpum þrem ára- tugum, og varð á skömmum tíma vinsælasta leikkonan vestra. Hún lék í fjölmörgum kvikmyndum, m. a. „Anna Karenina“ Tolstoys, „Kristín Svíadrottning", „Grand Hotel“, þar sem mótleikarar hennar voru m. a. John Barrymore, Joan Crawford o. fl. Um skeið var talið, að hún myndi giftast leikaranum John Gilbert, og nokkru síðar var talið áreiðunlegt, að hljóm- sveitarstjórinn Leopold Sto- kowsky yrði maður hennar, en fregnir um það reyndust til- hæfulausar. Hún var mann- fælin mjög og reyndist blaða- mönnum kvikmyndaritanna þung í skauti. Sagt er, að við- kvæði hennar við slík tækifæri hafi jafnan verið „Leave me alone“ (Látið mig í friði). Svo Sfálu bíl — en ökuferÓin varó sfut f fyrrinótt handtók lögreglan tvo bílþjófa við Miklatorg. Sáu lögreglumennirnir bif- reið á undan sér á Snorrabraut, en þar sem þeim sýndist bif- reiðin ekki vera í fullkomnu lagi stöðvuðu þeir hana við Miklatorg. En þá brá svo við að bif- reiðarstjórinn flýtti sér út úr bílnum, tók til fótanna og hvarf út í myrkrið. Lögreglumenn- irnir eltu þjófinn og fundu hann eftir nokkura leit, þar sem hann hafði falið sig í húsagarði. Við athugun kom í ljós, að ná- ungi þessi hafði ásamt öðrum unglingspilti, en þeir voru báðir mjög undir áhrifum áfengis, stolið bifreiðinni. Játuðu piltar þessir við yfir- heyrzlu að þeim hefði komið saman um að stela bifreið og hefðu byrjað að reyna slíkt nið- ur á Bókhlöðustíg; þar létu þeir bíl renna alllangan spöl, en án þess að koma honum í gang. Reyndu þeir þá við nokkurar aðrar bifreiðir, en allt fór á sömu leið þar til þeir félagar komu upp á Bræðraborgarstíg, móts við Austurbæjarskólann. Þar gátu þeir komið framan- greindri bifreið, sem bar skrá- setningarmerkið F. 71, af stað, en ökuferðin var stutt, því þeg- ar þeir komust niður á Snorra- brautina kom lögreglan á hæl- ana á þeim og handtók þá við Miklatorg, sem að framan getur. Sjórán á Stóra-Belti. Þjóðverjar tóku skipið meðan áhöfnin flutti farþegana í annaö skip. Fréttabréf til Vísis. — Stokkhólmi á föstudag. Óvenjulegt sjórán fór nýlega ifram á Stóra-Belti. Sænskt 400 tonna skip, „Ny- sáter“ hafði lent í stormi og stórsjó og var farið að hallast um 45 gráður. Auk áhafnar voru tveir farþegar um borð, sem urðu svo hræddir, að það varð að flytja þá í flýti yfir í næsta skip. Öll áhöfnin, að skipstjóra meðtöldum, fór í björgunarbát- inn til að koma farþegunum yfir. Þegar þeir sneru aftur til skips síns sáu þeir, að sænski fáninn var dreginn niður á skipi þeirra og þýzki fáninn dreginn upp. Skipstjórinn gaf sér ekki tíma til að ræða málið; en fór þegar í stað, að koma skipi sínu á réttan kjöl, svo að hægt væri að halda áfram. Skipið kom síðan til Nyborg undir þýzkum fána og eftir fjörugar viðræður við Þjóð- verjana, fékk skipstjórinn aftur að draga sænska fánann að hún. Sænskum sjómönnum þykir þetta mjög einkennilegar að- farir. Að vísu er það alþjóðleg venja, að hver sem finnur mannlaust skip má fara um borð, reyna að koma því til hafnar og krefjast síðan björg- unarlauna. En hér var ekki um slíkt ao ræða. Áhöfnin var ekki langt frá skipinu, hafði aðeins brugðið sér frá til að koma far- þegum yfir í annað skip, og ætluðu að koma aftur svo fljótt sem unnt væri. Það er því litið á aðfarir Þjóðverjanna sem of- beldi. Kaffi verður verðjafnað. Stjórn Alþýðusámbands ís- lands hefur beint eindreginni áskorun til ríkisstjórnannnar um að- verð á- kaffi' verSi pú þegar greitt niður og hefur þv.í. til stuðnings bént'á, að verðlág á kaffi' sé-mik-ið laékkað á ef- lendum íriaiikjiði. ;; ; Me&. hliðsjón ^f-. þyí að. fQ^.t hafa veiið káup vá táísverðu magni af kaffi við lækkuðu verði hefur ríkisstjórnin fallizt á, að greiða niður verð á heild- sölubirgðum af kaffi, sem nú eru í landinu, svo að kaffiverðið lækki nú þegar niður í svipað verð og reiknað er með að hið nýkeypta kaffi verði selt á, þegar það kemur á markaðinn. (Frá ríkisstjórninni). Gífurlegar miöapantanir á Sjómannadagskabarettin Mikil eftirspurn er eftir mið- um að kabarett Sjómannadags- ráðs, og hafa þegar borizt f jöl- margar pantanir utan af Iandi. Virðist mönnum líka þetta fyrirkomiilag vel, forsalan, að geta með þessum hætti tryggt sér miða og komast þannig hjá því að standa í biðröð þegar þar að kemur. Miðapantanir hafa borizt í síma 6056 frá Norðfirði, Vest- fjörðum, Vestmannaeyjum, Ak- ureyri og víðar, en í ráði er að afhenda pantaða miða á laugar- daginn kemur, sennilega í Listamannaskálanum, en nánar verður greint frá.þyí síðar. Er sýnt, að áhugi manna fyrir Sjómannadagskabarettinum er geysimikill nú sem fyrr, enda betur til hans vandað nú en nokkru sinni, eins og Vísir hefir áður skýrt frá. ðíennsla fellur niður. Kennsla fellur niður í barná- skólunum í Reyfejavík þessa viku. Fellur kennslan niður með tilliti til lestrarnámskeiðs kenn- ara, sem stendur yfir þessa viku svo sem skýrt var frá hér í blaðinu á laugardaginn. Námskeiðið verður sett í Laugarnesskólanum í dag kl. 4 e. h., en ekki í Melaskólanum, svo sem skýrt hafði verið frá hér í blaðinu. Óttazt, að 1500 manns iiafl farizt i fellibyl. Ferju með 1200 manns livolfdi í fellibyl undan Japansströndum. Óttast er, að gífurlegt mann- tjón hafi orðið, er japönsk ferja með um 1200 manns innan- borðsj' fórst í fellibyl undan Japanansströndum í gær. , I gærkveldi var vitað, að tek- izt hefði að bjargaum 100 manns en óttast er um afdrif hinna. Ferja þessi, sem var um 4000 lestir að stærð, var í f örum milli eyjanna Honshu og Hokkaido. Hún mun hafa verið á leiðinni frá Honshu, er fellibylurinn skall á. Talið er, að vindhrað- inn hafi komizt upp í 170 km. á klst. Skipstjóra ferjunnar tókst að láta senda út neyðarmerki, en örskömmu síðar hvolfdi ferj- unni. Meðal farþega voru um 50 bandarískir hermenn og fjöl- skyldur þeirra. Fleira tjón vawt af þessum sama fellibyl. M. a. er vitað, að tvö japönsk flutningaskip fórust, 60 manns biðu bana á landi, en um 1500 hús hrundu. Þá spilltist geysistórt flæmi ræktaðs lands. Margir fleiri munu hafa farizt, allt að 1500 manns. Þetta er þriðji fellibylurinn á hálfum mánuði, sem gengur yfir Japan eða Japansstrendur, og talinn sá versti. llridge: A-bæingar unnu V-bæinga. Keppni Bridgefélags Reykja- víkur í bridge milli Austur- og Vesturbæjar fór fram x gær og lauk með sigri Austurbæjar. Keppt var á sjö borðum, og unnu Austurbæingar á fjórum en Vesturbæingar á þrem. Einnig kepptu tvær kvenna- sveitir og vann Austmrbær þar á báðum borðum. Tvímenningskeppni, I. flokk- ur, hefst í Skátaheimilinu ann- að kvöld kl. 8. Þátttaka tilkynn ist formanni félagsins, Eggert Benónýssyni. Cort starfar í Prag. Vínarborg (AP). — Ameríski læknirinn, Joseph Cort, sem mestur styrrinn varð út af í Bretlandi, er tekinn til starfa hjá Tékkum. Hefur honum verið fengið starf við stofnun þá í Prag, sem rannsakar blóðsjúkdóma og æða. Vinnur hann í rannsókn- arstofum stofnunarinnar. Slökkviliðsæfing olfl sprenginguimi. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Það er nú upplýst, að spreng- ingin mikla í Bitbui'g fyrir helgi, er 5—6 millj. lítra af benzíni sprungu í loft, varð í sambandi við slökkviðliðsæf- ingar. Nánari rannsókn vegna þessa slyss, sem varð 40 manns að bana, hefir leitt í ljós, að slökkviliðsmenn ætluðu að sýna nýjan útbúnað sinn, en svo slysalega tókst til, að sprenging varð, með fyrrgreindum afleið- ingum. Átti að sýna, hvemig öryggisútbúnaður benzíngeym- anna væri, er slysið varð. Sfys Framh. af 1. síðu. staðar, enda mun bifreiðarstjór- inn, sem stjórnaði förinni, ekki hafa vitað um áreksturinn. Er hann beðinn um að hafa tal af rannsóknarlögreglunni, Þriðji áreksturinn varð um tvö leytið i gær á Mosfellssveitar- vegi. Þar mættust fólksbifreið og sendiferðabifreið og þegar þær voru í þann mund að mætast, beygði sendiferðabifréiðin inn á fólksbifreiðinni. Sendiferðabif- veginn og reif afturbrettið af reiðin hélt för sinni áfram eins og ekkert hefði i skorizt, en skrá setningarmerki hennar mun hafa náðzt. Leikur grunur á að öku- þórinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Grindadráp í Danmörku. Einkaskeyti til Vísis. —• Khöfn í gær. í gær voru um 70 grinda- hvalir reknir á land í Dan- mörku, og er það sjaldgæfur viðburður. Sást fyrst til hvalanna dag- inn áður í Litiabelti, og voru um 70 reknir á land hjá Vejle. Er hver þeirra talinn um 1000 d. kr. virði. Megnið af kjötinu verður selt til útlanda, en hæl- inu í Vejle var gefinn einn, hvalurinn, því að þar liggja nokkur grænlenzk börn, sem eru berklaveik. — JA. Líkantsárás. í nótt var kært til lögregl- unnar yfir árás manns á veg- faranda einn á götu úti. Hafði árásarmaðurinn veitt vegfarandanum nokkurn á- verka, en auk þess eyðilagt spánnýjan frakka fyrir honum og loks óhreinkað föt hans. Lögreglan handtók árásar- manninn. Féll í sjóinn. Um miðjan dag í gær féll ölvaður maður í sjóinn hér í Reykjavíkurhöfn. Áhöfn hval- veiðibáts bjargaði manninum og varð honum ekki meint við volkið. Bíl stolið. Á laugardagsnóttina var bíln- um R 1023 stolið úr smáíbúða- hverfinu, en harrn fannst skömmu síðar á Háteigsveigi og var þá óskemmdur að því er virtist. : j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.