Vísir - 17.12.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 17. desember 1957 VlSIB S IGiiðm. Daníelsson skrifar um nýju bæknrnar. Opinberunarbók Lofts. Loftur Guðmundsson: Jóns- messunæturmartröð á fjall- inu helga. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1957. Hef nú lesið Martröðina á enda, sit þessa stundina aðgerða laus og hugsa, líðan mín er því líkust sem ég hafi étið yfir mig, ég veit ég var neyddur til að lesa allt of hratt og of mikið i senn, svona bók er betra að inn- byrða í smáskömmtum. Þvi að ekki get ég sagt að hún sé spenn andi aflestrar, hún er andskoti þreytandi, enda þó að víða reki maður upp stór augu, verði hissa, glotti við tönn, hlæji jafn- vel upphátt. Þetta er eins og að lesa Opinberunarbók Jóhannes- ar aftast í biblíunni: básúnu- hljómur, englar, dýr, — allt í djöfli og grænum sjó. Hver sýn- in rekur aðra, þær ryðjast á- fram, hrúgast upp, steypast hver yfir aðra, eins og snjóflóð og skriðuföll, eins og hnaus- þykkt skýjafar í sunnanroki. Maður fær að lokum svima og þreytuverk í höfuðið af að horfa á þetta, sljófgast, hættir að horfa, hugsar sem svo: Þetta er of mikið. Þurfti hann (Loft- hr) endilega að taka svona margt með í bókina? Hefði hún ekki orðið betri ef hann hefði Stytt hana dálítið? En um hvað íjallar hún eigin- lega? — Það skal ég segja ykk- ur: Hún fjallar um yfirborðs- hátt okkar mannanna, gerfilif, múgsefjun, skrilmennsku og skepnuskap, — aðallega um þetta, held ég. en allt blásið upp og skrumskælt, og það grátlega og hörmulega sýnt í spéspegl- um, sem gera hvað eina ó- mennskt og hlægilegt. Og enda þótt víða bregði fyrir snjöllum persónulýsingum, þá er örlaga- saga persónanna engin. Þetta eru.allt ýmist upptrektar „gín- ur“ eða hálfgínur, og maður hefur enga samúð með þeim, og er alveg sama hvernig með þær er farið, hvort þær drukkna í baðkerinu sinu, eru hengdar af dansóðum múgi á Bankatorg- inu, stungnar með rýtingi í gúmbát úti á hafi, komist i há- menningarráð eða stingi af í flugvél til útlanda, alveg sama. 1 lok sögunnar, þegar kvenmað- urinn, sem ýmist er nefndur musterisgyðja eða lífskvæði, gengur inn í búrið til górillap- ans, þá hrærist ekki í manni nokkur taug. Ekki heldur þegar górillapinn flettir af sér loðnum ófreskjuhamnum og stígur út úr honum sem mennsk ur maður og súperhímaður i ofanálag og faðmar að sér lifs- kvæðið og lappar í burtu með það í stað þess að kyrkja það, eins og maður átti von á. Eg segi þetta ekki sem last um bókina, öðru nær, mér kem- ur ekki til hugar að lasta hana með einu orði, ég er bara að lýsa henni, eða öllu heldur gera grein fyrir hvernig andrúms- loft hennar verkar á mig, sem auðvitað þykist ekki þurfa að taka neitt af skensinu til sín. Eg efast meira að segja um að nokkur taki það til sín, það væri þá helzt sjómannadagskabarett- inn — eða auglýsti hann ekki einu sinni syngjandi hunda og heimsfrægan apa. Hvort hann auglýsti líka „Beethoven fyrir aftan rass“, það man ég ekki svo gjörla. Kannske kvenfólkið þá? — Nei, fjandinn hafi það. Enda er kvenfólkið ekkert sál- arlausara núna en það var í fyrri daga, og ekkert lauslátara heldur. I stjórnmálalífinu hefur alltaf verið eitthvað um spill- ingu, en það var ekkert betra á dögum Fai’aóanna, Rómverj- anna, Habsborgaranna og þeirra kai'la: hrossakaup og sérhags- muna streddiri alla tíð, meira og minna, byltingar, múgmorð og hengingar, engu siður en núna á velmektai’árum þursans í Rauðuskógum (Rússans) og stáldrekans af sléttunni (Kan- ans). Og hvenær hefur lýður- inn ekki verið auðginntur til þess að falla fram fyrir ein- hverju goði? Annars yrði það of langur listi i lítilli grein að telja upp öll þau fyrirbæri okkar tíma, sem Loft’ur hleypir skoti á. Loftur hefur skrifað bók sína undir kjörorðinu: Staðreyndir eru ekki til. Ekkert er sem það sýn- ist. Hann hefur tileinkað sér fyrstur manna hérlendis hina nýju heimspeki Niels Bohr eðlis- fræðings: Komplimentarismann (tillíkinkastefnuna), þar sem því er haldið fram, að enginn atburður sé eins og við sjáum hann, og þess vegna sé hægt að komast nær hinu sanna með því að beita likingum en raunveru- Jeika frásögn. Jájá, Loftur er snjall. Mar- tröðin er afskaplega skemmti- leg bomba, sem springur fram- an í hátíðlega ásjónu vora með háum hvelli og heilmíklum skrauteldum, en meiðir mann ekki vjtund. Framan af hélt ég að þetta ætlaði ekki að verða annað en revia í skáldsögu- formi, en svo lyfti bókin sér upp af því plani, hún varð þegar á leið eins konar andlegt akrobatí, — og enginn Islendingur, utan Loftur einn, hefði getað framið það. Hrakningar og heiðavegir. Pálmi Hannesson og Jón ’ ui’farinu fram yfir síðustu alda- Eyþórsson: Hrakningar og heiðarvegir. IV. Bókaútgáf- an Norðri. Keykjavík 1957. Ein er sú spurning, sem þrá- faldlega kemur manni í huga undir lestri þessarar bókar: Hvernig stendur á þvi, að Is- lendingum skyldi aldrei lærast að gera sér þess konar fatnað, að þeir gætu skroppið í næstu sveit að vetrarlagi, að minnsta kosti til næsta bæja, án þess að stofna sér í beinan lifsháska. Vetrai’ferðalögum var ekki hægt að komast hjá, gaddhöi’k- ur og moldöskubyljir virðast hafa vei’ið daglegt bi’auð í veð- mót. Engu að siður labbaði fólk sig að heiman hálfbert og nest- islítið eða nestislaust, ef ögn rofaði í sortann. Og við tóku ó- lýsanlegar þrautir, hungrið, kuldinn og þi-eytan. Ef þrek þessara ömui'legu ferðalanga var með ólíkindum og einhver sérstök hending eða heppni var með í spilinu komust þeir til mannabyggða oft skríðandi á hnjánum aðframkomnir, hinir sofnuðu út af í fönninni, og þótti gott ef þeir fundust næsta vor, þegar ísa leysti. I þessu landi loðinna skinrta, virðist enginn hafa látið sér detta í hug að gera sér loðfeldi. Að grafa sig í fönn villtur milli bæja, ég tala nú ekki um uppi á fjöllum, jafngilti sjálfsmoi'ði. Drottinn minn dýri livað maður getur voi'kennt þess ari berhentu og svöngu þjóð úti á hjarninu, og hvað manni finnst þetta allt fjarstæðukennt, þar sem maður situr inni í stofuhit- anum og hefur aldrei augun lit- ið raunverulegan byl, hvað þá komið út í þess háttar veður. Fjói’ða bindi Hrakninga og heiðavega flytur um þrjátíu þætti, og enda þótt þeir Pálmi sálugi Hannesson og Jón Ey- þórsson hafi safnað efninu til bókarinnai’, eru fæstir þættirn- ir ski’ásettir af þeim. Mjög eru þættirnir misvel ritaðir. Að mín- um dómi skara tveir þeirra fram úr: „Koldimm grima að sjónum ber“ og „Hrakningar á Fróðarheiði 1937“ báðir eftir Þorstein Jósefsson blaðamann. Sé ég ekki betur en Þorsteinn gæti orðið þarfur lærifaðir þeirra manna, sem skrá vilja hrakninga- og slysasögur, því að hann kann bersýnilega betur til þeirra verka en flestir aðrii'. Hi'essilegur er þáttur Sigui’ðar frá Brún um ferð er hann fór einn eíns liðs með stóran hóp hesta sunnan af Síðu noi’ður í Eyjafjörð, en það var um sum- ar, og ekki lenti Sigurður í hrakningum. — Vitanlega eru mai’gir fleiri þættir i þessari bók vel læsilegir, þó ég nenni ekki að gei’a nánari gi'ein fyrir því, og enginn er svo lélegur, að hann eigi ekki rétt á sér í safn- riti sem þessu, sem varpar hvössu og köldu vetrai’ljósi inn í hörmulegt skammdegisxnyrkur íslenzkrar alþýðu nýliðinna og löngu liðinna daga. Sýnin vekur okkur hroll, en okkur mun hollt að gleyma því ekki með öllu í árgæzku síðustu áratuga, að á voru landi, íslandi, hefur lengst- um þurft mikið fyrir lifinu að hafa. Skósalan, Snorrabraut 36, hefur opnað í nýjum húsakynnum aS Laugavegi 100, undir nafninu SKÚBCÐ AUSTURBÆJAH Seljum sem fyrr.: Herra-, Kven- og Barnaskófatnað JVýtekið fram nt.a.: Spánskir háhælaðir kvenskór með aluminiumhæl, svartir, (rúskinn og leður), ljósdrapp og Ijósmógrænir. — Svartar kvenbomsur með loðkanti fyrir kvarthæl og háan hæl, inniskór karla, kvenna og barna. Hvítir uppreimaðir barnaskór frá Tékkóslóvakíu. — Barnalakkskór, karlmannaskór, svartir og brúnir. — Verð frá kr. 185.00. — Vinnuskór, karlmanna frá Tékkóslóvakíu, með þykkum gúmsóla, kr. 185,00. Svartar mokkasínur, karlmanna. SkófatnaðuM• ei* úvaltt tnovtnnnin «r/ nytsöm jtílatjýaf SKÚBCB austuhbæjah Laugavegi 100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.