Vísir - 01.02.1958, Blaðsíða 5

Vísir - 01.02.1958, Blaðsíða 5
Laugardaginn 1. febrúar-1958 VfSER 5 Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum. Dagbók Örcnu Frank í Þjóðleikhúsinu. Frumsýning n.k. miðvikudagskvóld. MiÖvikudaginn 5. þ. m. frum- fiýnir Þjóíieikhúsið nýtt leikrit, Dagbók Önnu Frank. Leikritið er samið upp úr samnefndri bók eftir fimmtán ára stúlku. Höfundar leikrits- jns eru amerísk hjón, Frances Goodrich og Albert Hackett. Þýðandi er Sveinn Víkingur og leikstjóri Baldvin Halldórsson. Leiktjöld málar Lothar Grundt. Þegar Dagbók Önnu Frank kom út, vakti hún geysilega athygli og var þýdd á mörg rnál. A íslenzku kom hún út í haust í þýðingu séra Sveins Víkings. Leikritið, sem gert er eftir dagbókinni og Þjóðleikhúsið frumsýnir n. k. miðvikudags- kvöld, var sýnt á Broadway 1955. Gekk það mjög lengi þar og hefur siðan verið sýnt víða um lönd við ágætan orðstír. Um þessar mundir er það t. d. sýnt í sex borgum í Þýzkalandi. Auk þess hefur það verið sýnt við ágæta aðsókn í Lundúnum. Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Osló. Anna Frank fæddist í Þýzka- landi 1929, var af Gyðingaætt- um og flýði ásamt foreldrum sínum til Amsterdam undan ofsókn nazista. Þar gerðdst faðir hennar kaupmaður. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út og nazistar hertóku Holland varð íjölskyldan að flýja í felur og hafðist við á pakkhúslofti bak við verzlunarhúsið. Þar er dag- bókin skrifuð og þar gerizt leik- ritið. Anna Frank lézt fimmtán ára gömul og fundust þá dag- bókarblcð hennar. Leikritið er bjálfstætt verk, en byggist á dagbókinni. Það er ágætlega samið dramatískt verk og fjallar um frelsið og kynþáttahatrið. Amerískur igagnrýnaiidi hefur komizt svo að orði um dagbók Önnu Frank: ,.Dagbók Önnur er frábær spegilmynd af manneskju, sem stendur á þröskuldi lífsins.“ Svo sem áður er sagt, er Baldvin Halldórsson leikstjóri. : Aðalhlutverkið Önnu, leikur Kristbjörg Kjeld, ung leikkona, sem er i leikskóla Þjóðleik- i hússins, föður hennar, Otto ‘Frank. leikur Valur Gislason, :konu hans, frú Frank, leikur Regína Þórðardóttir, systurina, Margréti, leikur Brjmdís Pét- ; ursdóttir. Aðrir leikarar eru iÆvar Kvavan, Inga Þórðar- dóttir, Erlingur Gíslason, Jón ! Aðils, Guðmundur Pálsson og i Herdís Þorvaldsdóttir. ! Leikið er á fjórum sviðum. Leikritið er í 2 þáttum og 10 atriðum. Sijörniiljió! Stúlkan við fljótið Á morgun hefst fjórða vik- an. sem Stjörnubíó sýnir ítölsku kvikmyndina „Stúlkan við fljótið“ og verður búið að sýna hana um 70 sinnum nú um helgina, alltaf við ágæta að- sókn. Frábær leikur Sophiu Loren á sinn rnikla þátt i h've vel myndin fellur fólki í geð, en myndin hefur lika gildi eínsins vegna, : og menn fá rnikla samúð með þeim, sem við sögu komá, skiljæ og finna tií með' þeinr. — 1. | { tLsug a r i3 íi t) Arden Winch: Flóð og Herra Henneky vill fá að tala við yður, herra, sagði lög'- regluþjónninn þar sem hann stóð í dyrunum. Yfirlögreglu- þjónninn stóð upp og gekk í kringum skrifborðið. Hann var þungur á sér og klunnalegur. | — Herra Henneky er kom- inn út af dauða konu sinnar. hélt lögregluþjónninn áfram. I — Eg veit það, svaraði yfir- lögregluþjónninn. Við ex’im ; gamlir kunningjar, heri’a Henneky og' eg. Úthverfin í Lon don eru eins og sveitabæi)-. Þar þekkjast allir. Hann leit á herra Henneky, sem stóð þarna og kreisti hand- fangið á regnhlífinni sinni. — Eg samhryggist yðu.r, herra. Eg hef heyrt um slýsið, sem konan yðar varð íyrir. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir yður .... — Það var það líka, já, vissu- lega var það það. Herra Henneky var mjög sorgmædd- ur. Gjörið þér svo vel að fá yður sæti, sagði lögregluforinginn og tók um leið pappírsbúnka af stólnum. Hann veitti því athygli, að herra Henr.eky ^strauk af setunni með hansk- anum áður en hann settist. — Eg var að lesa skýrsluna, sem þér gáfuð lögregluþjón- inum, sagði Duncan .yfirlög- regluþjónn. Það eru bara nokk ur atriði, sem eg ætlaði að ræða um við yður. Yfirlögregluþjónninn settist nú niður við skrifborðið sitt og fór að blaða í blöðum < g skýrslum, sem þar lágu, en lög- regluþjónninn tók eftir því, að hann gaut augunum við og við til herra Henneky á meðan. Hann er eitthvað tortrygginn, hugsaði lögregluþjónninn. — Já, hvernig er þetta, sagði Duncan og dró fram skýrsluna. Hvar er nú þetta, sem eg ætlaði að athuga? Jú, hérna er það. Þér sögðuð, að þið hefðuð deilt eitthvað við konuna yðar — ekkert alvarlega — svona eins og gengur og gerist, eftir tut.t- ugu ára sambúð. Er það rétt? Herra Henneky kinkaði kolli — Þess vegna ákváðuð þér að taka yður frí yfir páskana og fara eitthvað. Og þér völd- uð Bornholm. Þér gerðuð ráð ! fyrir að ósamkomulagið mundi lagast — fyrnast yfir það. Það var skynsamlegt og skiljanlegt. Hann kinkaði kolli. — Það er svo tómlegt ailt núna, þegar hún er hér ekki lengur, sagði herra Henneky allt í einu, eins og utan við sig. Að koma heim í gamla húsið aftur — og engin Cynthia þar. En mér finnst eins og eg þurfi samt að fara þangað aftur cg reyna að lifa lífinu eins og áður, þrátt fyrir allt —: en það verður sámt aldreí það sama og áður. Eg held samt að það sé það, sem hún mundi vilja. — Auðvitað, samsinnti lög- regluforinginn. En það er ann- að — ef þér hefðuð ekki komiö aftur frá Bornholm, þá hefði ekki allt þetta slúður komist á kreik. Og svo er það þetta með liftrygginguna. — Nú! sagði Henneky. — Það liggur í augum uppi. Eg skil það ekki svo, að þér hafið tekið svona háa líftrygg- ing'u fyrir konuna yðar, af því að hún var yður svo mikils virði, hélt Duncan áfram, en svo er það nú fröken Anders- son — er það ekki það, sem hún heitir eða hvað? — Eg verð að segja lög'reglu- foringjanum, sagði herra Hen- neky ,að eg lít á þessar að- dróttanir .... — Afsakið, herra minn, þér megið ekki misskilja mig. Eg get fullvissað yður um að eg skil fullkomlega framkomu yðar gagnvart fröken Anders- son. Þið eruð bara góðir vinir — já, þér eruð eiginlega svbna eins og faðir hennar. En þér vitið hvað slúðrað er mikið í svona úthverfum — þetta er eins og á sveitabæ .... Yfirlögregluþjónninn áttaði sig nú á þvi, að hann hafði sagt þetta áður og snéri sér nú aft- ur að skýrslunni. — Þegar þér voruð búinn að vera nokkra daga á þessari friðsömu, dönsku eyju með konunni yðar, virtist vera farið að fyrnast yfir deilumálin á milli ykkar. Svo var það kvöld nokkurt — það var tíunda apr- íl, svo maðui' haldi sig við skýrsluna — að þér fóruð út að ganga með konunni yðar. Þið genguð meðfram klettóttri ströndinni og nutuð tunglskins- kvöldsins. — Eg gleymi því aldrei, skaut Henneky inn í. Þetta voru síð- ustu stundirnar. Já, svo hrasaði konan yðar og steyptist niður fyrir klett- ana. Það var ekki hátt fall, um 6 til 7 metrar. Þér klifruðuð niður fyrir klettana og funduð konuna yðar meðvitundarlausa þar. Það blæddi úr höfðinu á henni og þér genguð út frá því, að hún hefði slegið höfðinu við í fallinu. Þér létuð hanna liggja og fóruð að ná í lækni. Má eg spyrja, hvers vegna fóruð þér frá henni? — Eg þorði ekki að hreyfa hana, ef hún kynni að vera beinbrotin eða hefði fengið al- varlegan heilahristing', svaraði herra Henneky. Eg veit ekki mikið um svona hluti en eg veit að það getur verið hættulegt að hreyfa við manni, sem hef- ir fengið höfuðhögg. — Já, sagði lögregluforing- inn. Að minnsta kosti létuð þér hana liggja þarna og fóruð að sækja lækni. Það var auðvitað ekki hlaupið á það að ná í lækni á þessum tíma dagsins og þar sem þér ekki töluðuð dönsku var'þetta allt erfiðara. Það var því ekki fyrr en eftir tvo tíma, sem yður tókst að ná í lækni og þegar þið komuð á staðinu kom í ljós, að komið var flóð og konan yðar drukknuð. Iierra Henneky greip hönd- unum fyrir andlit sér: — Þac; var hræðilegt, alveg hræðilegi. snökkti hann. Ef hún hefði bara fallið þannig, að höfuðið hefðí verið ofar,en ekki niður á vic.. þá væri hún lifandi enn þann dag í dag. Það lá aðeins nokkr- um sentímetrum of neðarlega, það var rétt að sjórinn náði. upp yfir andlitið — það munaði fjórum eða fimm sentímetrum, — Já, það var sorglegt. Kon- an yðar lá á grúfu og sjórinn náði nógu hátt til þess að hún hlyti að drukkna. Þér fenguf; svö dánarvottorð, sem s^að- festir, að konan yðar haC't drukknað, þar sem hún lá með- vitundarlaus. Lögregluforinginn leitaoi i skjölum sínum aftur og jok! fann hann það, sem hann vant- aði. — Eg er hræddur um, að kunni ekki mikið í dönsku helct ur, en túlkurinn okkar segii að það hljóði þannig í dánar- vottorðinu. Svo gekk hamx fram að dyrunum. — Má eg þá fara? spurðí: herra Henneky. Þér skiljið, acf það er erfitt fyrir mig að tala um þessa hluti. Eg meina, vav, það nokkuð meira? — Já, svaraði lögreglufor- inginn, þetta er ekki búið. E ■ ákæri yður fyrir að hafa myri: konuna yðar, Cynthiu Penelopo Henneky, aðfaranótt hins l'.l.. apríl. Þér þurfiö ekki að segja neitt meira núna, en .... Takiöf hann, Smith! Það var of seint. Það hafði liðið yfir herra Henneky. Smith lyfti honum upp a:.' gólfinu óg setti hann í stólinn. — Aísakið, en hvað var það eiginlega, sem skeði þarna a Bornholm? — Eg held að hann hafi rot- að hana með steini og dregici hana niður í flæðarmálið og haldið höfðinu niðri í vatninu þangað til hún drukknaði. — En hvernig vitið þé þetta? — Það er þetta með flóð og fjöru. Það gætir ekki sjávar- falla í Eystrasaltinu. Flokkur bandarískra vís- indamanna, sem hefst við s\ jaka á reki í Norður-Ishafi, hefir tekið fyrstu myndn af hafsbotninum á þessuirn. slóðum. Hér er um 15 manna, flokk að ræða, sem starfar að rannsóknum sem tengd- ar eru öðrum rannsóknuiu jarðeölisfræðiársins. Jakinn. var iun 480 kiti. frá norður- skauti, er hann var næst !>ví.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.