Vísir - 11.07.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 11.07.1958, Blaðsíða 7
Föstudaginn 11. júlí 1958 VfSIB 1AnWMAWUVW/AVW.W.' JeRncfer Amesi 3w.*^ * e <1 SAGA UM SEKT □ G • 12 „Ertu betri núna?“ Hreyfillinn er eitthvað kenjóttur, ég veit ekki hvað er að honum. Ég kem honíim ekki i gang hvernig sem ég reyni. Og ég sem þóttist viss um að allt væri í lagi.“ Hún reis upp með erfiðismunum. „Gerir það nokkuð til, Fred?“ „Hvort það gerir til? Ef okkur rekur svona áfram brjótum við bátinn á skerjunum hérna fyrir utan. Við förumst ef ég kem ekki hreyflinum í gang eða ef við rekumst ekki á einhvern bát, sem getur tekið okkur í eítirdrag. En það geta orðið nokkrir( klukkutímar þangað til ég finn hvað er að hreyflinum.“ „Það er vonandi ekki hættulegt, Fred?“ „Vitanlega er það hættulegt. Hann er alltaí að hvessa. Ert þú dugleg að synda, Nan?“ „Ekki neitt sérstaklega," varð hún að svara. „Ég hefði átt að spyrja þig að því áður en við lögðum af stað. Ég er vanur ungur stúlkum sem.... “ Hann þagði, en hún skildi. Meg var dugleg sundkona, það var svo sem auðvitað. Fred var að bisa við hreyfilinn í heilan langan klukkutíma án þess að geta komið honurn i gang. Báturinn kastaðist til og frá eins og hnotskurn, og Nancy varð ao halda sér dauðahaldi, svo að hún dytti ekki fram af bekknum. „Ég skil ekki hvað getur verið að,“ sagði hann er hann leit inn til hennar næst. Hann var náfölur og áhyggjufullur. „Það er ómögulegt annað en einhver hafi eyðilagt hreyfilinn, en ég leit sjálfur á hann á morgun....“ „Fred!“ hrópaði hún, Nú mundi hún að hún hafði séð Valentine koma út úr bátaskýlinu þegar hún vai uppi i klettunum. Það varð ekkert úr að hún segði það sem hún ætlaði að segja því að nú hafði Fred komið auga á stóran bát, sem var að leggja frá landi og stefndi beint til þeirra. Það hafði sést til þeirra úr landi. Báturinn var „Clarissa“, skemmtisnekkja, sem einn af nágrönnunum átti. Og innan skamms voru þau komin að landi, heilu og höldnu. „Þú ert náföl ennþá, Nan,“ sagði Fred órólegur er hann hjálp- aði henni upp á stíginn heim að húsinu. „Ég hefði ekki átt að fara með þig....“ „Það gerir ekkert til, Ferd. Mér þykir gaman að vera með þér.“ Valentine stóð í dyrunum og beið eítir þeim. „Ég gat ekki betur séð en að ykkur væri farið að reka, og svo kom bátur og dró ykkur. Hvað var að hjá ykkur?“ Fred sagði honum frá hreyflinum, og Nancy gat ekki betur séð en að Valentine tæki sér þetta mjög nærri. „Aumingja börnin, þið verðið að fá glas af koníaki. Þið hljótið að vera staðuppgefin. Nancy er líklega þreytt, að það er réttast að hún verði heima í kvöld og fari ekki til Rockaways. En þú verður að fara, Fred, annars þykir þeim súrt í brotið. Við Nancy getum orðið heima og látið fara vel um okkur; ég held að það sé hyggilegast.“ „Ég vil fara til Rockaway,“ sagði Nancy einbeitt, þó að tenn- urnar glömruðu í henni, Valentine hló en virtist ergilegur. „Það hlýtur að vera eitthvað sérstakt sem dregur, þykist ég vita. Kannske þessi lögreglumaður frá Jamaica?“ „Finnst þér hann viðkunnanlegur, Val?“ spurði Fred. „Ég á bágt með að trúa að ungum stúlkum finnist hann aðlað- andi,“ sagði stjúpinn. Nancy muldraði eitthvað til að afsaka sig og fór svo upp í her- bergið sitt og hallaði sér út af á rúmið. Það var dásamlegt að vera kominn á þurrt land aftur, og liggja í rúmi sem stóð kyrrt. Hún gat hvílt sig í korter eða kannske hálftima áður en hún færi að hafa fataskipti.... Var Clrak heillandi? Hann var alls ekki eins laglegur og Fred, hugsaði hún meö sér. Hann var of langur og hengilmænulegúr, og munnurinn á honum varð skakk- ur þegar hann brosti. En augun voru svo faileg og vinaleg, og stundum stafaði Ijómi úr þeim, jafnvel þegar hann hló ekki. Og stundum leyndu þau einhVerju, en hvað svo sem það var, sem þau leyndu, þá fann hún að óhætt var að treysta honum. Henni þót'ti vænt um að hann skyldi vera þarna nærri; það var yndis- legt að hugsa til þess þegar hún varð hrædd.... Hún hlaut að hafa blundað, því að nú hrökk hún upp með andfselum. Einhver hafði drepið á dryrnar. Nancy var ofurlitla stund að átta sig á hvar hún væri. Einhver hafði drepið á dyr og hún varð að svara. „Hver er þar?“ spurði hún. „Það er ég — Fred. Ertu tilbúin?“ „Tilbúin? Hvernig?“ hún var ekki fyllilega vöknuð ennþá. „Þú vilt kannske helzt verða heima og fara ekki til Rockaway?“ I „Nei, öðru nær. Ég skal verða tilbúin eftir augnablik.“ Hún \ vildi alls ekki verða ein heima með stjúpa Freds. í gær hafði hún vandað mjög til klæðaburðar síns til að ganga sem mest í augun á Fred og stjúpa hans, en nú klæddi hún sig í flýti og var aðeins eitt í hug: að vera ekki skilin eftir í þessu hræðilega húsi. Stjúp- inn ætlaði ekki í miðdegisverðinn. Og innan skamms sátu Fred og Nancy í bílnum, á leiðinni heim til Rockaway. Það fyrsta sem Nancy sá þegar hún kom inn í fallegu dagstof- una hjá Celiu var Clark Jones. í áætlunarbílnum hafði hann verið sóðalegur, en í kvöld sópaði að honum, að hann var í hvít- _ um smoking. Hann var svo snyrtilegur og fyrirmannlegur að það ir jók traust hennar á honum og um leið sjálfstraust hennar. Vitanlega þurfti hún ekki að óttast neitt. .1 KVÖLDVÖKUNNI 111 alltaf afi — Eg' dæmi fóík baðherbergi þess. Mrs. Gerald Legge. ★ Olíukóngur, sem ekki vissi aura sinna tal, gaf út ávísun til greiðslu á óvenjulágum hót- elreikningi. Nokkrum dögum seinna fékk hann tékkann end- ursendan og hafði þá verið stimplað yfir hann þveran svohljóðandi athugasemd: Onóg innstæða. Fyrir neðan hafði svo verið bætt eftirfarandi athugasemd til afsökunar: — Ekki hjá 'yður, heldur okkur. * Fred var von bráðar orðinn miðdepillinn í stórrnn hóp, og var að segja frá æfintýrinu, sem þau Nancy höfðu lent í. Hann sagði skemmtilega frá og sparaði ekki að gera allt sem sögu- legast. Nú, þegar hættan var liðin hjá, var ekki vandi að sjá það kátbroslega í öllu saman. „Og Nancy veslingr.um leið ekki vel,“ sagði hann. „Þú segir þó ekki að hún hafi verið sjóveik?“ sagði Meg gjall- andi, eins og hún tryði ekki sínum eigin eyfum. „Hvort hún var!“ Kann sneri sér að Nancy. „Þér er vonandi ekki illa við að ég fari meö slúður?" Nancy hló, en gat ekki að því gert að þetta særði hana. „Ég var hrœðilega sjóveik,“ sagði hún og hlóu allir með henni. RAFGEYMAR fyrir báta og bifreiðir 6 volta, 82—90—105—120—170 amperst. Rafgeymasambönd, allar stærðir og rafgeyma- klemmur. SMYRILL, Húsi Sameinaða — S»mi 1-22-80, Breyting á fargjöidum á sérleyfásíeiðum Að fengnu samþykki Innflutningsskrifstofunnar hefur verið ákveðið að fargjöld (sætiskílómetragjald) á öllum sérleyfis- leiðum á landinu svo og hópferðataxti hækka um 15% frá og með 11. júlí 1958 að telja. Póst- og símamálastjórnin, 10. júlí 1958. E* R. Burrovghs - tarzan - , 2661 -— Amma, á hvaða aldri eru karlmennirnir skemmtilegast- spurði litla telpna. — Ja, ef satt skal segja, þá eru þeir dálííið líkir hljómplöt- unum, útskýrði sú gamla. — Þeir snúast með rnismunandi hraða, en þú munt komast að raun um, að það er heldur ánægja í að hafa þær, hvort sem þær eru 33, 45 eða 78. 'k Tvær kanínur urðu fyrir árás tveggja refa og tókst með naumindum að förða sér inn í þröngt holræsi. — Hvað eigum við nú að taka til bragðs? spurði önnur þeirra, þegar húh sá að refirnir höfðu tekið sér stöðu sinn við hvörn enda. .— Við skulum bíða hérna, þangað til við erum orðin nógu mörg til þess að geta boðið þeím byrgin! Grasfræ Garðyrk j uver kf æri Stjúpur (lækkað verð) Greniplöhtur (fallegár) Kálplöntur Gróðrarstöðin við Miklatorg. Sími 19775. Spútnak nálgasi C :um hafði orðið orðfall og enginn aðhafðist neitt annað en að glápa á buffalo- hjörðina, sem kom æðandi. „Jemund'or minn!“ hrópaði Pomperoy, „ég vilcli gjarn- an —“ Tarzan stökk upp: „Flýttu þér þá, áður en þeir fara fram hjá okkurf' — Mennirnir tóku ' sér -töðu nokkra metra írá tjaídbúð- unum. „Veldu þér einn,“ sygði Tar'.an; „og miðaðu á brjóstíð :> Ii'ohum, aftan við framfétinn.’' Fregnir frá Moskvu hernia, að Sputnik III sé farinn að nálgast jörðina. Tassfréttastofan hefur birt tilkynningu um, að g'ervihnott- ur þessi, sem er um 1500 kg. að þyngd, fari nú kringum jörðina á 103. mínútum í stað 105.3 mín- útna. 1 fyrstu fregnum, 15. maí, eftir að honum hafði verið skot* ið út í geiminn, var Ságt að hanrt færi kringum jörðína á 106 mín- útum. Gervihnötturinn fcr '"málækk* andi með hverri hr- yférð hér! eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.