Alþýðublaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 4
4 A 1 þ ý g u b faS i 5 Miðvikudagur 23. okt. 1957; Sérstœð hvikmynd: WÁLT DISNEA, teiknikvik- ínyndahöfundutinn fræ’gi, hef- ur að undanförnu breytt nokk- l,:i um viðfangsefni. I stað þess að endursegja hin góðu og gömlu ævintýri, Mjallhvít og 'fiosa og önnur slík, í myndum og hljómum, hefur liann nú snúið sér að því að segja þau wfvintýri, scm eru að gerast, og sem hann og aðrir álíta að muni gerast á næstunni; ævintýri tækni og vísinda. Að sjálfsögðu scgir hann þau á sinn hátt, en enda þótt hann segi þau af sinni alkunnu snill.d þykir sumum sam nokkuð skorti þar á sömu glcði og þegar dvergarnir sjö eru annars vegar. Og það kemur eiginlega eng- um á óvart, þótt hinn aldni galdramaður verði til þess að bjarga heiðri Bandaríkjamanna í Ikeppninni við Sovét á sviði ævintýranna, — Walt Disney varð þeim rússnesku nefnilega ívrri til að koma g'erfimána á loft. Og ekki nóg með það, sam- tímis því sem Blagonravov pró- fessor og Sputniksfaðir fullyrð- ir að menn, -— og þar með mun sá ágæti prófessor fyrst og fremst, eða jafnvel eingöngu eiga við sovétbúa, -— muni ferð ast til rnánans og annarra ná- lægari hnatta áður en hann er aliur, — gerir Walt Disney al- vöru úr fullyrðingunni og send ir nokkra ,,af sínum mönnum“ út í geyminn, þar sem þeir koma víða við. Og vitanlega lenda þeir í hinum furðulegustu ævintýrum. VÍSINDI OG HTJGMYNDA- FLUG. „Geimskipseldflaugin" heit- ir þesái nýja ævintýramynd Walt Disneys. Fjallar hún um Þar fliúga steiktir fuglar. hver veit nema þau hugarílugs ævintýri eigi öll eftir að reyn- t ast vísindalegar staðreyndir og ! það fyrr en varir, því að nú er | svo komið að yfirleitt hafa1 menn ekki við að ljúga áður en það er orðið satt. En hvað um þaö, gagnrýnend um ber saman um að mynd þessi sé í senn hin fróðlegaSta og skemmtilegasta. Ævintýrið !hefst í Kína fyrir sjö hundruð J árum, þegar Kínverjar eru í þann veg.inn að finna upp púðr- ið. Þá er hlaupið yfir nokkur hundruð ár, og tekin til útskýr- ingar hin flókna kenning New- tons um verkan og gagnverkan, — en til þess að gera hana hverju mannsbarni skiljanleg'a þarf Disney ekki annars við en kvefaðan hund,'— og tilraunir forfeðra vorra með að knýja ) rekkjur sínar eins konar leður- blöðkuvængjum . . . Þá fellir I Disney inn í kvikmyndina stutt- IIOMÖ SAPIENS EXTERItlTORIALIS. Að þessum formála loknum hefst svo sjálft aðalævintýrið, —• för Homo Sapiens Exterri- torialis út í himingeiminn. Atök „geimmannsins" við furður hinnar óendanlegu víðáttu, þar sem ekki eru aðeins allar áttir úr gildi numdar, heldur og ,upp‘ og ,niður‘ í þokkabót. Þar sem steiktar dúfur fljúga í bókstaf- legum skilningi um eldhúskrók geimfarsins; þar sem geimfar- inn sjálfur slengist niður í gólf- ið og flezt út unz hann minnir mest á grindhoraðan sandkola, þegar farið er á uppleið, en þeg- ar kemur upp í 2000 km hæð verður hann hins vegar svo létt- ur á sér, að hann slengist upp í loftið á geimfarinu, ef honum verður það á að kreppa tána! Kokkteillinn hans leggur af stað upp úr glasinu og leggst sem rök himna á alla hluti inni þar, og geimfarinn verður aö sofa í krakkarúrni með loKi yfir, til þess að veíta ekki út úr því og stanga þil og veggi, ef hann veltir sér í draumi. Það verður ekki eins þaígilegt að ferðast með „Geiiuieiðum þegar til kemur og með „Loftleiðum h.f.“ riú . . . VÍSINDALEGIR SPÁDÓMAE. Um skeið er horíið aftur til jarðar, og sýnd gerð þrístigs geimflaugar, sem bandarískir °g þýzkir sérfræðingar vinna að í sameiningu, öldungis eins og það voru rússneskir og þýzk- ir sérfræðingar, sem unnu að smíði gervimánans. Mun marg- an furða á hversu líkar þær gerðir, sem þarna eru sýndar, eru þeii'ri gerð, sem Rússar not uðu tii að bera sinn gervimána út í himingeiminn. 1 Ef geimfari gengi rúrður þær, sem vísindarnenn hafa iengi þótzt’vita að fyrir- inndust úti í himingeimnum, og hugsaða baráttu hinna fyrstu rpimfara við þær, — en auk bfess bætir svo Disney nokkrum x'urðum við, sem fæstir vísinda nenn munu að svo komnu telja riqr fært að viðurkenna. Gerir ’ Va it Disriey svo ýmist að sýna þá baráttu á „raunhæfan hátt“, •eða þá hann bregður á leik og i'-Atur hugmyndaflugið taka við jrar sern vísindunum sleppir, en ir fyrir borð. . . . ! an kafla úr kvikmynd þeirri, j sem franski snillingurinn Mé- ' liés tók eftir sögu Jules Vernes, i „P'örin til tunglsins“, fyrir : meira en hálfri öld, og því næst ' enn stuttan kafla úr kvikmynd j af þýzku flugskeytunum, sem j beitt var gegn Breturn í síðustu j styrjöld, og segja menn er séð j hafa, að fyrri þátturinn sé rnun nær ýrnsu, Sém nú er þegar orð- • ið, heldur en sá síðari, sem satt. bezt að scgja virðist talsvert úreltur. í síðasta þætti myndarinnar sýnir Disney, er þrístigsflaug- in flytur geimfar upp í tvö þús- und kílómetra hæð, sleppir henni þar, en síðan flýgur geim farið fyrir eigin orku með 20,- 500 km hraða urn geiminn, — gervitunglið rússneska hefur náð 26,400 km hraða, svo að Disney er enn á undan Rússum, það sem er. Auk þess er geim- far hans búið kælitækjum, svo að geimförunum er þægilega svalt inni þar á niðurleiðinni, enda þótt það sé rauðglóandi að utan, og ienda loks heilir á húfi á jörðinni. 8 § § i í s s1 Sl V1 sl V s i % \ V V1 vl V1 (I V sl sJ \\ V s V $i SJ V) V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ,s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c KVIKMYNDAÞATíU Bók þessi er nýlega komin út á íslenzku og mynd hefir verið gerð eftir sögunni ný- lega undir stjórn Jean Del- annoy. Þetta er þó fjarri því fyrsta myndin, sem gerð er eftir hinni heimsfrægu sögu Hugo, en þó sú fyrsta er frakk ar gera sjálfir. Hlutverk Quasimodo, er leikið af Anthony Quinn og Gina Lollobrigida leikur Esmeröldu. Myndin hefir íengið gej^si- góða gagnrýni erlendis, þó að sumir láti þess getið, að furðu legt megi teljast að Frakkar hafi ekki fyrr kvikmyndað söguna. Þarna er um að ræða fjórou útgáfuna af kvikmynd, sem gerð er eftir sögunni. Sú fyrsta var ensk og var hún gerð árið 1922. Meðal ann- arra sem léku í myndinni var Sybil Thorndike, og var sagt um þá útgáfu áð léikur Sybil væri það eina er teija mætti henni til gildis. Næsta útgáfa var svo ame- rísk, árið 1923 og lék þá Lon Chaney hlutverk Quasimodo. Var þetta öllu beíri útgáfa en sú fyrri, enda gátu framleið- endur hennar lært af mistök- um kollega sinna. í þriðju útgáfunni, árið 1939 lék svo Charles Laugh- ton hlutverk Quasimodo á móti Maureen O’Hara og má segja um hana að ekki þurfti annað en þessi nöfn til að tryggt hafi verið að þar væri góð mýnd á ferðinni. Það var William Dieterle, sem stjórn- aði upptöku þessarar myndar og þótti ýmsum að þar færi ekki stór leikstjóri, með stórt verkefni. Nú er svo fjórða útgáfan komin á markaðinn og er sú bezta, að allra dómi. Er mynd in tekin í París og að nokkru leiti í Englandi og er hún gerð í litum og Cinemascope. Vonandi verður nú eitt- hvert kvikmyndahúsanna svo framíakssamt að fá hana hing að sem fyrst, þó að varla geti verið við slíku að búast frek- ar með þessa mynd, en aðrar góðar myndir. MYNDIE SEM ÆTTU AÐ VERA JÓLAMYNDIK. Það má segja að ekki sé seinna vænna fyrir kvik- myndahúsin, að fara að hugsa sér fyrir jólamyndum og þar sem mér ör kunnugt frá fyrri árum að oft er dregið fram á síðustu stundu að ákveða það, langar mig til að gefa nokkrar ábendingar um myndir, sem vel væru til þess fallnar að sýna um jólin. Þó svo að ég, sökum anna við .önnur störf geti ekki skoðað þær eða skrifað um þær eða aðrar myndir fram að jólum, vona ég að ábendingarnar verði teknar til greina. „Stríð og friður", með Audrey Hepurn, Mel Ferrer, Anitu Ekber-g og Henr.y Fonda, mundi áreiðanlega slá í gegn og má segja ao henn- ar sé beðið með óþreyju. „Þrír menn á báti“, með Jimmy Edwards, David Toml insson og Laurence Harvey hefði einnig verið tilvaiin jólamynd. Þá má ekki gleyma „Gerv- aise“ René Clement’s eítir skáldsögu Zola, L’Assomoir, með Mariu Schell og Franc- ois Perier. „Moby Dick“ er kannski nokkuð stórkostleg, sem jóla mynd, en engu að síður lista- verk, eins og Huston einn get- ur framleitt þau. Svona má lengi telja, en það væri til of mikils mælst, að við fengjum að sjá úrvals- myndir á ölum kvikmynda- húsum, þó að komi jól. Lát- um okkur aðeins vona hið bezta og lifum í voninni unz vonbrigðin koma í ljós. S. Þ. Anthony Quinn og Lollobrigilda í .,Hiingjaranum í Notre Dame“. í 1 s s1 S! s1 s1 m \ s1 v V V s1 s s1 s1 s1 s1 s Sveinspróf í rafvélavirkjun vcröa haldin í lióvem- ber n. k. Umsóknir ásamt skilríkjum og prófgjaldi kr. 600. 00, scndist til Magnúsar Hannessonar, Rafvéla- verkst. Volti, Reykjavík, fvrir 1. nóv. Nauðsynlegt er að endurnýja eldri umsóknir. Prófncfndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.