Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 8
72 MORGUNBLAÐIÐ tmm ng CD cn 3 Verzlunin LÆKJARTORG, Reykjavik cBíðið! c= cS&efi *3óla6azarinn. =, Verzlunin LÆKJARTORG, Reykjavík JSíéié ! verður opnuð fyrstu dagana í næsta mánuði i Melsteðshúsi við hliðina á Nýhöfn. — Þar gefst tækifæri til að veija úr fáséðum, skrautlegum, smekklegum og óvenjulega ódýrum Jólagjöfum fvrir yngri og eldri. Ennfremur verður þar stórt úrval af Jóla- kortum, Jólatrésskrauti og Flugeldum. — Bíðið þess vegna með kaup yðar þangað til verzlunin Lækjartorg opnar jólabazar sinn. — Það borgar sig vel. Virðingarfylst Tfjörfur ffanssoti. Jólakort Verzlunin Lækjartorg í Reykjavlk Listaverk Hlægileg’a ódýrt. Könnur Katlar, Blikkvörur Bmail, vörur o. fl. verður selt í dag og næstu daga fyrir sama sem ekkert verð í verziuninni Edinborg 9 Austurstræti 9. Loksins eru kvenregnkápurnar komnar, en kosturinn er, að þær eru fagrar og ódýrar í Austurstræti 1. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Bir Skiði fyrir dömur, herra og börn frá 1,50-16,00. Skiðabönd, Skiðastafir, Skíðaskór og alls konar skíðaút- búnaður. Brauns verzlun, Aðalstræti 9, Reykjavík. Söngskemfun frú Lauru Tinsen verður í Bárubúð þriðjudaginn 1ö. þ. m. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar, og kosta kr. 1.25 og 1.00. dvergurinn virti fyrir sér með föð- urlegri nákvæmni. Grannir málm- þræðir voru ofnir um vélina, og stóðu endar þeirra út í allar áttir eins og angar á kolkrabba. — Er fuglinn ekki bráðum full- ger? spurði drengurinn eftir langa þögn. — Hann er þegar fullger, Jónas litli, svaraði dvergurinn með finskri áherzlu á orðunum. Eftir fáeina daga skal hann fá að fljúga. Litli fuglinn okkar á að keppa við rán- fuglana, og það verður þrautin þyngri. En við treystum honum, er ekki svo? Það getur enginn fugl flogið eins hratt og vel og fálkinn hans Ilmari Erkos; klærnar eru úr stáli og hann spýr eldi glóanda. Drengur horfði á hann með al- vörusvip. — Það er fuglinn minn, sagði hann. — }á, þú átt hann, svaraði dverg- urinn blíðlega. En við ætlum að ljá þjóðfélaginu hann um stundar- sakir. Hann á að fara á veiðar og veiða gammana . . . Jónas litli horfði spyrjandi augum á bann. — En hann kemur aftur til mín?... — Það gerir hann, sagði Erko eins og í leiðslu. Enginn fugl hefir hætt sér til slíkra stórræða, og eng- inn fugl mun heldur verða eins nafnfrægur. — Eg ætla að biðja guð að vernda hann, sagði drengurinn. Heldurðu að það nægi ekki? — Það nægir sjálfsagt, tautaði Erko. Hann skiftir sér ekkert af því, sem við fullorðnu mennirnir erum að biðja hann. En eg er viss um það, að hann bænhærir lítinn og góðan dreng, og gleymdu ekki að biðja fyrir honum föður þínum . . . Drengurinn varð forviða. — Þarf þess? mælti hann. Pabbi er svo góður og sterkur, að hann þarfnast ekki hjálpar. Það hefir jens sagt mér. — Þykir þér mjög vænt um hann pabba þinn? spurði Erko. Það komu tár i augu drengsins. — Eg bið aldrei til guðs án þess eg hugsi um hann, sagði hann lágt. Erko snéri sér við .... Hann þurfti skyndilega að fást við vélina. — Þú skalt biðja fyrir honum pabba þínum, sagði hann og var dálítið skjálfraddaður. Hann þarfn- ast allrar þeirrar hjálpar sem drott- inn vill veita honum. . . . Erko þagnaði skyndilega. Raf- magnsbjalla hringdi og tveir menn komu ofan tröppurnar sem lágu niður í jarðhúsið. Það voru þeir Burns og Fjeld. Burns virti fyrir sér alt sem inni var, með sýnilegri undrun. — Þetta minnir mig á smiðju gullgerðarmanna, sagði hann. Scotus gamli Setonius hefði naumast gert hana betur úr garði. — Þetta er vinnustofa Ilmari Erkos og hann er alveg eins mætur maður og Setonius, svaraði Fjeld. Burns hneigði sig fyrir dvergnum og rétti honum hendina.5 — Þér eruð einn af mikilmenn- um þessa heims, sagði hann með virðingu. Og eg tel mig lánsaman þess að mega heilsa þeim manni, sem fundið hefir hina nýju hreifivél og rafmagnsloftfar. Er þetta grip- urinn ? sagði hann og benti á vél- ina. Hún er, svei mér, ekki marg- brotin. — Taktu hana upp, sagði Fjeld. Hún er ekki þung heldur. — Þér haldið að eg sé sterkari í_ vinstri handleggnum en raun er á. Áður blöskraði mér ekki að fást við það að lyfta fallbyssum, en núna . . . Samt sem áður greip hann þó vélina og lyfti henni upp eins og hún væri fis. — Hver djöfullinn I sagði hann alveg forviða. Er hún gerð úr pappír. — Nei, svaraði Erko drýgindalega. Hún er úr góðum málmi sem er harðari en stál og helmingi léttari en ál og vegur nákvæmlega 43 pund. Auk þess fylgja henni tvær skrúfur og vega þær báðar rúm 5 pund. Vélin er öll ger af hinum sama málmi, og er hann að eins mjög lítið þyngri en tré. Rafmagns- hylkið sjálft vegur að eins 10 pund og er svo lítið að fela má í hatti. Lítið þér á þessa löngu koparþræði og pípur! Finst yður vélin ekki líkjast margfætlu? — Þessir þræðir eru vopn fuglsins míns og þau eru hættuleg. . . . Vei þeim sem verð- ur fyrir klóm hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.