Morgunblaðið - 11.04.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1914, Blaðsíða 2
742 % MORGUNBLAÐIÐ Sjálfstæðisfélagsfundur Miðvikudagskvöldið héldu Sjálf- stæðismenn fund í K. F. U. M. — Ovanalega margir sóttu fundinn, og talaði þar auk þingmannaefnanna m. a. síra Ól. Ólafsson. Fundurinn var hinn fjörugasti og stóð til kl. n ‘/b- í gær og í fyrradag höfðu Sjálf- stæðismenn leigt Báruhiísið uppi og notuðu það fyrir samkomusal, þar sem menn af öllum stéttum komu saman og ræddu um þingkosning- arnar. Fóru þar og fram veitingar, bæði kaffi, brauð og vindlar. Hljömleikarnir í Nýja Bió. Hljómleikar Bernburgs í Nýja Bíó síðast liðið miðvikudagskvöld voru áreiðanlega eigi eins vel sóttir og þeir hefðu átt að vera. Má ganga út frá því sem gefnu, að eigi lítið hefir þaö dregið úr aðsókninni, að öll stjórnmálafélög bæjarins, 3 að tölu, héldu fundi það kvöld og buðu til sfn öllum kjósendum. Ahugi í pólitík er áreiðanlega meiri í þessum bæ, en löngun eftir að njóta góðrar hljóm- eða sönglistar, og er það sízt að furða á þessum síðustu og verstu tímum — svona rétt fyrir kosning- arnar. Eg vona að minsta kosti að pólitikinni hafi það verið að kenna, að nokkurt sæti var ósetið í Nýja Bíó það kvöldið, en eigi hinu, al- gjörðu tómlæti fyrir góðum hljóm- leikum. Bernburg hefir það fram yfir all- flesta þá menn, er hér leika á fiðlu, að hann er aldrei leiðinlegur. Stöku sinnum leikur hann ágætlega, nær hljómfögrum tónum úr hljóðfærinu, af mikilli æfingu og næmri tilfinn- ingu og skilningi á því, sem hann fer með. Það er áreiðanlega lista- mannsblóð í Bernburg, þótt eigi hafi það fengið að njóta sín til fulls og að líkindum aldrei fái það. Bezt tókst Bernburg og sveit hans marchinn úr Tannháuser, og virtust þeir félagar enn betur samæfðir nú, en síðast er þeir buðu bæjarmönn- um upp á hljómleika í Gamla Bíó og léku sama lag. Gerir það og einnig máske mikið, að betur virð- ist Nýja Bíó vera hentað fyrir hljóm- leika en »Fjalakötturinn« — hljóm- burðargæði hússins miklu betri, og valda því steinveggirnir. Kafli úr Lfideckers Potpourri var og mjög vel leikin. — Þrjár kvikmyndir voru sýndar — mismunandi efnis, og allar fremur góðar. Að líkindum verða hljómleikarnir endurteknir annan í páskum — og þá ætti ekkert sæti að standa autt. Hiðinn. Páskaegq af öllum stærðum, kaupa menn bezt og ódýrust hjá Irma & Caría Oíseti, TJusfursírœti 17, Sameinaða gnfuskipafélagið. Stofa, björt og skemtileg, með útsýni til hafnarinnar, er til leigu 14. maí n. k. — Finnið Árna Gísla- son, Laugaveg 18 B. Aðalfundur lestrarfél. »íþöku« verður haldinn laugardaginn n. apríl kl. 10 f. h. stundvíslega. Rvík 9. apríl 1914. Stjómin. Barnaskóhlíf tapaðist í gær. Skilist í Isafoldarprentsmiðju. Uuglingsstúlka þrifin og vönduð óskast til að gæta barna í góðu húsi frá 14. maí n. k. Uppl. á Laugavegi 8 uppi. Sími 383. =3 DAGBÓÍflN. C Afmæli í dag: Guðmundur B. Vikar klæðskeri. Helgi Jónsson, dr. phil. Jón Vilhjálmsson skósmiður. Sólarupprás kl. 5.16 e. miðn. Sólar.ag kl. 7.44 síðd. Háflóð er í dag kl. 5.44 árd. og kl. 6.7 e. h. í dag hefst 25. vika vetrar. Veðrið ígær: Rv. n. kaldi, hiti 0.4 íf. a. kul, frost 3.6 Ak. s. andvari, snjór, frost 3.2 Gr. logn, frost 0.5 Sf. n. a. andvari, snjór, hiti 0.6 Vm. n. v. gola, hiti 1.0 Þh. F. s. kaldi, hiti 6.4. P ó 8 t a r : Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Síra Haraldur Níelsson prédikar í fríkirkjunni kl. 5 e. h. á páskadaginn (ekki kl. 9 f. h.). Flokkur 60 barna syngur við guðsþjónustuna. Kosningablaðið kom út í gærkvöld. það er gefið út af kosninga- skrifstofu Sjálfstæðismanna og er í stóru broti. Kennir þar margra grasa og er blaðíð skemtilegt aflestrar. C e r e s fór til Vestfjarða f fyrra- kvöld. Farþegar Karl Olgeirsson kaup- maður, Carl Proppe og frú o. fl. S t e r 1 i n g kom frá Vestfjörðum í gærmorgun snemma. Farþegar voru Sigurjón Markússon oand. jur., Óscar Clausen bókhaldari, Ólafur G. Eyólfs- son skólastjóri, Benedikt Jónassonbæjar- verkfr. o. fl. Sterling fór til útlanda í gærkvöldi. Meðal farþega voru Ólafur Johnson konsúll, Sighvatur Bjarnason banka- stjóri, Kreyns kaupm., Frederiksen slátrari, frú Johanne Havsteen með 2 börn, frú Kr. Thorsteinsson og þýzkir strandmenn. Góð varphæna. Hæna hór í bænum verpti 3 eggjum á miðviku- daginn var — eintóm örverpi. 6 0 b ö r n, undir stjórn Jóns Páls- sonar, syngja við morgunmessuna í dóm- kirkjunni kl. 8 á páskadagsmorguninn og í fríkirkjunni kl. 5 síðd. Notre-Dame de la Mer, frakkneska spítalaskipið, kom hingað í fyrradag. Kveðjuljóð þau, til Jónasar heit- ins Stephensens frá nokkrum vinum hans, sem Gunnar skáld Sigurðsson frá Selalæk hefir ort, áttu að birtast hór í blaðinu þegar fyrir nokkrum dögum, en vegna rúmleysis hafa þau orðið að bíða. Sameinaða gufuskipafélagið hefir nú gert heyrum kunna skýrslu yfir starf sitt siðastliðið ár, og ársreikn- ing sinn. Félagið hefir aldrei stað- ið við meiri blóma; tekjur þess hafa undanfarandi stöðugt aukist og á síðastliðnum fjórum árum hefir gróði félagsins meira en jerjaldast. Þann- ig var ársarður félagsins 1909 tæpar 4 milj. króna; 1910 4.600.000 kr.; 1911 5.400.000 kr. og I9i2hérum bil 7 milj. króna, eða sem svaraði 23—24% af höfuðstólnum. En síð- astliðið ár náði félagið hámarkinu. Ársarðurinn nemur um 8 380.000 kr. eða um 28°/0. A einu ári hefir því arðurinn aukist um 1.400.000 króna. Árstekjur félagsins hafa numið als 38^8 milj. króna. Þar af hafa komið inn fyrir vörur og fólksflutning 37.122.000 kr. En kostnaðurinn við rekstur félagsins hefir numið 28.720. 000. Þrátt fyrir þenna mikla arð greið- ir félagið hluthöfum aðeins 8% af hlutafénu. Meiri hluta arðsins, eða 5^/2 milj. króna er varið til afborg- ana og aukningar á varasjóði, sem nú orðið nemur 4x/2 milj. kr. og hefir öll sú upphæð safnast á 3 síð- astliðnum árum. Þetta er gert til að tryggja félagið ef til alvarlegrar samkeppni kemur. Félagið á nú alls 125 gufuskip, auk fjölda smábáta og 1 Dieselmót- orskip, og miklar byggingar. Alls nema skuldlausar eignir félagsins 48 miljónum króna. Fundur í Þjöðreisn. Á miðvikudagskvöldið héldu öll hin pólitísku félög bæjarins fundi með sér. Voru þar mörg góð orð sögð, þótt eigi kunnum vér öll að herma. Sjálfstæðismenn héldu fund í K. F. U. M., Sambandsmenn í Goodtemplarahúsinu og Þjóðreisn í Iðnó. Fyrst komum vér á fund þeirra Sambandsmanna. Steig þar þing- mannsefni þeirra, Tón verkfræðingur Þorláksson, fyrstur fram og mælti þeim orðum til áheyrenda, að eigi mættu þeir hafa eftir það er þeir heyrðu þar, »og nær þetta einkum til þeirra blaðamanna, sem á fundin- um eru«. Þótti svo þetta í mesta máta kyn- legt, þvi allir voru boðnir og vel- komnir á fundinn, hverrar pólitískr- ar trúar sem þeir voru. Gengum vér þá þaðan, — því eigi treystumst vér til þess að þegja yfir því sem leyndarmáli, er oss bærist þar til eyrna — og fórum ofan í Iðnaðar- mannahús. Þar var fáment í fyrstu, en þó fór svo áður en lauk, að fult hús mátti kalla og komu þangað margir af Sambandsmannafundi. Prófessor Ágúst Bjarnason tók fyrstur til máls. Hélt hann langa ræðu um hin helstu mál er nú eru á dagskrá og benti á galla þeirra og kosti. Dvaldist honum lengst við háska þann er hann kvað oss búinn með hinum sífeldu lántök- um hjá þeirri þjóðinni er vér eigum í höggi við. Járnbrautarmálið talaði hann og um og hið »óalandi og óferj- andi« frumvarp síðasta þings. Kvaðst hann þess fýsandi að járnbautir kæm- ust hér á, en eigi mætti þó kaupa þær of dýru verði. Þá mintist hann og á stjórnar- skrármálið og réttarbætur þær, sem þar feldust í. Fleiri mála gat hann einnig og afskifta bróður síns af þeim á þingi. Síðast talaði hann um kosningar þær er í hönd fara og hverja kjósa ætti. Hér væri um tvær stefnur að velja — eða mál- svara tveggja stefna. Aðrir keptu að því marki að draga valdið inn í land- ið og stuðla að sjálfstæði þess á allan hátt. Hinir reyndu á alla lund að tryggja sem fastast sambandland- anna og tengsl og íhlutunarsemi hins útlenda rikis af sérmálum íslend- inga. — Enn fremur töluðu þeir Jón Ólafs- son og L. H. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.