Morgunblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 1247 ■----- DAGBÓíflN. «=> Afmæli í dag: Herdís Jóhannesdóttir, húsfrú, Ólafía Helgadóttir, húsfrú, Ragnh. Helgad., ungfrú, Bárubúð. Vilborg Jónsdóttir húsfrú, Andrés Ág. Guðmundsson, stýrim. Egill Sveinsson, trósmiður. Geo Copland, kaupm. Jón Bjarnason, kaupm. Jón Þórðarson, prentari. Þórður Jennsson, ritari. Sólarupprás kl. 3.34. Sólarlag kl. 9.31. Háflóð í dagkl. 12.46 e. miðn. og 1.28 e. had. Veðrið í gser: Vm. a. stinnings kaldi, hiti 9.2 Rvík a. kaldi, hiti 10.5 íf. logn, hiti 9.8 Ak. s. andvari, hiti 15.0 Gr. s. gola, hiti 12.6 Sf. logn, hiti 9.6 Þh. P. s.a. kul, hiti 11.0. P ó s t a r í dag: Hafnarfjfrðarpóstur kemur og fer Ingólfur fer til Borgarness og kem- ur þaðan aftur samdægurs. Ceres á að fara til útlanda. Á m o r g u n : Tuliniusarskip á að fara til útlanda. Flora til Austfjarða og Noregs. Messur á morgun: í Fríkirkjunni í Hafnarfirði: kl. 12 síra Ólafur Ólafsson. I Fríkirkjunni í Reykjavík : kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson — 5 síra Ól. Ólafsson. Messurnar brevtast þannig frá því sem áður var áætlað, vegna þess að nú er hætt við þjóðhátíðarhöldin. í blaðinu í dag eru birtar fundar- gerðir á Alþingi i fyrrakvöld og gær. Munu vart, eða alls eigi dæmi til þess að nokkurt frumvarp hafi gengið í gegnum þingið með jafnmiklum hraða og frumvarpið til laga um ráðstafanir til þess að tryggja landið gegn hættu, sem stafað geti af ófriði í Norðurálfu. Enda var unnið að málinu nótt og dag og til þess varð að grípa til afbrigða frá þingsköpum. Sbaðfestingar konungs á frumvarpinu var leitað símleiðis þeg- ar í stað. Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, verður þjóðhátíðinni frest að. Orsakir þsss eru óhugur sá, sem gripið hefir menn við fregnina um stríðið. F j ó r a fregnmiða gaf Morgunblað- ið út í fyrradag. Þyrptist fólkið svo framan að glugga þess og ísafoldar til þess að lesa fregnirnar, að ekki varð þverfótað þar á gangstóttunum. Enda voru og fréttir þær hinar stórfeldustu er hingað hafa borist með símanum. í gær gaf Morgunblaðið enn marga fregn- miða. Matthías læknir Einarsson og kona hans komu landveg austan af Seyðis- firði í fyrrakvöld. Smitn símastjóri og kona hans urðu þeim samferða til Ak- ureyrar en þar varð slmastjórinn eftir en frúin kom hingað. Samferða þeim varð frá Akureyri Dr. Ólafur Dan. Vegna frestunar á þjóðhátíðinni, verður dansleik þeim, er hljóðfæraflokkur P. O. Bernburgs hafði í hyggju að halda á Hótel Reykjavík 2. ágúst, einnig trestað. Nánar síðar. Bostanjog-lo cigarettur, vindlar og tóbak geta allir pantað tollfrítt frá fríhötninni i Khöfn. Vörurnar sendar gegn póstkrötu eða eftirkröfu hvert sem vill á íslandi. Laur. B. Larsen, N. Frihavnsg. 12, Köbenhavn. Daníelssou. Þau fengu ágætis veður flesta daga. Á m o r g u n verður birtur listi yfir nöfn þeirra, sem gefið hafa til sam- skotanna, scm Morgunblaðið gengst fyrir. Enn er með þökkum tekið á móti samskotum. Sundlaugarnar þarfnast við- gerðar, sem byrjað verður á upp úr helginni. Því fó er vel varið, sem eytt er til sundlauganna. Glen Gelder kom til Hafnar- fjarðar f fyrrinótt. Var 5 dægur á leiðinni frá Liverpool. Engin tíðindi frá ófriðnum þegar skipið lagði af stað. Ráðherra skýrir þinginu frá gerðum sínum í utanförinni á þingfundi í dag. C e r e s á að fara til útlanda í kvöld. Vór höfum heyrt að sumir þeirra ís- lendinga, sem ætluðu að sigla á skip- inu sór til skemtunar, hafi hætt við vegna ófriðarins. Borgarstjórakosningin. »Morgunblaðið* gerir borgarstjóra- kosninguna að umtalsefni nýlega í »leiðara« sínum. Eg skal strax taka það fram, að eg gladdist af að sjá þessa grein. Ekki þó vegna þess að eg væri henni samdóma, heldur vegna hins, að mér þykir þessi dagblöð okkar gera of lítið að þvi, að ræða almenningsmál eða opinber mál, liklega af hræðslu við það, að verða talin pólitísk, eða lenda í nokkrum þeim deilum, sem geti orðið kallaðar pólitiskar. Hér er þó brugðið út af þessari reglu, og það gleður mig sem sagt. Annars er eg greininni svo ósam- dóma sem mest má verða, og vona eg að »Morgunblaðið« sé að minsta kosti ekki orðið svo einhliða póli- tiskt, að það vilji ekki birta greinar andvigar þess eigin skoðunum. Fyrst segir blaðið, að þetta borg- arstjórakosningar mál hafi lengi ver- ið áhugamál Reykvíkinga, og byggir þennan dóm sinn á því, að engin andmæli hafi komið gegn því á þing- málafundum, og aðeins örfáir menn séu því mótfallnir. Eg held því fram, að þetta fyr- nefnda atriði sanni alls ekki hið síð- arnefnda. Við, sem verið höfum á þingmálafundum hér í Reykjavík um mörg undanfarin ár, vitum það vel, að enginn áhugi á þessu máli hefir lýst sér þar. Það hefir að sönnu verið svo, að þvi nær á hverjum slíkum fundi hefir einhver fundar- maður orðið til þess að bera upp fyrir fundinn tillögu 1 þessa átt. En um hana hafa aldrei svo eg muni orðið nokkrar umræður, og þegar hún hefir verið borin undir atkvæði hefir hún verið samþykt, að vísu andmælalaust, en aðeins með tiltölu- lega fám atkvæðum. Þetta virðist mér ekki benda á alment fylgi þessa máls, heldur á alment áhugaleysi á því og afskiftaleysi. Mönnum hefir að mér virðist, staðið nákvæmlega á sama, eða að minsta kosti hefir mijnnum ekki þótt málið svo miklu skifta, að þeir nenntu að eyða tíma í umræðu um það. Þetta hygg eg að sé sannleikurinn um hið mikla fylgi þessa máls, sem bæði »Morguublaðið« og sumir þing- menn gera svo mikið úr. Mér þykir sennilegt að það sé rétt, er landlæknir heldur ,þv* fram, að frun varpið sé borið fram til að dekra fyrir reykvíkskum kjósendum. Eg hef aldrei séð rök færð fyrir því, og aldrei séð það gert sennilegt, að það sé betra fyrirkomulag, er kjósendur sjálfir kjósa borgarstjórann, heldur en eins og nú er, að bæjarfulltrú- arnir kjósi hann, sem einmitt eru kosnir af þessum sömu kjósendum. Ef þeir treysta ekki sjálfum sér til að kjósa þá fulltrúa, sem geti valið þeim sæmilegan borgarstjóra, hvern- ig má það þá vera, að þeir treysti sér fremur til að velja borgarstjóra svo í lagi sé! Sennilegast þykir mér, að hvorttveggja færist þeim jafn vel eða illa úr hendi; afleiðing- in verður þá sú í báðum tilfellum, að kjósendur fá þann borgarstjóra, sem þeir hafa unnið til; og frum- varpið verður því í sjálfu sér alls engin réttarbót, þótt kjósendur telji sjálfum sér trú um það. Fyrir því virðist engin önnur ástæða geta legið til þess, að frumvarpið er borið fram, en snápshátturinn fyrir kjósendum, það ekki einungis fyrir kjósendum þessa bæjar, heldur einnig öðrum kjósenduro þessa lands. Þeir þing- menn, sem ljá þessu fylgi sitt, geta eftir á vitnað til þess um lýðhollustu sína og frjálslyndi; og til þess hygg eg refarnir muni vera skornir, því þingmenn sjá vitanlega að frumvarp þetta gerir hvorki til né fr'á. Mér þykir líklegt, að landlæknir muni hafa hugsað eitthvað á þessa leið. En hitt getur vitanlega ekki verið annað en útúrsnúningur, þegar blaðið virðist draga þá ályktun útúr orðum landlæknis, að hann ætlist til að þingmenn geri sér það að reglu, að vera mótfallnir öllu því, sem ætla má að sé áhugamál kjósenda. Enda má mikið á milli vera. En þá álykt- un má óhætt draga af þeirri skoðun, sem landlæknir heldur fram, að dek- ur eða snápsháttur við kjósendur sé þá ógeðslegt, þegar »vilji« þeirra er eltur út i vitleysu eða hégóma. Og það sýnist mér hér vera gert. Qtitdam. Peningabudda hefir tapast á götunum. Skilist á afgr. blaðsins. Unglingsstúlka óskast til að gæta tveggja ára barns. Ritstj. gef- ur upplýsingar. Foli 6 vetra gamall, (gott efni) til sölu i Breiðholti nú þegar, óvana- lega lágt verð. Ketlingur tapaður, nær alsvart- ur, hvítur depill aftan á rófunnL Vallarstræti 4. Silfurbrjóstnál með stöfum hefir fundist á götunum. Geymd hjá Morgunblaðinu. Hænur eru til sölu i Laugar- nesi. Sími 193. Dugleg kaupakona getur getur fengið atvinnu á heimili í grend við Reykjavík. Hátt kaup í boði. Upplýsingar hjá ritstj. Morg- unblaðsins — þó ekki í talsíma. 2 kaupakonur vantar á Norð- urlandi. Afgr. visar á. 1—2 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu r. okt., helzt í Austur- bænum. Ritstj. vísar á. 4—5 herbergja íbúö óskast til leigu frá 1. okt., helzt í miðbæn- um. Tilboð merkt »200« sendist Morgunblaðinu fyrir næstkomandi miðvikudag. Ágæt ritvél, lítið brúkuð, til sölu við sanngjörnu verði. Ókeypis kensla, ef óskað er. Jón Ólafsson, Laugav 2 (uppi). súrmjólk (Yoghurt) frá gerla- rannsóknarstöðinni. Uppsalir. Fæði og húsnæði, yfir lengri og skemri tima, fæst bezt og ódýr- ast á Laugavegi 23. K. fohnsen. Barnavagn óskast til leigu. Upplýsingar á Lindargötu 34. Begonia til sölu á Hverfisg. 30. Vænir Morgunkjólar fást f Doktorshúsinu við Vosturgötu. A sama stað fást lítið brúkuð sjöl. Nýmjólk og rjómi — fæst keyptur allan daginn á Lindargötu 5. Kaupakonu vantar ágottheim- ili í Mýrasýslu nú þegar. Afgr. vísar á. Barnlaus, fámenn fjöl- skylda, óskar eftir þægilegii íbúð frá 1. október næstk. Uppl. gefur Þorsteinn jónsson bankaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.