Morgunblaðið - 20.08.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1914, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 1336 Sauðskinn, mikið úrval hjá Jóni frá Vaðnesi. íbúð 2—4 herbergi, ásamt geymslu og eldhúsi, óskar reglusamur maður í góðri stö3u að fá frá X. okt. Ritstj. vísar á. Barnaskólinn í Bergstaðastræti 3 YÁTI^ YGGINGAi; Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit. Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. byrjar i. október n. k. Aðallega veitir skólinn óskólaskyldum börnum móttöku, en komi nægilega margar umsóknir fyrir skólaskyld börn, verður sérstök deild sett á stofn. — Umsóknir er bezt að senda sem fyrst — Stöfunardeildin byrjar 15. sept. n. k. Reykjavik 14. ág. 1314. rtsm. Gesíssott. Carl Finsen Austurstr. j, Rvík. Brunatryggingar. Heima 6 */*—7 x/4. Talsimi 331. ELDUK! -f0| Vátryggið í »GeneraU. Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frfkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsfmi 227. IfÖGMENN Sveinn Björnsson yfird.lögm. Hafnarstræti 22. Sfmi 202. Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—II og 4—5. Sfmi 16. £.\s. „Tiermod“ far Jrd a y R j a o í R Beina leið til car e sd o r R Rringum þann 23. þ. m. Peir sem Rynnu aó vitja senóa is* ícnzRar qfuróir eóa annaó meó sRip~ inu gjöri svo veí aó snúa sér íií (3. dofínson & cVaafíer. Sfjórnarráðið. Bogi Brynjólfsson, yfirréttar málaflutn.m. Hótel Island. (Aðalstr. 5), Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsimi 250. Beauvais Leverpostej er bezt. Fæði — og húsnæði ef vill — um lengri og skemmri tíma fæst í Miðbænum með góðum kjörum. Ritstj. v. á. Suðrænt blóð. 14 Saga eftir H. S. Merrjman. Framh. — Enginn maður getur gert sér í hugarlund hverjar þrautir eg hefi liðið, heyrði Conyngham sagt inni i garðinum er bann opnaði hliðin að húsi herforingjans. Hann gekk inn í garðinn, því hann vildi ekki trufla Estellu, sem sat í laufskálanum hjá tveimur ó- kunnugum konum. Það gat hver maður sagt sér það sjálfur, að þaó mundi hafa verið eldri konan sem talaði. Hún var ákaflega feit og röddin var næstum eins og i karl- manni. Eftir því sem Conyngham gat frekast séð, höfðu raunir þær, er hún talaði um, ekki haft neitt sérstaklega mikil áhrif á hana. — Það lítur út fyrir að hún beri raunir sínar með karlmensku, hugs- aði hann. — Eg þori ekki einu sinni að ferð- ast til Toledo í sumar, Estella. Hvernig stendur á því að Don Carlos er ekki rekinn úr landi! Ó! þær þrautir, sem eg hefi þolað ! Al- drei hefi eg stundar frið! Eg býst við þvi á hverri nóttu að vakna við það að Julia sé myrt í rúmi sínu. Eg mundi ekki taka mér það svo nærri, þótt það ætti að koma fram við mig — eg met ekki mitt eigið veslings líf svo mikið. Þú heldur ef til vill, Estella, að engum dytti í hug að drepa gamla konu, eins og mig — en maður ætti ekki að full- yrða neitt á þessum dögum — og auk þess hefi eg einusinni verið falleg — miklu fallegri en Júlíal Og hendurnar á mér og fæturnir — hefurðu séð á mér fæturna, Estella ? Seinast í dag — — -— hún and- varpaði sáran. Conyngham gekk nú inn í garð- inn og ei hún heyrði sporana hans glamra á marmaraflisunurh rak hún upp angistaróp. Conyngham hafði heyrt þær tala um Júlíu og dró þá þegar þá álykt- un af því að þar væru þær frú Barenna og dóttir hennar. Þegar hann kom þangað er þær sátu, sá hann að frú Barenna skalf og nötraði eins og lauf í vindi. Hún stundi upp þeirri spurningu hvort þetta væri Don Carlos. — Nei, svaraði Estella og gletn- issvipur kom um leið í augu henn- ar. Þetta er hr. Conyngham. — Þetta er frænka min frú Barenna og Júlía dóttir hennar. Konurnar heilsuðu Conyngham — Þér verðið að fyrirgefa hræðslu mína, mælti frúin, en þér komuð svo óvart. Og eg er svo veik — taugakerfið er bilað. En það getur æskan ekki skilið. Hún andvarpaði og leit til dóttur sinnar. En Júlía virtist ekki kenna hið minsta í brjósti um móður sína. Júlía Barenna var hörundsdekkri og fjörlegri heldur en Estella og svipur hennar bar þess ljósan vott að hún þekti heiminn betur en hin síðarnefnda. Andlit hennar var ekki fallegt, en þó gat það orðin hættu- legt hverjum þeim karlmanni, sem hún leit hýrt til. — Það er alt af bezt að fara með gætni að móður minni, sagði Júlía. Hún hló meðan hún talaði, en í augunum duldist sama alvaran, og hún leit nærri óttaslegin á Eng- lendinginn. Takið eftir! Á skósmíðavinnustofunni á Lauga- vegi 22 (steinhúsininu) fáið þið ávalt bezt gert við skóna ykkar. Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. Virðingarfylst Bjarni Sigurösson, skósmiður. cTHorÓÍ. sauóatólg <3sl. smjor <32eyRí Rjöf og Rœfa fæst æfinlega hjá Jöni frá Vaðnesi. Vagnhestur er til sölu. Einnig fjfa> hjðlaðnr lystivagn og aktygi, sem selst fyrir mjög lágt verð. Egill Jacobsen. Conyngham leit á Júlíu og sá alvöruna í augum hennar. Og alt í einu flaug honum í hug, að Júlía kynni að vita, að hann hafði bréf til hennar — já, því var ugglaust svo farið. Hann mintist þess, sem Larraldes hafði sagt, og varð að játa með sjálfum sér, að hann hefði ekki sagt of mikið, því að Júlía Barenna var kona, sem vel gat vakið karl- mönnum óslökkvandi ást. Já, Pater Coucha er mjög reiður Englendingum, sagði frú Barenna. Fyrst og fremst vegna biblíanna. En guð komi til I — Ekki geta þær gert neinum mein! Engir geta les- ið þær nema prestarnir, en þá lang- ar víst ekki til þessl Pater Coucha er Englendingum líka reiður, af því að þeir hafa stutt Don Carlos á laun. —--- — Pater Coucha lætur þig víst greiða sektir, ef þú talar um lands- mál, mamma, sagði Júlía alt í einu. — En hvernig getur hann kom- ist að því, spurði frú Barenna, og leit til himins með broslegri ör- vænting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.