Morgunblaðið - 23.05.1915, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1915, Blaðsíða 3
23. maí 198. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 Haustlöng heitir litil Ijóðabók eftir Guðmund Ptiðjón sson á Sandi, sem er nýkom- In á markaðinn. Eru það 120 hring- tandur og þeim skift í flokka. 1. ^okkurinn heitir Helsingjar, 2. Lóa fiðurgisin, 3. Svanur flýgur sunnan að, 4. Snjáfríður, 5. Einn »eg stend 4 eyri vaðs«, 6. Suður á blóðvöll- 'nn. Margar vísur eru þarna vel ^veðnar, en hér skal eigi »þreifað á þeim bragar fingrum*. Birtum vér hér niðurlagið á siðasta flokknum, — sem ef til vill er bezt kveðinn — svo menn fái að sjá litið sýnishorn hókarinnar. Háður strönd við ísa ál eftir bönd eg skiidi, vrengjum þöndum sigldi sál suður í lönd — að Hildi. Svífur í móðu um sína höll sól með rjóða lokkinn; Heljarslóð er álfan öll, eldi og blóði stokkin. Sýknum fjölda — að dómi duld, dáins völd að pínum — æfikvöldið eitrar Skuld nn í tjöldum sinum. Sú hefir dregið saman her, seitt til reginflota, tjöldum slegið, tamið sér töfra meginsprota. Seiðir i hjalli menn og mái, menning alla og siði; stangar skalla steinblind sál stolin mjalla og friði. Vigamóður vekur fjöll, vein og hljóð um nætur. Hennar þjóðum undan öll álfan blóði grætur. Valdaþrætu blóðugt bað boðar nætur fegri, en djúpar rætur eru að andstygð grætilegri. Menning hol við geiragný grennir bol á þjóðum, brennuhvolum inni i enn eru kol á glóðum. Holdi blæðir sál og seim, sólarhæð og moldu. Loki ræður hálfum heim, hristir á þræði foldu. Hökkir, bleikir djöflar sér dilla og leika að báli, en örbirgð reikar iljaber undan reyk og stáli. Heiftarglóð um hyggjusvið held eg þjóðum lógi — hlýgðan-rjóðan velgir við Vafginn blóði og rógi h^enning farin hálf úr heim, hálf 4 varaskónum — hdn er svarin eldi og eim eins og fjara sjónum, ^eonan lengir dánardag ^anðans engill tryldur, þó að fengi bæn i brag bjarmaþengill mildur: »Þú sem teygir álm og eik, álftum vegi semur, þol'r eigi ljótan leik lengur en degi nemur«. Hann, sem glaðan árdagsyl eldar um traðir manna, gerir staður greinaskil glímu Hjaðninganna. Þar sem nafni nafna fann, sem nær í tafn með refjum, máva og hrafna mundi hann meta jafna — að nefjum. Dreyrasjó þó dragi i ár, sem djöflum ói að vaða, léti þó ’inn hávi Hár hreðuna ójafnaða. Þjóðakryt um öld né ár yfir situr þeygi kongur vitur, heiðum hár. Hann á lit með degi. Enn er hjálmur upp í mót öldnum sálmi friðar. Nú er skálmin reidd að rót rotins páltnaviðar. Við þér svæla hugur hrýs, er Hildur mælir liði. Við erum sælir út við is: að eiga hæli — i friði. Líkkistur fást vanalega tilbúnar á Hverfisgötu 40. Sími 93. Helgi Helgason. ............ ..... Hlutieysi Svíþjóðar. Ræða konungs þegar >Sverige< hljðp af stokkunum. í öndverðum þessum mánuði hljóp hið stærsta herskip Svia, »Sverige<, af stokkunum í Gautaborg. Var þá mikið um dýrðir þar í borginni Og var konungur sjálfur viðstaddur og margt annað stórmenni. Það var gert konungi til virðingar að láta hann hleypa skipinu af stokkunum. Studdi hann á lítinn rafmagnstappa, og i sama bili kom skriður á hið mikla skipsferliki, og rann það síð- an hægt og rólega á sjó fram. Eftir það var sezt að veizlu og fórust þá konungi svo orð í ræðu, sem hann hélt: ------Tímar þeir, sem ver nú lifum á, eru alvarlegir og starf það, að gæta hagsmuna og velferðar rikis- ins, er enn viðurhlutameira en þeg- ar alt er i réttum skorðum. Alheims- bálið, sem hefir vofað svo lengi yfir, og siðast orðið að veruleik, er enn í algleymingi. Til þessa hefir oss tekist að verja hlutleysi landsins og það er mín innilegasta ósk, að oss takist það einnig framvegis. En eng- inn veit hvað framtiðin ber i skauti sinu. Hættan sú, að vér lendum inn i alheimsstyrjöldina, er eigi minni nú en þegar ófriðurinn hófst. Vand- ræðin hafa aukist og vaxa altaf jafn- framt því sem viðureignin milli stór- veldanna harðnar. Vér skulum þess vegna eigi vera svo öruggir að vér lokum augunum fyrir hættunni, held- ur ætið vera við þvi búnir að röðin komi að oss. Frá öndverðu hefi eg álitið það sjálfsagða skyldu rr.ína að gæta hins strangasta hlutleysis, í þágu föður- MOCCA er bezta át-súkkulaði í heimi. Fæst hjá kaupmönnum. Búið til af Tobler, Bern'e, Sviss. H.f. ,Nyja lðunn‘ kaupir ull og allskonar tuskur fyrir hæsta verð. landsins, meðan þessi styrjöld stend- ur. Þetta hefir veizt mér þeim mun auðveldara, sem eg hefi fundið, að meiginþorri þjóðar minnar hefi eg þar haft að bakhjarli. En ef svo skyldi fara — sem eg vona að guð gefi að eigi verði — að vér yrðum svo aðþrengdir, að eg áliti það nauðsyn- legt að kalla alla syni landsins til vopna, til þess að verja frelsi og sjálfstæði vorrar elskuðu ættjarðar, þá er eg viss um, að öll þjóðin mun standa sem einn maður bak við kon- ung sinn og eigi létta fyr en vér hefðum unnið sigur. Það er þung ábyrgð, sem hvílir á herðum mínum, en það er ekki eg einn, sem ber hana. Á hverjum manni hvílir ábyrgð. Þess vegna vænti eg þess, að enginn maður geri eða segi neitt, sem geti þyngt þessá ábyrgð eða spilt afstöðu vorri á þess- um erfiðu tímum. í þeirri öruggu von, að sænska þjóðin þekki ábyrgð þá, er á henni hvílir og beri í brjósti einlæga föður- landsást, drekk eg skál ættjarðarinn- ar. Lifi Svíþjóð. Lögreglukylfur. í Noregi er nú talað um það, að láta lögregluþjónana fá nýjar kylfur. Þykja hinar gömlu, sem eru úr tog- leðri eingöngu, eigi nógu traustar. Hina nýju kylfutegund hefir lögreglu- þjónn fundið upp og er hún þannig, að fyrst er margþættur vír, með eir- hnúðum á báðum endum. Utan um hann kemur hylki úr togleðri, og er alt vopnið 35 centimetra langt. Lykkja er á öðrum endanum til þess að smeygja upp á úlfliðinn, svo að eigi verði vopnið slegið úr hendi manns. Norska blaðið, sem þetta er tekið eftir, segir að með þessu vopni sé hægt að slá svo þung högg á handlegg manns að alt afl dragi úr vöðvunum, og — bætir það við — samt er það mannúðlegra að nota kylfuna heldur en skammbyssu. Þarf ekki Reykjavík að útvega sínum lögregluþjónum svona vopn áður en höfnin er fullger og útlend- ingar vaða hér á land viðstöðulaust? Ætli þeim veiti af þvi að hafa þá eitthvað almennilegt í höndunum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.