Morgunblaðið - 06.07.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ■----- DAÖBÓFflN. C=3 Afmæli f dag: Herdís Jónsdóttir, húsfrú Kristín Gunnarsdóttir, jungfrú. Magnús Arnbjarnarson, lögmaður. Magnús Stephensen, verzlunarm. Pótur Ingimundarson, slökkviliðsstjóri. Jóhann Húss brendur fyrir 500 árum. Sólarupprás kl. 2.20 f. h. Sóiariag — 10.40 síðd. Háflóð í dag kl. 12.40 og í nótt — 1.18 Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 9.5. Rv. logn, hiti, 10.5. ísaf. logn, hiti 6.7. Ak. logn, þoka, hiti 7.0. Gr. s. gola, hiti 11.5. Sf. logn, hiti 7.0. Þórsh., F. logn, þoka, hiti ,10.5. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. Ófriðarmyndir sínar — þar á meðal >Orustan í Vogesa-fjöllum« — sýnir Nýja Bíó í kvöid eftir áskorun fjölda magra bsejarbúa. Kvenhátíð. Konur þessa bæjar hafa í hyggj u að halda morgundaginn hátið- legan í tilefni af róttarbótum þeim, sem þeim hafa hlotnast. Alþing verður sett á morgun. Enn eru nokkrir þingmenn ókomnir til bæjarins. Flora fór hóðan í gærmorgun snemma með ótölulegan sæg farþega. Flest af því var verkafólk á leið aust- ur á firði. • Knattspyrnan hjá þaim »Val« og »Fram« fór svo, að »Fram« sigraði þrisvar og hinir einu sinni. Ólafur Jónsson hreppstjóri á Geld- ingaá i Leirársveit, andaðist í fyrradag. Var hann einn af merkustu mönnum sinnar sveitar, dugmikill og drengur góður. Ingólfur fór til Borgarness í gær á hádegi. Meðal farþega voru dr. Helgi Pjeturss í rannsóknarferð, ráðherra Einar Arnórsson og dr. Jón Þorkelsson á þingmálafund, sem haldinn verður á Akranesi í kvöld, og margir fleiri. Rich. Thors framkvæmdarstjóri h.f. >Kveldúifur« og skipstjórar á skipum félagsins fóru í gær með Ingólfi til Borgarness. Ætla þeir þaðan landveg norður á Akureyri. Skip féla’gsins eiga að stunda síldveiðar fyrir Norðurlandi í sumar. Þingmálafnndur var haldinn í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið. Var hann fremur fjölmennur og umræður fjörugar. Fundurinn stóð til miðnætur, en var þá frestað til næsta kvölds kl. 8. »Susanna«, leiguskip Nathan & 01- sen, kom ningað í fyrrakvöld. Skipið hafði þríllta fánann á siglu og mun vera fyrsta erlenda skipið, sem hingað kemur með það flagg. Hestur fælist. Skömmu eftir há- degi í gær fældist hestur sem var fyr- ir vagni í Hafnarstræti. Hljóp hann yfir Lækjartorg og upp Bankastræti. Þar lenti vagnin á Ijóskeri og brotn- aðl, en hesturinn var stöðvaður. Hór er enn eitt dæmi þess, hve hættulegt það er, að skilja hesta eftir ótjóðraða fyrir vögnum á götunum. Það er skeytingarleysi sem er óþolaudi og ætti að hegna mjög stranglega. Lögreglan ætti að hafa nákvæmar gæt- ur á þeim ökumönnum, sem skilja hesta sína eftir fyrir vagninum meðan þeir ganga frá, án þess að þess að binda þá. Annars hlýtur skeytingar- leysi ökumanna að verða einhverjum að bana fyrir eða síðar. Póstmeistari fór með Flóru í gær- morgun og ætlaði til Seyðisfjarðar fyrst í stað. Þaðan mun hann fara landveg norður um land. Ófriðarsmælki. Rússakeisari lagði ai stað frá Petrograd 24. f. m. og ætlaði að heimsækja hersveitir sínar á vígvell- inum. Kaupmaður nokkur í Kanada hefir gefið 100,000 dollara til þess að kaupa vélbyssur handa herliði Kan- adamanna. Maðurinn heitir John Eaton og býr í Toronto. Hann á stórverzlanir í flestum meiriháttar borgum í Kanada. Það er sagt til marks um riki- dæmi enskra verkamanna um þessar mundir að einn þeirra kveikti í pípunni sinni með 18 kr. seðli. Dagblað eitt i Berlín, Deutsche Tageszeitung, kom ekki út 20. f. m. Er sagt að stjórnin hafi bannað út- komu þess fyrir þá sök að i blað- inu var hvatt til þess að slaka ekk- ert til við Bandarikjamenn og halda kafbátahernaðinum áfram miskunar- laust. Bastillu-dagurinn. Þjóðminningardagur Frakka er þ. 14. þ. mán. Hefir þá venjulega ver- ið mikið um dýrðir þar i landi, en að þessu sinni verður þar ekkert um hátíðahöld. Eru nú svo alvarlegir timar, að þjóðinni virðist það ekki rétt að hafa nokkurn fögnuð. Stjórn- in hefir þó i hyggju að gera daginn hátiðlegan með því að hafa her- sýningu í Paris. Skotnir fangar. Menn rekur máske minni til þess, að i vor var auglýst hér i blöðun- um, að aliir óskih kundar, sem fyrir finnist í bænum, yrðu settir inn og siðan skotnir innan fárra daga, ef eigendur gæfi sig ekki fram í tæka tíð. Og ekki stóð á framkvæmdun- um, því nokkrir hundar og tikur hafa síðan hlotið þessi afdrif hér í bænum i vor. Auðvitað er nauð- synlegt að gera einhverja gagnlega ráðstöfun fyrir þessum heimilislausu og viltu vesalingum, en leitt er það — ef satt er — ef menn, sem mæl- ast til að fá ungan og álitlegan rakka keyptan út (í þeim tiigangi einum að hafa hann til þess að ■ verja og smala yfir sumarið) er þver- neitað, þvi það eigi að skjóta hund- inn. Og á hinn bóginn lýsir það mikilli ómensku —r ef vera skyldi — að fólk hér i bænum hafi það lag að losna á þennan hátt við kvikindin til þess að borga ekki af þeim iög- boðinn skatt. Og oft er það af ræktar- og kæruleysi fyrir ferða- mönnum að þeir týna hundum hér i bænum. Þeir ættu þó að vita að pólití bæjarins hafa glögt eftirlit með hundum og taka þá til hirðu. Þessi hreingerning i bænum, að losa hann við óheimila hunda, stefn- ir þó því miður ekki alveg í rétta átt, þvi þeir, sem að þessari tilrým- ingu vinna, virðast fremur hafa augu fyrir slátrun en prifum og hreinlati. Hundarnir eru settir inn i svo nefndan »hundakofa«, sem stendur einna næst húsinu Frakkastig 19. Þaðan heyrist til þeirra ýlfrið og gólið nokkra daga, sem virðist helzt lýsa þvi að þar sé að búa við leið- indi og litinn kost. Loks þegar af- takan er afstaðin eru þeir ýmist grafnir í gamlan öskuhaug, sem rétt er við kofadyrnar, eða þeim er fleygt lítið lengra — nokkur fet fjær — úr í holtið og iátrtir bíða skúra og skins milli steina, þar til flugan hefir gert þá að miljóna maðkahrúgu, — handa börnurn og óvitum, sem þar fara um til að undrast yfir eða dást að. Þessi lik benda ekki á fram- takssemi heilbrigðisnefndarinnar. Það eru nú ekki nema 2 dagar siðan hann þessi stóri, guli og loðni rakki féll á pallinum. Af naumum tíma var honum fleygt fullnærri kofanum, en í gærkvöldi 4*/7. var hann dreginn nokkra faðma lengra út i urðina og kastað ofan á hræið nokkr- um steinvölam. Samt geta þeir sem vilja séð hann eins og hann er lang- ur og loðinn til, eins og hina, sem óhuldir liggja i holtinu milli Frakka- stígs og Njálsgötu. Sjón er sögu rikari! Máske þarf þessi starfræksla einnig eftirlits við, eins og ekki má kasta ösku eða öðru órotnanlegu út í Skólavörðuholtið. T. ási. Stúlku vantar nú þegar að L*^' Húsaeigendur! Því kastið þér út fé yðar að óþöríu fyrir dýran olíufarfa og mikino vinnukostnað þegar hægt er að hús ykkar með Hall’s Distemper sem er miklu ódýrari og spar^ 40% af vinnukostnaði. Fæst í Verzl. Björn Kristjánssoo og 3 Siippfélaginn. ^ £eiga L i t i 1 fjölskylda óskar eftir 2—3 bet- bergja ibúfJ meó eldhási frá 1, okt. nsestk- í góðn búsi ú góðam staÖ i bænum. Ti’" boð merkt »GóO íbúð« sendist Morg®0' blaðÍDn fyrir 10. júli. ^ Litil fjölskylda óskar eftir herbergja ibúð frú 1. okt. Tilboð merk' Ibúð< sendist Morgnnblaðinn. L i t i 1 fjölskylda, barnlans, óskar eft‘r 2—3 herbergja ibúð með eldhúsi frú okt. næstk. Tilboð merkt »Litil ibúð' sendist Morgnnblaðinn fyrir 7. jáll. Fyrir þingmann er til leign stór stofa og svefnherbergi, móti snðri, annaö hvort með húsgögnnm eða ún beirra. R. v. ú. fXaupsRapur ^ H æ z t verð ú nll og prjónatnsku® 1 »Hlif«. Hringið i sima 503. Reiðhjól ódýrnst og vöndnðnst hjú Jóh. Norðfjörð, Bankastræti 12. ^ Rúms t æ ð i, vöndnð og ódýr, og fl8ir| húsgögn til söln ú trésmiðavinnnstofnnn úLangavegil. ■ Ullartnsknr, prjónaðar 0g ofn9r> keyptar hæzta verði i Aðalstræti 18- Björn GnfimnndssoP^, Barnavagn til söln með tœkif®rl9 verði. R. v. ú. Barnakerra óskast til kanps. R-v^ F æ ð i fæst i Bankastræti 14. Helga .Tónsdóttir.__ ~inna óskast ú 9Verfis- Uppl. ú Hverf' }leg stúlka ósk®8* ^5. atsölnhúsið Lang ristin Dablsted^^ cTapaÓ ú »on0lú Sjúlfblekingnr daginn. Skilist gegn fundarl® skrifstofn Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.