Morgunblaðið - 29.08.1915, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.1915, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Jlíjkomið með Guftfossi og ístandi í verzfan Árna Eirfkssonar Austurstræti 6. Meðal annars: Peysuklæði (Domuklæði) margar teg. Mislit (Milk) og hvit Léreft. Prjónafot — Léreftsföt, fyrir fullorðna og börn. Tilbúin flögg íslenzk. Gardinudúkar — nýjungar — Strápokarnir marg-eftirspurðu. Handsápur — gegnsæar — (transparent). Harmonikur — Munnhörpur og fjölda margt annað. Sjöndeildarhringur íslenzkra íþróttamanna. Nú hafa Svíar teklð upp þann sið að hafa íþrótta- og söngmót saman þannig, að jafnhliða. íþróttamótinu er hafður öflugur söngkór, sem skemtir fólkinu á milli kappleikanna. Hefir Svíum reynst þetta ágætlega. Þeir eru engu síður góðir söugmenn en íþróttamenn. Væri þetta ekki góð nýbreytni fyrir íþróttavöllinn í Rvik? Munið al læknir á að vera við- staddur alla kappleika og íþróttamót (sjá reglur í. S. 1). Það er margt ennþá sem bæta þarf og koma þarf góðu skipulagi á hér við iþrótta- kappleika. Hitt er það t. d. að cll féiög eiga að senda í. S. í. skýrslu yfir met (record), sem kunna að verða gerð. Meðan þetta er ekki gert er ekki hægt að sjá hve langt við stöndum að baki öðrum þjóðum i íþróttum, og þvi siður hægt að sjá í hvaða landshluta beztu íþrótta- menn okkar eru. Gott og gagn- legt að eiga svona skýrslu. »Met« Svissa á reiðhjólum yfir 50 rastir (Rvik—Þingvalla) er 1 kl. 20 mín. 25,2 sek. — og heitir sá Wiediner sem það hefir gert. Meinleg prentvilla í siðasta grein- arlið »Evenings Mails* maraþon- hlaupi — á að vera 1 kl. 14 min. 98/s sek- íþróttaiðkanir lyfta mönnum á hærra stig — til þroska og full- komnunar — andlega og Hkamlega. Kenna mönnum að meta sjálfa sig og aðra að verðleikum. í Sheepshead Bay, skamt frá New York, á að fara að byggja þann stærsta íþróttavöll sem ennþá hefir verið bygður. Þar á að vera hægt að keppa á bifreiðum og í flugvél- um. Sæti eiga að vera þar fyrir 175.000 manns. Ekki er að sjá á þessu að Ameríkanar séu orðnir full- þroska eða hafi náð takmarki sinu í iþróttum. En langt eru þeir nú samt komnir áleiðis. Yalesháskóla-íþróttavöllurinn tekur 61,000 áhorfendur. Simaverkfalliö. Svo sem kunnugt er, átti síma- verkfallið að hefjast á hádegi i gær. En landstjórnin komst að þeim samningum við simamenn að þeir gæfu frest til 31. þ. m. Það er auðséð að hverju fer. Simamenn hljóta að bera sigur úr býtum, hvort heldur verður með góðu eða illu. Það þýðir ekkert að sPyrna á móti broddunum. Bezt verður að sættast sem fyrst — verk- ^ll getur orðið landi og lýð til óbæt- allegs tjóns. —........010.... Landsspitalasjöður Geirs Zoéga kaupmanns og konu hans frú Helgu Zoéga. Landsspitali er víst tvimælalaust sú stofnunin til þjóðþrifa sem nú er beðið eftir með mestri eftirvæntingu. Mun öllu sem gert er til að ýta undir það mál og halda því vakandi, tekið með fögnuði. Það er skemst á að minnast, að Geir Zoéga gaf stórgjafir til Heilsu- halisins á Vifilstöðum, þar sem hann ásamt öðrum erfingjum Kristjáns sál. Jónssonar gaf 10,000 kr. sjóð til styrktar sjúklingum þar. Sá sjóður mun nú vera rúmar 11,000 kr., og hefir þó mörgum hjálpað siðan hann var stofnaður. Þá gaf hann og c. 5,/00 kr. til útbúnaðar (húsgagna- kaupa o. s. frv.) á 10 herbergjum á Heilsuhælinu. Nú hefir þessi sami maður stofn- að nýjan sjóð á afmæli sinu 26. mai i vor til styrktar fátæku fólki, sem heilsubótar þarf að leita á væntan- legum landsspitala, einkum þeim Reykvíkinqum, sem þurfa meiri háttar skurðlækninga. Aðrir landsmenn þó ekki útilokaðir. Verði Landsspitali ekki tekinn til starfa 26. mai 1920, má verja x/s af árstekjum sjóðsins á sama hátt til styrktar sjúklingum á öðrum spitala i Reykjavík. Sjóðurinn er 2000 kr. með rentum frá 26. maí þ. á. Sjóðurinn verður í vörzlum gef- anda meðan hans nýtur við og þang- að til byrjað verður að nota tekjur hans samkvæmt tilætluninni, og grunar kunnuga að hann muni ávaxt- ast drjúgum, rúmlega um vextina, næstu árin, ef gamla manninum auðnast að lifa nokkur ár enn, sem vér vonum allir. Þetta er óvenjulegt örlæti við bág- stadda, og gott fordæmi fyrir þá, sem eitthvað geta af mörkum lagt. Geir Zoéga hefir þar lengi verið góð fyrirmynd. Hjartagæði hans hafa dregið huga hans að þeim sem eiga bágt; hann vildi geta bætt úr böli allra. Meðan hér var ekki kostur mjög vandasamra lækninga, einkum skurðlækninga, vegna spitalaleysis og annars, hefir það komið oftar en einu sinni fyrir að hann hefir kost- að sjúklinga til utanfarar. Stofnun spitalasjóða hans er ofur eðlilegt framhald af greiðvikni hans og hjálp- semi við sjúka menn og hjálparþurfa. Reykjavík hefir farið vel með Geir Zoéga, þar sem hann hefir safnað hér auði. En hann vill auðsjáanlega sýna það i verkinu, að hann vill láta Reykjavik njóta góðs af þvi. X. Kolamenn i Wales. Það er nú eigi all-langt síðan, að kolamenn í Wales gerðu verkfall. Horfði þá til mikilia vandræða og er ekki að vita hvað af hefði hlot- ist, ef Lloyd George hefði ekki skorist i leikinn og miðlað málum. En nú koma eftirköstin. Verka- menn þykjast ójöfnuði beittir af verkveitendum, segja að þeir upp- fylli ekki þau loforð, sem þeir hafi gefið um kauphækkun, eða dragi það að minsta kosti á langinn, til þess, að græða sem mest. Kveður svo ramt að þessari óánægju, að nefnd verkamanna hefir farið til Lundúna til þess að tala við við- skiftaráðuneytið um þessa deilu. Eru verkamenn hinir ákveðnustu í i þvi, að hafa fram rétt sinn, hvað sem það kostar, — enda þótt þeir þurfi að hefja annað verkfall. Reykt siðuflesk Ostar og Pylsur margar tegundir, nýkomið í Verzl. VON, Langavegi 55. CONSUHI Sjókólade er ódýrast í Liverpool. Tlýr Laukur i Verzt. VOn, Laugavegi 55. Prjónatuskur Og Ullartuskur kaupir hæsta verði Hittist f pakkhúsum Godthaabs eftir mánaðamótin. Liptons Te nr. 1 fæst í verzlun 0. Amnndasonar Laugavegi 22 A. Kaupið Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.