Morgunblaðið - 28.09.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐItó verður frarnvegis forsætisráðherra, en hinir foringjar Ungverja, Andrassy greifi og Apponyi greifi taka sæti i stjórninni. A Andrassy að verða utanríkisráðherra, og er hann þó svarinn óvinur Tizsa greifa. Apponyi greifi verður kirkju og kenslumála- ráðherra. Andrassy greifi hefir látið sér þau orð um munn fara að sendiherra Austurríkis í Bukarest, Czernin greifi, sé svikari, því að hann hafi vel vitað um það að Rúmenar hafi ætlað að segja Austurríkismönnum stríð á hendur, en þagað yfir þvi vegna þess að hann hafi hallast að skoð- unum ófriðarflokksins þar i landi. Bontnvörpuskípin Þau eru nú óðum að útbúa sig til þess að fiska í ís og sigla til Englands með aflann. Og mun al- menningi eigi finnast mikið við það að athuga. En svo er þó í fylsta máta. Og því miður munu flestir af sjómönnum vorum, ráðast á skip þessi án þess að athuga nægilega þá hættu, sem stafar af völdum ófriðarins mikla. Hve mikil sú hæíta er, veit enginn, en allir vita að hættulaus er þessi leið alls eigi. Enda hefir heyrzt að flestir af skip- stjóium skipa þessara ætli sér alls eigi að sigla til Englands, heldur fá aðra í sinn stað. Ætli sú ráðstöf- un standi að nokkru i sambandi við hættuna, sem Englandsferðum nú er samfara? En hvað sem því viðvík- ur, þá ættu sjómenn að minnsta kosti eigi að fara í þessar ferðir án þess að vera sæmilega líftrygðir fyrir stríðshættu, þannig að þeir fái í sín- ar hendur tryggingu fyrir því að svo sé í raun og veru. Heyrzthefir að Vélstjórafélag Islands hafi útvegað meðlimum sínum sæmilega líftrygg- ingu, meðan skipið dvelst innan ófriðar-svæðisins, og er það vel far- ið. Sjómaður. Ófrióarsmælki. Fimtu Indíánar frá Hudsons-flóa hafa gengið í Kanada-herinn. Eru þeir nýlega komnir til Ottawa og voru sex vikur á leiðinni þangað. Ghenadieff, sem var utanríkisráð- herra Búlgara árið 1913, hefir verið kærður fyrir landráð. Var mál hans tekið til meðferðar hinn 6. þ. mán. Frakkar oq Bretar hafa sent nefnd manna suður til Lissabon til þess að ráðgast um það við Portúgala á hvern hátt samvinnu þeirra og banda- manna verði bezt hagað. Titt miljónir manna í Þýzkalandi, eða sjöundi hver maður, taka nú mat sinn í allsherjarmötuneytisstofn- ununum. Kenslukona óskast á ágætt heimili, í kaupstað, ekki langt frá Raykjavík, til að kenna 3 börnum vanalegar námsgreinar, og að spila á piano. Halldór Sigurðsson Ingólfshvoli gefur upplýsingar. Jiensíu í fjandavinnu veitir ^/iíRaímina cfflzgnúséóífir, Sratíisg. 46 frá io. október. — Meðal annars verður kend baldering og Hedebosauniur. — Til viðtals frá i. okt., Þingholtsstræti* 18. 2 duglegir og áreiðanlegir sendisveinar óskast 1. október í brjóstsykursverksmiðjnnalí Lækjargötu 6B. Tilkynning. Sökum þess hvað alt fóður hestanna er dýrt, hafa öku- menn bæjarins ákveðið að ’hækka kaupl þeirra^trá 30. sept- ember,f þannig, að hestur með vagni hafijjafnt kaup og verk- fær maður eða 45 aura um klukkutímann. Verður þá lægsta ka»p ökumanns með 1 hest 90 aurarj'uiifklukkutímann þegar um heila daga eða lengri vinnu er að ræða, annars hærra, með 2 hesta kr. 1,35. Eftir þessu kaupi skal fara með alla samningsvinnu (akkord). Et um eftirvinnu er að ræða, hækkar kaupið jafnt fyrir hestinn og manninn. Eftir umboði ökumanna í Reykjavík. Hreinlegur kvenmaðr til að þvo flöskur í Olgerðiuni. Kensla í kvenlegum hannyrðum. Undiriituð tekur að sér að kenna stúlkum kjólasaum, peysufatasaum léreftasaum, baldéringu, hvítan og mislitan útsaum, knipl 0. fl. Kenslan stendur yfir frá 15. október til 14. maí, og verður þeim tíma skift í tvö námsskeið (3V2 mánuð hvort). Elísabet Valdimarsdóttir, til viðtals á Stýumannastíg 9 kl. 1—2 og 4—5. -------------,------------------------- HERPINÓT fæst til kaups með tækifærisverði. — Notuð að eins lítið í sumar. — Semja ber við Elías Halldórsson, Hafaarflrði. §SSSSt DAÖBOEJIN. ESS2 Veðrið í gær: Miðvikudaginn 27. sept. Vm. a. st. kaldi, hiti 9.0 Rv. sa. kul, hiti 10.3 íf. logn, hiti 9.1 Ak. — — 7.5 Gr. — — 3.0 Sf. sv. kul, hiti 13.1 Þh. F. sa. andvari, hiti 9.4 Heiðnrsgjöf færðu nokkrar konur hór í bænum frú Kristjönu Hafstein á áttræðisafmæli hennar um dagitin. Var það mynd af Laufási í Þingeyjar- sýslu, fæðingarstað frúarinnar. Gjöf- inni fylgdi skrautritað ávarp og kvæði eftir frú Jarþrúði Jónsdóttur. Fjúrrekstrar koma nú daglega til bæjarins. í Sláturfólaginu er skorið um 800 fjár á dag. Framboð. Davíð Kristjáusson er einn frambjóðenda í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Er sagt að framboð hans hafi komið of seint og því ekki víst að það verði tekið til greina af kjör- stjórninni. Sönglög eftir Jón Laxdal eru ný- komin út. Er það 1. heftið, eti von á meiru síðar. Lögin eru við kvæða- flokka Guðm. Guðmundssonar: Helga hin fagra og Gunnar á Hlíðarenda, þau sem sungin voru her í Rvík í fyrra. Mun hefti þetta vera kærkomið um alt land, því lögin eru sum gull-- falleg. Botnia fór héðan í gærkvöld áleiðis til útlanda. Meðal farþega voru Jón Sveinbjörn8Son kanrtnerjunker, Páll ísólfsson, Eggert Stefánsson. Jón Leifs, Sig. Þórðarson, Frederiksen kolakaupm., Ragnar Ásgeirsson, Carl(|uist, Böðvar Kristjánsson aðjunkt og frú hans, frú Kristjana Thorsteinsson, ungfrúrnar Ragna Tulinius frá Akureyri, Sigr. Nielsen, Hrefna Ingimimdardóttir og Lára Eggertsdóttir, Th. Krabbe verk- fræðingur og frú hans og dóttir, Fr. Nielsen umboðssali, Guðm. E. Guð- mundsson bryggjusmiður o. fl. Sjálfkjörnir þingmenn eru þeir Pótur Jónsson á Gautlöndum í Suður- Þingeyjarsýslu og Magnús læknir Pót- ursson í Strandasýslu. Slys. Drengur að nafni Þorsteinn Einarsson á Bræðraborgarstíg 31, datt af hjóli í gær og fótbrotnaði. Annað barn varð fyrir hestvagni uppi á Lauga- vegi og meiddist allmikið. Vatnslanst hefir ve ið efst í Þing- holtunum og á Skólavörðustíg undan- farna daga. Hóldu menn að vatps- veitan hefði bilað eitthvað og fóru þeir borgarstjóri og Helgi Magnússon í gær alla leið upp að Gvendarbrunnum, en urðu þess hvergi varir, að ólag værl á vatnsveitunni. — Vatnsskorturinn mun stafa af því, að vatnsleiðslan et orðin of lítil fyrir bæinn þegar mikið er notað af vatni, svo sem nú er, °S eigi er það heldur óhugsandi, að minna vatnsmagn só í Gvendarbrunnum nú> heldur en verið hefir. Vatnsgeymirinn f Rauðarárholti v0r®‘ ur fullger / næsta mánuði. Og þ® Þar^ ekki að óttast vatnsskort fyrst um sinn’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.