Morgunblaðið - 07.01.1917, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1917, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ S Jlin æðsfa fjersljórn. Dauðinn, djöfuííinn og ágirndin. Þannig hugsa Ameríkumenu sér hina æðstu herstjórn í ófriðnum, Dauðinn, djöfullinn og ágirndin horfa niður yfir vigvöllinn, þar sem eldstrokurnar fram úr fallbyssukjöftunum varpa draugalegum bjarma yfir landslagið, Dauðinn er sá, sem brytjar niður raðir hermannanna, djöfullinn er lifið og sálin i ófriðnum og ágirndin hefir komið honum af stað og sigað þjóðunum saman. Og hin æðsta herstjórn vakir með áhuga yfir gangi stríðsins og hvert þeirra þriggja hefir síns að gæta. Befíjmann-TioUweg fjefdur ræðu. Tennur «rn tilbúnar og s«ttar inn, bæði heilir tann- garðar og einstakar tennur á Hverfisg. 46. Tennnr dreenar út af lækni daglega kl. 11—12 með eða án deyfingar. Viðtalstimi 10—5. Sophy Bjarnarson. hverfull eða reikull í rásinni. En eg efast ekkert um það, nð kanzlarinn óski sjálfur friðar af einlægum hug, að hann vilji vera sannur og dreng- lyndur. En staða hans er ákaflega vanda- söm. Enginn einarður maður mundi geta staðið í þeirri stöðu. Bismarck var of einarður og þess vegna varð hann að fara frá. Bulow var líka of einarður og varð að fara frá, því að hann sagði keisaranum að halda sér saman og gera sig eigi að asna. En Berhmann-Hollweg gæti aftur á móti tæplega sýnt nokkrum nokkra ó- svífni. Hann var altaf lýtalaust til fara eins og allir þeir, sem unnu nndir hans stjórn. í »Unter den Linden« eru skrifstofuþjónarnir í utanríkis- ráðuneytinu auðþektir á klæðaburði sínum. Engir menn í Berlín klæð- ast eins snyrtimannlega, nema ef vera skyldi veitingaþjónarnir! En þótt klæðnaður kanzlarans sé alveg lýtalaus, þá þoiir hann ekki að neitt sé um hann sagt. Það var árið 1910 að hann kvartaði undan því að blöð- in töluðu um vesti og hálshnýti stjórnmálamannanna. Sjálfur var hann ógjarn á það að dæma um nokkurn mann þannig, að halla orði á hann. Hanu var — og er ef til vill enn — allmjög hlyntur jafnaðar- mönnum, enda þótt hann sé junk- ari. Þegar hinir beztu þingmenn verkamanna heimsóttu Þýzkaland fyrir fáum árum, bauð ríkisþingið þeim til miðdegisveizlu og var kanzl- arinn þar viðstaddur. Gat hann sér virðingu þeirra allra með hinni vin- gjarnlegu framkomu sinni. Einu sinni þegar john Burns sat í brezka ráðuneytinu, reit hann Holl- weg og skýrði honum frá því að hann ætlaði að heimsækja hann á tilteknum tíma. Kanzlarinn bjóst til þess að taka vel í móti honum, en ekki kom Burns og engin orðsend- ing frá honum. En nokkrum dög- um seinna kemur Burns og afsakar sig með þvi, að hann hafi verið að athuga heræfingar Þjóðverja. Beth- mann-Hollweg sagði seinna frá þessu og brosti þá, eins og hann vildi segja að þetta drægi litinn keim af Oxford. Eins og sjá má á öllu, hefir kanzl- arinn mikil áhrif á keisarann. Þeir stunduðu báðir nám við háskólann i Bonn á yngri árum og það er sagt, að keisarinn hafi tekið ágætt próf þaðan, eigi vegna þess að kennar- arnir hafi ívilnað honum, heldur vegna þess að skólabróðir hans, hinn tilvonandi kanzlari, hafi haldið hon- um til náms. N orðurlönd og ófriðurinn. Svo sem þegar er hermt í skeyt- um, hafa Norðurlönd, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, látið sendiherra sína í ófriðarlöndunum tilkynna að þau (Norðurlönd) styddu málamiðl- unarstarf Wilsons. Láta þau þess getið, að þau teldu það vanrækslu á augljósri skyldu sinni við allar þjóðir og mannúðina, ef þau létu nokkurt tækifæri ónotað til þess að stuðla að því að hinum miklu heims- hörmungum létti. Og að lokum láta þau þá ósk sína í ljós, að friðar- tilraunir Wilsons beri þann árangur, er sé samboðinn hinum góða til- gangi hans. Norðurlandablöðin fluttu orðsend- ingu þessa án þess að hnýtt við hana nokkrum athugasemdum. Tid- ens Tegn lætur þess þó getið að þessi framkoma Norðurlanda sé undan rótum Svía runnin og segir sem svo, að þetta muni reynast ófyrirsynju, en vonandi sé að eins að það geri ekki ilt verra. Baulárvellir. Baulárvellir hét bær í Staðarsveit á Snæfellsnesi og er vatn ekki all- lítið héi nm bil 250 faðma frá bæn- um, sem nefnt er Baulárvatn. Slétt- lent er í kringum vatnið, og sést mjög vel til þess frá bænum. Á bæ þessum bjuggu fyrir siðustu aldamót tveir bændur, og hét annar Jón Sig- urðsson en hinn Guðmundur Sum- arliðason. Var þessi Jón sérlegur burðamaður og vel hugrakkur. Einn góðan veðurdag um hásláttinn kom fólkið á Baulárvöllum út eftir miðdegisverð og hugði að ganga til vjnnu sinnar. Tekur það þá eftir dýri nokkru mjög skrítnu á vatns- bakkanum. Þótti bændum það mjög hrikalegt og tóku rafta tvo og hugðu að athuga það nánar. Komust þeir mjög nálægt því og sáu þá að það var mjög áþekt nautgrip að sköpu- lagi en mikið stærra. Sægrátt var það að lit og frekar loðið. En er bændurnir voru komnir mjög ni- lægt þvi, fleygði það sér í vatnið og hefir eigi sést siðan. Voru þess- ir bændur mjög sannorðir og sögðu frá þvi sem gerst hafði, skömmu síðar. Nú er þessi bær í eyði og er sagt að dýrið hafi verið ein af orsökunum til þess að svo fór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.